Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN Ágúst Agnarsson skrifar Í rannsókn sem gerð var af hags- munasamtökum fjárfesta kemur í ljós að þekking hins almenna fjárfestis á gangverki fjármála- markaða er takmörkuð. Það jákvæða er að níutíu pró- sent fjárfesta lesa ársreikninga fyrirtækja sem þeir eiga hlut í. Flestir eru hins vegar illa að sér í fjármálum segir í rannsókninni sem birt var í LA Times á dög- unum. Einstaklingar í tvö þúsund manna úrtaki voru spurðir hvort þeir lýstu sér sem virkum þátt- takendum á fjármálamarkaði eða ekki. 635 lýstu sér sem virkum þátttakendum, það er að þeir völdu hluta og skuldabréf sín sjálfir. Þessir einstaklingar voru í framhaldi látnir taka próf sem innihélt tólf spurningar um fjár- málamarkaði. Til að standast prófið þurfti að svara 75 prósent spurninganna rétt. Niðurstaðan var sláandi, af 635 þátttakendum féllu 83 prósent. Í prófinu gat aðeins helmingur svarað spurningum eins og hver áhrif vaxtahækkunar eru á hluta- bréf og skuldabréf. Vanþekking á fjármálum var ekki eina vandamálið, flestir gerðu engar ráðstafanir til að verja eignir sínar gegn áföllum. Flestir vissu ekki einu sinni af aðgerðum eins og að „taka stöðu í bréfum“ og öðrum aðgerðum sem beitt er til að verja hluta- bréfaeign. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu litla sem enga þekkingu á undirstöðuatrið- um fjármála. 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR4 Þriðji stærsti bílafram- leiðandi Japans, Honda, hyggst fara í fjöldafram- leiðslu á sólarrafhlöðum til að mæta aukinni eft- irspurn eftir umhverfis- vænni orku. Honda áætl- ar að salan muni nema 40-70 milljón dollurum þegar verksmiðjan hefur náð fullum afköstum. Honda mun notast við nýja tækni sem veldur því að rafhlöðurnar muni vinna helmingi hraðar úr sólarorku en áður hefur þekkst. Hlutabréf í Honda hækkuðu um 1,7 prósent í kjölfar tilkynningarinnar Honda í sólarrafhlöður Hyggst reisa verksmiðju til að framleiða sólarsellur Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur boðið fyrrum viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, Donald Evans, stöðu forstjóra hjá ríkis- rekna olíufyrirtækinu Rosneft. Rosneft er að miklum hluta myndað úr Yukos olíurisanum, en eignir Yukos voru gerðar upp- tækar vegna meintra skattalaga- brota eigenda. Með því að fá til sín stjórnend- ur erlendis frá vonast Pútín til að gagnrýni vegna stefnu ríkis- ins um að þjóðnýta olíuauðinn að hluta muni lægja. Putin leitar að nýjum forstjóra fyrir Rosneft VLADIMIR PUTIN Ú T L Ö N D Ítalski seðlabankastjórinn Antonio Fazio hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um spill- ingu. Ásakanir hendur Fazio fengu byr undir báða vængi um helgina þegar ítalska saksókn- araembættið handtók einn af nánustu vinum S e ð l a b a n k a s t j ó r a n s bankamanninn Gianpiero Fiorani. "Fiorani hefur verið ákærður fyrir að stjórna glæpaneti sjálf- um sér til hagsbóta" segir í yfirlýsingu sak- sóknara. Fazio hefur gegnt embættinu síðan 1993, hafði getið sér góðs orðs fyrir sjálf- stæði frá afskiptum stjórnmálamanna og sterka peningastefnu. Antonio Fazio tókst að viðhalda trúverðugri ímynd seðlabankans þrátt fyrir óstöðugt stjórnmálaá- stand þar sem hver ríkistjórnin féll á fætur annarri. Fyrr í sumar láku í fjölmiðla handrit af símtölum á milli seðla- bankastjórans og Fiorani sem er bankastjóri Banca Populare. Í símtölunum kemur fram þegar Fazio tilkynnir vini sínum að hann hafi gefið grænt ljós á yfirtöku Banca Populare á öðru ítölsku