Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 51

Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 51
Matur og meðlæti spila stóran hlut í jólahaldi landsmanna, svo ekki sé minnst á vínin með matn- um, sem svo sannarlega setja punktinn yfir i-ið. Vanir matgæðingar og sælkerar kunna að nýta sér bestu gæði hvers víns við hvert tækifæri og útbúa þannig veislu fyrir bragðlaukana. Faustino I Gran Reserva 1995 Margverðlaunað vín og lofað af víngagnrýnendum. Vínið er að jafn- aði um 10 ára gamalt þegar það er sett á markað og því um fágað og þroskað vín að ræða sem og virkilega góð kaup. Á bestu árgöngum hefur vínið burði til að geymast í a.m.k. 20 ár frá uppskeru. Fagur djúprauður tónn vínsins minnir einna helst á kirsuber og mahóní- við. Kröftugur og fjölbreyttur ilmur ásamt kröftugu tanníni gera vínið tilvalið með villibráð og rauðu kjöti. Verð í vínbúðum 1.990 kr. Faustino Cava Semi Seco Freyðivín er fallegur fordrykkur og hentar einnig oft vel sem eftirréttavín með sætum ávöxtum, kökum og búð- ingum. Faustino Cava er fínlegt, hálfþurrt freyðivín sem er framleitt eftir kampavínsaðferðinni, Method Traditional, og hefur hlotið 18 mánaða geymslu. Eitt af þeim freyðivínum sem passar með mat og er jafn- framt ljúft eitt og sér. Verð í vínbúðum 1.090 kr. Hvaða vín passa með jólamatnum? Gæs: - Frönsk gewürztraminer-hvítvín frá Alsace, mjög skemmtileg sam- setning og fyrir þá sem vilja frem- ur hvítt en rautt er þetta frábær kostur. Léttir máltíðina. - Primativo-vín frá Suður-Ítalíu, sama þrúgan og hin ameríska Zin- fandel en ítölsku vínin eru á mun hagstæðara verði. Kíkið eftir vín- um frá Puglia sem eru í mikilli sókn. Pipruð og lífleg. - Góð pinot noir-vín frá Búrgund, Premier Cru og Grand Cru. Hreindýr: - Norður-ítölsk rauðvín frá Pied- monte. Dýpri vín eins og Barolo og Barbaresco. - Syrah, almennt, bæði frá Norður- Rhone og Ástralíu (shiraz). - Þroskuð cabernet sauvignon-vín, almennt gjarnan með lítilli blöndu af merlot eins og vín frá Margaux í Frakklandi. Cabernet shiraz blan- da er algeng í nýja heiminum og getur sú blanda virkað ágætlega. - Gran reserva-týpur frá Rioja. Djúp spænsk vín. Hamborgarhryggur: Það er nokkur kúnst að velja vín með hamborgarhrygg, sérstaklega ef súrmeti er í meðlætinu. Þá þrengist valið mikið. Hér er ekki gert ráð fyrir súrmetinu. Almennt eiga jarðbundin rauðvín við með hamborgarhrygg. -Beaujoles-rauðvín (ekki Nouveau) og jafnvel Saint-Emilion. Einnig léttar grenache-blöndur. - Mjög feit og stór chardonnay eins og Búrgundarisar í hærri gæðaflokkum eða vel gerð chardonnay-vín frá nýja heimin- um. - Hvítvín með heitan ávöxt eins og Pinot Grigio- eða Pinot Gris-vín, einkum frá Alsace í Frakklandi og Veneto á Ítalíu. Hangikjöt: Hangikjötið er erfiðast, afar fá vín eiga við það. Þau eru þó vissulega til og hér er miðað við hefðbund- inn hangikjötsrétt með kartöflum og uppstúfi. - Gewürztraminer-hvítvín frá Al- sace eða blönduð semillon-hvítvín frá nýja heiminum, eikuð, mjög ávaxtarík og krydduð vín. -Shiraz frá Argentínu eða Carminera frá Chile er hugsanlega ágætt þótt ég taki hvítvínið fram yfir í þessu tilfelli. Kalkúnn: Sósan skiptir miklu máli fyrir val á víni með kalkúni. Hér er miðað við léttar sósur og þá passa ung, ávaxtakennd og ákveðin vín. - Feit og ávaxta- kennd hvítvín, til dæmis tokay pinot gris frá Alsace. - Merlot vín frá nýja heiminum, til dæmis frá Ástralíu eða Bandaríkjun- um. Þetta eru aðgengileg rauðvín og eiga vel við kalkúninn. - Léttari og einfaldari am- erísk pinot noir, jafnvel líka frá Búrg- und. -Pinotage frá Suður-Afríku. F217MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 MOCA kaffi frá Rómaborg Verslunin KAFFIBOÐ á Barónsstíg selur malað kaffi og kaffibaunir frá M.o.c.a kaffibrennslunni í Róm. Kaffið fæst malað og í baunum. Við bjóðum 20% kynningarafslátt til Jóla. Þetta kaffi fæst líka í Bernhöfts bakaríi og í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Glæra brauðristin Þessi hvítglæra brauðrist og samlokugrill kemur frá VICE VERSA. Hún fæst líka gegnblá. Verðið á henni er kr. 5000.- Duly sturtuútvarp Duly sturtuútvarpið er skemmtilegt útvarp frá VICE VERSA sem auðvelt er að hafa með í sturtuna, því er algjör óþarfi nú, að fara einn í sturtu. Hönnuður útvarpsins er Georgio Gurioli. Það er til hvítt eða blátt og kostar kr. 4200,- Koala Cappuccinovél Það nýjasta frá VICEVERSA er Koala cappuccinovélin hún er hönnuð af Luca Trazzi. Hún er eins og aðrar cappuccino- vélar sem við seljum: Djúpt og gott bragð af kaffinu. Koala fæst í gulu, rauðu, svörtu og krómi.Verðið á henni er frá kr. 23.900. Þetta er vélin fyrir unga fagurkera Cube blandarinn Cube blandarinn er líka frá ViceVERSA.Hann er hannaður af Luca Trazzi eins og öll Cube línan. Fæst hjá oss í KAFFIBOÐI og kostar kr.13.900. TIX blandarinn Blandarinn kemur líka frá VICE VERSA í Flórens á Ítalíu. Luca Trazzi er hönnuður að blandaranum.Verð kr. 12.500. Ýmislegt fleira fæst úr TIX línunni s.s.brauðrist og ávaxtapressa Salamandran frá VICEVERSA Þessi smáofn og salamandra gerir ýmislegt; grillar, ristar, hitar og þýðir. Og bakar meira að segja líka. Salamandran kemur í krómi og kostar kr.7.900. DIVA frá BUGATTI Diva er kaffi og cappuccinovél frá fjölskyldufyrirtækinu ilcar di BUGATTI en fyrirtækið var stofnað í Bresíu á Ítalíu árið 1923. DiVa er hönnuð af Andreas Seegatz og þykir hún vel heppnuð enda hefur hún slegið í gegn. Óvenjuleg en dínamísk. Skrokkurinn er aðeins settur saman úr tveimur hlutum og eru þeir steyptir úr áli. Ketillinn sem hitar kaffivatnið er úr látúni. Vatnshitinn og þrýstingurinn er alveg réttur. Lagar að sjálfsögðu afbragðskaffi eða cappuccino. Lituð kostar Diva kr. 54.900 á sérstöku kynningarverði. Hún er fáanleg rauð,blá,ljósgul,svört og krómuð. Úrval góðra hluta í KAFFIBOÐI! Faustino um hátíðirnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.