Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 80
MIÐVIKUDAGUR 21. febrúar 2005 43 Á seinni tímum hefur ljóðinu, með ákveðnum greini, óspart verið spáð illum endalokum. Ný ljóðabók Þórarins Eldjárns, Hættir og mörk, hefur hins vegar hlotið mjög góðar viðtökur og nú er fyrsta upplag af bókinni uppselt hjá forlaginu. Starfsmenn Eddu útgáfu hafa verið á þönum milli bókabúða að hafa uppi á óseldum eintökum til að koma þeim þangað sem algjör þurrð hefur verið. Þannig var bókin uppseld um tíma í helstu bókaverslunum í miðbænum um helgina. Nú er annað upplag á leið í verslanir og því ættu þeir sem urðu frá að hverfa um helgina að geta nálgast þessa eftirsóttu ljóðabók, sem bóksalar völdu bestu ljóðabók ársins 2005. ■ Ljóðabók rýkur út ÞÓRARINN ELDJÁRN Salan á nýrri ljóðabók Þórarins sýnir að áhugi á ljóðum leynist enn með þjóðinni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 18 19 20 21 22 23 24 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 Jólatónleikar verða í anddyri aðalbyggingar Háskóla Íslands þar sem flutt verður jólaverkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten fyrir kvennakór og hörpu. Flytjendur eru nýstofnaður sönghópur, skipaður 25 háskólastúlkum, ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir.  19.00 Hljómsveitirnar Forgarður helvítis, Sólstafir, Potentiam, Momentum, Gjöll, Elegy og Atrum koma fram á hinum árlegu Sólstöðutónleikum í Tónlistarþróunar- miðstöðinni á Granda.  20.00 „Ljós í myrkri”, dagskrá með tónlist og hugvekjum við vetrarsólstöður verður flutt í Hallgrímskirkju til stuðnings íslenskri náttúru. Hugvekjurnar flytja Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur, Katrín Fjeldsted læknir, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og séra Sigurður Pálsson. Meðal tónlistarfólks sem kemur fram er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari.  21.00 Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu jólatónleika í Kópavogskirkju.  22.00 Borgardætur verða með sína árlegu tónleika á Næsta bar.  22.00 Hið frábæra Rolling Stones tribute verður endurtekið á Gauknum í kvöld. Rolling Stóns skipa Helgi “Jagger” Björnsson, Björgvin “Keith” Gíslason, Eðvarð “Wood” Lárusson, Tómas “Wyman” Tómasson, Birgir “Watts” Baldursson og Einar “Hopkins” Rúnarsson.  22.00 Hljómsveitin Sometime heldur sína fyrstu tónleika á Sirkus.  22.00 Mike Pollock heldur tónleika á Café Rosenberg. ■ ■ SAMKOMUR  17.30 Síðasta æfing Hláturkæti- klúbbsins fyrir jól er í dag í fundarsal heilsumiðstöðvarinnar Maður lifandi, Borgartúni 24. Hláturæfingin stendur í hálfa klukkustund.  17.45 Ásatrúarmenn halda sólstöðuhátíð við Kaffi Nauthól í Öskjuhlíð. Gengið verður í blysför að hátíðarsvæðinu þar sem brúðkaupi Freys og Gerðar Gymisdóttur verður fagnað og glaðst yfir því að sól er að byrja að rísa á himni á ný. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Ásatrúarmenn fagna endurfæð- ingu sólar á vetrarsólstöðum í Öskjuhlíð í dag. „Við höfum haldið þessa hátíð allar götur síðan Ása- trúarfélagið var stofnað,“ segir Jóhanna Harðardóttir Kjalnes- ingagoði. „Við hittumst á Kaffi Nauthól klukkan 17.45 og förum í blysför að hátíðarsvæðinu. Þar er köstur í keri sem við kveikjum eld í til að fagna því að hringrás lífs- ins er að hefjast á ný. Þá segjum við ævintýri af brúðkaupi Gerð- ar Gymisdóttur og Freys, sem er jólasaga okkar ásatrúarmanna. Að því loknu förum við aftur upp á Kaffi Nauthól þar sem þeir sem vilja geta fengið sér hressingu.“ Þetta er fjórða árið í röð sem ásatrúarmenn blóta jólin í Öskju- hlíð en áður var hátíðin oftar en ekki haldin innan dyra. Að sögn Jóhönnu varð Öskjuhlíðin einfald- lega fyrir valinu vegna þess að hún þótti fallegur og hátíðlegur staður. „Við ætlum líka að reisa okkur hof þar, sem verður vænt- anlega fyrsta hofið sem reist er í Evrópu í 900 ár.“ Jóhanna segir að sífellt fleiri sækja sólstöðuhátíðina og ekki aðeins ásatrúarmenn enda er hún öllum opin. „Ég held að hátíðin höfði til allra sem vilja gleðjast yfir birtunni eða varðveita forn- an menningararf. Mér eru minni- stæðar tvær eldri konur að vestan sem komu eitt sinn á blót og fannst það einmitt svo gaman vegna þess að kom í stað sólarkaffisins sem var drukkið á Vestfjörðum.“ - bs Endurfæðingu sólar fagnað í Öskjuhlíð JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Segir sólstöðuhátíðina höfða til allra sem vilja gleðjast yfir birtunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.