fjármála- fyrirtæki, Antonveneta á kostnað hollenska fyrir- tækisins ABN Amro sem var í samkeppni um kaup á Antonveta. Seðlabankastjóri Ítalíu segir af sér Útvarpsmaðurinn umdeildi Howard Stern og Gary Herwitz voru fundnir sekir um innherjasvik en þettar kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu Bandaríska. Howard Stern og fyrrum yfirmaður Sirus Satellite radio Inc. Gary Herwitz var gefið að sök að hafa átt í viðskiptum með bréf í Sirius Satellite rétt áður en tilkynning barst fjöl- miðlum að Stern hefði ráðið sig hjá fyrrnefndu fyrirtæki. Bæði Stern og Herwitz sömdu við Fjármálaeftirlitið um að afsala sér hagnaði af verkn- aðinum og greiða sektir án þess þó að viðurkenna s e k t sína. Útvarpsruddi ákærður Howard SternStern ákærður fyrir innherjasvik Neysluverðsvísitala á evrusvæði lækkaði um 0,3 prósent í októb- er. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 2,3 prósent en var 2,5 prósent. Seðlabanki Evrópu hækkaði fyrr í þessum mánuði stýrivexti sína til að slá á þenslu. Vaxtahækkunin hefur hinsvegar mætt mikilli gagnrýni því vaxta- hækkun gæti hægt á hagvexti. Sérfræðingar telja að verð- bólga innan evrusvæðisins eigi eftir að lækka enn frekar og verða um 2 prósent á árinu 2005. Verðbólga á evrusvæði minnkar NASDAQ Hinn almenni fjárfestir hefur lítið vit á gangverki fjármálamarkaða. Amerískir fjár- festar úti að aka Könnun leiðir í ljós að þekkingu fjárfesta á lögmálum mark- aðarins er ábótavant, jafnvel þeirra sem telja sig virka. Saksóknari í málinu fór fram á tveggja ára fangelsi þeim til handa, en dómstóllinn dæmdi þá til að greiða ríkinu það sem þeir þáðu ólöglega, auk sekta. Starfmennirnir þáðu greiðslur fyrir að tryggja innkaup vöru og góða staðsetningu í verslunum sænsku áfengisverslunarinnar. Fleiri mál bíða dómsniðurstöðu, en alls hafa 92 einstaklingar verið ákærðir fyrir að þiggja mútur. Alls nema mútugreiðslurnar 1,2 milljónum sænskra króna eða um tíu milljónum íslenskra króna. Sá verslunarstjóri sem hæstu múturnar þáði fékk í sinn hlut rúma eina milljón íslenskra króna. Átján starfsmenn áfengisverslunar sænska ríkisins voru dæmdir í Svíþjóð fyrir að þiggja mútur. Í skýrslu frá samgönguráðuneyti Bandaríkjanna kemur fram að ófaglært starfsfólk sér um sífellt stærri hlut í viðgerðum og viðhaldi flugvéla. Í skýrslunni kemur fram að stærstu flugfélög Bandaríkjanna ráði til sín verktaka sem hafi ekki verið samþykktir hjá flugvélaeftirlitinu bandaríska til vinnu á verkefnum eins og að skipta um flugvéla- hreyfla, skipta um dekk og yfirfara hurðir flugvéla. Ástæðan er slæmt árferði í flugvélarekstri. Skýrslan var unnin í kjölfar flugslyss sem rekja mátti til að viðgerðum og viðhaldi vélarinnar var ábótavant. James Oberstar samgönguráðherra sagði atriði í skýrslunni „kveikja á aðvörunarskilt- um um hvað væri að gerast hjá flugfélögunum þegar fjárhagsumhverfið er eins slæmt og það hefur verið undanfarin ár“. Hjá ónefndu flugfélagi var 71 prósent viðhaldsvinnu unnin af verktökum sem höfðu ekki til þess tilskilinn leyfi. Fyrrverandi yfirmaður bandaríska flugvélaeftirlitsins segir það með ólíkindum að þetta hafi farið fram hjá kolleg- um sínum. Í skýrslunni kemur fram að lélegra viðhald má að miklu leyti rekja til þess að flugfélög eru að minnka rekstrarkostnað og bent er á að athuga þurfi þessi mál án tafar. Haldið ykkur fast BANDARÍSKT FLUGFÉLAG US Airways var eitt af þeim félögum sem rannsakað var í skýrslunni. Ríkissprúttsalar dæmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.