Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 89
52 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
KOSNING HELSTU ÞJÁLFARA
LAND ÞJÁLFARI 1. SÆTI 2. SÆTI 3. SÆTI
Argentína Jose Pekerman Ronaldo Eto´o Lampard
Brasilía Carlos A. Perreira Zidane Nistelrooy Gerrard
Króatía Zlatko Kranjcar Ronaldinho Robinho Kaká
Tékkland Karel Bruckner Ronaldinho Gerrard Henry
Danmörk Morten Olsen Adriano Ibrahimovich Ronaldinho
England Sven Göran Eriksson Ronaldinho Adriano Ibrahimovich
Frakkland Raymond Domenech Maldini Drogba Rooney
Þýskaland Jurgen Klinsmann Lampard Ronaldinho Adriano
Ítalía Marcello Lippi Lampard Ronaldinho Ibrahimovich
Holland Marco van Basten Ronaldinho Adriano Gerrard
Portúgal Luis F. Scolari Kaká Lampard Ibrahimovich
Spánn Luis A. Suarez Eto´o Henry Ronaldo
Svíþjóð Lars Lagerback Shevchenko Maldini Raúl
ÍSLAND ÁSGEIR SIGURVINSSON KAKÁ RONALDINHO LAMPARD
KOSNING HELSTU FYRIRLIÐA
LAND FYRIRLIÐI 1. SÆTI 2. SÆTI 3. SÆTI
Argentína Juan Pablo Sorin Maldini Gerrard Drogba
Brasilía Cafu C. Ronaldo Zidane Maldini
Króatía Niko Kovac Lampard Ronaldinho Buffon
Tékkland Thomas Galasek Ronaldinho Lampard Henry
Danmörk Thomas Helveg Ronaldinho Lampard Adriano
England David Beckham Ronaldo Ronaldinho Ibrahimovich
Frakkland Zinedine Zidane Drogba Maldini Raúl
Þýskaland Michael Ballack Kaká Ibrahimovich Eto´o
Ítalía Fabio Cannavaro Ibrahimovich Ronaldinho Raúl
Holland E. van der Saar Lampard Ronaldinho Rooney
Portúgal Luis Figo Maldini Henry Ibrahimovich
Spánn Raúl Gonzales Maldini Henry Eto´o
Svíþjóð Olaf Mellberg Lampard Eto´o Maldini
ÍSLAND EIÐUR GUÐJOHNSEN RONALDINHO ADRIANO LAMPARD
10 EFSTU LEIKMENNIRNIR Í KJÖRI FIFA Á KNATTSPYRNUMANNI ÁRSINS
NAFN 1. SÆTI 2.SÆTI 3. SÆTI STIG SAMTALS
1. Ronaldinho 159 atkvæði 45 23 956
2. Frank Lampard 25 45 46 306
3. Samuel Eto´o 15 29 28 190
4. Thierry Henry 11 34 15 172
5. Adriano 17 21 22 170
6. Andriy Shevchenko 16 18 19 153
7. Steven Gerrard 11 19 19 131
8. Kaká 10 12 15 101
9. Paolo Maldini 7 11 8 76
10. Didier Drogba 3 12 14 65
Fyrir að vera valinn í 1. sæti fengust fimm stig, þrjú stig fyrir 2. sætið og eitt stig fyrir 3. sætið.
FÓTBOLTI Af þeim 300 landsliðs-
þjálfurum og fyrirliðum sem kusu
í kjöri FIFA á knattspyrnumanni
ársins sem tilkynntur var í fyrra-
dag voru það alls 159 sem settu
brasilíska snillinginn Ronaldinho
í 1 . sæti hjá sér. Eins og kom fram
í Fréttablaðinu í gær hafði hann
mikla yfirburði í kjörinu, hlaut
alls 956 stig eða rúmlega þrefalt
fleiri stig en Frank Lampard sem
kom næstur með 306 stig.
Ronaldinho fékk einnig flest
atkvæði í annað sætið eða 46,
einu meira en Lampard sem fékk
45. Sá enski fékk hins vegar flest
atkvæði þegar kom að því að velja
í 3. sætið en þar fékk Lampard
46 atkvæði. Næstur kom Samuel
Eto´o með 28 atkvæði en Ronald-
inho varð þriðji með 23.
