Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 6
6 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
��
��
��
���
��
��
��
��
��
�
�����������������������
�������������������
����������� �������������
������� �������������
����������������������
�������������������
�������������������
����������������������
����� �������������
���������������������
�������������������
�������������
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
19.900 kr.
NOKIA 6101
SÍMI
VESTURBYGGÐ Bæjarráð Vestur-
byggðar samþykkti í síðustu viku
að veita fyrirtækinu Latabæ ehf.
þrjátíu þúsund króna styrk til að
halda orkuátak.
Bæjarráðið hafnaði á sama
fundi umsókn kvennathvarfs-
ins um rekstrarstyrk. Einnig
hafnaði það styrktarumsókn
Bíldudalskirkju vegna hundrað
ára afmælis kirkjunnar, umsókn
sögufélags Bíldudals um styrk til
bókaútgáfu og umsókn um styrk
til handa svokölluðu Snorraverk-
efni, sem snýst um að styrkja
tengsl Vestur-Íslendinga við
Íslendinga hérlendis.
- sh
Kvennaathvarf fær ekki styrk:
Latibær fær 30
þúsund krónur
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi meirihluta atkvæða ef
gengið yrði til kosninga í Reykja-
vík núna, samkvæmt skoðana-
könnun sem Gallup gerði fyrir
Björn Inga Hrafnsson, þátttak-
anda í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Reykjavík. Framsókn-
arflokkurinn hefur tvöfaldað fylgi
sitt frá síðustu könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
55,7 prósent atkvæða og hrein-
an meirihluta ef kosið yrði nú.
Samfylkingin fengi 25,3 prósent,
Vinstri-grænir fengju 12,3 pró-
sent, Framsóknarflokkurinn 4,8
prósent og Frjálslyndi flokkurinn
1,7 prósent.
Fylgi Framsóknarflokksins
mældist 2,3 prósent í september
og hefur það því tvöfaldast nú ef
marka má þessa skoðanakönnun.
Björn Ingi segir á vefsíðu sinni,
bjorningi.is, að ekki vanti mikið í
viðbót til að einn borgarfulltrúi sé
inni eða aðeins 5-6 prósent.
Á vefsíðunni kemur einnig
fram að könnunin sýni að tæplega
sjö prósent borgarbúa á kosninga-
aldri ætli að taka þátt í prófkjöri
Framsóknarflokksins og að þriðj-
ungur borgarbúa treysti Birni
Inga til að gegna starfi borgar-
stjóra í Reykjavík. - ghs
Skoðanakönnun á vegum Björns Inga Hrafnssonar:
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
meirihluta í Reykjavíkurborg
BJÖRN INGI HRAFNSSON
Framsóknarflokkurinn fengi 4,8 prósent
atkvæða í Reykjavík og engan mann kjör-
inn ef gengið yrði til kosninga núna. Björn
Ingi Hrafnsson hefur boðið sig fram í fyrsta
sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni.
KJÖRKASSINN
Vildir þú sjá Hillary Clinton sem
næsta forseta Bandaríkjanna?
Já 80%
Nei 20%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að herða kröfur á starfsmanna-
leigur?
Segðu skoðun þína á visir.is
SJÚKRABÍLAR OG LÖGREGLA Engin alvarleg
slys urðu á fólki í árekstri við Smáralind.
LÖGREGLA Fjórir bílar lentu í
árekstri sem olli miklu eignatjóni-
um korter í fjögur í gær. Árekst-
urinn varð á Reykjanesbraut við
Smáralind í Kópavogi. Slys á fólki
voru minniháttar að sögn lög-
reglu.
Um aftanákeyrslu var að
ræða. Þrír fóru á slysadeild með
minni háttar meiðsli og þrjá bíla
þurfti að draga af vettvangi mikið
skemmda. Hálka var á vegum og
nokkur umferðarþungi. - dac
Fjögurra bíla árekstur:
Enginn slasaðist
en tjónið mikið
ÍRAK, AP Talsmenn stjórnmála-
fylkingar súnní-araba í Írak báru
í gær upp ásakanir um að rangt
hefði verið haft við í þingkosning-
unum í síðustu viku, sérstaklega
í Bagdad-héraði. Yrði ekki gerð
gangskör að því að laga það sem
aflaga fór ætti að láta kjósa upp
á nýtt í þessu fjölmennasta kjör-
dæmi landsins.
Talsmaður yfirkjörstjórnar
sagði að þótt yfir 1.000 athuga-
semdir hefðu borist vegna fram-
kvæmdar kosninganna og verið
væri að rannsaka þær hefðu aðeins
20 framkominna athugasemda
sýnt sig að vera „mjög alvarleg-
ar“. Hann bjóst þó ekki við að þær
myndu breyta heildarúrslitum
kosninganna sem hann boðaði að
yrðu birt í byrjun janúar.
Forsvarsmenn súnní-araba
gáfu í skyn að öryggi og stöðug-
leiki Íraks væri í húfi yrði ekki
tekið tillit til athugasemda þeirra.
Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum talningar í Bagdad-héraði
fékk helsti flokkur sjía-múslima
þar um 59 prósent atkvæða en
helsta kosningabandalag súnní-
araba aðeins 19 prósent. - aa
Forsvarsmenn súnní-araba í Írak óánægðir:
Segja kosningarnar gallaðar
ADNAN AL DULIMI
Einn af leiðtogum kosningabandalags
súnní-araba í Bagdad í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Starfsmönnum í leikskól-
anum Dal mun fækka um fimm
eftir áramót. Þeir eru óánægðir
vegna mikils launamunar á ófag-
lærðum starfsmönnum í leikskól-
um Reykjavíkur annars vegar og
leikskólum Kópavogs hins vegar.
Flosi Eiríksson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í Kópavogi, segir að
minnihlutinn í bæjarstjórn Kópa-
vogs hafi í fyrradag komið með
tillögu á bæjarstjórnarfundi þar
sem lagt var til að Kópavogsbær
settist niður með Starfsmannafé-
lagi Kópavogs og Félagi leikskóla-
kennara og tæki upp viðræður um
kjör og aðbúnað. Tillögunni var
frestað af hálfu meirihluta bæjar-
stjórnar og segir Flosi að hún hafi
ekki fengið góðan hljómgrunn hjá
meirihlutanum.
„Það sem er að fara með okkur
er að Reykjavíkurborg býður
miklu betri kjör. Við eru einfald-
lega ekki samkeppnishæfir hér í
Kópavogi og meirihlutinn sýnir
algjört skeytingarleysi gagnvart
þessum störfum í Kópavogi,“ segir
Flosi. Hann bendir á að álag á leik-
skólakennurum aukist sífellt þegar
skólarnir eru undirmannaðir og
það geti haft í för með sér að þeir
fari að hugsa sér til hreyfings.
Margir foreldrar barna á Dal
eru mjög óánægðir með stöðu mála.
Í viðræðum við foreldri barns á
leikskólanum kom fram að margir
foreldrar og starfsmenn leikskól-
ans hefðu áhyggjur af börnunum
vegna fyrirhugaðra lokana og því
rótleysi sem þeim fylgdu.
Að sögn Gunnars I. Birgissonar,
bæjarstjóra Kópavogs, er ábyrgara
að bíða með að ræða kjör starfs-
manna Kópavogsbæjar þangað til
launamálaráðstefnu sveitarfé-
laganna, sem fer fram um miðjan
janúar, lýkur. „Við hækkuðum laun
þeirra lægst launuðu mest í kjara-
samningum hér í Kópavogi fyrir
ríflega mánuði síðan. Það gerðum
við með eingreiðslum til okkar
launþega sem skiluðu sér í því að
þeir lægst launuðu voru að fá mun
meira en aðrir í prósentum talið.
Það eru öfugmæli hjá meirihlutan-
um í Reykjavík að launahækkan-
irnar þar séu sérstakar aðgerðir
fyrir láglaunastörf, umönnunar-
störf eða kvennastörf, hækkanirn-
ar ganga upp launastigann,“ segir
Gunnar. „Við viljum bíða með að
ræða launakjör þangað til launa-
ráðstefna er búin því þá hafa sveit-
arfélögin ráðið ráðum sínum og
við getum betur áttað okkur á því
út á hvað þessir samningar ganga í
Reykjavík.“
Varðandi stöðuna á leikskólan-
um Dal segir Gunnar að stefnt sé
að því að ráða starfsmenn á leik-
skólann til að koma í veg fyrir að
loka þurfi deildum þar.
steinar@frettabladid.is
Foreldrar leikskóla-
barna á Dal ósáttir
Skólastjórinn í leikskólanum Dal í Kópavogi hefur tilkynnt að loka þurfi deildum í
leikskólanum eftir áramót vegna manneklu. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs,
segir unnið að því hörðum höndum að ráða bót á vandanum.
LEIKSKÓLINN DALUR Reynt verður að ráða starfsmenn á leikskólann svo að hægt sé að
koma í veg fyrir að deildum þar verði lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FLOSI EIRÍKSSON GUNNAR I. BIRGISSON
Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs
sendi frá sér ályktun í gærkvöld þar
sem skorað er á bæjarstjórn Kópa-
vogs að draga til baka samnings-
umboð sitt til launanefndar sveitar-
félaganna.
Stjórnin lýsir yfir áhyggjum
sínum vegna stöðunnar sem
upp er komin varðandi launakjör
félagsmanna sinna í kjölfar samn-
ings sem Reykjavíkurborg gerði
við starfsmannafélag sitt á dög-
unum. Þá segir að erfiðlega hafi
gengið að manna ákveðna vinnu-
staði í Kópavogi, meðal annars
vegna lakra launakjara og með
nýgerðum samningum Reykja-
víkur sé hætt við frekari flótta
starfsmanna yfir til Reykjavíkur.
Stjórnin skorar enn fremur á bæj-
arstjórnina að taka upp sjálfstæða
launastefnu sem byggð verði á for-
sendum bæjarfélagsins.
Vill sjálfstæða
launastefnu