Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 34
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR JÓLAMAT
Kalkúnn með salvíu og blóðbergi
Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur
matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa
mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin
ekki.
Ef kalkúnninn er frosinn látið hann þá þiðna í ísskáp og gerið ráð
fyrir um tveimur sólarhringum í þiðnunina. Þegar fuglinn hefur
þiðnað skolið hann vel og þerrið að utan og innan. Blandið salti og
pipar (um 1/2 tsk. af hvoru) og kryddjurtunum saman við mjúkt
smjörið. Dreifið þá megninu (ca 2/3) af kryddsmjörinu jafnt yfir
kalkúnsbringuna undir skinnið. Áður en þetta er gert er nauðsynlegt
að losa skinnið varlega frá bringu fuglsins. Vinnið frá hálsi og aftur.
Nuddið afganginum af smjörinu utan á allan fuglinn. Skerið peru,
sellerí og lauk í grófa bita og fyllið fuglinn með þessu ásamt hvít-
lauksgeirum. Látið kalkúninn í ofninn á léttsmurða bökunargrind
þannig að bringan snúi upp. Látið bökunarskúffu undir til að taka við
safanum. Kalkúnninn er bakaður við 150 gráður í um 40 mínútur á
hvert kíló eða þangað til kjöthitamælirinn sýnir 90 gráður. Ausið soð-
inu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mínútna fresti. Þegar kalkúnn-
inn er fulleldaður takið hann út úr ofninum og látið standa í 20 mín-
útur áður en hann er borinn á borð. Skreytið með plómum og hnet-
um. Flest algengt hátíðarmeðlæti passar vel með kalkún, sérstaklega
þó sætar kartöflur, rauðkál og waldorf salat. Mörgum finnst brauð-
fylling og trönuberjasulta algerlega ómissandi. ■
1 kalkúnn 4-5 kg
100 g smjör eða smjörvi
2 msk. salvía (þurrkuð eða fersk)
1 msk. blóðberg (þurrkað eða ferskt)
Salt og pipar
1 pera
2 stilkar sellerí
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
Afþíðing
Afþíddu mat á disk inni í ísskáp en ekki á borði til að koma í veg fyrir bakteríur. Sérstaklega
þarf að fara varlega þegar kjúklingur er afþíddur og passa þarf að blóðvökvi berist ekki í
annan mat. Það er ekki öruggt að frysta aftur kjöt eða fisk sem þegar hefur verið afþíddur.[
Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru
frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr
6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf
aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt
að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn
Með ljúffengri fyllingu
úr ostum og öðru góðgæti
Allir klárir í bátana
– stökkir að utan, mjúkir að innan!
ar
gu
s
04
-0
71
3
sími 568 6440
Allt í
eldhúsið
Eitt virtasta blandaða viskí Skota er Chivas Regal,
en 12 ára viskí þess ágæta fyrirtækis er vinsælasta
viskí sinnar tegundar í veröldinni. Hér á landi hefur
það löngum verið mestselda 12 ára viskíið enda
þekkt fyrir stöðugleika og gæði. Nú fyrir jólin er
hægt að fá þetta fræga viskí í gjafaumbúðum í
Vínbúðum án sérstaks aukakostnaðar. Chivas
Regal 12 ára fæst í takmörkuðu upplagi í sér-
útbúnum álboxum.
Chivas Regal er einkar mjúkt og eitt af þeim
viskíum sem höfðar jafnt til karla og kvenna.
Undanfarið hefur færst í vöxt að útbúa kok-
teila úr viskíi. Einn slíkur drykkur, sem notið
hefur mikilla vinsælda, er Chivas Cooler. Það
er ákaflega einfalt að gera þennan hressandi
drykk: Hellið vel af Chivas Regal yfir ís í háu
viskíglasi. Fyllið upp með engiferöli og
skreytið með lime-sneið.
Verð í gjafaumbúðum í Vínbúðum 4.190 kr.