Þegar rýnt er í val einstaka
þjálfara og fyrirliða kemur ýmis-
legt forvitnilegt í ljós og greini-
legt er að leikmenn horfa gjarnan
til samherja sinna þegar kemur
að því að nýta sér atkvæðarétt
sinn. Þannig setur David Beck-
ham t.d. framherjann Ronaldo
í efsta sætið hjá sér en Fabio
Cannavaro hjá Juventus er með
samherja sinn Zlatan Ibrahimov-
ich í 1. sæti. Okkar maður Eiður
Smári Guðjohnsen setti Ronald-
inho í efsta sætið í þetta sinn hjá
sér en í fyrra valdi hann samherja
sinn Lampard í það fyrsta. Í ár er
Lampard þriðji í röðinni hjá Eiði
Smára. Þá er ekki hægt að segja
annað en það komi mikið á óvart að
Zinedine Zidane, fyrirliði franska
landsliðsins, telji Didier Drog-
ba vera besta knattspyrnumann
heims.
Eins og við var að búast er álit
manna á bestu fótboltamönnum
heims mjög misjafnt en þegar
einstaka val allra þjálfara og fyr-
irliða er skoðað kemur glögglega í
ljós að ákveðinn klíkuskapur á sér
stað í kjörinu. Sú breyting varð
í kjörinu í ár að þeir sem kusu
máttu ekki velja leikmenn af sama
þjóðerni og þeir sjálfir. Samt sem
áður má sjá að þeir sem atkvæða-
rétt hafa eru gjarnir á veita leik-
mönnum frá sömu heimsálfu
og þeir sjálfir stuðning. Þannig
kemur meirihluti atkvæða Eto´o í
fyrsta sætið frá hinum ýmsu þjóð-
um Afríku, t.d. Botsvana, Eþíópíu,
Líbíu og fleirum. Þá enduðu Drog-
ba og Michael Essien mun ofar í
kjörinu en ætla mætti, en fyrir-
liðar afrískra þjóða horfðu mikið
til þeirra í vali sínu. Það á þó ekki
við um Clifford Celaire, þjálfara
Dóminíska lýðveldisins, en hann
er sá eini sem telur David Beck-
ham vera besta knattspyrnumann
heims.
vignir@frettabladid.is
Zidane telur Drogba vera bestan
Ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar rýnt er í val þeirra sem höfðu atkvæðarétt í kosningu FIFA á besta
knattspyrnumanni heims. Ljóst þykir að nokkrir leikmenn stundi greiðastarfsemi í vali sínu.
ÞRÍR BESTU Það fór vel á með þeim Samuel Eto´o, Frank Lampard og Ronaldinho þegar
tilkynnt var um besta knattspyrnumann heims í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FRJÁLSAR Landsliðsmaðurinn Björn
Margeirsson setti á dögunum nýtt
Íslandsmet í 2.000 metra hlaupi
innanhúss en hann hljóp á 5:23,25
mínútum. Met Björns er það fyrsta
sem skráð er í þessari vegalengd.
Mótið fór fram í nýju og glæsi-
legu frjálsíþróttahöllinni í Laugar-
dalnum en Björn segir að þar sé um
algjöra byltingu fyrir frjálsíþrótta-
fólk sé að ræða.
„Það er ljóst að þessi aðstaða
breytir miklu fyrir frjálsar íþrótt-
ir í heild sinni. Ég hugsa að þessi
aðstaða eigi eftir að sanna gildi
sitt á fáum árum frekar en mörg-
um. Ég er reyndar búsettur í
Gautaborg í Svíþjóð þessa stund-
ina og fór því frá Íslandi á frekar
óheppilegum tíma, loksins þegar
aðstaðan var orðin góð. En ég er
nú reyndar í frjálsíþróttavænu
umhverfi hér í Gautaborg og æfi
að kappi, meðfram mastersnámi í
vélaverkfræði.“
Greinilegt er að aðstaðan góða í
Laugardalnum hafði mikið að segja
á Hallarmótinu, því fjöldi meta leit
dagsins ljós, sérstaklega keppni
unglinga. - mh
Góður árangur náðist á Hallarmótinu í frjálsum:
Björn setti Íslandsmet
FÓTBOLTI Það andar köldu á milli
Arsene Wenger, stjóra Arsenal,
og Jose Mourinho, stjóra Chel-
sea, þessa dagana en þeir félagar
hafa verið að rífast í fjölmiðl-
um síðustu vikur og nýtt mál
kom upp um síðustu helgi þegar
Mourinho neitaði að taka í hend-
ina á Wenger eftir leik Arsenal
og Chelsea. Eftir leikinn sagði
Mourinho margt mikilvægara í
leiknum og reyndi að gera lítið
úr atvikinu.
