Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 68
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2005 31 AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Nýlega ritaði ég blaðagrein um málefni eldri borgara og skýrði frá því, að Ísland væri mörgum ára- tugum á eftir hinum Norðurlönd- unum að því er varðaði aðbúnað og kjör eldri borgara. Vitnaði ég í því sambandi í athuganir, sem samtök eldri borgara hafa gert á málinu. Fyrir skömmu kom út skýrsla frá Stefáni Ólafssyni prófessor um stöðu öryrkja hér á landi í alþjóð- legu samhengi. Sú skýrsla leiddi í ljós, að öryrkjar hér á landi standa langt að baki öryrkjum á hinum Norðurlöndunum og í flest- um löndum OECD að því er varðar greiðslu lífeyris og framfærslu- eyris til öryrkja. Á sviði þessara mála er Ísland á bekk með þeim löndum Evópu sem eru á botnin- um að því er varðar kjör öryrkja, þ.e. með Tyrklandi og Miðjarðar- hafslöndum! Alþýðuflokkurinn kom alþýðu- tryggingum á 1936 og almanna- tryggingum 1945. Eftir lögfestingu almannatrygginganna, sem fólu í sér miklar umbætur á íslenska tryggingakerfinu, var Ísland í fremstu röð á þessu sviði í heim- inum. En svo er ekki í dag. Ísland getur ekki eins og áður státað af því að vera með eitt besta kerfi almannatrygginga í heimin- um. Það er búið að stórskemma almannatryggingarnar á Íslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar og í valdatíð þeirra stjórnarflokka, sem standa að ríkisstjórninni. Alls konar tekjutengingar skerða bætur mikið. En mestu tjóni veldur sú ráðstöfun stjórnvalda 1995, að skera á sjálfvirk tengsl milli lífeyris aldraðra og öryrkja og lágmarkslauna launþega á almennum vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir umræddra hópa sjálfvirkt, þegar lágmarkslaun hækkuðu. Skorið var á þessi tengsl. En um leið lýsti þáverandi forsætisráðherra því yfir, að þessi breyting mundi ekki skerða kjör aldraðra og öryrkja. Trygging aldraðra og öryrkja yrði tvöföld: Miðað yrði bæði við hækk- un launa og verðlags, þegar lífeyr- ir umræddra hópa yrði ákveðinn ( hækkaður). Þetta var svikið. Eins og samtök aldraðra hafa bent á hefur lífeyrir aldraðra (og öryrkja) dregist mikið aftur úr í launaþró- uninni síðastliðin 11 ár. Ég hefi bent á það í blaða- greinum, að ef sjálfvirku tengslin hefðu haldist eða ef stjórnvöld hefðu staðið við fyrirheitið um að skerða ekki kjör aldraðra í kjölfar breytingarinnar 1995 þá hefðu aldraðir fengið 40 milljörðum kr. meira í lífeyri síðastliðin 11 ár en þeir hafa fengið. Stjórnvöld hafa því haft af öldruðum 40 milljarða síðastliðin 11 ár. Ríkisstjórnin skuldar því öldruðum mikla fjár- muni. Aldraðir hefðu átt að fá meginhlutann af Símapeningun- um en þeir fengu ekki eina krónu. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að bæta öldruðum þennan skaða? Í því efni duga engir smáaurar. Það dugar ekki að sletta í aldraða nokkrum krónum eins og gert var með samkomulaginu við þá í nóvember 2002. Það verður að rétta hag aldraðra myndarlega. Landssamband eldri borgara vill að lífeyrir aldraðra frá Trygg- ingastofnun verði hækkaður um 17 þús. kr. á mánuði. Það er algert lágmark. Í raun þyrfti að hækka hann mikið meira vegna mikillar Íslenska velferðarkerfið stórskemmt UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Vaxandi ólga Vaxandi ólga og er innan stjórnarflokk- anna um stöðu Íbúðalánasjóðs og fram- tíðarhlutverk. Hér er greinilega um að ræða tifandi tímasprengju, sem ekki er á þessu augnabliki séð hvernig hægt verð- ur að aftengja. Líkur eru á því að til þess að svo verði þá verði það framsóknar- menn með félagsmálaráðherra í broddi fylkingar sem verði beygðir. Greinilegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja loka Íbúðalánasjóði strax á morgun, en flestir framsóknarmenn vilja að Íbúða- lánasjóður starfi áfram. Óljóst er þó með formann flokksins og forsætisráðherra sem vafalítið er undir miklum þrýstingi samstarfsflokksins og frá aðilum innan bankakerfisins að leggja Íbúðalánasjóð niður a.m.k. í núverandi mynd. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/ johanna Tóm leiðindi Uppeldisfræðimenntaðir leikskólakenn- arar banna okkur að slást og kenna okkur kynjafræði. Búið er að byrgja alla brunni, loka öllum fjörum og flytja alla slippi til Póllands. Sportið er skipulagt af ríkisstyrktum hreyfingum og afþrey- ing felst í berrössuðum blökkukonum á popptíví, löngu áður en við áttum okkur á gildi fagurs bossa. Í grunnskóla taka við starfsdagar og lúsakambar. Allir kenn- arar eru með réttindi og leiðindi. Engin leiðbeinandi eða fyrirmynd. Miða skal að samræmdum prófum til að komast í samræmdan menntaskóla sem skilar mönnum í metnaðarfullt og praktískt háskólanám. Ásgeir Helgi Reykjfjörð Gylfason á deiglan.com Nýr forseti Bolivíu Morales er fyrsti frumbygginn sem kjör- inn er í embætti forseta í Suður-Ameríku. Hann ólst upp í sárri fátækt í Andesfjöll- um og aðeins tvö af sex systkinum hans komust á legg. Morales haslaði sér völl í bólivískum stjórnmálum sem leiðtogi kókabænda og átti stóran þátt í stofnun Sósíalistaflokksins þar í landi. Bólivía bæt- ist nú í hóp Brasilíu, Argentínu, Uruguay og Venezúela þar sem vinstrimenn hafa náð kjöri til forseta á síðustu árum. Ein- hverjir myndu einnig telja Chile eiga þar heima þrátt fyrir að litlar breytingar hafi orðið á hagkerfi þess í forsetatíð Ricardo Lagos og lítil von á slíku frá hendi næsta forseta landsins SH á murinn.is Skaðar flokkinn Ég hef einu sinni heyrt Steinunni Valdís halda ræðu. Og gerði hún það svo fram- úrskarandi vel þannig að ég hef verið skotinn í Steinunni svona pólitískt síðan. En Stefán Jón hefur gegnið með borgar- stjórann í maganum lengi, og ekki mikið við því að segja. En að standa í margrar mánaða kosningabaráttu eru allveg út í hött og skaðar einungis flokkinn. Sigurður H. Einarsson á sellan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.