Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 24
Pétur Blöndal deilir á Mæðrastyrksnefnd
Segir dóttur sína
svindla á kerfinu
– ÞÁÐI MATARGJÖF FRÁ MÆÐRASTYRKSNEFND
– FÆR 135 ÞÚSUND Á MÁNUÐI SEM ÖRYRKI
– MÓÐIR HENNAR SEGIR PÉTUR Á VILLIGÖTUM
I ATARGJÖF FRÁ MÆÐRASTYRKSNEFND
F 135 ÞÚSUND Á MÁNUÐI SEM ÖRY KI
– ÓÐIR HENNAR SEGIR PÉTUR Á VILLIGÖTUM
DV2x15-lesið 20.12.2005 19:18 Page 1
21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR24
fréttir og fróðleikur
Ástandið í Írak batnar
hægt en örugglega að mati
Barkar Gunnarssonar
sem starfar fyrir
Atlantshafsbandalagið í
landinu. Hann segir einna
mikilvægast að súnníar
hafi ákveðið að berjast
fyrir réttindum sínum á
vettvangi stjórnmálanna
en þó sé enn langt í að
landsmenn geti tekið alfarið
við stjórnartaumunum.
Atlantshafsbandalagið NATO tók
ekki þátt í innrásinni í Írak en síð-
ustu misseri hefur bandalagið séð
um að þjálfa íraska herforingja
upp á nýtt. Börkur Gunnarsson
er talsmaður þessa verkefnis og
framkvæmdastjóri upplýsinga-
skrifstofu NATO í Írak og því hefur
hann verið búsettur í Bagdad síð-
astliðna tíu mánuði. Starfið undan-
farna mánuði hefur gengið vel en
Börkur segir að frá og með næsta
ári muni NATO úrskrifa árlega um
þúsund herforingja í skólum innan
Íraks og þjálfa um fimm hundruð í
skólum sínum í Evrópu.
Sannkallað sómafólk
„Þetta er afar áhugavert sam-
félag þótt vissulega sé það að
mjög mörgu leyti frábrugðið því
sem við eigum að venjast,“ segir
Börkur um lífið í Bagdad. „Ég bý
á græna svæðinu svonefnda sem
er vel varið. Síðasta sjálfsmorð-
sárásin innan þess var framin
tveimur mánuðum áður en ég
kom og síðan þá hefur allt verið
með nokkuð kyrrum kjörum.“
Ástandið er þó mun ótryggara
utan svæðisins og því ferðast
NATO-menn yfirleitt á milli staða
í vel vörðum bílalestum eða jafn-
vel með þyrlum.
Þrátt fyrir að rósturnar í land-
inu séu umtalsverðar ber Börkur
Írökum mjög vel söguna. „Þetta er
sannkallað sómafólk,“ segir hann
og bætir því við að hann finni síður
en svo til óvildar í garð NATO.
„Þegar ráðist var inn í landið
börðust margir gegn Bandaríkja-
mönnum en fæstir þeirra segjast
bera kala til þeirra, þeir voru ein-
faldlega í Íraksher á þessum tíma
og hlýddu skipunum. NATO virð-
ist hins vegar hafa aðra ímynd í
augum Íraka þar sem fæstar þjóð-
irnar sem taka þátt í NATO-verk-
efninu hér tóku þátt í innrásinni.“
Framfarirnar hægar en bítandi
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
í Írak undanfarna mánuði og hafa
landsmenn til dæmis gengið þrí-
vegis að kjörborðinu á tæpu ári.
