Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 26
21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR26
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
24.900 kr.
MOTOROLA V3 RAZR
SÍMI
STÆRSTU FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKI Í HEIMI
Velta af fjölmiðlastarfsemi Heildarvelta
1 Time Warner 3.200 milljarðar 3.201 milljarðar
2 Viacom 2.150 milljarðar 2.151 milljarðar
3 Disney 1.670 milljarðar 2.189 milljarðar
4 News Corporation (Murdoch) 1.572 milljarðar 1.572 milljarðar
11 Reuters 422 milljarðar 422 milljarðar
15 Bonniers 188 milljarðar 194 milljarðar
16 SanomatWSOY 185 milljarðar 222 milljarðar
18 Egmont 103 milljarðar 103 milljarðar
19 Schibsted 98 milljarðar 98 milljarðar
21 Orkla 84 milljarðar 518 milljarðar
22 Stenbecksfaren 81 milljarður 564 milljarðar
25 Aller 43 milljarðar 43 milljarðar
* Stærðarröðin byggist á veltu af fjölmiðlastarfsemi árið 2003. Eins og sést á grafinu eiga Orkla og Stenbeck það
sameiginlegt að vera með starfsemi á fleiri sviðum en í fjölmiðlarekstrinum.
MARKAÐSHLUTDEILD NORRÆNU FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKJANNA
Bonniers 56% 27% 17% 44%
SanomaWSOY 46% - - 54%
Schibsted 50% 41% 9% 50%
Egmont 27% 49% 24% 73%
Stenbecksfaren 36% 34% 30% 64%
Orkla Media 39% 51% 10% 61%
Heimamarkaður Hin norðurlöndin Önnur lönd Útlönd samtals
%
Stenbecksfären
Stenbecksfären
Stenbecksfären
Stenbecksfären
Stenbecksfären
Stenbecksfären
Mikil samþjöppun hefur átt sér
stað á fjölmiðlamarkaði á Norð-
urlöndum á síðustu árum og
einkennist það af tvenns konar
útbreiðslu. Fjölmiðlafyrirtæk-
in Bonniers, Schibsted og Orkla
Media líta svo á að Norðurlöndin
séu einn heimamarkaður og hafa
nokkrar stórar keðjur keypt upp
flestalla fjölmiðla, sérstaklega
dagblöðin, þvers og kruss yfir
landamæri. Sérstaklega hefur hið
sænska Bonniers breitt úr sér og
á nú flesta þekktustu fjölmiðlana
í Svíþjóð. Hin fjölmiðlafyrirtæk-
in, sérstaklega Sanoma, hafa lagt
áherslu á að breiða úr sér til landa
Austur-Evrópu.
Það eru því fáar stórar keðj-
ur sem ráða stærstum hluta
fjölmiðlamarkaðarins á Norður-
löndum og þar mæta sívaxandi
samkeppni frá alþjóðlegum fyr-
irtækjum. Stærstu fjölmiðla-
fyrirtæki í heiminum eru þekkt
fjölmiðla- og afþreyingafyrirtæki
á borð við Time Warner, Viacom
og Disney. Stærstu keðjurnar á
Norðurlöndum eru Bonniers í
Svíþjóð, SanomaWSOY í Finn-
landi, Schibsted og Orkla Media
í Noregi og Stenbäcksfären í Sví-
þjóð og það í þessari stærðarröð.
Bonnier og Sanomat eru í 15. og
16. sæti á heimslistanum, þétt á
eftir þeim koma Schibsted, Orkla
og Stenbecksfären. Fjölmiðlafyr-
irtækið Egmont er einnig ofarlega
á listanum en það einbeitir sér að
afþreyingarefni og þá sérstak-
lega fyrir börn. Allers er hluti af
Schibsted-samsteypunni og gefur
út tímarit á borð við Séð og heyrt
í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Það er í 25. sæti.
Orkla Media
Dagsbrún skoðar hugsanleg kaup
á norska fjölmiðladeildinni Orkla
Media sem er innan Orkla-sam-
steypunnar og slæst þar með
hugsanlega í hóp þeirra norrænu
fjölmiðlafyrirtækja sem hafa
verið að færa út kvíarnar frá því í
byrjun tíunda áratugarins. Á þess-
um tíma hafa fjölmiðlafyrirtækin
átt við mikinn rekstrarvanda að
stríða. Þau hafa fækkað starfs-
mönnum á ritstjórnum sínum
því að auglýsingatekjurnar hafa
dregist verulega saman. Internet-
ið hefur tekið talsverðan hluta af
auglýsingakökunni, til dæmis í
bílaviðskiptum, bátaviðskiptum, í
viðskiptum tengdum húsnæði og
heimili. Samtímis hafa þau nýtt
sér tækifæri til vaxtar og breitt úr
sér um Norðurlöndin og til landa
Austur-Evrópu.
Kaupi Dagsbrún norska fjöl-
miðlafyrirtækið Orkla Media
tengjast 365 ljósvaka- og prent-
miðlar samsteypunni sem á áhrifa-
ríka miðla á borð við Berlingske
og síðdegisblaðið BT í Danmörku.
Orkla Media á að minnsta kosti
meirihluta í 31 dagblaði í Noregi
og stóran hlut í einu sænsku blaði,
Norrländska Socialdemokraten.
Orkla Media gefur út dagblöð,
vikublöð og er með rafræna starf-
semi og sjónvarpsstöðvar. Félagið
hefur starfsemi í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Póllandi, Finn-
landi, Litháen og Úkraínu. Orkla
Media er í dag hluti af stærri sam-
steypu sem tengist meðal annars
matvöruverslun.
