Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 51
MARKAÐURINN
A U R A S Á L I N
21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR12
FISKVÉLAR EHF. „Verkefnastaða okkar er þannig í dag að framleiðslan þyrfti að vera fjórfalt meiri en það sem hún er til að anna eftirspurn,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri.
Fyrirtækið Fiskvélar var stofnað árið 1994
af Elliða Hreinssyni. Í byrjun starfaði Elliði
einn í 30 fermetra húsnæði við viðgerðir
og endurbætur á fiskvinnsluvélum. Eftir
tveggja ára starfsemi voru starfsmenn orðnir
tveir í 150 fermetra húsnæði. En síðan þá
hefur fyrirtækið stækkað hröðum skrefum.
Núverandi húsnæði Fiskvéla er 500 fermetrar
og starfsmenn eru í dag 14 talsins
HRAÐUR VÖXTUR
Árið 1999 urðu ákveðin straumhvörf í
rekstrinum. Viðskiptavinir voru jafnan
með ýmsar séróskir sem ekki var hægt
að sinna með tækjabúnaði sem Fiskvélar
réðu yfir á þessum tíma. Þetta varð til
þess að fyrirtækið fór út í að
smíða fiskvinnsluvélar frá
grunni til að geta mætt
kröfum viðskiptavinanna
sem best. Til að þessar
fyrirætlanir gengju upp
þurfti að fá töluvert fé inn
í reksturinn Erfiðlega gekk að
fá lán, bankar voru óviljugir til að lána til
iðnreksturs. Það var svo fyrir tilviljun að
Jón Helgi Guðmundsson, einn af eigendum
Byko, kom til sögunnar og bauðst til að
fjárfesta í félaginu. Á svipuðum tíma kom
Þorsteinn Vilhelmsson, einn af stofnendum
Samherja, inn í fyrirtækið með fjármagn.
VERKEFNASTAÐA GÓÐ
Síðan þá hafa þessir tveir aðilar komið með
meira fjármagn inn í fyrirtækið sem er enn í
hröðum vexti og stór hluti rekstrartekna hefur
verið notaður til fjárfestinga. „Verkefnastaða
okkar er þannig í dag að framleiðslan þyrfti
að vera fjórfalt meiri en það sem hún er til
að anna eftirspurn,“ segir Elliði Hreinsson,
framkvæmdastjóri Fiskvéla.
Elliði ber hitann og þungann af þróun
vélanna og aðspurður segist hann vera með
fullt af hugmyndum sem eigi eftir að útfæra
og þróa.
Byltingin í fiskvinnsluvélum hefur verið
hröð á síðustu árum. Hver fiskur sem rennur
í gegn um vélarnar er metinn af mörgum
skynjurum og sér tölva svo um að vinna úr
upplýsingunum. Stærð og lögun fisksins er
metinn og hann skorinn með tilliti til hæstu
mögulegrar nýtingar. Fiskuvinnsluvélar
þurfa að vera fljótvirkar, þægilegar að
vinna við og bilanatíðni verður að vera lág.
Sérstaklega skiptir það máli fyrir vinnsluskip
sem þurfa kannski að sigla margar dagleiðir
ef eitthvað bilar og varahluta er þörf. Síðast
en ekki síst verða vélarnar að ná góðri nýtingu
úr hráefninu.
ÁHERSLA Á FORVINNSLU
Fyrirtækið hefur lagt áherslu á forvinnslu
sjárvarafurða fyrir snyrtingu og pökkun.
„Framleiðsla okkar skarast lítið við
framleiðslu Marel þar sem við einbeitum
okkur að forvinnslu en þeir eru meira í
að bjóða lausnir sem fullvinna
afurðir,“ segir Elliði. Þær
vélar sem fyrirtækið
framleiðir eru
hausninga-, flökunar-
og brýningavélar.
A ð a l s a m k e p p n i s a ð i l i
Fiskvéla er þýska
stórfyrirtækið Baader en þar vann einmitt
Elliði í sjö ár áður en hann fór út í eigin
rekstur en ætla má að þar hafi margar
hugmyndir fæðst.
