Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 77
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! „Þetta er jörðin sem fæðir okkur og klæðir, því er þetta eitthvað sem skiptir okkur öll máli,“ segir Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari um tilefni dagskrár sem haldin verður í Hallgrímskirkju miðvikudagskvöld kl. 20. Dag- skráin ber titillinn „Ljós í myrkri“ og undirskriftin er „Tónlist og hugvekjur til stuðnings íslenskri náttúru“. Kynnir er Arnar Jóns- son en stærsta númerið er án nokkurs vafa Kristinn, sem er nýkominn heim frá New York þar sem hann var í Rómeó og Júlíu á sviði Metropolitan-óperunn- ar. Eftir jól mun hann svo halda til Feneyja, þar sem hann mun syngja í Valkyrjum Wagners. „Ég er náttúruverndarsinni í breiðum skilningi. Náttúran er viðkvæmur hlutur og allar okkar athafnir hafa áhrif á hana. Ýmsar breytingar, svo sem hlýn- andi veðurfar, eru að miklu leyti af manna völdum, Við höfum fyrst áhyggjur af lífríkinu, sem við erum þó alltaf hluti af, þegar breytingarnar fara að hafa áhrif á okkur sjálf.“ Kristinn er upp- runalega líffræðingur að mennt og kenndi líffræði um hríð áður en hann lagði sönginn fyrir sig. „Líffræðin hefur alltaf átt þátt í mér og ég reyni að fylgjast með í umhverfismálum. Okkur ber að skila landinu til afkomenda okkar eins vel og hægt er, og ég efast um að stóriðja sé besta leiðin til þess. Það eru fleiri verðmæti en þau sem mæld eru í krónum, þó líklega verði á endanum einnig hægt að mæla skaðann í krónum. Skammtíma peningahagsmunir standa gegn þeim sem vilja leyfa náttúrunni að njóta vafans. Ég verð að segja að álit mitt á stjórn- málamönnum fer minnkandi með aldrinum.“ Þó að Kristinn sé líffræðingur að mennt reynir hann einnig að læra af sögunni. „Hér voru stofn- uð minkabú og sagt að minkarnir myndu aldrei sleppa. Nú erum við með mink alls staðar, og það er ekki hægt að eyða þeim nema kannski með sýklahernaði eða kjarnorkusprengjum. Vatns- borð Þingvallavatns lækkaði þegar farið var að virkja Sogið, og einn sjaldgæfur urriðastofn var um skeið næstum horfinn og var bjargað á síðustu stundu með ræktunaraðgerðum. Ef hug- myndir væru uppi um að virkja Gullfoss í dag væri aldrei að vita hvort ekki væri farið út í það. Við lifum á órómantískum tímum.“ Á tónleikunum mun Kristinn flytja Draumalandið eftir Sig- fús Einarsson og aríuna „In die- sen heiligen Hallen“ úr Töfraf- lautu Mozarts. „Draumalandið er tenging við íslenska náttúru, og fallegur texti. Töfraflautan fjallar um hin helgu vé og list- ina að umgangast annað fólk, að fólk sýni skoðunum hvor annars virðingu. Ef við gerum það ekki getum við ekki talað saman og ekki komist að niðurstöðu í neinu máli.“ valurg@frettabladid.is „Við lifum á órómantískum tímum“ KRISTINN SIGMUNDSSON SÖNGVARI Hin árlega Sólstöðuhátíð þunga- rokkara verður haldin á vetrar- sólstöðum í kvöld í sjötta sinn. Fram koma Forgarður helvítis, Sólstafir, Potentiam, Momentum, Gjöll, Elegy og Atrum. Forgarður helvítis hefur hafið upptökur á nýrri plötu en síðasta plata þeirra „Gerningaveður“ kemur út hjá lítilli grískri útgáfu snemma á á næsta ári. Sólstafir eru nýbúnir að gefa út plötuna „Masterpice of Bitterness“ hjá Spikefarm-útgáfunni í Finnlandi. „Við byrjuðum að halda þetta þegar kristnihátíðin var hald- in. Við vorum pirraðir út í hana og allt bruðlið sem fylgdi henni þannig að við ákváðum að vera prakkarar og halda andkristni- hátíð,“ segir Siggi Pönk, tónleika- haldari og meðlimur Forgarðs helvítis. „Fólk hefur tengt þetta við djöfladýrkun en þetta er pól- itísk hátíð. Tónlistin er samt af grófustu gerð. Þarna er rjóminn af grófustu þungarokkssveitum Íslands.