Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2004, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 22.12.2004, Qupperneq 61
Hann taldi að þjón- ustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun aukin og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Æskan og ellin, einn og sami þráðurinn Virðing og hlý umhyggja er ómet- anleg hverju barni, en æskan og ellin eru á einum og sama þræði. Hin hljóða ósk eldra fólks er einmitt að njóta virðingar, um- hyggju og öryggis. Sem áhuga- maður um hagi og líðan fólks vakti það athygli mina og ánægju er Jón Kristjánsson heilbrigðis- málaráðherra tjáði sig um sína framtíðarsýn varðandi málefni eldra fólks í útvarpsviðtali þann 16. desember síðastliðinn. Sýn ráðherrans var glögg og ígrunduð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Hann taldi að þjónustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun auk- in og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Þessi yfirlýsing lét einkar vel í eyrum og kallaði fram í huga mínum tillögu sem ég bar fram í stjórn húsnæðissamvinnufélags- ins Búmenn í september 2003, en í tillögunni fólst sú ósk m.a. að fé- lagið verði á hverjum tíma boð- beri nýrrar sýnar í byggingarmál- um og hvers konar þjónustu við fólk á efri árum. Samvinnufélagið Búmenn er landsfélag og meginmarkmið þess er að reisa vandað og hentugt húsnæði fyrir 50 ára og eldri á viðráðanlegu verði. Félaginu hef- ur vegnað vel og átt góða sam- vinnu við sveitarstjórnir víðs veg- ar á landinu. Markmið félagsins er t.d. að við skipulag á nýjum hverfum í borg og bæjum, verði strax séð fyrir góðri lóð fyrir hjúkrunar- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk á sama hátt og fyrir íbúðir, skóla og leikskóla, verslun og þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Með því að slík þjónusta byggðist strax upp sem eðlilegur hlutur í hverju hverfi skapaðist möguleiki á áframhaldandi ná- lægð við umhverfið og betri tengsl við vini og vandamenn héldust órofin. Fólk sem nauðugt þarf að flytja langa leið í skjól fyrir aldraða er eins og rifið upp með rótum. Þeg- ar einsemdin bætist við líðan aldr- aðra og sjúkra er mikil ástæða til að leita allra ráða til úrbóta og finna leiðir til að draga úr bæði ljósum og leyndum vanda eldra fólks í dag. Búmenn hafa mótaðar skoðan- ir um hvernig fjölga megi valkost- um félagsmanna og koma á skap- andi umræðu um ólíka og um leið jákvæða möguleika í þjónustu við eldra fólk. Á sama hátt og sveitar- félög víðs vegar á landinu búa við mismunandi aðstæður þá liggur það í augum uppi að það sama á við um alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Því varpa ég of- angreindum hugmyndum mínum fram sem innleggi í slíka umræðu og vonast til þess að á síðum blaðsins eigi eftir að skapast líf- legar og uppbyggjandi umræður um þetta mikilvæga málefni. Höfundur er varaformaður Bú- manna hsf. 29MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 Jólakveðja til ungling- anna Tvær nýjar alþjóðlegar kannanir sýna að reykvískir unglingar standa sig vel í slíkum saman- burði. Þar sem alltaf er nóg af fólki sem rýkur upp til handa og fóta til að skammast yfir ung- lingavandamálum, leyfi ég mér að senda Reykvíkingum jóla- kveðju með hrósi um unga fólkið. Því það er h r ó s s i n s vert. Fjöl- þ j ó ð l e g könnun á v í m u e f n a - neyslu sýnir að reykvísk- ir unglingar koma vel út. Neysla þeirra á vímuefnum er lít- il miðað við marga aðra og hefur ekki aukist hin síðari ár. Annað mætti ætla af fréttum og um- ræðu, en svona er þetta nú samt. Unglingarnir í borginni standa sig vel í þessu efni. Þá er nýkom- in niðurstaða úr annarri fjölþjóð- legri könnun, PISA, um námsár- angur. Þar kemur í ljós að reyk- vískir unglingar eru ofarlega á lista og nánast enginn munur á reykvískum stúlkum og piltum í stærðfræði. Ómarktækur munur er á mörgum þjóðum í kringum 10. sæti á listanum, og þar er okk- ar fólk. Um árangurinn segir Námsmatsstofnun, að hann sé ,,verulega góður“ og beri að hampa. Annað mætti ætla af sum- um fréttum. Ég sé ekki betur en þessar tvær stóru kannanir með alþjóðlegum samanburði sanni að reykvískir unglingar eigi skilið að fá gott í skóinn þessa dagana. Höfundur er formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. STEINUNN FINNBOGADÓTTIR UMRÆÐAN HÚSNÆÐISMÁL ALDRAÐRA ,, SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Leiðrétting Með opnugrein Ara Trausta Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings um Kötlugos í blaði síðasta laug- ardags birtist ljósmynd af póst- korti með ámálaðri mynd af Kötlugosinu árið 1918. Láðst hafði að taka fram að myndina málaði Páll Jónsson frá Ægissíðu, hann var sjónarvottur af gosinu. Að sögn Steinþórs Runólfssonar, tengdasonar Páls, mátti á mynd- inni sjá Ytri-Rangá þar sem hún rennur fyrir framan bæinn á Æg- issíðu. Þá gat á að líta Gaddsstaða- bæ, Rangársanda og loks gos- strókinn frá Kötlu í fjarska. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.