Chivas Regal 12 ára:
Í álboxum í
takmörkuðu upplagi
Í Vínbúðum
Á spænsku eru vínhúsin kölluð
bodegas og vínframleiðendur því
kallaðir bodegueros. Vínframleið-
endur Spánar nota mjög margar
tegundir þrúgna í vínin sín og er
ekki óalgengt að finna cabernet
sauvignon, pinot noir og aðrar al-
gengar þrúgur í þeim. En meiri-
hluti vínanna er framleiddur úr
innlendum þrúgum, eins og tem-
pranillo og viura, sem margar
hverjar eru ekki til utan Íberíu-
skagans. Aðferðirnar sem spænsk-
ir bodegueros nota eru tæknilega
þær sömu og annars staðar, en það
eru tæknileg atriði, geymsla, öldr-
un og fleira þess háttar sem gefur
spænskum vínum áhugaverðan og
oft ánægjulega sérstakan keim.
Allied Domecq á stærstu vínsam-
steypu á Spáni og framleiðir þar
allt litróf vína. Því er
ekki erfitt að finna gott
vín frá þeim með
jólamatnum í öllum
verðflokkum.
Las Campanas
Crianza er dúndur-
vín með veislumat
af ýmsu tagi, eins
og til dæmis kalkún
eða hamborgar-
hrygg. Magnað vín í
fjölmennar sam-
komur.
Verð: 1.090 kr.
Campo Viejo Reserva
er vínið með hangikjöt-
inu, því það gengur afar
vel með öllu lambakjöti.
Einstaklega gott með
smáréttum og ostum
af ýmsu tagi í mýkri
kantinum.
Verð: 1.350 kr.
Marques de
Arienzo Gran Reserva
er fullkomið með villi-
bráð, til dæmis rjúpu,
gæs eða hrein-
dýri. Einnig
sérstaklega
gott með
nauti.
Verð:
1.750 kr.
Spænsk jólavín
Lífræn jógúrt
með nýja ásýnd
Verið er að taka í notkun hjá Biobú
ehf. nýjar dósir fyrir lífræna jógúrt.
Dósirnar eru sömu gerðar og eldri
dósir en hafa fengið nýtt útlit, þar
sem hver tegund fyrir sig hefur fengið
sitt auðkenni, öfugt við eldri dósir
sem voru einsleitar.
Á nýju umbúðunum má finna meira
af upplýsingum en áður svo sem
töflu yfir magn næringarefna auk
texta á íslensku og ensku með lýs-
ingu á innihaldi. Þá er að finna á um-
búðunum merki íslensks landbúnað-
ar ásamt fleiri upplýsingum. Einnig er
texti innan á pappaöskjunni sem um-
lykur dósina sem hægt er að rífa af
og afla sér þannig meiri upplýsinga
um vöruna. Pappaöskjuna má flokka
með pappa en hún er höfð til styrk-
ingar á dósinni, þannig sparast plast-
ið í hana.
Sala á lífrænni jógúrt milli ára hefur
aukist verulega. Hún var 88,7% meiri
í nóvember 2004 miðað við nóvem-
ber 2003. Ef litið er til síðustu 6
mánaða þá hefur sala aukist að
meðaltali um 51,4% miðað við sömu
mánuði árið 2003.
Sala á lífrænni jógúrt hófst 3. júní
2003.
Hlynsírópsbrún-
aðar kartöflur
með hnetum
Tilbrigði við hefðbundnar brúnaðar
kartöflur. Þessar eru sérlega góðar
með til dæmis með svínakjöti,
londonlambi eða kalkún.
1 kg forsoðnar Þykkvabæjarkartöflur
1 dl hrásykur eða ljós púðursykur
2 msk. hlynsíróp (maple syrup)
3/4 dl rjómi
nokkrir muldir valhnetu- eða pekan-
hnetukjarnar
Kartöflurnar settar í pott með sjóð-
andi vatni og látnar sjóða í 2-3 mín-
útur, eða þar til þær eru heitar í
gegn. Þá er þeim hellt í sigti og látið
renna vel af þeim. Sykrinum stráð á
pönnu og hann bræddur við meðal-
hita án þess að hrært sé í honum.
Sírópi og rjóma bætt á pönnuna og
látið sjóða í 1 mínútu. Þá eru kartöfl-
urnar settar út í og hrært þar til þær
eru alþaktar sykurbráð. Hnetunum
stráð yfir, hrært og látið malla í 1-2
mínútur í viðbót. ■
]