Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 28
21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Mismunandi kerfi
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur,
sem nú dvelst við
nám í Danmörku,
gerir muninn á
fjárhagsstuðningi við námsmenn
þar í landi og á Íslandi að umtalsefni í
fróðlegum pistli á vefritinu Deiglunni.
Hann bendir á að í Danmörku fái allir
námsmenn 18 ára og eldri svokallaðan
SU-styrk sem er vasapeningur frá ríkinu.
Styrkur þessi nemur um það bil fjörutíu
þúsund krónum íslenskum á mánuði
og er greiddur þangað til viðkomandi
hættir í námi eða nær ákveðnum aldri.
„Umræddur peningur er auðvitað ekki
nóg til að lifa af“, skrifar Pawel, „dugar
oftast rétt svo fyrir leigunni“. Hins vegar
sé hægt að taka námslán með eða,
eins og flestir kjósa að gera, vinna með
námi, enda séu dönsku námslánin
óhagstæðari en þau íslensku, og fólk
vilji skiljanlega vera skuldlaust að námi
loknu ef kostur er.
Lengri námstími
Ekki þarf að fjölyrða um kerfið á
Íslandi. Hér bjóðast námsmönnum
framfærslulán með bærilegum kjörum
en styrkir eru nær óþekktir. Er danska
leiðin betri? Ekki telur Pawel það.
Ókosturinn við danska styrkjakerfið er
að hans mati sá að „margir kjósa
að taka einungis 70% tilskildra
eininga á hverri önn eða gera
reglulega hlé á námi sínu. Með-
altími sem það tekur danska
nemendur að ljúka meistaragráðu
er þannig 6,5 ár, einu og hálfu
ári lengur en það sem „eðlilegt“
getur talist“.
Meira hvetjandi
„Íslenska námslánakerfið er
þannig mun meira hvetjandi
en það danska“, segir Pawel. „Það er
hagkvæmt fyrir fólk að ljúka námi sínu
sem fyrst, því öfugt við það sem gerist í
Danmörku fá námsmenn á Íslandi ekki
gefins pening í hverjum mánuði. Raddir
um að breyta SU-styrknum alfarið í
námslán hafa vissulega heyrst hér í
Danmörku en frá pólitískum sjónarhóli
er afar ólíklegt að þær hugmyndir verði
að veruleika.“ Hann lýkur pistlinum
með þessum orðum: „Vissulega
þurfa námslánin að vera í sífelldri
endurskoðun og vafalaust margt
í íslenska kerfinu sem mætti
betur fara. En ef hugmyndin er
að hvetja fólk til að
taka námið föstum
tökum er íslenska
kerfið alla vega
mun betra en það
danska“.
gm@frettabladid.isNýr valkostur virðist nú vera kominn fram til lausnar á samgöngumálum Vestmannaeyinga, sem fróðlegt verður að fylgjast með, en það er höfn í Bakkafjöru.
Samgöngumál Eyjamanna hafa lengi verið til umræðu og
nokkrar tillögur komið fram til lausnar á þeim. Flugsamgöngur
við Eyjar hafa oft verið stopular, en það er þó kostur sem alls
ekki má afskrifa þótt eitthvað annað reki á fjörur Eyjanna. Flug-
völlurinn á Heimaey hefur margsannað ágæti sitt, enda hefur
hann verið byggður upp og búinn góðum tækjum sem tilheyra á
þessum stað. En veður og vindar eru oft þannig í Eyjum að ekki
gefur til flugs þangað svo dögum skiptir, og þá er það sjóðleiðin
sem gildir.
Með hafnargerð í Þorlákshöfn og ferjulægi eftir gos, varð
bylting í samgöngumálum Eyjamanna, því áður sigldu skip sem
héldu uppi ferðum milli Eyja og lands fyrir Reykjanesskagann,
sem er bæði lengri og erfiðari sjóleið. Nútíminn krefst þess hins
vegar að samgöngur við Eyjar verði stórbættar, þannig að Eyja-
menn og séu álíka settir og aðrir landsmenn hvað varðar sam-
göngumál. Að öðrum kosti mun áfram draga úr búsetu fólks í
Vestmannaeyjum, og það væri miður.
Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum
fjarlægur kostur til að leysa samgöngumál við Vest-
mannaeyjar, en nú hafa málin þróast á þann veg,
að þarna virðist við fyrstu sýn vera komin framtíðar-
lausn.
Þrír kostir hafa aðallega verið til umræðu varðandi bættar samgöng-
ur milli Eyja og lands. Fyrst má nefna hraðskreiðari Herjólf, í öðru lagi
jarðgöng undir sjávarbotni og í þriðja lagi ferjuhöfn við Bakkafjöru.
Það er ljóst að nýr Herjólfur styttir ekki ferðatímann nema lítillega.
Þá virðist sjávarbotninum milli lands og Eyja, ekki vera sem heppileg-
astur fyrir jarðgöng, og það mun kosta mikið að kanna jarðlögin þarna
til hlítar.
Ferjuhöfn við Bakkafjöru er nú talinn raunverulegur valkost-
ur. Hafnargerð við Suðurströndina var lengi vel talin ófram-
kvæmanleg, en Gísli Viggósson verkfræðingur hjá Siglingamál-
stofnun og starfsmenn hans, hafa ítrekað sýnt að næstum ekkert
er ómögulegt í þesum efnum, samanber hafnargerð á Hornafirði,
í Þorlákshöfn og Grindavík, svo dæmi séu nefnd.
Við nánari rannsóknir og tilraunir á sjólagi á eftir að koma í
ljós hvernig best yrði staðið að hafnargerðinni, en fyrstu tilraunir
lofa góðu. Með ferjuhöfn í Bakkafjöru yrði aðeins hálftíma sigl-
ing milli lands og Eyja á ganggóðu skipi, og yrði bylting í sam-
göngumálum við Eyjarnar. Fyrstu áætlanir benda líka til þess að
kostnaður yrði mun minni en við jarðgöng. Þá er á það að líta að
ofan við Bakkafjöru er kominn flugvöllur fyrir Vestmannaeyja-
flug og með tilkomu ferjuhafnar yrði þarna eins konar samgöng-
umiðstöð fyrir Eyjarnar, þar sem flug og ferja ynnu saman.
Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum fjarlægur
kostur til að leysa samgöngumál við Vestmannaeyjar, en nú hafa
málin þróast á þann veg, að þarna virðist við fyrstu sýn vera
komin framtíðarlausn. Það er mikilvægt að nægar fjárveitingar
verði til þessa verkefnis, sem er bæði spennandi og hagkvæmt
að því er séð verður.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Samgöngur milli Vestmannaeyja og lands.
Bakkafjara
vænlegur kostur
Ég sá nýlega pistil í blaði eftir ein-
staklega víðförulan mann þar sem
hann hélt því fram að Svíar, Norð-
menn, Finnar og Danir kynnu betur
að halda jól en annað fólk á þessari
jörð. Ekki veit ég hvort hann sleppti
Íslandi, einu Norðurlanda, úr upp-
talningunni vegna kunnáttuleysis
eða kunnáttusemi um íslenskt jóla-
hald. Hvoru tveggja virðist álíka
sennilegt. Allt sem maðurinn sagði
um jólahald hjá nágrönnum okkar í
Skandinavíu minnti á þá staðreynd
að í þessum heimshluta hafa menn
langa reynslu af því að reyna gera
gott úr vetrinum.
Á þeirri reynslu byggir mikið af
jólahaldi þessara þjóða eins og ég var
þægilega minntur á núna um daginn
þegar ég sótti sænska Lúcíuhátið og
finnska jólavöku í sömu vikunni.
Það var líka greinilegt að dálka-
höfundurinn hafði heillast af þeirri
kyrrð, rósemd og notalegheitum
sem finna má í aðventu og jólahaldi
hjá nágrönnum okkar. Það er ekki
víst að hann hefði fundið það sama
á íslenskri aðventu. Ég veit ekki
hvort hugtakið jólastress er til á
öðrum tungumálum en íslensku en
það er í öllu falli óvíða sem aðstæð-
ur hafa hrópað á slíkt hugtak með
sama hætti og í okkar landi.
