Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 78
46 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Kl. 22.20 í Sjónvarpinu
Upptaka frá tónleikum í Royal Albert Hall í
London, þar sem þekktir söngvarar flytja
lög eftir Burt Bacharach og Hal David.
Meðal þeirra sem koma fram eru Dionne
Warwick, Sacha Distel, Petula Clark, Elvis
Costello, Lynden David Hall, Leo Sayer,
Bob Geldof, Lisa Stansfield og Sumudu
Jayatilika.
menning@frettabladid.is
Arnar Jónsson fer með hlut-
verk Jóns Arasonar í leikrit-
inu Öxinni og jörðinni, sem
frumsýnt verður í Þjóðleik-
húsinu á annan í jólum.
Á annan í jólum frumsýnir Þjóð-
leikhúsið leikgerð Hilmars Jóns-
sonar á Öxinni og jörðinni, hinni
stóru sögu Ólafs Gunnarssonar
um Jón Arason biskup og um-
brotatíma siðaskiptanna.
Gríðarlega margir koma við
sögu, jafnt andlegir sem verald-
legir höfðingjar, magnaðir kven-
skörungar og fjölskrúðugt al-
múgafólk. Í leikgerð Þjóðleik-
hússins er athyglinni einkum
beint að fjölskyldu Jóns Arasonar,
en leikar berast engu að síður
víða enda eru siðaskiptin eitt
mesta átakatímabil í sögu ís-
lensku þjóðarinnar.
„Við erum með allan pakkann,“
segir Arnar Jónsson, sem fer með
hlutverk Jóns biskups, „og kom-
um við í Skálholti, Hólum, Snóks-
stað, Bjarnarnesi og Kaupmanna-
höfn. Þarna eru stórbrotnar per-
sónur eins og Daði í Snóksdal,
Marteinn Einarsson og Kristján
konungur.“
Syni Jóns Arasonar, Björn og
Ara, leika þeir Ingvar Sigurðsson
og Hilmir Snær Guðnason, en
Þórunni dóttur Jóns leikur Sól-
veig Arnarsdóttir. Langt er síðan
þau Sólveig og faðir hennar Arnar
léku síðast saman.
„Við lékum saman í litlu fjöl-
skyldufyrirtæki fyrir nokkrum
árum, en hún er búin að vera ára-
tug í útlöndum og enginn tími
gefist til þess að leika saman.“
Jón Arason er átakamikið hlut-
verk sem Arnar hefur haft gaman
af að glíma við.
„Maður reynir náttúrlega að
sökkva sér i það umhverfi og
þann tíma sem þessar persónur
hrærast í. Ólafur gefur ýmislegt
upp í sinni bók og það er fyrst og
fremst hún sem við erum að túlka,
og komum þar inn á ýmsa mann-
lega þætti í samskiptum fjöl-
skyldunnar.“
Arnar segist reyndar áður hafa
lent í ekki ósvipuðum karakter-
um. Til dæmis segir hann pínulít-
ið af Bjarti í Sumarhúsum í Jóni
Arasyni. „Hann endar með því
að fara með alla fram af nöfinni,
keyrir sjálfan sig og synina í
dauðann og spurning hvað verð-
ur um aðra.“
Jóni Arasyni fannst ábyrgð sín
mikil og sá ekki aðra leið en að
verjast fyrir hönd kirkju sinnar
fram í rauðan dauðann.
„Hann er ákaflega glaðlyndur,
ljúfur og sanngjarn í dómum um
allt og alla, en svo ræður hann
ekki við heiftina þegar honum er
mælt í mót. Það eru ýmsir fletir á
honum og ég skil hann ekki frekar
en sjálfan mig.“
Arnar bendir á að kaþólska
kirkjan hafi á sínum tíma verið
langsamlega stærsta fyrirtæki
þjóðarinnar.
„Menn eru að tala um stórfyr-
irtæki í dag, en þetta var miklu
stærra. Kaþólska kirkjan var á
þessum tíma ekki bara biskups-
stólarnir og klaustrin, heldur var
hún almannatryggingar þessa
tíma og bæði sálgæslan og sjúkra-
húsin. Allt þetta er Jón að verja,
og svo er hann auðvitað í leiðinni
kannski að passa sitt.“ ■
Ég skil hann ekki
frekar en sjálfan mig!
NÝJAR BÆKUR
Ekki er ósennilegt að ýmsir - ekki síst
ungt fólk - velti því fyrir sér hvernig á
því standi að Halldór Kiljan
Laxness sé jafn áberandi
– yfirþyrmandi? – á ís-
lenskum bókamarkaði og
í menningarumræðunni
um þessar mundir og
raun ber vitni. Hafa ber í
huga að ekki er langt frá
andláti hans og aldar-
afmæli en hvort tveggja
varð tilefni viðamikillar
umfjöllunar, útgáfu og
dagskrárgerðar um ævi
skáldsins og verk. Með
hina nýju doðranta Hall-
dórs Guðmundssonar og
Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar um ævi og feril Hall-
dórs Laxness í huga má spyrja: Er
virkilega hljómgrunnur – markaður –
fyrir allt þetta efni? Og hvað er það þá
sem hefur svona sterkt aðdráttarafl?
Nú hafa svo sem engar athuganir
verið gerðar á viðtökum Laxness-efn-
isins meðal landsmanna (nógu fróð-
legt væri það) en ætla verður að
bókagerðin og umræðan þessa dag-
ana endurspegli einhvern áhuga,
jafnvel þörf, fyrir efnið.