Börkur kveðst reyndar þeirrar
skoðunar að framfarirnar í landinu
hafi ekki verið svo stórstígar en
þær hafi hins vegar verið jafnar
og í rétta átt. „Ég kem til landsins
strax eftir janúarkosningarnar
en á kjördag féllu sextíu manns í
árásum. Í kosningunum í síðustu
viku voru þeir teljandi á fingrum
annarrar handar. Í janúarkosning-
unum sniðgengu súnníar þær að
mestu. Nú starfa þeir af krafti í
stjórnmálum landsins. Vissulega
er stuðningur við uppreisnarmenn
enn mikill á stórum svæðum súnn-
ía og svo verður væntanlega um þó
nokkurn tíma áfram. Draumurinn
var hins vegar alltaf að súnníar
skiluðu sér vel á kjörstað og sú
varð raunin.“
Í þessu sambandi bendir Börk-
ur á að aðalstuðningurinn við
uppreisnarmenn kemur frá súnn-
íum. „Þrátt fyrir að vera aðeins
fimmtungur þjóðarinnar réðu þeir
lögum og lofum í þjóðfélaginu og
þeir hafa farið verst út úr valda-
sviptingum síðustu missera. Því
hafa þeir stutt uppreisnarmenn og
jafnvel hryðjuverkahópa og þar af
leiðandi hefur líka verið minnst
uppbygging á þeirra svæðum.
Hagur þeirra er eiginlega að öllu
leyti verri en fyrir innrásina og
meðan þannig verður og þeir taka
ekki þátt í stjórnmálunum þá er
skiljanlegt að stuðningur við upp-
reisnina minnkar lítið. Nú þegar
þeir eru farnir að hefja pólitíska
þátttöku þá er vonandi að þeir sjái
sér hag í því að brjóta ekki allt
niður.“
Enn er langt í land
Þótt horfurnar hafi batnað mikið
undanfarna mánuði segir Börkur
að talsverður tími sé þangað til að
Írakar geti tekið alfarið við stjórn
landsins. „Skrefin sem stigin hafa
verið í ár hafa samt sem áður verið
mjög mikilvæg. Í vor tóku Írakar
alfarið við stjórn Najaf og þar hefur
árangurinn verið frábær. Þeir hafa
einnig tekið við stjórn á svæðum í
suður- og norðurhluta landsins og
nokkrum hverfum í Bagdad og þar
hefur stórlega dregið úr róstunum
um leið.“
Börkur dregur samt í efa
að erlent herlið geti yfirgefið
landið alveg á næstunni. „Marg-
ir sem ég umgengst efast um
að það sé hægt jafn fljótt og
George W. Bush og ríkisstjórn
Bandaríkjanna vill,“ segir hann
en bendir þó á að útfæra megi
herverndina á ýmsa vegu, til
dæmis með því að binda hana
við stuðning úr lofti.
Hvað sem þessum vangavelt-
um kveðst Börkur fullviss um
að betri tíð sé framundan. „Já,
að minnsta kosti til langs tíma.
Það er bara eins og með Írak-
ana. Þeim er frekar þungt í sinni
eins og stendur en þótt þeir séu
gagnrýnir á ástandið í dag þá eru
þeir nánast allir bjartsýnir fyrir
hönd barna sinna.“
Börkur flytur erindi á opnum
fundi Félags stjórnmálafræðinga
í dag á veitingahúsinu Litla ljóta
andarunganum. Erindið hefst
klukkan tólf.
FRÉTTAVIÐTAL
SVEINN GUÐMARSSON
sveinng@frettabladid.is
Íslenska fyrirtækið Actavis hefur sett fyrsta samheitalyfið undir eigin
vörumerki á markað í Tékklandi. Samkeppni hefur aukist á milli
samheitalyfja á lyfjamarkaði en virkni þeirra er í
flestum tilvikum eins.
Hvað eru samheitalyf?
Oft eru lyf með sama innihaldsefni seld undir
ýmsum heitum og getur verð þeirra verið töluvert
mismunandi. Þegar fleiri en tvö lyf eru svipuð að
innihaldi og lyfjaformi þá eru þau nefnd samheita-
lyf. Það er algengt að sá framleiðandi sem fyrst
þróar lyfið og setur það á markað selji það dýrara
en þeir sem ákveða að framleiða svipað lyf síðar.
Er gæðamunur á samheitalyfjum?
