Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 79

Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 79
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 barnaflíspeysur nú kr. 1.990,- barnaúlpur nú kr. 3.490 – 3.990,- barnasnjóbuxur nú kr. 2.990 – 3.990,- smávara í miklu úrvali frábær tilboð á barnavörum 50% afsláttur Akureyri Strandgata 3, sími 464-4450 • Keflavík Hafnargata 25, sími 421-3322 Reykjavík Faxafen 12, sími 533-1550 OPIÐ mið. 22. des. 10 -22 þorláksm. 10 -23 aðfangadag 10-12 „Fyrir langa löngu byrjaði ég að skrá- setja líf mitt í dagbók. Ég virðist þó alltaf hafa leitað nýrra leiða til að kom- ast af. Kannski helst til hástemmdar hugsanir... Já. Líklega dreymir mig innst inni að líf mitt líkist myndhverfingu!“ skrifar sögumaðurinn Ína Karen í fyrstu skáldsögu Margrétar Lóu Jónsdóttur, Laufskálafuglinum. Í bókinni heimfærir Margrét Önnu Karenínu eftir Leo Tol- stoj upp á íslenskan samtíma í formi dagbókar, sendibréfa, ljóða, leikrits og sígildrar þriðju persónu frásagnar. Fyrr- nefnd Ína Karen lifir í óhamingjusömu hjónabandi en það eina sem heldur aftur af henni við að flytja að heiman er Sölvi, ungur sonur þeirra hjóna. Hún kynnist tvíburabræðrum vinnuveitanda síns og heillast það mikið af öðrum þeirra að eiginmaðurinn Arnbjörn slær hana í afbrýðiskasti. Hún flytur að heiman, fer til Parísar á ráðstefnu og ákveður að framlengja dvölina á meginlandinu með ferðalagi til Spánar. Á ferðalaginu fær hún samviskubit yfir því að yfirgefa son sinn og skrifar lát- laust tilfinningarík bréf til eiginmanns, bestu vinkonu og sjálfrar sín í von um að finna sálarfrið. Laufskálafuglinn er enginn skemmti- lestur. Þetta er útpælt bókmenntaverk sem líður fyrir formleysi og hátíðlega orðræðu. Rithöfundurinn er ljóðskáld, sögumaðurinn er jafnframt ljóðskáld í hjáverkum og verkið er afbrigði af þekktu þrekvirki úr bókmenntasög- unni. Niðurstaðan hefði vel getað verið spennandi en sjálfhverf og tilgerðarleg rödd Ínu Karenar dregur mjög úr krafti frásagnarinnar. Sem sögumaður er Ína langt frá því að vera trúverðug – segir eitt en gerir annað, sendir bréfin til Arnbjarnar eða gerir það ekki – og lifir í þokukenndum draumaheimi sem verður þreytandi til lengdar. Stefnuleysið í frásagnarhætti hjálpar verkinu ekki. Sagan hefst sem dagbók, færist yfir í sendibréf og rokkar síðan á milli ólíkra forma sem sögumaðurinn prófar sig áfram með á meðan á dvöl hennar á Spáni stendur. Þetta er ágæt- is tilraun en engu að síður missir hún marks. Í það minnsta sá undirritaður ekki hvaða tilgangi hún átti að þjóna. Ef fleiri raddir hefðu fengið að njóta sín, eins og í bréfinu frá vinkonunni Sigrúnu, þá hefði þetta sendibréfaform hentað mjög vel því fleiri raddir þýða einfaldlega fleiri sjónarmið og gerir höfundinum kleift að skapa fleiri sann- færandi persónur. Laufskálafuglinn einkennist hins vegar af einræðu Ínu Karenar og hennar skoðun á öðrum persónum. Þar af leiðandi verður öll persónusköpun – að undanskilinni Ínu – flöt og einstrengingsleg. Þótt ljóðrænn og hátíðlegur stíllinn í bland við formleysi frásagnarinnar hafi truflað undirritaðan er sagan samt sem áður áhrifamikil. Fléttan í Önnu Karenínu er mögnuð, á vel heima í ís- lenskum samtíma og því vel til fundið hjá Margréti Lóu að nýta hana í sína fyrstu skáldsögu. Úrvinnslan er aftur á móti byrjendaverk á mörkum lýrikur og prósa, hlaðið „hástemmdum hugsun- um“ um lífið og tilveruna. ■ BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Laufskálafuglinn Höf: Margrét Lóa Jónsdóttir Útg: Salka MARGRÉT LÓA JÓNSDÓTTIR Upphafið tilbrigði við Önnu Karenínu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.