Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 25
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 7,6%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is KS: Samvinnan lifir Frumkvöðlar: Þurfa meira fé DeCode: Fallið frá hópmálssókn Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 18. maí 2005 – 7. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Krónan sveiflast | Gengi krón- unnar lækkaði um tvö prósent í síðustu viku. Í gær styrktist gengi hennar hins vegar um meira en eitt prósent vegna frétta um hugs- anlegar álversframkvæmdir. Landsbankinn í stuði | Lands- bankinn skilaði góðu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung eða sex milljörðum í hagnað. Niðurstaðan var nokkuð yfir væntingum og hækkaði gengi bankans nokkuð. Manchester United | Malcolm Glazer hefur tryggt sér yfirráð yfir Manchester Utd. og ætlar sér að margfalda hagnað félagsins. Stuðningsmenn félagsins eru æfir. Nýtt álver | Norðurál vill reisa 250 þúsund tonna álver í Helguvík en skrifað hefur verið undir vilja- yfirlýsingu við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og Hitaveitu Suður- nesja. Skandia yfirtekið? | Hlutabréf í Skandia hækkuðu um tuttugu pró- sent þegar tilkynnt var um að Old Mutual, suður-afrískt tryggingar- félag, hefði áhuga að yfirtaka Skandia. Bæði Burðarás og Kaup- þing banki eiga talsverðan hlut í Skandia og myndu hagnast vel ef Old Mutal legði fram yfirtökutil- boð. Tilboðum skilað | Frestur til að skila inn óbindandi tilboðum rann út í gær. Talið er víst að meðal fjárfestahópa sem skili inn tilboð- um séu Burðarás og Almenningur, Meiður og Atorka Group. Viðskipti stöðvuð | Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Actavis Group á föstudaginn eftir að verð á bréfunum hækkaði snar- lega. Félagið greindi síðar frá því að það ætti í viðræðum við þriðja aðila um kaup á félagi en óvíst væri hvort af því yrði. Verðbólgan minnkar | Verð- bólgan á ársgrundvelli fór niður fyrir þrjú prósent eftir birtingu nýjustu vísitölu neysluverðs. Vísi- talan lækkaði frá fyrra mánuði og mælist verðbólgan nú 2,9 prósent á ári. BURÐARÁS BÆTIR VIÐ Burðarás hefur aukið hlut sinn í Skandia upp í 4,4 prósent. Þar með er hann orðinn næststærsti hlut- hafinn í Skandia. Forsvarsmenn Burðaráss telja að mikil tækifæri liggi í rekstri trygging- arfélagsins. Fjármálafyrirtækið Skandia: Burðarás næststærstur Burðarás hefur aukið hlut sinn í Skandia í 4,4 prósent og er orðinn næststærsti hluthafinn. Þar af eru 1,1 prósent í formi valréttar. Íslendingar eiga að minnsta kosti um sjö prósent í félaginu þar sem Kaupþing banki heldur utan um 2,5 prósenta hlut. Markaðsvirði hlutabréfa Burðaráss í Skandia er um sautján milljarðar króna en hlutur Kaupþings yfir níu milljarðar. Haft hefur verið eftir Friðriki Jóhannssyni að Burðarás telji Skandia vera verðmætara en nú- verandi verðmæti þess segi til um. Ekki er vitað hvert verðið var í síðustu viðskiptum Burðar- áss en félagið keypti um eitt pró- sent. Stjórn Skandia hefur ekki tek- ið ákvörðun um hvort gengið verði til viðræðna við Old Mutual en samkvæmt Dagens Industri er talið líklegt að hún hafni til- boði Old Mutual. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hyggst opna bindandi tilboð í Símann, á seinna stigi útboðsins, í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði fimm prósenta verðmunur eða minni á tilboðum hæstu bjóðenda verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra verðtilboði síðar sama dag. Þau tilboð verða opnuð samdægurs í viðurvist fjölmiðla og bjóðenda. Berist ekki ný tilboð frá bjóð- endum standa upphafleg tilboð. Sá sem býður hæst eftir þetta ferli fær fyrstur tækifæri til að undir- gangast viðræður um kaup á fyrirtækinu