Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 6
6 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR �� �� �� ��� �� �� �� �� �� � ����������������������� ������������������� ����������� ������������� ������� ������������� ���������������������� ������������������� ������������������� ���������������������� ����� ������������� ��������������������� ������������������� ������������� Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI VESTURBYGGÐ Bæjarráð Vestur- byggðar samþykkti í síðustu viku að veita fyrirtækinu Latabæ ehf. þrjátíu þúsund króna styrk til að halda orkuátak. Bæjarráðið hafnaði á sama fundi umsókn kvennathvarfs- ins um rekstrarstyrk. Einnig hafnaði það styrktarumsókn Bíldudalskirkju vegna hundrað ára afmælis kirkjunnar, umsókn sögufélags Bíldudals um styrk til bókaútgáfu og umsókn um styrk til handa svokölluðu Snorraverk- efni, sem snýst um að styrkja tengsl Vestur-Íslendinga við Íslendinga hérlendis. - sh Kvennaathvarf fær ekki styrk: Latibær fær 30 þúsund krónur SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn fengi meirihluta atkvæða ef gengið yrði til kosninga í Reykja- vík núna, samkvæmt skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir Björn Inga Hrafnsson, þátttak- anda í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Framsókn- arflokkurinn hefur tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 55,7 prósent atkvæða og hrein- an meirihluta ef kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 25,3 prósent, Vinstri-grænir fengju 12,3 pró- sent, Framsóknarflokkurinn 4,8 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 1,7 prósent. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 2,3 prósent í september og hefur það því tvöfaldast nú ef marka má þessa skoðanakönnun. Björn Ingi segir á vefsíðu sinni, bjorningi.is, að ekki vanti mikið í viðbót til að einn borgarfulltrúi sé inni eða aðeins 5-6 prósent. Á vefsíðunni kemur einnig fram að könnunin sýni að tæplega sjö prósent borgarbúa á kosninga- aldri ætli að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins og að þriðj- ungur borgarbúa treysti Birni Inga til að gegna starfi borgar- stjóra í Reykjavík. - ghs Skoðanakönnun á vegum Björns Inga Hrafnssonar: Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í Reykjavíkurborg BJÖRN INGI HRAFNSSON Framsóknarflokkurinn fengi 4,8 prósent atkvæða í Reykjavík og engan mann kjör- inn ef gengið yrði til kosninga núna. Björn Ingi Hrafnsson hefur boðið sig fram í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. KJÖRKASSINN Vildir þú sjá Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að herða kröfur á starfsmanna- leigur? Segðu skoðun þína á visir.is SJÚKRABÍLAR OG LÖGREGLA Engin alvarleg slys urðu á fólki í árekstri við Smáralind. LÖGREGLA Fjórir bílar lentu í árekstri sem olli miklu eignatjóni- um korter í fjögur í gær. Árekst- urinn varð á Reykjanesbraut við Smáralind í Kópavogi. Slys á fólki voru minniháttar að sögn lög- reglu. Um aftanákeyrslu var að ræða. Þrír fóru á slysadeild með minni háttar meiðsli og þrjá bíla þurfti að draga af vettvangi mikið skemmda. Hálka var á vegum og nokkur umferðarþungi. - dac Fjögurra bíla árekstur: Enginn slasaðist en tjónið mikið ÍRAK, AP Talsmenn stjórnmála- fylkingar súnní-araba í Írak báru í gær upp ásakanir um að rangt hefði verið haft við í þingkosning- unum í síðustu viku, sérstaklega í Bagdad-héraði. Yrði ekki gerð gangskör að því að laga það sem aflaga fór ætti að láta kjósa upp á nýtt í þessu fjölmennasta kjör- dæmi landsins. Talsmaður yfirkjörstjórnar sagði að þótt yfir 1.000 athuga- semdir hefðu borist vegna fram- kvæmdar kosninganna og verið væri að rannsaka þær hefðu aðeins 20 framkominna athugasemda sýnt sig að vera „mjög alvarleg- ar“. Hann bjóst þó ekki við að þær myndu breyta heildarúrslitum kosninganna sem hann boðaði að yrðu birt í byrjun janúar. Forsvarsmenn súnní-araba gáfu í skyn að öryggi og stöðug- leiki Íraks væri í húfi yrði ekki tekið tillit til athugasemda þeirra. