Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 30
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Trúarlíf landsmanna stendur um þessar mundir í miklum blóma enda stærsta trúarhátíð ársins að ná hápunkti. Eins og dulspeking- ar hafa löngum vitað er ekki hægt að nefna hinn raunverulega guð á nafn, þá þegar hefur maður gert honum rangt til - og reyni maður að benda með orði á þann guðdóm sem nú er blótaður langt fram eftir nóttu í heilan mánuð er ekki nóg með að það hljómi eilítið hall- ærislega heldur fara orðin á mis við hann. Hvort sem maður nefnir hann peninga, auðmagn, hagkerfi, gengi krónunnar eða, upp á gamla mátann: mammón, fer það á mis við bæði hann og lesandann. Þess vegna reynist þarft að hnita hringi í kringum guðdóminn með lítils- háttar guðfræði. Álpönnuverksmiðjan Alpan er að flytja starfsemi sína frá Reyðar- firði til Rúmeníu. Í frétt af málinu hermir að starfsemi álpönnuverk- smiðjunnar muni leggjast niður á Reyðarfirði í mars, en hefjast aftur í Rúmeníu í maí. Fyrir ókunnugan - vantrúaðan - gæti þetta hljóm- að ólíkindalega: að álpönnuverk- smiðja hverfi í Reyðarfirði einn mánuðinn en birtist síðan aftur í Rúmeníu þann þar næsta. Er þetta sama álpönnuverksmiðjan, gæti heiðinginn spurt, rétt eins og sá sem stendur forviða frammi fyrir skóflu sem hefur ítrekað fengið nýtt skaft og nýtt blað. Vandinn og furðan leysast með trúnni eins og hún birtist í athöfnum: nýtist skóflan, er eigandanum slétt sama hvort hún er söm eða ekki eftir að skipt er um skaft og blað - skófla er skófla. Á sama hátt leysist hinn verufræðilegi og landfræðilegi vandi álpönnufyrirtækisins auð- veldlega upp fyrir þeim sem skírst hefur og skilur peninga: álpönnu- verksmiðja er álpönnuverksmiðja, fyrirtæki er fyrirtæki, velta er velta. Reyðarfjörður er Rúmenía. Þannig er líka epli appelsína og flatskjár kjóll. Hagkerfið er hið stóra samasem-merki okkar tíma, skáldskapurinn sem laðar fram samhengi í því sem virðast við fyrstu sýn óskyld fyrirbæri. Pólsk- ur verkamaður er, þegar betur er að gáð, hálfur íslenskur verkamaður. Fiskverksmiðja í Kína er gullnáma. En hagkerfið er trúarsamfélag. Trú á gjaldmiðil - ásamt öðrum hugtökum um óáþreifanleg fyrir- bæri eins og fyrirtæki, hlutabréf, úrvalsvísitölu o.s.frv. - bindur saman samfélag á sama hátt í dag og kristin trú gerði um margra alda skeið: hún kemur reglu á hegðan fólks og samskipti frá degi til dags og gefur um leið lífinu samhengi, inntak og merkingu. Einn af helstu kostum hennar umfram kristna trú er vitaskuld að trúrækni sam- tímans má auðveldlega mæla, og verðlauna hana dag frá degi í líf- inu, en ekki á óvissum efsta degi eftir dauðann. Íslendingar hafa tekið hinn nýja sið jafn auðveldlega og þeir tóku kristni hér áður fyrr, og raunar á sama hátt, enda leika tískuvind- ar létt og strítt um eylönd. Eins og allsherjargoðinn úrskurðaði forðum að þó landið gerðist krist- ið mætti blóta gömlu goðin á laun, má fólk stunda kristindóm í dag, búddisma, ásatrú eða hvað annað sem það vill, svo fremi sem sú trú hefur ekki ýkja mikil áhrif á dag- legt líf eða sjáanleg áhrif á samfé- lagsgerðina. Því er það vandræða- laust að enn eimi eftir af Kristi og kærleika í jólahaldi - hreyturnar af hinni gömlu trú bergmála inni á heimilum en á götum