“ Að sögn Sigga munu heið- ingjar, anarkistar og umhverfis- verndarsinnar jafnframt kynna málefni sín á hátíðinni. Hátíðin í kvöld hefst klukkan 19.00 í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni og ætti að vera lokið upp úr klukkan 23.00. Aðgangseyrir er 500 krónur en aldurstakmark ekkert. Sólstöðuhátíð í sjötta sinn SIGGI OG MAGNÚS Siggi pönk, til hægri, og Magnús Halldór Pálsson úr Forgarði helvítis. Sjötta Sólstöðuhátíð þungarokkara verður haldin í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kl. 21.00 Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu jólatónleika um þessar mundir og flytur í kvöld tónlist eftir Mozart við kertaljós í Kópavogskirkju. Margrét Bóasdóttir stjórnar nýstofnuðum sönghóp, skip- uðum 27 háskólastúlkum, sem koma í fyrsta sinn fram í hádeginu í dag í anddyri Háskóla Íslands. Flutt verður jólaverkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten, sem er fyrir kvennakór og hörpu, en um hörpuleikinn sér Elísabet Waage. „Þær hafa allar mjög mikla kórreynslu og hafa langflestar sungið þetta verk áður,“ segir Margrét, sem þekkir stúlkurnar vel frá því að þær voru ýmist í unglingakór Hallgrímskirkju eða unglingakór Selfosskirkju. „Þessir tveir kórar fluttu þetta sama verk saman fyrir sex árum. Núna eru þær eiginlega allar komnar í Háskólann og þegar það kom í ljós varð þessi hugmynd til. Draumurinn er að halda áfram og syngja undir merkjum Háskólans. Með þessum tónleikum erum við eiginlega bara að kynna okkur og syngja fyrir nýja rektorinn, sem er kona.“ Sungið verður í anddyri Háskóla Íslands á síðasta prófdegi háskólastúdenta þannig að þessi fagra jólatónlist ætti að geta orðið kærkominn glaðningur fyrir jafnt stúdenta sem starfsfólk Háskólans. „Við ætlum að syngja þetta jólaverk Brittens og svo ætlum við í lokin að biðja alla um að syngja með okkur nokkur jólalög. Háskólinn býður upp á piparkökur og kakó svo að þeir sem eru á ferðinni geta notið þessarar stundar með okkur.“ Kynna nýjan stúlknakór Á fyrstu hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, stendur nú yfir sýning á verkum Bjargar Þor- steinsdóttur myndlistarmanns. Sýningin er sú sjötta í röð sýn- inga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki Borgar- bókasafnsins. Björg hefur á myndlistar- ferli sínum fengist við grafík, málverk, teikningu, vatnsliti og collageverk. Hún sækir sér endurnýjun og tilbreytingu með því að breyta um tækni. Undanfarið hefur hún ein- beitt sér að vatnslitum þar sem yrkisefnið er oft leikur vatns og ljóss, greina má endurteknar hreyfingar og sjónrænar heildir þar sem gagnsæir litir og birta eru í öndvegi. Myndirnar eru málaðar beint á pappírinn án nokkurra frumdraga. Artótek-listhlaða í Borgar- bókasafni tók til starfa í ágúst 2004. Þar er íslensk samtímalist til leigu eða sölu til einstaklinga eða fyrirtækja. Sýningar á verkum myndlist- armanna sem eiga listaverk í Artóteki eru haldnar reglulega á Reykjavíkurtorgi, Grófarhúsi að Tryggvagötu 15. Áður hafa lista- mennirnir Sigríður Ólafsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Bene- dikt Lafleur, Ingimar Waage og Bryndís Brynjarsdóttir sýnt þar verk sín. Björg í Grófarhúsi BYLGJUR Eitt verka Bjargar Þorsteinsdóttur í Grófarhúsinu. > Ekki missa af ... ... síðustu tónleikum Mikes Pollock á þessu ári, sem haldnir verða á Café Rosenberg í kvöld. ... tónleikum Sólrúnar Bragadóttur sópransöngkonu og Kára Þormar organista í Fríkirkjunni á morgun þar sem þau flytja klukkustundar langa Maríudagskrá. ... tenórunum þremur, þeim Gunnari Guðbjörns- syni, Jóhanni Friðgeiri Valdimars- syni og Snorra Wium, sem ætla að skemmta vegfarendum í miðbænum á Þorláksmessu með söng á svölum Kaffi Sólons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.