Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 74
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ FÓLK Hljómsveitin The Libertines spil- aði líklega á sínum síðustu tónleik- um í París 17. desember. Drengirn- ir spiluðu klukkutíma langt prógramm fyrir 350 gesti í norður- hluta Parísar. Söngvarinn Carl Barat virtist glaður og settist jafn- vel við trommusettið á tímabili. Nýlegar fréttir benda einnig til þess að fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar, Pete Doherty, sé að klúðra öllu fyrir hljómsveit- inni Babyshambles með óhóflegu sukki. Babyshambles stofnaði hann eftir að hann hætti í The Libertines. ■ Þá er það ákveðið. Sjötta Harry Potter-bókin kemur í verslanir þann 16. júlí næstkomandi, en bókin verður gefin út samtímis í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku. Það var í gær sem höfundur Potter-bókanna, J.K. Rowling, ljóstraði því upp að hún hefði loks lokið við sjöttu bókina sem hefur fengið nafnið Harry Potter and the Half-Blood Prince, en áður hafði hún sagt að tíðindin myndu fara um heiminn á jóladag. Á heimasíðu sinni segist Rowling ekki hafa viljað skemma jóladag fyrir aðdáendunum sínum, og með þessu komið í veg fyrir að þeir myndu í sífellu vera að heim- sækja heimasíðu sína, yfirspennt- ir, í von um að sjá tilkynninguna. Ljóst þykir að fréttirnar munu skapa tilhlökkun og nýtt æði meðal aðdáenda galdrastráksins Harrys. Nýja bókin er framhald af sjötta skólaári Harrys í Hogwart-galdraskólanum en þar verður máttur Voldemorts æ meiri. Rowling hefur þegar opin- berað að prinsinn, sem titill bók- arinna geymir, sé hvorki Harry né Voldemort. Einnig segir hún að fyrsti kafli bókarinnar hafi verið þrettán ár í smíðum í huga sínum. Þannig hafi hún haft nógan tíma til að hugsa um hinn fullkomna söguþráð meðan hún stóð í barn- eignum, og gerir þetta það að verkum að hún hefur aldrei verið jafn ánægð með útkomuna. Nýverið ljóstraði Rowling því upp að ein sögupersónanna yrði myrt í sjöttu bókinni, en hún hefur þó ekki fengist til að segja hver þeirra mætir dauðanum. Út- gefandi Rowling í Bretlandi, Bloomsbury, hefur sagt að nýja bókin muni koma aðdáendum í opna skjöldu og auka enn á hróður seríunnar. Fimmta Harry Potter-bókin kom út í júní 2003 og seldist í fimm milljónum eintaka fyrsta sólarhringinn. Aðdáendur þurftu að bíða í þrjú ár eftir þeirri bók, en bækurnar verða sífellt þykkari hjá Rowling. Alls munu koma út sjö bækur um galdrastrákinn Harry Potter. ■ THE LIBERTINES Eru líklega að hætta eftir stormasama fortíð. The Libertines hættir ■ TÓNLIST ■ BÆKUR Mikilvæg sögu- persóna drepin MEIRI HARRY POTTER Í JÚLÍ Höfundurinn J.K. Rowling segir að bækurnar í seríunni muni alls verða sjö, svo þá er einungis ein eftir. Kannski ekki seinna vænna ef kvikmynda á herlegheitin, því aldurinn hlífir engum. Ekki einu sinni krökkunum sem leika aðalhlut- verkin í myndunum. Robbie Williams hefur viðurkennt að hann myndi enn taka eiturlyf ef þau gerðu hann ekki svona feit- an. Söngvarinn segir árin þegar hann tók inn kókaín, ecstasy og drakk áfengi hafa verið með betri árum lífs síns. Verst fannst honum hvað hann varð feitur af öllu sukk- inu. „Sumar bestu stundir lífs míns var ég undir áhrifum eiturlyfja en ég er samt ekki að segja að fólk ætti að neyta eiturlyfja.“ Að- spurður hvort hann væri viss um að hann gæti haldið sér hreinum svaraði hann neitandi. S ö n g v a r i n n ánetjaðist eit- urlyfjum eftir að hann hætti í strákasveitinni Take That árið 1995. Í viðtalinu sagði Robbie spyrlinum einnig hvað hann myndi gera ef hann gæti tekið sér vikufrí frá frægð- inni. Svarið var á þá leið að hann myndi fara aftur heim til Stoke- on-Trent og fá sér kebab og horfa á Port Vale. „Ég myndi fara og sitja á lestarstöðinni Paddock á Port Vale og syngja með þeim öllum. Ég drekk ekki en ég myndi vilja fara og drekka mig fullan í Hanley, miðbæ Stoke-on-Trent. Ég myndi fá mér kebab á stað sem heitir Sinbad og svo myndi ég hjóla í gegnum Tunstall Park.“ ■ Myndi fá sér kebab
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.