„Hausningarvélar frá okkur eru nú
í 40 prósent frystitogara landans,“ segir
framkvæmdastjórinn. Í samanburði sem
norska fiskistofan gerði á hausurum Fiskvéla
og Baader reyndist hausari Fiskvéla ná
tveggja prósenta betri nýtingu. „Vélarnar
eru fljótar að borga sig upp sem er ein af
meginástæðum fyrir vinsældum þeirra.“
ÚTFLUTNINGUR EYKST
Vægi íslenska markaðarins í veltu félagsins
fer sífellt minnkandi með ári hverju. „Salan
á Íslandi er áttatíu til hundrað milljónir á ári
og hefur verið á þessu bili undanfarin ár,“
segir Elliði. Mikil söluaukning hefur orðið
erlendis og löndin sem kaupa framleiðslu
Fiskvéla fer fjölgandi. Aðspurður segir Elliði
að lítið fari fyrir markaðssetningu, á Íslandi
starfar aðeins einn sölumaður hjá Fiskvélum
og tveir í Noregi auk þess sem tekið er þátt
í sjávarútvegssýningunni hér á Íslandi og
sýningu sem haldin er í Brussel ár hvert.
Sýningin í Brussel er að sögn Elliða líklega
sú alþjóðlegasta af þeim sýningum sem
haldnar eru í heiminum. „Heimur þeirra sem
lifa og hrærast í sjávarútvegnum er í raun
lítill, þar eru miklar tengingar á milli aðila.
Markaðsstarf okkar byggist að stórum hluta
til á gæðum vörunnar, það er fljótt að spyrjast
út ef einhver fiskvinnluvél skilar betri vöru
og nýtingu en aðrar vélar á markaðinum.“
Sterkt gengi
Forsvarsmenn Fiskvéla hafa ekki farið
varhluta af sterku gengi krónunnar frekar en
aðrir útflytjendur. Dollarinn hefur farið hæst
í 110 krónur síðan 2001 og lægst í 60 krónur.
„Rekstrarumhverfið hefur ekki verið gott
undanfarið hjá þeim sem eru í útflutningi,
við verðum einnig varir við að viðskiptavinir
okkar innanlands hafa haldið að sér höndum og
eru lítið að endurnýja tæki sín í þessu árferði.
Viðskiptavinir Fiskvéla senda meirihlutann
af sínum afurðum í útflutning og hafa því
þurft að leita leiða til að lækka kostnað til
dæmis með að fresta endurnýjun vinnsluvéla.
Hátt gengi hittir Fiskvélar þessvegna fyrir á
tveimur vígstöðvum,“ segir Elliði.
Fyrirtækið býr til stóran hluta af þeim
pörtum sem fara í fiskvinnsluvélarnar, einnig
hefur verið notast við aðila innanlands.
Mótorar, iðntölvur og aðrir rafmagnshlutir
koma hins vegar erlendis frá.
BJART FRAMUNDAN
Fiskvélar keyptu nýlega fyrirtækið
Tækniskurð ehf. og fylgdu tveir starfsmenn
með því. Tækniskurður verður rekið áfram
sem sér eining. „Kaupin komu þannig til að
Tækniskurður framleiddi fyrir okkur mikið
af stórum hlutum fyrir vélar fyrirtækisins,“
segir Elliði. Rekstur tækniskurðar snýst fyrst
og fremst í kringum vél sem sker nánast hvaða
efni sem er með mikilli nákvæmni. Vélin sker
efnið með örmjórri vatnsbunu undir miklum
þrýstingi með mikilli nákvæmni. „Það
styttist í að farið verður í að vinna í vöktum á
vatnskurðarvélina til að anna því að framleiða
fyrir Fiskvélar og aðra viðskiptavini og dugir
varla sólarhringurinn til.“
Framtíðarhorfur eru bjartar, velta
fyrirtækisins hefur vaxið hratt á síðustu árum
og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.
