Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 16
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Það gera Tékkar líka. Þess vegna nota þeir 10.000 ára gamalt vatn sem er tekið úr 300 metra djúpri borholu í Budweiser Budvar bjórinn. Þetta hreina og tæra tékkneska vatn gefur bjórnum silkimjúkt yfirbragð. Íslendingar þekkja gott vatn LÉ TT Ö L Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Stór humar Risarækja hörpuskel Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 14.900 kr. NOKIA 6020 SÍMI GÓÐGERÐARMÁL Mikil eftirspurn hefur verið eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir jólin í ár. Að sögn Guðlaugar Jónínu Aðalsteinsdóttur, hjá Mæðra- styrksnefnd, er fjöldi umsókna eftir aðstoð í ár svipaður og í fyrra en hins vegar hefur fjöldi gjafa og styrkja aukist verulega. Starf nefndarinnar er umfangsmeira í ár því hún er í fyrsta skipti í samstarfi við Hjálparstarf kirkj- unnar. Guðlaug segir að margar góðar gjafir hafi borist. „Fjöldi fyrirtækja hefur gefið rausnar- legar gjafir og svo hafa einstakl- ingar hringt í unnvörpum og gefið ýmislegt. Ung hjón komu með tvo fulla kassa af glænýjum bókum, ung stúlka kom með hundrað geisladiska með barnalögum og ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Guðlaug. Hún segir þá sem þiggja aðstoð vera mjög þakkláta og að starfskonur Mæðrastyrksnefnd- ar finni fyrir miklum hlýhug meðal þjóðarinnar. Mæðrastyrksnefnd starf- ar allt árið við úthlutun á mat og fatnaði til bágstaddra fjöl- skyldna. Á hverjum mánuði eru á bilinu 440 til 550 fjölskyldur afgreiddar en í desembermánuði margfaldast sá fjöldi sem óskar eftir aðstoð. - sk MÆÐRASTYRKSNEFND Kristín Njarðvík, hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, hugar að gjöfum sem borist hafa síðustu daga. Mikið að gera hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í desember: Margar góðar gjafir borist HEILBRIGÐISMÁL Samantektir þriggja kannana, sem IMG Gallup vann fyrir Lýðheilsustöð á tíma- bilinu febrúar til október á þessu ári, sýna að dregið hefur úr reyk- ingum frá árinu 1989. Að venju er töluverður munur á reykingum fólks eftir aldri en tíðni reykinga er langminnst hjá aldurshópnum 70 til 89 ára en hæst á meðal fólks á aldrinum 20 til 29 ára. Athygli vekur að reykingar hafa aukist lítillega meðal kvenna undanfarin ár, úr 18,6 prósentum árið 2004 í 19,2 prósent nú. Reyk- ingar hafa hins vegar minnkað hjá körlum en alls sögðust rúm 21 prósent þeirra reykja daglega árið 2004 en nú stendur tala þeirra í 19,3 prósentum. Færri reykja nú á landsbyggð- inni heldur en áður og er hlutfall reykingamanna þar og á höfuð- borgarsvæðinu svipað eða um nítján prósent. Líkt og undanfarin ár virðist vera töluverður munur á tíðni reykinga eftir menntun einstakl- inga. Af þeim hafa háskólapróf reykja 9,5 prósent að staðaldri á meðan að í hópi þeirra sem ekki hafa lokið háskólanámi reykja rúm 22 prósent daglega. Í hópi háskólamenntaðra hefur reyk- ingarmönnum fækkað síðan 1989 um tæp 44 prósent en í hópi ófag- lærðra hefur reykingum fækkað minna eða um 32 prósent. Jakobína H. Árnadóttir, verk- efnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýð- heilsustöð, segist mjög ánægð með að niðurstöðurnar sýni að reyk- ingar fari minnkandi. „Það sem að mér finnst athyglisverðast við niðurstöðurnar er þessi munur á menntunarstigum, hvernig þetta hefur minnkað töluvert meira hjá þeim sem eru háskólamennt- aðir miðað við önnur menntun- arstig, en þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Jakobína. Niðurstöðurnar þakkar Jakob- ína ýmsum þáttum, meðal annars breyttum félagslegum viðmiðum með tilkomu strangari lagasetn- inga er varða reykingar á opinber- um stöðum, banninu við tóbaks- auglýsingum og háu verði á tóbaki sem hún segir að rannsóknir sýni að hafi hvað mest áhrif á reykingar ungs fólks. aegir@frettabladid.is Ungt fólk reykir frekar en það eldra Ný könnun Gallup, fyrir Lýðheilsustöð, sýnir að færri reykja en áður. Nítján prósent fólks á aldrinum 15 til 89 ára reykir daglega, miðað við tæp þrjátíu prósent árið 1990. Háskólamenntaðir hætta frekar að reykja en aðrir. JAKOBÍNA H. ÁRNADÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI TÓBAKSVARNA Er mjög ánægð með að dregið hefur úr reykingum og segir að meðal annars megi þakka því að tóbaksauglýsingar eru bannaðar og hversu hátt verð er á tóbaki. GÓÐGERÐARMÁL Frá og með næst- komandi fimmtudegi verður opið allan sólarhringinn í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Fram til þessa hefur Konukot verið næturathvarf fyrir konur sem ekki eigan í nein hús að venda. Reykja- víkurdeild Rauða kross Íslands rekur Konukot og að sögn Brynhild- ar Barðadóttur, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurdeildinni er þessi breyt- ing á starfseminni reynsluverkefni hjá Reykjavíkurborg sem stendur til 1. júní næstkomandi. Spurð um aðsókn í athvarfið í desembermánuði, segir Brynhildur að starfsmenn í Konukoti hafi enn sem komið er ekki orðið varir við aukna ásókn kvenna í athvarfið. „En við vonum að aðsóknin nú þegar opið verður allan sólarhringinn eigi eftir að aukast því við höfum heyrt af konum sem vilja ekki vera hérna þar sem þær setja það fyrir sig að þurfa að vakna snemma og fara út,“ segir Brynhildur. Margar jólagjafir hafa borist í Konukot og Brynhildur segir að ýmislegt annað verði gert til að skapa réttu jólastemninguna. „Við erum búin að skreyta allt og svo verður eldaður góður jólamatur.“ - sk Aukin starfsemi verður í Konukoti yfir jólin: Opið allan sólarhringinn KONUKOT Heimilislausar konur geta leitað skjóls í Konukoti. Jólagjafir frá hjartagóðum aðilum hafa borist til kotsins sem vænt- anlega munu gleðja gesti þar á aðfanga- dagskvöld. 19,2% 3,5% 3,6% 26,9% 46,7% R EY K JA D A G LE G A R EY K JA S JA LD N A R EN D A G LE G A H Æ TT U F YR IR M IN N A E N Á R I H Æ TT U F YR IR M EI RA E N Á RI H A FA A LD R EI R EY K T HLUTFALL ÞEIRRA SEM REYKJA EÐA HAFA REYKT Heimild: Gallup IMG FJÖLDI ÞEIRRA SEM REYKJA DAG- LEGA Heimild: Gallup IMG 2000 22,4% 2005 19,2% 2002 21,1% 2003 21,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.