Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 74
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
■ FÓLK
Hljómsveitin The Libertines spil-
aði líklega á sínum síðustu tónleik-
um í París 17. desember. Drengirn-
ir spiluðu klukkutíma langt
prógramm fyrir 350 gesti í norður-
hluta Parísar. Söngvarinn Carl
Barat virtist glaður og settist jafn-
vel við trommusettið á tímabili.
Nýlegar fréttir benda einnig til
þess að fyrrverandi meðlimur
hljómsveitarinnar, Pete Doherty,
sé að klúðra öllu fyrir hljómsveit-
inni Babyshambles með óhóflegu
sukki. Babyshambles stofnaði
hann eftir að hann hætti í The
Libertines. ■
Þá er það ákveðið. Sjötta Harry
Potter-bókin kemur í verslanir
þann 16. júlí næstkomandi, en
bókin verður gefin út samtímis í
Bretlandi, Bandaríkjunum,
Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi
og Suður-Afríku.
Það var í gær sem höfundur
Potter-bókanna, J.K. Rowling,
ljóstraði því upp að hún hefði loks
lokið við sjöttu bókina sem hefur
fengið nafnið Harry Potter and
the Half-Blood Prince, en áður
hafði hún sagt að tíðindin myndu
fara um heiminn á jóladag. Á
heimasíðu sinni segist Rowling
ekki hafa viljað skemma jóladag
fyrir aðdáendunum sínum, og
með þessu komið í veg fyrir að
þeir myndu í sífellu vera að heim-
sækja heimasíðu sína, yfirspennt-
ir, í von um að sjá tilkynninguna.
Ljóst þykir að fréttirnar munu
skapa tilhlökkun og nýtt æði
meðal aðdáenda galdrastráksins
Harrys. Nýja bókin er framhald
af sjötta skólaári Harrys í
Hogwart-galdraskólanum en þar
verður máttur Voldemorts æ
meiri. Rowling hefur þegar opin-
berað að prinsinn, sem titill bók-
arinna geymir, sé hvorki Harry né
Voldemort. Einnig segir hún að
fyrsti kafli bókarinnar hafi verið
þrettán ár í smíðum í huga sínum.
Þannig hafi hún haft nógan tíma
til að hugsa um hinn fullkomna
söguþráð meðan hún stóð í barn-
eignum, og gerir þetta það að
verkum að hún hefur aldrei verið
jafn ánægð með útkomuna.
Nýverið ljóstraði Rowling því
upp að ein sögupersónanna yrði
myrt í sjöttu bókinni, en hún
hefur þó ekki fengist til að segja
hver þeirra mætir dauðanum. Út-
gefandi Rowling í Bretlandi,
Bloomsbury, hefur sagt að nýja
bókin muni koma aðdáendum í
opna skjöldu og auka enn á hróður
seríunnar.
Fimmta Harry Potter-bókin
kom út í júní 2003 og seldist í
fimm milljónum eintaka fyrsta
sólarhringinn. Aðdáendur þurftu
að bíða í þrjú ár eftir þeirri bók,
en bækurnar verða sífellt þykkari
hjá Rowling. Alls munu koma út
sjö bækur um galdrastrákinn
Harry Potter. ■
THE LIBERTINES Eru líklega að hætta
eftir stormasama fortíð.
The Libertines hættir
■ TÓNLIST
■ BÆKUR
Mikilvæg sögu-
persóna drepin
MEIRI HARRY POTTER Í JÚLÍ Höfundurinn J.K. Rowling segir að bækurnar í seríunni
muni alls verða sjö, svo þá er einungis ein eftir. Kannski ekki seinna vænna ef kvikmynda
á herlegheitin, því aldurinn hlífir engum. Ekki einu sinni krökkunum sem leika aðalhlut-
verkin í myndunum.
Robbie Williams hefur viðurkennt
að hann myndi enn taka eiturlyf
ef þau gerðu hann ekki svona feit-
an. Söngvarinn segir árin þegar
hann tók inn kókaín, ecstasy og
drakk áfengi hafa verið með
betri árum lífs síns. Verst
fannst honum hvað hann
varð feitur af öllu sukk-
inu.
„Sumar bestu stundir
lífs míns var ég undir
áhrifum eiturlyfja en ég
er samt ekki að segja að fólk
ætti að neyta eiturlyfja.“ Að-
spurður hvort hann væri viss
um að hann gæti haldið
sér hreinum svaraði
hann neitandi.
S ö n g v a r i n n
ánetjaðist eit-
urlyfjum eftir
að hann hætti í strákasveitinni
Take That árið 1995. Í viðtalinu
sagði Robbie spyrlinum einnig
hvað hann myndi gera ef hann
gæti tekið sér vikufrí frá frægð-
inni. Svarið var á þá leið að hann
myndi fara aftur heim til Stoke-
on-Trent og fá sér kebab og
horfa á Port Vale. „Ég myndi
fara og sitja á lestarstöðinni
Paddock á Port Vale og
syngja með þeim öllum. Ég
drekk ekki en ég myndi vilja
fara og drekka mig fullan í
Hanley, miðbæ
Stoke-on-Trent.
Ég myndi fá mér
kebab á stað sem
heitir Sinbad og
svo myndi ég
hjóla í gegnum
Tunstall Park.“ ■
Myndi fá sér kebab