Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 84
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2005 47
Spænska vínframleiðslufyrirtækið
Freixenet er einkum þekkt fyrir
freyðivínsframleiðslu enda stærsti
framleiðandi freyðivína í heimin-
um. Fyrirtækið hefur nýverið fjár-
fest í annarri léttvínsframleiðslu og
byggt upp tólf athyglisverð vínhús
bæði á Spáni og í nýja heiminum.
Freixenet er eitt af tíu þekktustu
vörumerkjum Spánar samkvæmt
alþjóðlegum könnunum og þekkt
fyrir gæði og stöðugleika.
Ash Tree er ensk þýðing orðsins
„La Freixenada“ sem þýðir „stað-
urinn þar sem öskutréð vex“. Hug-
mynd víngerðarmanna Freixenet
var að búa til auðdrekkandi og
ávaxtaríkt vín. Þrúgurnar eru
ræktaðar í Kastilíu-héraði í miðju
Spánar. Blandað er saman hefð-
bundnum spænskum þrúgum, í
þessu tilfelli monastrell sem gefur
víninu mýkt og angan og svo shir-
az, þrúgu með öllu alþjóðlegra
yfirbragð. Þetta er öflugt vín sem
ræður vel við hefðbundinn íslensk-
an jólamat sem oft er saltur. Það
er jafnframt mjúkt og ávaxta-
ríkt með kröftugum einkennum
shiraz-þrúgunnar. Prófið það með
hamborgarhryggnum!
Kynningarverð á hátíðardögum í
Vínbúðum 1.090 krónur.
Freyðandi rósavín
Freixenet Rosado Brut er úr
blöndu af þrúgunum garnacha
og monastrell sem er bland-
að saman að jöfnu. Áferðin er
ljósrauð og bragðið hreint og
frísklegt. Þetta cava er ein-
stakt sem fordrykkur. Rosado
Brut er geymt í sex mánuði í
tönkum og 30 mánuði í flösk-
unni. Einstaklega gott með
mat, ræður við fjölbreyttari
mat en flest freyðivín.
Kynningarverð á hátíðar-
dögum í Vínbúðum 890
krónur.
Nýir hlutir í
Arzberg postulín
Tekatlar, mjólkurkönnur og bollar í mörgum
litum frá Arzberg í Þýskalandi. Þetta er rómað
gæðapostulín. Verð á katli kr. 8.500,-
Ottolina kaffið hefur
lengi verið þekkt íbúum
Milanóborgar, Bjóðum úrval
kaffibauna; s.s. Oro, Puro
Arabica og Fortissima.
Einnig malað kaffi frá
Ottolina. Einnig bjóðum við
kaffi frá M.o.c.a. í Róm.
Fáanlegt hjá oss. Tilvalið til
gjafa, fæst einnig í áskrift til
fyrirtækja og einstaklinga.
Fæst einnig í Bernhöfts
bakaríi, Ostabúðinni og
Búsáhöldum í Kringlu.
Hvítt postulín frá Arzberg er einnig til;
Pastadiskar, mjólkurkönnur, olíuflöskur,edik-
Flöskur og bakkar. Verð frá kr. 690,-
Ítalski kaffibarþjónninn frá Quickmill
Rómuð kaffivél fyrir þá sem nenna ekki að laga
latte eða espresso sjálfir; öll úr stáli og látúni.
Hægt að beintengja við vatn. 13 kaffistillingar,
bollahitari og öflug kvörn. Eina sjálfvirka vélin á
markaðinum sem lagar alvöru espresso undir
réttum þrýstingi. Varist eftirlíkingar.
Verð frá kr. 109.900,-
Útvarpsristin loksins fundin upp!
Þau tíðindi hafa borist á langbylgju frá
Ítalíu að búið sé að finna upp brauðristina með
útvarpi innbyggðu � nú eða öfugt. Heyrast þau
tíðindi um allt land á Kaffiboð FM. Að öllu
gamni slepptu þá er hér traust brauðrist úr
málmum með vönduðu útvarpi. Kr.7.900.
Útvarpsbrauðristin fæst einnig í Búsáhöldum í
Kringlunni og í Art form. Við eigum líka
sturtuútvörp og klukkuútvörp
Retro er nú loksins fáanleg á Íslandi
Góð ítölsk vél úr stáli og messing, fáanleg í
mörgum litum og krómi. Retro lagar eðalkaffi
og er auðveld í notkun, en um leið er hún fallegt
heimilistæki. Verð kr. 26.900,- Fæst líka í
Búsáhöldum í Kringlunni. 5000 kr afsláttur til
Visa korthafa til 17.desember.
KAFFIBOÐI
Gæðagripur fyrir vandláta frá Isomac
MILLENNIUM cappuccinovélin frá Isomac er
22kg gripur fyrir fólk sem vill njóta kaffidrykkju
til hins ítrasta. Hún hefur allt það sem ein vél
þarf. Vönduð og nákvæm pumpa, E-61 kjálki,
stór tankur og öflugur ketill gerir kaffilögun fyrir
stærstu matarboð og flóun mjólkur að
tilhlökkunarefni. Verð kr. 145.900,-
GIADA frá Isomac – litli meistarinn
Hin klassíska “litla” 9 kg cappuccinovél frá
Isomac á Ítalíu. Einfaldleiki, fegurð og gæði.
Hún er eins og aðrar sem við seljum; með
réttum þrýstingi fyrir cappuccino, ergo; djúpt
og mikið bragð. Þessi fallega vél býðst einnig
sem Supergiada og Giada de Luxe í miklu
úrvali lita. Hún kostar frá kr. 37.900,-
Á horrnii Grrett tt ii sgöttu & Barrónsstt íígs
Síímii 562 1029
www..kaff ff iibod.. ii s
FREIXENET:
Nýtt rauðvín og freyðandi rósavín
VEITINGASTAÐURINN
ÓSUSHI LÆKJARGÖTU 2A
Stemningin: Ósushi
er austrænn veitinga-
staður með íslensku
yfirbragði. Það sem
maður kemur auga á
fyrst þegar gengið er inn er án efa
færibandið sem notað er til þess
að færa viðskiptavinum dýrindis-
rétti. Ljóst er að hrár fiskur er ekki
fyrir alla en þeir sem kunna að
meta hann koma aftur og aftur.
Það virðist þó sem Íslendingar taki
hrámetið opnum örmum þar sem
staðurinn er nánast alltaf fullur af
fólki upp á hvert einasta kvöld.
Matseðill: Þetta er auðvitað sushi-
staður og matseðillinn ber auðvit-
að keim af því. Einnig eru til aðrir
réttir fyrir þá sem ekki hafa hug á
því að borða hráan fisk. Boðið er
upp á alls kyns súpur, þar á meðal
andarsalat, nautasalat og krabba-
salat ásamt kjúklingasúpum og
sjávarréttasúpum en allt er þetta
með japönsku ívafi.
Vinsælast: Maki-rúllan með humar
og mangó er vinsælasti réttur stað-
arins. Þá er einnig klassísk rúlla
með krabba og avókadó sem nefn-
ist California sem er nokkuð vin-
sæl. Auðvitað er staðurinn tiltölu-
lega nýopnaður þannig að þetta
á vafalaust eftir að breytast með
tímanum.
Réttur dagsins: Ekki er enn kom-
inn réttur dagsins en samkvæmt
áreiðanlegum heimildum mun
hann líta dagsins ljós á næstu
vikum og mánuðum.
Færibanda
sushi
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10