Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 4
4 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Reyndist vera með rúm 200 grömm innvortis: Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð FÍKNIEFNI Náð var í um sextíu kókaínhylki í görn fíkniefna- smyglara með skurðaðgerð á mánudag. Smyglarinn, sem er Ís- lendingur um þrítugt, var hand- tekinn við komuna til landsins á sunnudag og leiddi röntgenskoð- un í ljós að hann væri með aðskotahluti innvortis. Maðurinn var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi þegar hann var tekinn. Við aðra röntg- enskoðun á mánudag kom í ljós að fíkniefnapakkningarnar voru fastar í meltingakerfi mannsins. Hann samþykkti að fara í uppskurð til að sækja efnin því ljóst þótti að þau skiluðu sér ekki úr líkamanum með öðrum hætti. Í hylkjunum reyndust vera rúm 200 grömm af kókaíni. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykja- vík, segir ekki hafa verið ástæðu, á þessu stigi málsins, til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mann- inum. Hann liggur nú á sjúkra- húsi og jafnar sig eftir aðgerðina. Jónas Magnússon skurðlæknir segir aðgerð, eins og þurfti að gera á manninum, ekki vera sér- staklega stóra né hættulega. Opna þarf kviðarhol með litlum skurði og síðan þarf að opna görnina þar sem aðskotahlutirnir eru. - hrs Hringt á milli íslenskra síma í gegnum Noreg Síminn sendir hluta símtala viðskiptavina sinna til Noregs og þaðan í net Og Vodafone. Talsmaður Og Vodafone segir það alþekkta sjóræningjaleið. Síminn gagnrýnir Póst- og fjarskiptastofnun fyrir að hlutast ekki til um heildsöluverð. NEYTENDUR Erlend símafyrirtæki greiða lægra heildsöluverð fyrir símtöl viðskiptavina í net Og Vodafone en Síminn, segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Hluta símtala úr númer- um Símans til Og Vodafone sé því beint í gegnum norskt símafyrir- tæki, sem bjóði lægra heildsölu- verð að neti Og Vodafone. Síminn gagnrýnir Póst- og fjarskipta- stofnun fyrir að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone. Jafnræðis sé ekki gætt milli síma- fyrirtækja. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, seg- ir að eftir að stofnunin hafi úr- skurðað Og Vodafone markaðsráðandi á fjarskipta- markaði hafi kostnaðargreining á heildsöluverði fyrirtækisins farið fram. Tölur Og Vodafone hafi ekki gefið ástæðu til að gera at- hugasemdir við gjaldskrána. Eva segir Og Vodafone ívilna eigin deildum og erlendum fjar- skiptafyrirtækjum: „Á þetta hef- ur Síminn ítrekað bent síðastliðið eitt og hálft ár án þess að Póst- og fjarskiptastofnun taki ákvörðun í málinu.“ Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir heildsöluverð til erlendra fjarskiptafyrirtækja ekki óeðlilega mikið lægra en verð til Símans. Samningar við erlend fjarskiptafyrirtæki séu gerðir til langs tíma og í erlendri mynt. „Gengisþróun olli því til skamms tíma að verðið reyndist óvenju lágt fyrir sum þessara er- lendu fjarskiptafyrirtækja. Landssíminn hefur síðan ákveðið að kaupa þennan aðgang að neti Og Vodafone af erlendu fjar- skiptafyrirtækjunum og spara við það nokkra aura á mínútuna,“ segir Pétur: „Þetta er alþekkt hjá sjóræningjasímafyrir tækjum í útlöndum sem leita alltaf ódýr- ustu leiða til að flytja umferð sína á kostnað gæða þjónustunn- ar sem þau veita viðskiptavinum sínum.“ Póst- og fjarskiptastofnun vinnur að nýrri greiningu íslensks fjarskiptamarkaðar. Hrafnkell segir að í framhaldinu verði hugs- anlega aðrar aðferðir nýttar við kostnaðargreiningu sem gæti leitt til íhlutunar um heildsöluverð. Það skýrist í vor. Eva segir of lengi beðið. gag@frettabladid.is Ertu sátt(ur) við að engin und- ankeppni verði hér heima fyrir Eurovision? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að ferðast um jólin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 50,67% 49,33% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun VERKEFNISSTJÓRINN Helgi Jósefsson kvaðst vera í skýjunum yfir framlagi ríkisstjórnarinnar. Fjölmennt og Geðhjálp: Samstarfs- verkefnið lifir MENNTAMÁL Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að 12-14 milljónum skyldi varið til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Samhjálpar á næsta ári, að sögn Helga Jósefssonar verkefnis- stjóra. Verkefnið hefur verið rekið til að mennta og endurhæfa geðsjúka og hafa tugir manns stundað námið á undanförnum önnum. „Ég er alveg í skýjunum,“ sagði Helgi eftir fregnir af framlaginu. „Ég er alsæll fyrir hönd nemend- anna og kennaranna. Þetta er virkilega ánægjuleg og góð jóla- gjöf fyrir okkur öll.“ - jss Fíkniefni í Færeyjum: Vikið frá Eimskip LÖGREGLUMÁL Einum vélstjóra af flutningaskipi Eimskips sem tek- inn var í Færeyjum með lítilræði af fíkniefnum hefur verið vikið úr starfi. Hann átti eitt og hálft gramm af hassi og 0,1 gramm af kókaíni sem fundust í káetu stýrimanns. Haukur M. Stefánsson, for- stöðumaður skiparekstrar og tæknideildar Eimskips, segir flutningafyrirtækið bregðast við samkvæmt sjómannalögum. Ekki skipti máli þó að fíkniefnin hafi verið til einkanota. Ekkert fyrir- tæki geti sætt sig við að starfs- menn neyti fíkniefna á vinnutíma. - gag KÓKAÍN Í PLASTI Um 200 grömm af kókaíni fundust innvortis í manni. Skurðaðgerð þurfti til að nálgast efnið. Póst- og fjarskiptastofnunin í Svíþjóð, Post- och telestyrelsen, fyrirskipaði þann 15. desember þremur símafyrir- tækjum með mestu markaðshlut- deildina á sænskum markaði að lækka heildsöluverð sín á milli og til annarra símafyrirtækja. Fyrirtækin, TeliaSonera, Tele2 og Vodafone, mega ekki rukka meira en 80 sænska aura á mínútuna fyrir símtöl á milli kerfa. Fylgi þau ekki reglunum geta þau átt á hættu sekt upp á 100 milljónir sænskra króna, eða um 930 milljónir íslenskra, samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar. EVA MAGNÚSDÓTTIR Segir Og Vodafone rukka Símann umfram önnur fjarskiptafyrirtæki fyrir not á símkerfi sínu. Gripið hafi verið til aðgerða. HRAFNKELL V. GÍSLASON Segir ekki nauðsynlegt, eins og staðan sé í dag, að íhlutast um heildsöluverð Og Vodafone. Það geti breyst í vor.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.