Ástæðan fyrir því að Mour-
inho rauk strax inn í klefa eftir
leikinn lak út í gær. Hann var
hundfúll út í Wenger því hann
hafði hunsað jólakveðju frá sér
í jólakorti og dró í efa að kortið
hefði komið frá Mourinho sjálf-
um. Mourinho sendi öllum knatt-
spyrnustjórunum í úrvalsdeild-
inni jólakort og sendi persónuleg
skilaboð með hverju og einu
þeirra. Hann sagði við Wenger
að hann hefði ekki ætlað að særa
hann með ummælum sínum fyrr
í vetur og ef hann væri sár þá
bæðist hann afsökunar.
Þegar Portúgalinn kom á
Highbury spurði starfsmaður
Arsenal hvort kortið væri virki-
lega frá Mourinho. Stjórinn trúði
því vart að Wenger drægi í efa
að kortið væri frá honum. Hann
reyndi að ná tali af Wenger fyrir
leikinn en starfsmenn Arsenal
sáu til þess að hann kæmist ekki
nálægt Frakkanum. Mourinho
varð í kjölfarið sármóðgaður og
þess vegna strunsaði hann beint
af velli og ljóst að þetta athæfi
verður ekki fyrirgefið í bráð.
- hbg
Útskýring komin á því af hverju Mourinho tók ekki í hendina á Wenger:
Wenger hunsaði jólakveðjuna
HEY, AF HVERJU TALARÐU EKKI VIÐ MIG?
Arsene Wenger vill sem minnst vita af
Jose Mourinho og talar ekki við hann þótt
Mourinho hafi sent honum afsökunar-
beiðni í jólakorti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
MET Á HALLARMÓTINU
SVEINN ELÍAS ELÍASSON, FJÖLNI:
Bætti eigið met í 400 metra hlaupi sveina
um tæplega tvær sekúndur, en metið er nú
51,1 sek.
STEFANÍA HÁKONARDÓTTIR, FJÖLNI:
Bætti meyjarmetið í 400 metra hlaupi um
rúmlega fjórar sekúndur, en hún hljóp á
58,43 sekúndum.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, FH:
Bætti piltametið í 400 metra hlaupi um
tæplega þrjár sekúndur, en hann hljóp á
55,22.
„Það er engan bilbug á mér að finna.
Ég held ótrauður áfram,“ sagði Kristinn
Óskarsson, kennari og körfuboltadóm-
ari, í gær en hann dæmdi á dögunum
sinn 400. deildarleik í úrvalsdeild þegar
Grindavík og Skallagrímur öttu kappi í
Grindavík.
Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik fyrir
sautján árum en það var leikur Njarðvíkur
og Tindastóls. Síðan þá hefur hann sinnt
dómgæslu í úrvalsdeild samfellt til dags-
ins í dag og segist hvergi nærri hættur.
„Mín kynslóð í dómgæslunni, þá á ég við
dómarana sem byrjuðu á svipuðum tíma
og ég, hætti að mestu leyti fyrir tveimur
árum þannig að mér líður núna eins og
hálfgerðri risaeðlu. Ég hef ennþá mjög
gaman af því að dæma þannig að ég
sé ekki ástæðu til þess að hætta þessu
strax.“
Kristinn er 36 ára gamall og með
elstu dómurum sem dæma hér á
landi. Öðru máli gegnir um stöðu
Kristins á erlendum vettvangi en
þar þykir hann ungur og efnilegur.