Margir telja að bækur
Laxness séu nú um
stundir meira keypt-
ar en lesnar (því lík-
lega standa skólarnir
sig ekki sérstaklega
vel við kynningu
verka hans), en
fjöldi landsmanna
man þó þá tíma
þegar hann var lesinn og verk hans
rædd og mjög margir þekkja vita-
skuld verk hans af eigin lestri. En mér
segir svo hugur að það sé ekki endi-
lega skáldið Halldór Laxness og
skáldverk hans sem ljá ævisögunum
nýju hljómgrunn heldur frekar per-
sónan að baki skáldinu, þjóðfélags-
rýnirinn, hugmyndafræðingurinn.
Þess vegna má vel vera að stór hópur
lesenda ævisagnanna hafi litla þekk-
ingu á skáldskap Halldórs en vilji
kynnast manninum, sem svo mikill
styr stendur um löngu eftir að hann
er sjálfur farinn af hinu opinbera
þjóðlífssviði, og sögunni á bak við
hann.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
gerir fróðlega úttekt á skáldsögum
Laxness á fjórða og fimmta áratugn-
um í öðru bindi nýútkominnar ævi-
sögu hans, Kiljan. Segir hann margt
athyglisvert um Sjálfstætt fólk,
Heimsljós, Íslandsklukkuna og Átóm-
stöðina. En eins og eðlilegt má teljast
er meginviðfangsefni hans þjóð-
félagspersónan Kiljan, áhrif hans á al-
menning á Íslandi og menntafólk sér-
staklega og ráðgátan um það hvernig
skáldið gat látið upplifun sína í Sovét-
ríkjunum ríma við mannúðarboð-
skapinn sem hann bar fram í nafni
sósíalismans. Ítarlega er einnig fjallað
um prívatpersónuna og einkahagi
hans og samferðamenn og hvernig
þeir varpa ljósi á verk skáldsins og
boðskap. Að baki verkinu liggur
greinilega mikil og vönduð heimilda-
könnun og kemur eitt og annað á
óvart, en fyrir kemur þó að manni
finnist upplýsingarnar sem dregnar
eru fram frekar léttvægar en svo ná-
kvæmnislega settar fram að jaðrar við
smámunasemi. Það er þó aukaatriði
þegar verkið er metið í heild; höfundi
þessa pistils finnst hér á ferðinni
merkilegt rannsóknarrit og mikilsvert
framlag til umræðunnar um Halldór
Laxness og arfleifð hans. Eftir allt sem
á undan er gengið í sambandi við
fyrra bindi verksins er ekki annað
hægt en að dást að eljusemi og
þrautseigju Hannesar að skrifa þessa
bók og gefa hana út í miklum mótbyr
frá áhrifamiklum öflum í menningar-
lífinu.
Ólíklegt er að nokkur önnur þjóð
eigi mann sem endurspeglar með
sama hætti og Halldór Laxness sögu
heillar aldar, ekki aðeins sögu eigin
þjóðar heldur hina almennu veraldar-
sögu tímabilsins. Í vissum skilningi er
Halldór Laxness tuttugasta öld í lífi
okkar Íslendinga með vonum sínum
og draumum, sjálfsblekkingum og
martröðum, verkum og viðleitni og
kannski á endanum sigrum. ■
Hjá Bókmenntafræðistofnun ogHáskólaútgáfunni er komið út
58. hefti íslenskra fræða. Nefnist það
Kall tímans. Um rannsóknir Gríms
Thomsen á frönskum og enskum
bókmenntum, höfundur er Kristján
Jóhann Jónsson og
ritstjóri er Ásdís Eg-
ilsdóttir. Grímur
Thomsen birti viða-
mikla fræðiritgerð um
franskar bókmenntir
árið 1843 og aðra um
Byron lávarð og
enskar bókmenntir
árið 1845. Þær voru báðar gefnar út
á dönsku. Þessar ritgerðir gefa skýra
mynd af menntun Gríms og mótun
hans á þroskaárunum í Kaupmanna-
höfn. Þær varpa jafnframt ljósi á al-
menna þekkingu og fagurfræði á
þessu tímabili. Ritið um Byron var
lagt fram sem meistaraprófsritgerð
en metið sem doktorsritgerð vegna
kerfisbreytinga í Kaupmannahafn-
arháskóla. Þar með varð Grímur
Thomsen fyrsti doktor Íslendinga í
samtímabókmenntum. Í þeim fræði-
ritum Gríms Thomsen sem rædd eru
í bókinni má glögglega sjá þróun
hans frá hugmyndum Hegels um al-
heimsandann í átt að tilvistarhyggju
Danans Sørens Kierkegaard. Síðar
skrifaði Grímur einnig merkar greinar
um norrænar samtímabókmenntir
og íslenskar fornbókmenntir og orti
mörg þekkt kvæði um sögupersónur
í miðaldabókmenntum Íslendinga.
Kall tímans fjallar um menntun og
alþjóðahyggju Gríms Thomsen sem
var maður nútímans í öllum skiln-
ingi. Sú niðurstaða er í andstöðu við
myndina sem svo oft hefur verið
dregin upp af Grími sem afturhalds-
sömum andstæðingi sjálfstæðisbar-
áttunnar og „bergrisa“ á 19. öld.
SÓLVEIG OG ARNAR Langt er síðan þau feðgin Sólveig Arnarsdóttir og Arnar Jónsson
hafa staðið saman á leiksviði.
Tuttugasta öldin í einni persónu
BÓKMENNTIR
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Kiljan 1932-1948. Ævisaga Hall-
dórs Kiljans Laxness.
Höf: Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Útg: Bókafélagið.
KILJAN Merkilegt
rannsóknarrit og mik-
ilsvert framlag til um-
ræðunnar um Hall-
dór Laxness og arf-
leifð hans.
HÖFUNDURINN Ekki er annað hægt en
að dást að eljusemi og þrautseigju Hann-
esar í hinum mikla mótbyr sem hann
hefur mætt.