á grund- velli kaupsamnings, sem þá þegar mun liggja fyrir og kynntur verður öllum bjóðendum fyrirfram. Með þessu vill einkavæðingarnefnd freista þess að fá sem hæst verð fyrir Símann. Þetta kemur fram í grein sem Jón Sveinsson, formaður einkavæðingar- nefndar, skrifar í Markaðinn í dag. Frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Sím- ann rann út í gær. Jón segir í greininni að upplýsing- ar um fjölda bjóðenda verði gefnar í dag, en nöfn bjóðenda verði ekki gefin upp fyrr en að lokinni yfir- ferð tilboða. Þá verður bjóðendum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, boðið að gera bindandi tilboð. Jón gerir ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ráði þar miklu. Við mat á bindandi kauptilboðum á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs. Minnst tveimur vikum áður en bindandi tilboð eru lögð fram þurfa bjóðendur að mynda hópa kjölfestu- fjárfesta, sem þurfa að samanstanda af minnst þremur óskyldum aðilum. Jón segir við það miðað nú að samningar um sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum og greiðsla kaup- verðs, sem fram fari í einu lagi, verði að fullu lokið seint í júlí eða í fyrrihluta ágústmánaðar. Allir sitja við sama borð og jafnræði sé gætt. „Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefur lagt sig fram um að haga öllum söluundirbúningi með faglegum, trú- verðugum og málefnalegum hætti,“ segir Jón í greininni. sjá síðu 10 F R É T T I R V I K U N N A R 12-13 22 4 Þórlindur Kjartansson skrifar Útrásarvísitala Markaðarins er komin í 115,66 stig og hækkar um 9,2 prósent frá síðustu viku. Munar miklu um veikingu krón- unnar en einnig hafa nokkur fé- lög í vísitölunni hækkað veru- lega. Vísitalan hefur hækkað um tæplega sextán prósent á tveim- ur vikum. Vísitalan gefur til kynna hversu mikið íslenskur fjárfestir hagnast á kaupum á er- lendum hlutabréfum og því skiptir hvort um sig máli, gengi félaganna og gjaldmiðlanna sem um ræðir. Hlutabréf í Skandia hækkuðu mikið í liðinni viku. Bréfin sjálf hækkuðu um tæp sextán prósent en ávöxtunin fyrir íslenska fjár- festa er 17,7 prósent vegna styrk- ingar sænsku krónunnar gagn- vart þeirri íslensku. Þá hækkuðu bréf í búlgarska símafélaginu BTC nokkuð hressilega á mark- aði í Sófíu. Bréfin hækkuðu um 12,7 prósent og að teknu tilliti til gengisbreytinga er ávöxtunin tæp fimmtán prósent fyrir ís- lenska fjárfesta. Frá því útrásarvísitalan kom fyrst út hefur ávöxtun á bréfum í breska fyrirtækinu NWF, sem Atorka á hlut í, verið um 31 pró- sent. Fjárfestar í Skandia og BTC hafa einnig hagnast vel, um tæp- an fjórðung. Ávöxtunin hefur hins vegar verið best hjá þeim sem eiga hlutabréf í deCode. Verðmæti bréfa í íslenskum krónum hefur aukist um 32 pró- sent á tveimur vikum. sjá síðu 6 Atvinnuleysi minnkar Atvinnuleysi mældist 2,3 pró- sent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í aprílmánuði. Þetta er mikil lækkun frá fyrra mánuði en þá mældist atvinnu- leysið 2,6 prósent. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra síðan í september 2002. Vinnumála- stofnun spáir því að atvinnuleys- ið í maí muni lítið breytast frá aprílmánuði og verði á bilinu 2,1 til 2,4 prósent. - jsk Sala Símans verður fyrir opnum tjöldum Tilboð opnuð í viðurvist fjölmiðla og bjóðenda. Fyrst rætt við hæstbjóðanda. Hægt að hækka tilboð ef munur er lítill. Mikil hækkun Útrásarvísitölu Félög sem Íslendingar eiga hluti í á erlendum mörkuðum hafa gefið mjög góða ávöxtun síðustu tvær vikur. Hluthafar í deCode hafa grætt mest. F É L Ö G S E M H A F A H Æ K K A Ð M E S T Í Ú T R Á S A R V Í S I T Ö L U N N I 1. DeCode 32,2% 2. NWF 30,9% 3. Skandia 24,6% 4. BTC 23,1% 5. EasyJet 16,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.