úti sinnir fólk ríkistrúnni. Löngu liðinn kristinn heimspek- ingur sagði vantrúuðum að krjúpa og biðja, þá myndi trúin koma af sjálfri sér. Að sama skapi máttu halda hvað sem þú vilt, svo fremi sem kortið þitt rennur í gegnum posann. Peningar eru nefnilega umburðarlyndir og miskunnsamir. Þeir dæma ekki. Í augum þeirra er enginn glataður og allir hólpnir. Aðeins mishólpnir. Þessi pistill átti að vera um starfsmannaleigur - hugtak og fyr- irbæri sem fellur eins og flís við rass hins nýja siðs, löngu eftir að þrælahald komst úr tísku. En það er einhvern veginn svo fátt um það, út af fyrir sig, að segja. Nema, eins og Mörður Árnason hefur réttilega bent á í vefpistli, að orðið ætti að beygjast „starfsmannaleigna“ í eignarfalli fleirtölu, ekki „starfs- mannaleiga“. Maður þarf að fara hugarflugi ein tíu, tuttugu ár til baka til að þykja nokkuð annað athugavert við orðið starfsmanna- leiga. Og hver man svo langt? Auð- vitað eru til starfsmannaleigur. Enda eru allir leigðir starfsmenn, þannig séð. Og allir eru jólasteik. Aðeins misleigð jólasteik. Gleðileg jól. (P.S. Við skulum hafa vak- andi auga með því að orðið kirkja verði beygt rétt í framtíðinni: ekki kirkjuleiga, heldur kirknaleiga.) Er ISBN númer á Biblíunni? UMRÆÐAN TRÚARLÍF LANDSMANNA HAUKUR MÁR HELGASON HEIMSPEK- INGUR En hagkerfið er trúarsamfélag. Trú á gjaldmiðil - ásamt öðr- um hugtökum um óáþreifanleg fyrirbæri eins og fyrirtæki, hlutabréf, úrvalsvísitölu o.s.frv. - bindur saman samfélag á sama hátt í dag og kristin trú gerði um margra alda skeið... BRÉF TIL BLAÐSINS Pétur hringdi: Ég er einn af þeim sem sá til þess að Stóra orðabókin um íslenska málnotkun komst í fyrsta sæti á metsölulista Penn- ans á dögunum - með öðrum orðum, ég er einn þeirra sem keypt hafa eintak. Ég get ekki orða bundist og má til með að hrósa Jóni Hilmari Jónssyni og sam- starfsfólki hans fyrir þetta þrekvirki, sem Stóra orðabókin sannarlega er. Hér er komið verk sem fer langt fram úr öllum sambærilegum ritum sem ég hef barið augum hingað til og ætti að vera til á hverju heimili. Sveinn Halldór skrifar: Það eru að koma jól og eðli málsins samkvæmt flykkist fólk í Kringluna til að versla inn, enda vill enginn fara í jólakött- inn. Í Kringlunni er margt góðra verslana en það er hins vegar þvílík handvömm hversu fá bílastæði eru við hana. Ég er á áttræðisaldri og styðst við staf. Mér þykir nógu erfitt að þurfa að ganga frá Borgarleikhúsinu og inn í Kringlu en steininn tekur úr þegar mér er gert að þramma frá Húsi verslunarinnar! Vona ég að forráðamenn Kringlunnar geri bragar- bót á þessu máli fyrir næstu jól. Helga skrifar: Er ungt fólk upp til hópa ómálga? „Ungu fólki“ hlakkar til jóla, það spáir í „því“ og „talvan“ á hug þeirra allan. Ekki svo að skilja að ég sé ein þeirra sem aðhyllist dauðhreinsun tungunnar; tökuorð geta til dæmis verið af hinu góða; en beygjum tunguna að minnsta kosti rétt. Íslenskan færði okkur sjálfstæði á sínum tíma og honum Kiljan nóbelsverðlaun, að því er kemur fram í nýlegum greinum. Gerum jafn vel við hana og hún hefur gert við okkur. Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Skata, Skata, Skata, Skata Verð frá:399.- Ekta góður saltfiskur Hnoðmör hamsatólg kartöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.