Fréttablaðið - 18.05.2005, Side 25
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
B
I2
83
03
0
5/
20
05
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
B
I2
83
03
0
5/
20
05 7,6%*
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta.
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf Landsbankans
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar-
sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð-
bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í
afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
KS:
Samvinnan
lifir
Frumkvöðlar:
Þurfa meira fé
DeCode:
Fallið frá
hópmálssókn
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 18. maí 2005 – 7. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Krónan sveiflast | Gengi krón-
unnar lækkaði um tvö prósent í
síðustu viku. Í gær styrktist gengi
hennar hins vegar um meira en
eitt prósent vegna frétta um hugs-
anlegar álversframkvæmdir.
Landsbankinn í stuði | Lands-
bankinn skilaði góðu uppgjöri
fyrir fyrsta ársfjórðung eða sex
milljörðum í hagnað. Niðurstaðan
var nokkuð yfir væntingum og
hækkaði gengi bankans nokkuð.
Manchester United | Malcolm
Glazer hefur tryggt sér yfirráð
yfir Manchester Utd. og ætlar sér
að margfalda hagnað félagsins.
Stuðningsmenn félagsins eru
æfir.
Nýtt álver | Norðurál vill reisa
250 þúsund tonna álver í Helguvík
en skrifað hefur verið undir vilja-
yfirlýsingu við bæjaryfirvöld í
Reykjanesbæ og Hitaveitu Suður-
nesja.
Skandia yfirtekið? | Hlutabréf í
Skandia hækkuðu um tuttugu pró-
sent þegar tilkynnt var um að Old
Mutual, suður-afrískt tryggingar-
félag, hefði áhuga að yfirtaka
Skandia. Bæði Burðarás og Kaup-
þing banki eiga talsverðan hlut í
Skandia og myndu hagnast vel ef
Old Mutal legði fram yfirtökutil-
boð.
Tilboðum skilað | Frestur til að
skila inn óbindandi tilboðum rann
út í gær. Talið er víst að meðal
fjárfestahópa sem skili inn tilboð-
um séu Burðarás og Almenningur,
Meiður og Atorka Group.
Viðskipti stöðvuð | Lokað var
fyrir viðskipti með hlutabréf í
Actavis Group á föstudaginn eftir
að verð á bréfunum hækkaði snar-
lega. Félagið greindi síðar frá því
að það ætti í viðræðum við þriðja
aðila um kaup á félagi en óvíst
væri hvort af því yrði.
Verðbólgan minnkar | Verð-
bólgan á ársgrundvelli fór niður
fyrir þrjú prósent eftir birtingu
nýjustu vísitölu neysluverðs. Vísi-
talan lækkaði frá fyrra mánuði og
mælist verðbólgan nú 2,9 prósent
á ári.
BURÐARÁS BÆTIR VIÐ Burðarás hefur
aukið hlut sinn í Skandia upp í 4,4 prósent.
Þar með er hann orðinn næststærsti hlut-
hafinn í Skandia. Forsvarsmenn Burðaráss
telja að mikil tækifæri liggi í rekstri trygging-
arfélagsins.
Fjármálafyrirtækið
Skandia:
Burðarás
næststærstur
Burðarás hefur aukið hlut sinn í
Skandia í 4,4 prósent og er orðinn
næststærsti hluthafinn. Þar af
eru 1,1 prósent í formi valréttar.
Íslendingar eiga að minnsta kosti
um sjö prósent í félaginu þar sem
Kaupþing banki heldur utan um
2,5 prósenta hlut. Markaðsvirði
hlutabréfa Burðaráss í Skandia
er um sautján milljarðar króna
en hlutur Kaupþings yfir níu
milljarðar.
Haft hefur verið eftir Friðriki
Jóhannssyni að Burðarás telji
Skandia vera verðmætara en nú-
verandi verðmæti þess segi til
um. Ekki er vitað hvert verðið
var í síðustu viðskiptum Burðar-
áss en félagið keypti um eitt pró-
sent.
Stjórn Skandia hefur ekki tek-
ið ákvörðun um hvort gengið
verði til viðræðna við Old Mutual
en samkvæmt Dagens Industri
er talið líklegt að hún hafni til-
boði Old Mutual. - eþa
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hyggst opna
bindandi tilboð í Símann, á seinna stigi útboðsins, í
viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði fimm
prósenta verðmunur eða minni á tilboðum hæstu
bjóðenda verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á
að skila inn nýju og hærra verðtilboði síðar sama
dag.