„Það er svolítið spaugilegt að
hugsa til þess að ég er sagður
ungur og efnilegur þegar ég
er erlendis að dæma en hér
á landi er litið á mig sem
elsta dómarann. Ég fór á
námskeið úti í sumar fyrir unga
og efnilega dómara þannig að
það bendir nú til þess að ég eigi
nokkur góð ár eftir. Alþjóða-
dómarar geta verið að dæma til
fimmtugs þannig að ég á fjórtán
góð ár eftir.“
Kristinn tók dómarapróf árið 1987, þá
átján ára gamall, og hefur síðan dæmt
881 opinberan leik á vegum Körfuknatt-
leikssambands Íslands. Að auki hefur
hann dæmt fjölmarga leiki í æfingamót-
um, bæði hjá félagsliðum og landslið-
um, hérlendis og erlendis.
Kristinn segir það sérstak-
lega hvetjandi fyrir hann
að halda áfram að dæma
á erlendum vettvangi.
„Alþjóðadómgæslan hjá
mér hefur verið að vinda
svolítið upp á sig. Ég hef
fengið mörg spennandi
verkefni og þar sem ég er
mikill keppnismaður þá er
freistandi halda áfram að
dæma erlendis.“
KRISTINN ÓSKARSSON KÖRFUBOLTADÓMARI: BÚINN AÐ DÆMA 400 DEILDARLEIKI
Stefni að meiri dómgæslu erlendis
HANDBOLTI Heiðmar Felixson,
sem leikur með handknattleiks-
liði Hannover Burgdorf í þýsku
2.deildinni, er á lista yfir þá tíu
íþróttamenn sem koma til greina
sem íþróttamenn ársins í Hann-
over en á listanum eru meðal ann-
ars tveir leikmenn úrvalsdeildar-
liðs Hannover í knattspyrnu.
Tilnefningin sýnir glögglega í
hversu miklum metum Heiðmar
er í Hannover en hann hefur spil-
að gríðarlega vel með liði sínu í
ár. Árangurinn hefur samt sem
áður ekki verið eins og best verð-
ur á kosið en Hannover er í 8.
sæti deildarinnar. Heiðmar hefur
leikið á Þýskalandi undanfarin ár.
Hann kom frá spænska úrvals-
deildarliðinu Bidasoa, en á þeim
tíma átti Heiðmar sæti í íslenska
landsliðinu.
Ekki er þó talið að Heiðmar
eigi mikla möguleika í kjörinu
því á meðal þeirra tíu tilnefndu
er Nicolas Kiefer, einn besti tenn-
isleikari Þýskalands, og er fast-
lega gert ráð fyrir því að hann
muni bera sigur úr býtum í val-
inu. Kosningin fer fram á vefsíðu
Neue Press sem er með aðsetur í
Hannover. - mh
HEIÐMAR FELIXSON Heiðmar lék með
Bidasoa á Spáni áður en hann fór til Þýska-
lands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Heiðmar Felixson:
Íþróttamaður
ársins?
Vilja fá Indriða frítt
Forráðamenn Stoke City ætla sér ekki
að að kaupa Indriða Sigurðsson af
Genk í janúar heldur freista þess að
fá hann frítt eftir að núverandi leiktíð
lýkur í sumar. Þá verður Indriði orðinn
samningslaus en búast má við því að
Stoke muni fá harða samkeppni um að
klófesta íslenska landsliðsmanninn.
ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU,
ÍSLAND, KNATTSPYRNA, ÆFING
> Söfnunin gekk vel
Natalyu Kovtoun, ekkju Anatolij Kovtoun
sem lék með körfuknattleiksliði KR á
árum áður en lést sviplega á síðasta
ári, voru í síðustu viku afhentar tæpar
200.000 krónur eftir söfnun sem nokkrir
fyrrverandi liðsfélagar leikmannsins hér
á landi stóðu
fyrir. Það var
Guðrún S. Þor-
geirsdóttir, full-
trúi í íslenska
sendiráðinu í
Moskvu, sem
afhenti Natalyu
peninginn og
að sögn hennar
var hún afar
hrærð og þakklát fyrir þessa óvæntu
gjöf frá Íslandi. Uppátæki þessara fyrrum
leikmanna KR er sannarlega virðingar-
vert því að upphæðin nemur venjuleg-
um launum ekkjunnar í Rússlandi í eitt
og hálft ár.