Kveikjan að grein mannsins var
annars kenning sem virðist njóta
mikils fylgis víða á Vesturlöndum
þetta árið. Hún er sú að jólin séu
sérlega hallærislegt fyrirbæri og
komin úr tísku hjá öllu sæmilega
vitibornu fólki sem leiðir þau að
mestu hjá sér eða flýr heimaslóðir
á þessum árstíma. Það er raunar
ekki um það að efast að jól eiga það
til að vera einstaklega hallærisleg á
mælikvarða fágaðs smekks í hegð-
un og hugsun. En menn þurfa líka
alveg að misskilja tilgang hátíða,
trúarlegra og veraldlegra, til að
leggja slíka mælikvarða á jólahald.
Það er hins vegar vafalítið rétt
að jólin eru komin úr tísku hjá
mörgum Evrópubúum. Þetta sést
meðal annars á því að milljónir
manna flýja úr borgum og bæjum
álfunnar um jólin eða í aðdraganda
þeirra og halda til staða þar sem
lítil hefð er fyrir jólahaldi. Það
hefur líka orðið auðveldara með
árunum að leiða jólin gersamlega
hjá sér í evrópskum stórborgum því
þar geta menn núorðið lesið dagblöð
og horft á sjónvarp dagana fyrir jól
án þess að vera sérstaklega minntir
á hátíðarnar sem í hönd fara. Það
eina sem minnir á jólin í dagblöð-
unum sem ég les hér á meginland-
inu eru daglegar áhyggjur manna
af því að verslun fyrir jólin verði
víða í álfunni of lítil til að ýta við
eftirspurn í hagkerfinu. Það er lík-
lega óvíða, eða jafnvel hvergi, sem
fjölmiðar og daglegt líf er svo ger-
samlega lagt undir jólaundirbúning
eins og á Íslandi. Sem væri svo sem
ágætt ef allt þetta stúss snerist um
leit að þeirri kyrrð og rósemd og
þeim friði sem finna má í kulda og
myrkri þessa árstíma. Eða þá um
kristna trú sem menn tengja oft við
jólahald þótt trúin virðist ekki hafa
umtalsverð áhrif á það. Í Betlehem
hefur mér stundum verið hugsað
til jóla úr bernsku en í þeim heims-
hluta verða minningar um íslensk
jól þó öllu áleitnari á árlegum
verslunarhátíðum í olíuríkjunum
við Persaflóa en á völlunum neðan
við Betlehem. Ég held að menn
geti verið sammála um að ákveðið
spennuástand ríki á milli jólahalds
á Íslandi og kristinna guðspjalla.
Það er frekar vegna vaxandi
andúðar á taumlausari afbrigðum
af neysluhyggju en vegna þverr-
andi áhrifa kristinnar trúar að
jólahald er minna í tísku í Evrópu
en áður. Neysluhyggjan verður að
teljast nokkuð á skjön við ráð guð-
spjallanna til manna, og raunar ráð
allra trúarbragða heimsins, og því
ættu menn kannski að fagna þess-
um þverrandi áhuga á jólunum í
evrópskum borgum. Hin sjáanlegu
jól í Evrópu eru heldur ekki stórlega
öðru vísi en jól í austur Asíu þar
sem jólin koma trúarlífi nákvæm-
lega ekkert við og jólin eru tengd
við jólasveininn en ekki við krist.
Þar austur frá sagði mér maður af
hindúasið að sá maður sem sneri í
áttina frá sjálfum sér og sínum litla
heimi sneri í áttina til guðs. Afmæl-
isbarn sunnudagsins sagði eitthvað
svipað.
Afmælisbarn sunnudagsins
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
Í DAG
JÓL
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Það er frekar vegna vax-
andi andúðar á taumlausari
afbrigðum af neysluhyggju
en vegna þverrandi áhrifa
kristinnar trúar að jólahald er
minna í tísku í Evrópu en áður.