Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 12
12 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Atvinnurekendur á Suðurlandi: Drukku metra af bjór Stór hópur atvinnurekenda á Suð- urlandi hélt á dögunum til aðal- fundarhalda í Færeyjum. Guðjón Ægir Sigurjónsson, fráfarandi formaður Atorku, félags atvinnu- rekenda á Suðurlandi, segir venju fyrir því að ferðast sé innanlands í tengslum við aðalfund. Nú hafi hins vegar verið kannaður mögu- leikinn á að fara til Færeyja, sem reyndist tiltölulega auðvelt að koma í kring. „Svo virðist sem marga langi til Færeyja en láti ekki af því verða þótt það sé stutt að fara,“ segir Guðjón en flugvél var leigð undir hópinn, sem taldi um 50 manns. Var lagt af stað snemma morguns og komið heim síðla kvölds. Segir Guðjón að margir ferðalanganna hafi lýst áhuga á því að snúa aftur síðar til lengri dvalar. Hópurinn heimsótti meðal ann- ars Færeyska símann og kíkti í nýlega verslunarmiðstöð í Þórs- höfn. Þá var Atorkumönnum boð- ið upp á færeyskt hlaðborð þar sem hægt var að smakka á grind- hvala- og skerpukjöti. Lagðist maturinn misvel í menn en voru þó flestir ánægðir með ölið, sem hægt var að panta í metravís. ■ Hundarækt- endur takast á Aðalfundur Hundarækt- arfélags Íslands er í kvöld. Tveir bjóða sig fram til formanns. Annar frambjóðandinn sakar fráfarandi formann um ólýðræðisleg vinnubrögð og vill hrista upp í félag- inu. Formaðurinn vísar gagnrýni á bug. „Fráfarandi formaður tilkynnti mér á fulltrúafundi að hún ætl- aði ekki að gefa kost á sér aftur, en taldi ekki þörf á því að til- kynna það neinum nema stjórn- inni,“ segir Guðmundur Helgi Guðmundsson, annar frambjóð- andi til formanns Hundaræktar- félags Íslands, um vinnubrögð Þórhildar Bjartmarz, fráfarandi formanns félagsins. Guðmundi finnst það ólýð- ræðisleg vinnubrögð af hálfu Þórhildar að tilkynna almennum félagsmönnum ekki ákvörðun sína. Mótframbjóðandi Guð- mundar er Jóna Th. Viðarsdóttir, gjaldkeri félagsins. „Mér finnst þetta hafa þann brag á sér að Þórhildur hafi reynt að velja sér eftirmann með því að láta ekki almenna félagsmenn vita af ákvörðun sinni.“ Guðmundur Helgi hefur áður gegnt formennsku í félaginu og ákvað að bjóða sig aftur fram núna eftir að óánægðir félags- menn gáfu sig á tal við hann. „Það hafa verið uppi óánægju- raddir með núverandi stjórn og því miður er þetta ekki eina dæmið um ólýðræðisleg vinnu- brögð hennar. Ég vil sjá meira lýðræði í starfi félagsins þannig að rödd félagsmanna fái að óma. Margt í starfi félagsins er vissu- lega til fyrirmyndar en það er því miður of margt sem hefur farið forgörðum.