Þau tilboð verða opnuð samdægurs í viðurvist
fjölmiðla og bjóðenda. Berist ekki ný tilboð frá bjóð-
endum standa upphafleg tilboð. Sá sem býður hæst
eftir þetta ferli fær fyrstur tækifæri til að undir-
gangast viðræður um kaup á fyrirtækinu á grund-
velli kaupsamnings, sem þá þegar mun liggja fyrir
og kynntur verður öllum bjóðendum fyrirfram. Með
þessu vill einkavæðingarnefnd freista þess að fá
sem hæst verð fyrir Símann. Þetta kemur fram í
grein sem Jón Sveinsson, formaður einkavæðingar-
nefndar, skrifar í Markaðinn í dag.
Frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Sím-
ann rann út í gær. Jón segir í greininni að upplýsing-
ar um fjölda bjóðenda verði gefnar í dag, en nöfn
bjóðenda verði ekki gefin upp fyrr en að lokinni yfir-
ferð tilboða. Þá verður bjóðendum, sem uppfylla
ákveðin skilyrði, boðið að gera bindandi tilboð. Jón
gerir ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða
verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ráði þar miklu.
Við mat á bindandi kauptilboðum á síðara stigi
söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs.
Minnst tveimur vikum áður en bindandi tilboð eru
lögð fram þurfa bjóðendur að mynda hópa kjölfestu-
fjárfesta, sem þurfa að samanstanda af minnst
þremur óskyldum aðilum.
Jón segir við það miðað nú að samningar um sölu
á eignarhlut ríkisins í Símanum og greiðsla kaup-
verðs, sem fram fari í einu lagi, verði að fullu lokið
seint í júlí eða í fyrrihluta ágústmánaðar. Allir sitja
við sama borð og jafnræði sé gætt. „Framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu hefur lagt sig fram um að
haga öllum söluundirbúningi með faglegum, trú-
verðugum og málefnalegum hætti,“ segir Jón í
greininni. sjá síðu 10
F R É T T I R V I K U N N A R
12-13 22 4
Þórlindur Kjartansson
skrifar
Útrásarvísitala Markaðarins er
komin í 115,66 stig og hækkar um
9,2 prósent frá síðustu viku.
Munar miklu um veikingu krón-
unnar en einnig hafa nokkur fé-
lög í vísitölunni hækkað veru-
lega.
Vísitalan hefur hækkað um
tæplega sextán prósent á tveim-
ur vikum. Vísitalan gefur til
kynna hversu mikið íslenskur
fjárfestir hagnast á kaupum á er-
lendum hlutabréfum og því
skiptir hvort um sig máli, gengi
félaganna og gjaldmiðlanna sem
um ræðir.
Hlutabréf í Skandia hækkuðu
mikið í liðinni viku. Bréfin sjálf
hækkuðu um tæp sextán prósent
en ávöxtunin fyrir íslenska fjár-
festa er 17,7 prósent vegna styrk-
ingar sænsku krónunnar gagn-
vart þeirri íslensku. Þá hækkuðu
bréf í búlgarska símafélaginu
BTC nokkuð hressilega á mark-
aði í Sófíu. Bréfin hækkuðu um
12,7 prósent og að teknu tilliti til
gengisbreytinga er ávöxtunin
tæp fimmtán prósent fyrir ís-
lenska fjárfesta.
Frá því útrásarvísitalan kom
fyrst út hefur ávöxtun á bréfum í
breska fyrirtækinu NWF, sem
Atorka á hlut í, verið um 31 pró-
sent. Fjárfestar í Skandia og BTC
hafa einnig hagnast vel, um tæp-
an fjórðung. Ávöxtunin hefur
hins vegar verið best hjá þeim
sem eiga hlutabréf í deCode.
Verðmæti bréfa í íslenskum
krónum hefur aukist um 32 pró-
sent á tveimur vikum.
sjá síðu 6
Atvinnuleysi
minnkar
Atvinnuleysi mældist 2,3 pró-
sent af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði í aprílmánuði.
Þetta er mikil lækkun frá fyrra
mánuði en þá mældist atvinnu-
leysið 2,6 prósent. Atvinnuleysi
hefur ekki mælst lægra síðan í
september 2002. Vinnumála-
stofnun spáir því að atvinnuleys-
ið í maí muni lítið breytast frá
aprílmánuði og verði á bilinu 2,1
til 2,4 prósent. - jsk
Sala Símans verður
fyrir opnum tjöldum
Tilboð opnuð í viðurvist fjölmiðla og bjóðenda. Fyrst rætt
við hæstbjóðanda. Hægt að hækka tilboð ef munur er lítill.
Mikil hækkun Útrásarvísitölu
Félög sem Íslendingar eiga hluti í á erlendum mörkuðum hafa gefið mjög
góða ávöxtun síðustu tvær vikur. Hluthafar í deCode hafa grætt mest.
F É L Ö G S E M H A F A
H Æ K K A Ð M E S T Í
Ú T R Á S A R V Í S I T Ö L U N N I
1. DeCode 32,2%
2. NWF 30,9%
3. Skandia 24,6%
4. BTC 23,1%
5. EasyJet 16,5%