Bonniers
Bonniers-fjölmiðlafyrirtækið á
rætur sínar að rekja til upphafs
nítjándu aldar þegar Gerard
Bonnier opnaði bókaverslun í
Kaupmannahöfn en Bonnier varð
ekki eitt af stærstu forlögum í
Svíþjóð fyrr en um 1860. Bonni-
er-samsteypan endurskipulagði
starfsemi sína á níunda áratugn-
um og var þá skipt upp í svið.
Bonniers hefur starfsemi á öllum
sviðum fjölmiðlunar, bæði í bóka-
útgáfu, blaðaútgáfu og bíó og ljós-
vakamiðlum en hefur selt tíma-
ritaútgáfuna til Allers og Egmont.
Bonnier á virta fjölmiðla á borð
við Dagens Nyheter, Expressen,
Dagens Industri og TV4 í Svíþjóð
svo að dæmi séu nefnd. Bonnier
er leiðandi fyrirtæki á fjölmiðla-
markaði í Norður-Evrópu.
Sanoma
SanomaWSOY er finnskt fjöl-
miðlafyrirtæki að uppruna, sem
gefur út Helsingin Sanomat, virt-
asta dagblað Finnlands, og Ilta
Sanomat. Sanoma hefur breitt úr
starfsemi sína og er nú fimmta
stærsta útgáfufyrirtæki Evrópu
með viðamikla starfsemi í Rúss-
landi og Úkraínu. Sanomat er
einnig með starfsemi í tíu lönd-
um Evrópu og þá einkum austur-
hluta Evrópu fyrir utan Finnland
og Benelúx-löndin. Hlutfallslega
litla veltu fyrirtækisins má skýra
með því hversu mikill hluti sam-
steypunnar er í fátækum ríkjum á
borð við Rússland og Úkraínu sem
samt hafa mikla vaxtarmöguleika.
Sanoma er fyrst og fremst í dag-
blaðaútgáfu en líka í útgáfu tíma-
rita, sjónvarpsstöðvum og ýmsum
sviðum afþreyingar.
Stenbäck
Stenbacksfaren hefur átt gott
pláss í fjölmiðlaheiminum á
Norðurlöndum. Um tíma átti hún
undir högg að sækja en það hefur
breyst. Stenbäcksfären skapað sér
sérstöðu í Metro-blaðaútgáfunni
en Metro-blað er nú gefið út í 18
löndum og hefur yfir 15 milljón-
ir lesenda. Metro er í eigu Metro
International SA sem er skráð í
sænsku kauphöllinni.
Schibsted
Schibsted á Svenska Dagbladet og
Aftonbladet, norska Aftenposten
og Verdens Gang, TV2 í Noregi.
Schibsted hefur í dag starfsemi í
dagblöðum, sjónvarpi, kvikmynd-
um, bókaútgáfu, fjölmiðlun og far-
síma. Schibsted er á öllum sviðum
fjölmiðlunar.
Egmont og Allers eru þessara
fyrirtækja minnst í dagblaðaút-
gáfu og meira í útgáfu tímarita,
bóka og jafnvel ljósvakarekstri.
Egmont er sérstaklega sterkt í
barnaefni.
Gunnar Smári Egilsson, for-
stjóri 365, segir að félagið hafi
lengi haft áhuga á að reyna fyrir
sér erlendis og fylgst með hrær-
ingum á fjölmiðlamarkaði í Norð-
ur-Evrópu, Orkla Media-einingin
sé til sölu og 365 vilji skoða það
því að „við teljum okkur reka fjöl-
miðlafyrirtæki hér með góðum
árangri og teljum að það væri
gaman að prófa rekstur í stærra
umhverfi,“ segir hann.
Norrænu fjölmiðlafyrirtækin
hafa mörg verið að færa út kví-
arnar í löndum Austur-Evrópu en
Gunnar Smári segir að 365 hafi
lítinn áhuga á slíku. Fjölmiðla-
markaðurinn er að stærstu leyti
drifinn áfram af auglýsingum og
styrkur fjölmiðlamarkaðarins
segir hann að tengist kaupmætti
í viðkomandi löndum beint þó svo
að fjölmiðlarnir sem samfélags-
fyrirbrigði geti verið öflugir á
fátækari svæðum.
„Við höfum fyrst og fremst
áhuga á þróaðri mörkuðum vest-
ur-Evrópu og norðurlöndum.
Þessi lönd eru líkari okkar samfé-
lögum og því líklegra að við náum
árangri með því að fara þar inn en
að fara inn á markaði þar sem er
meiri óvissa,“ segir hann og telur
mikla vaxtarmöguleika í norður-
Evrópu.
„Eðli lífsins er að það er
síbreytilegt. Ef það væri ekki
síbreytilegt þá væri það dautt, þá
myndi lífið tilheyra steinaríkinu.
Í lífinu er engin kyrrstaða og þá
síður í þróaðri hagkerfunum, það
er meiri síkvika þar en í vanþró-
aðri löndum þó að það verði meiri
hlutfallslegur vöxtur í minni lönd-
um með veikara hagkerfi,“ segir
hann.
Orkla Media er fimmta stærsta
fjölmiðlafyrirtækið í norðri
Gríðarleg samþjöppun hefur
átt sér stað á fjölmiðlamark-
aði á Norðurlöndum á síðustu
árum. Nokkrar stórar keðjur
ráða stærstum hluta markað-
arins. Langstærst er sænska
Bonnier og þétt á eftir kemur
finnska Sanoma. Hið norska
fjölmiðlafyrirtæki Orkla
Media er fimmta stærsta
fjölmiðlafyrirtækið á Norð-
urlöndum. Stóru norrænu
fjölmiðlafyrirtækin eiga í
harðri samkeppni sín á milli
og við ýmsa alþjóðlega risa.
FRÉTTASKÝRING
GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD.
ghs@frettabladid.is