Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 32
[ ]Á jólunum er skemmtilegra að fjölskyldubíllinn sé hreinn að innan sem utan. Það getur verið leiðinlegt ef fólk þarf að fara eitthvað á bílnum í sparifötunum að bíllinn sé mjög skítugur. Saga-kerfið vaktar bílinn stöðugt, hvort sem hann er í sendiferð eða hefur verið stolið. Hugsaðu þér ef þú gætir fylgst með ferðum heimilis- eða fyrir- tækjabílanna á tölvuskjá. Hugsaðu þér að þú getir séð hvort ungling- urinn á heimilinu keyrði of hratt í gærkvöldi eða hvort sendillinn þinn er að fara sniðugustu leiðina upp í Breiðholt eða ekki. Þetta er akkúrat það sem Saga-kerfið gerir þér kleift að gera. Það er fyrirtækið New Devel- opment á Íslandi sem á heiðurinn að kerfinu. Fyrirtækið var stofn- að í kjölfar hrinu af banaslysum árið 2000 með það fyrir augum að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. Saga er alsjálf- virkt aksturseftirlitskerfi sem samanstendur af ökurita með GPS-staðsetningartæki og GSM/ GPSR-símtæki sem sett er í bíl- inn annars vegar og alsjálfvirkri stjórnstöð hins vegar sem sækir gögn til ökuritanna, annað hvort með vissu millibili eða stöðugt. Notendaviðmótið er svo þannig að yfirmaður bílaflota, hvort sem það er einn heimilisbíll eða 100 sendibílar, fer á netið til að fá upp- lýsingar um staðsetningu, tíma, stopp og síðast en ekki síst akst- urshegðun. Helstu viðskiptavinir fyr- irtækisins í dag eru fyrirtæki með stóran bílaflota en Friðgeir Jónsson framkvæmdastjóri segir kerfið ekki síður gagnast ein- staklingum. „Það er til dæmis frá- bært fyrir foreldra að hafa þann möguleika að hafa þetta kerfi í bíl unglingsins á heimilinu. Tækið kennir fólki að keyra og þeir sem eru með svona tæki í bíl sínum í dag segjast vera farnir að breyta sinni aksturshegðun.“ Friðgeir segir tryggingafélögin hrifin af kerfinu því auk þess að lækka rekstrarkostnað á stórum bílaflotum verulega fækki það slysum. „Í júlí síðastliðnum fórum við til dæmis í verkefni með VÍS. Við settum ökurita í bíla hjá tuttugu ungum ökumönnum sem voru nýkomnir með bílpróf. Þeir kepptu svo í þrjá mánuði um það hver væri besti ökumaðurinn. Við rýndum í gögnin og útkoman var frábær. Við eigum eftir að halda þessu áfram,“ segir Friðgeir og bætir við að fyrirtækið sé þegar farið að hasla sér völl erlendis. „Við erum að fara í umfangsmikið verkefni af svipuðum toga með Norðmönnum. Hluti af viðskiptavinum okkar er í Skandinavíu og við erum með margt í undirbúningi um alla Evrópu.“ Eitt af því sem Saga-kerfið býður upp á er að fylgjast stöðugt með staðsetningu bíla. Sé bíl stolið getur eigandi hans því bent lög- reglu á hvar bíllinn er niðurkom- inn og heimt hann aftur fljótt og örugglega. „Það er hægt að ganga þannig frá ökuritanum að hann er falinn í mælaborðinu. Sá sem stel- ur bílnum getur því ekki aftengt kerfið,“ segir Friðgeir. Fyrirtæki í viðskiptum við New Development á Íslandi eru á fimmta tug. Sum þeirra hafa náð það miklum árangri með notk- un Saga-kerfisins að þau segja minnkað dekkjaslit duga eitt og sér til að borga rekstrarkostnað kerfisins. Kostnaður vegna elds- neytis og tjóna lækki líka mikið en mest af öllu skipti þó bætt akst- urshegðun og færri slys á fólki. einareli@frettabladid.isMynd úr notendaviðmóti Saga-kerfisins. Bætt aksturshegðun og minni rekstrarkostnaður Friðgeir með akstursrita sem er hluti af Saga-kerfinu. Með honum má fylgjast með bílnum og aksturshegðun bílstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landssamband íslenskra vélsleða- manna hafa í sameiningu gefið út bæklinginn Öryggi og ábyrgð, upplýsingarit um akstur vélsleða. Í bæklingnum er farið yfir helstu þætti er varða notkun vélsleða, til dæmis lög og reglur, aðsteðjandi hættur, ástæður vélsleðaslysa, slysavarnir, hlífðar- og öryggis- búnað og almennar ferðareglur svo eitthvað sé nefnt. Vélsleðaeign Íslendinga eykst með ári hverju og slysunum fjölg- ar samhliða því. Til að auka öryggi vélsleðamanna hefur meðal ann- ars verið gert átak á meðal vél- sleðamanna um að nota svokallað- ar brynjur sem verja brjóstkassa og hrygg og geta dregið verulega úr áverkum ef slys eða óhapp verð- ur. Hefur notkun þeirra aukist til muna það sem af er þessu ári. Bæklinginn er hægt að nálg- ast á sölustöðum vélsleða og varahluta, hjá Landssambandi íslenskra vélsleðamanna og björg- unarsveitum um allt land. ■ Öryggi vélsleðamanna Út er kominn bæklingur sem ætlað er að fræða vélsleðamenn um vélsleðaslys og varnir gegn þeim. Staflarar einnig úrval af pallettutjökkum • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is Alla þriðjudaga til laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.