Það er algengt að læknar og þeir sem höndla með
lyfin beri meira traust til framleiðanda sem lengst
hafa rannsakað lyfið. Eins og með aðra vöru þá
spilar einnig inn í sölumáttur þekktra vörumerkja.
Á Íslandi eru hins vegar öll eftirlíkingarlyf sem seld eru í lyfjaverslunum
framleidd af mjög virtum framleiðendum. Þau fást ekki skráð nema sýnt
hafi verið fram á að verkun þeirra sé svipuð frumlyfinu
í nær öllum atriðum. Eftirlíkingarlyfin koma oftast á
markað nokkrum árum á eftir frumlyfinu en þó kemur
fyrir að þau eru skráð á markað á undan frumlyfinu.
Hafa samheitalyf sömu verkun?
Stundum segja þeir sem nota lyfin að þeir finni mun á
verkun sambærilegra lyfja. Þetta útskýra sérfræðingar
oftast á þann veg að um ímyndun sé að ræða hjá
notendum. Önnur rök geta þó átt við. Stundum eru til
dæmis efni í lyfjum í töfluformi sem binda töflurnar
saman eða litar þær og það getur hugsanlega breytt
virkni lyfsins. Hins vegar hefur aukin nákvæmni í fram-
leiðslu lyfja gert það að verkum að munur á milli sam-
heitalyfja hefur minnkað og með aukinni nákvæmni í
lyfjaframleiðslu í framtíðinni heldur munurinn áfram
að minnka.
FBL-GREINING: SAMHEITALYF
Verkun nánast alltaf sambærileg
Bjartsýnir fyrir hönd barnanna
Á SKRIFSTOFUNNI Börkur segir að góð kjörsókn súnnía í þingkosningunum í síðustu viku auki mönnum vonir um að friðsamlegri tíð sé í
vændum. Enn er þó of snemmt fyrir erlent herlið að pakka saman og halda heim.
SKÓLINN VÍGÐUR NATO tók herforingjaskóla sinn í Írak í notkun í september á þessu
ári og klipptu þeir Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, og Jaap de Hoop Scheffer,
Engin lög gilda
hér á landi um
starfsmannaleigur,
íslenskar eða
erlendar. Gissur
Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofn-
unar, segir slík lög
undirstöðu þess
að stofnun hans
geti veitt nauðsyn-
legt aðhald.
Er þörf á lagasetningu um starfs-
mannaleigur? Að mínu mati er svarið
já. Það er óásættanlegt að stofnun
á borð við þá sem ég starfa við hafi
litla sem enga hugmynd um rekstur
slíkra fyrirtækja hér á landi. Um alla
starfsmenn hér gilda ákveðnar reglur og
við verðum að geta fylgst með að þeim
sé framfylgt.
Hvaða þýðingu hefur lögsetningin
fyrir Vinnumálastofnun? Hún er
aðallega mikilvæg vegna þess að eins
og staðan hefur verið höfum við enga
yfirsýn yfir fjölda eða stærð þeirra
starfsmannaleiga sem hér starfa eða
hafa starfað.
Mun stofnunin þá hafa völd til að
grípa til aðgerða í framtíðinni?
Samkvæmt lögunum getum við kallað
til lögreglu ef ábendingar okkar eru virt-
ar að vettugi eða reglur brotnar á annan
hátt. Hefðum við haft þau úrræði áður
er enginn vafi í mínum huga að tilefni
hefði verið til að beita þeim.
SPURT & SVARAÐ
LÖG EÐA REGLUR UM
STARFSMANNALEIGUR
Nauðsynlegt
til aðhalds
GISSUR PÉTURSSON
Forstjóri
Vinnumálastofnunar.
> Fjöldi félaga í Sambandi íslenskra myndlistarmanna
Svona erum við
51
0
47
6
48
1
Fu
llg
ild
ir
fé
la
ga
r í
á
rs
lo
k
46
3
46
3
2001 2003 200420022001
Heimild: Hagstofa Íslands