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum talningar í Bagdad-héraði fékk helsti flokkur sjía-múslima þar um 59 prósent atkvæða en helsta kosningabandalag súnní- araba aðeins 19 prósent. - aa Forsvarsmenn súnní-araba í Írak óánægðir: Segja kosningarnar gallaðar ADNAN AL DULIMI Einn af leiðtogum kosningabandalags súnní-araba í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Starfsmönnum í leikskól- anum Dal mun fækka um fimm eftir áramót. Þeir eru óánægðir vegna mikils launamunar á ófag- lærðum starfsmönnum í leikskól- um Reykjavíkur annars vegar og leikskólum Kópavogs hins vegar. Flosi Eiríksson, oddviti Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, segir að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópa- vogs hafi í fyrradag komið með tillögu á bæjarstjórnarfundi þar sem lagt var til að Kópavogsbær settist niður með Starfsmannafé- lagi Kópavogs og Félagi leikskóla- kennara og tæki upp viðræður um kjör og aðbúnað. Tillögunni var frestað af hálfu meirihluta bæjar- stjórnar og segir Flosi að hún hafi ekki fengið góðan hljómgrunn hjá meirihlutanum. „Það sem er að fara með okkur er að Reykjavíkurborg býður miklu betri kjör. Við eru einfald- lega ekki samkeppnishæfir hér í Kópavogi og meirihlutinn sýnir algjört skeytingarleysi gagnvart þessum störfum í Kópavogi,“ segir Flosi. Hann bendir á að álag á leik- skólakennurum aukist sífellt þegar skólarnir eru undirmannaðir og það geti haft í för með sér að þeir fari að hugsa sér til hreyfings. Margir foreldrar barna á Dal eru mjög óánægðir með stöðu mála. Í viðræðum við foreldri barns á leikskólanum kom fram að margir foreldrar og starfsmenn leikskól- ans hefðu áhyggjur af börnunum vegna fyrirhugaðra lokana og því rótleysi sem þeim fylgdu. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs, er ábyrgara að bíða með að ræða kjör starfs- manna Kópavogsbæjar þangað til launamálaráðstefnu sveitarfé- laganna, sem fer fram um miðjan janúar, lýkur. „Við hækkuðum laun þeirra lægst launuðu mest í kjara- samningum hér í Kópavogi fyrir ríflega mánuði síðan. Það gerðum við með eingreiðslum til okkar launþega sem skiluðu sér í því að þeir lægst launuðu voru að fá mun meira en aðrir í prósentum talið. Það eru öfugmæli hjá meirihlutan- um í Reykjavík að launahækkan- irnar þar séu sérstakar aðgerðir fyrir láglaunastörf, umönnunar- störf eða kvennastörf, hækkanirn- ar ganga upp launastigann,“ segir Gunnar. „Við viljum bíða með að ræða launakjör þangað til launa- ráðstefna er búin því þá hafa sveit- arfélögin ráðið ráðum sínum og við getum betur áttað okkur á því út á hvað þessir samningar ganga í Reykjavík.“ Varðandi stöðuna á leikskólan- um Dal segir Gunnar að stefnt sé að því að ráða starfsmenn á leik- skólann til að koma í veg fyrir að loka þurfi deildum þar. steinar@frettabladid.is Foreldrar leikskóla- barna á Dal ósáttir Skólastjórinn í leikskólanum Dal í Kópavogi hefur tilkynnt að loka þurfi deildum í leikskólanum eftir áramót vegna manneklu. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir unnið að því hörðum höndum að ráða bót á vandanum. LEIKSKÓLINN DALUR Reynt verður að ráða starfsmenn á leikskólann svo að hægt sé að koma í veg fyrir að deildum þar verði lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLOSI EIRÍKSSON GUNNAR I. BIRGISSON Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs sendi frá sér ályktun í gærkvöld þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópa- vogs að draga til baka samnings- umboð sitt til launanefndar sveitar- félaganna. Stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðunnar sem upp er komin varðandi launakjör félagsmanna sinna í kjölfar samn- ings sem Reykjavíkurborg gerði við starfsmannafélag sitt á dög- unum. Þá segir að erfiðlega hafi gengið að manna ákveðna vinnu- staði í Kópavogi, meðal annars vegna lakra launakjara og með nýgerðum samningum Reykja- víkur sé hætt við frekari flótta starfsmanna yfir til Reykjavíkur. Stjórnin skorar enn fremur á bæj- arstjórnina að taka upp sjálfstæða launastefnu sem byggð verði á for- sendum bæjarfélagsins. Vill sjálfstæða launastefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.