Fyrirtæki í hröðum vexti
Elliði Hreinsson stofnandi og einn af eigendum Fiskvéla ehf. settist niður með
Ágústi Agnarssyni og fræddi hann um innviði fyrirtækisins.
Fiskvélar
Stofnað 1994 af Elliða Hreinssyni
Starfsmenn 14
Áætluð velta á árinu 170 milljónir
Framleiðir fiskvinnsluvélar, sérhæfir sig
forvinnslu, þ.e. hausun og flökun
F Y R I R T Æ K I
Aurasálin man þá tíð þegar jólin
voru hátíð ljóss og friðar. Þetta,
eins og svo margt annað í íslensku
samfélagi, hefur breyst síðan við
gengum í EES og bankarnir voru
einkavæddir. Nú eru jólin fyrst
og fremst hátið góss og ófriðar.
Vinir Aurasálarinnar sem flest-
ir vinna í bönkum eða eru fag-
fjárfestar hafa haft orð á því
undanfarið að erfitt sé að velja
jólagjafir fyrir maka sína, börn
og vini. Í fyrra var vinsælt að
gefa sett af Plasma sjónvörpum;
eitt 50 tommu í stofuna, tvö 30
tommu í svefnherbergi hjónanna,
eitt 30 tommu per barnaherbergi,
tvö 21 tommu í eldhúsið, eitt í
sturtuklefann, eitt í loftið fyrir
ofan baðið, eitt við heitapottinn,
eitt fyrir framan klósettið og eitt
fyrir aftan (svo karlmenn geti
horft á meðan þeir pissa).
En nú eru komnir nýir tímar og
kröfurnar aukast. Jólasveinninn
á í stökustu vandræðum með að
gefa börnum hástéttarinnar í
skóinn, vinælt að gefa fartölvur
og annað smálegt. Eitt barnið,
sem hafði hegðað sér einstaklega
vel, fékk skjalatösku með millj-
ón Bandaríkjadölum í skóinn um
helgina - og prísaði Jólasveinninn
sig sælan hversu gengi krónunn-
ar er sterkt um þessar mundir.
En á aðfangadag er mikilvægt
að enginn verði fyrir vonbrigð-
um og ekkert klikki. Einn vinur
Aurasálarinnar í fjármálageiran-
um ætlaði að gefa konunni sinni
pels en hætti við þegar hann
fann engan sem kostaði meira
en tvær milljónir. Hann ákvað
þá að gefa henni tvo pelsa en til
þess að virðast ekki of nískur
ætlar hann að láta afhenda hann
á nýrri snekkju sem verður lagt
fyrir utan sumarhöll þeirra hjóna
á grísku eyjunni sem þau eiga í
sameiningu með tveimur vinum
sínum úr viðskiptalífinu.
Ein vinkona Aurasálarinnar ætlar
að gefa manninum sínum flug-
braut og litla flugvél þannig að
hann geti flogið beint úr sumar-
bústaðnum sínum í Borgarfirði á
fundi í London. Þetta er vel heppn-
uð gjöf að mati Aurasálarinnar
enda er hún bæði praktísk og
falleg. Og það er varla hægt að
setja út á hina nýríku Íslendinga
ef þeir leggja áherslu á að gefa
hverjum öðrum gagnlega hluti
sem hugsanlega koma til með
að spara tíma og þar með auka
verðmætasköpun í samfélaginu.
Það mun svo skila sér í bættum
hag annarra stétta - einkum leik-
skólakennara.
Jólin eru fallegur árstími og þá
er mikilvægt að fólk haldi aftur
af sínum lægstu hvötum, eins
og öfund. Meistarar hins alþjóð-
lega viðskiptalífs þurfa ekki að
skammast sín fyrir að gefa sínum
nánustu gjafir í hlutfalli við eigin
efnahag og kaupgetu. Höfum í
huga orð gamla heimspekingsins
að allir eigi að vinna eftir getu og
uppskera eftir kaupgetu.
Jólagjafir í
uppsveiflu