“ Þórhildur Bjartmarz, fráfar- andi formaður, kannast ekki við að hafa reynt að velja sér eftir- mann. „Tímamörkin til að til- kynna framboð sitt runnu út 30. mars. Ég gaf ekki kost á mér fyr- ir þann tíma og það hefur legið fyrir síðan. Þetta eru reglur fé- lagsins og það hlýtur sama yfir mig að ganga og aðra,“ segir Þór- hildur og bætir við að sér finnist Guðmundur ekki hafa haldbær rök fyrir gagnrýni sinni. Aðalfundur Hundaræktarfé- lags Íslands fer fram í reiðhöll Gusts í kvöld og hefst klukkan 20. Þeir sem vilja kynna sér efni fundarins geta litið á heimasíðu félagsins hrfi.is. Ekki náðist í Jónu Th. Viðarsdóttur, mótfram- bjóðanda Guðmundar Helga, vegna málsins. ■ HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Ég var að ljúka við að aðstoða vin minn Björn Roth með veislu vegna sýningar á verk- um Dieter Roth segir Siggi Hall matreiðslumaður sem er önnum kafinn eins og ávallt á veitingastað sínum Óðinsvé- um. „Þá er ég að undirbúa, ásamt Baldvini Jónssyni, mikla veislu í Bandaríkjunum sem haldin verður í byrjun júní,“ segir Siggi en íslenskar afurðir verða í hávegum hafðar í þessum 2.000 manna gala- kvöldverði veitingahúsaeig- enda í Washingtonborg. Siggi segir íslenskar afurðir vera að slá í gegn í Ameríku. Sérstaklega skyrið sem hann telur að verði jafn frægt og mozarellaostur eftir nokkur ár. „Ég hef aldrei fundið aðra eins hrifn- ingu og skyrið er að mæta,“ segir Siggi en hann segir Bandaríkjamenn hrifna af því að það sé fitulaust. Í haust heldur Siggi aftur út til Washingtonborgar þar sem haldin verður Food and Fun- hátíð í september. Þar munu tólf íslenskir kokkar matreiða ofan í gesti tólf mikilsmetinna veitingastaða. Siggi leyfir sér þó einnig að slaka á og ætlar að skella sér með fjölskyldunni til Ítalíu í júlí. Ætlar hann að dvelja hjá vinum í Umbriu sem er mið- svæðis á Ítalíu þar sem stutt er á strönd og til borga eins og Róm og Flórens. Íslenska skyri› slær í gegn HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGGI HALL MATREIÐSLUMAÐUR ÁSTKÆRA YLHÝRA Áreit(n)i Merkingarmunur orðanna áreiti og áreitni vill gjarnan skolast til í gráu sellunum. Samkvæmt Orðabók Eddu er áreiti ytri áhrif, ástand eða atvik sem kall- ar fram viðbragð. Áreiti er sem sagt íslenska útgáfan af orðinu stimulus, sem allir þekkja úr taugasálfræðinni. Áreitni er hins vegar það að einn áreiti annan, ágengni, átroðningur, dregið af sögninni að áreita. Kynferðisleg áreitni er þannig mjög neikvætt fyrirbæri en kyn- ferðislegt áreiti getur hæglega verið mjög jákvætt. Eitt enn gerir þannig gæfumuninn. magnus@frettabladid.is SUÐUREYJASIGLING MEÐ BALDRI UM BREIÐARFJÖRÐ KOSTAR 3450 KRÓNUR. Heimild: Sæferðir ehf. Grillaðar pylsur og gos að keppni lokinni við félagsheimili HFR Keppnisgjald er 1.000 kr. Nánari upplýsingar á www.hfr.is. M IX A • fí t • 5 0 6 7 9 Skráning keppenda hefst kl. 17.00 í félagsheimili Hjólreiðafélags Reykjavíkur í Nauthólsvík. Keppt er í þremur flokkum: Yngri keppendur (9-15 ára) – hefja keppni kl. 18.00. Trimmflokkur (byrjendur 19 ára og eldri) – hefja keppni kl. 18.00. 16 ára og eldri – hefja keppni kl. 19.00. Virkjum eigin orku! Landsvirkjunarbikarinn í fjallahjólum – í Öskjuhlíð í dag METRI AF BJÓR Atvinnurekendur af Suð- urlandi gæddu sér á öli í metravís á veit- ingastað í Þórshöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ó LA FU R H EL G AS O N GUÐMUNDUR HELGI Ákvað að bjóða sig fram til formanns eftir að óánægðir félags- menn komu að máli við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.