Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 58
MARKAÐURINN
Viðbrögð Argentínumanna við
breyttum tímum voru að setja
á innflutningshöft og niður-
greiða útflutning landbúnað-
arvara, nokkuð sem þeir hefðu
betur látið ógert. Argentínskt
athafnalíf hefur síðan einkennst
af uppdráttarsýki sem rekja
má til verndarstefnunnar og
landsframleiðsla hefur staðnað.
Efnahagsleg velmegun er nú
óralangt frá því að líkjast því
sem tíðkaðist í löndunum sem
Argentínu var líkt við í upphafi
síðustu aldar.
Það er óþarfi að tíunda að margar
þjóðir rómönsku Ameríku nutu
takmarkaðs lánstraust á alþjóða-
mörkuðum við upphaf tíunda ára-
tugarins en vantaði hins vegar
sárlega framkvæmdafé, sem
er óheppileg blanda. Argentína
var þar engin undantekning.
Skattstofnar landsins eru ákvaf-
lega kvikir - auk þess sem skatt-
svik og undanskot eru regla þar
á bæ frekar en undantekning. Í
byrjun tíunda áratugarins freist-
uðu stjórnvöld landsins þess að
fjármagna útgjöld ríkisins með
peningaprentun og verðbólgu-
skatti, sem leiddi til Ísland og
alþjóðaviðskipti óðaverðbólgu og
lífskjörum hrakaði ár frá ári.
.Vín- og kjötútflutningur
Argentínumanna á í samkeppni
við útflutning Brasilíu og Chile
á alþjóðamarkaði og ráðstafanir
sem gerðar voru á
gengisfyrirkomulagi þessara
landa í kjölfar gjaldmiðlakrepp-
unnar árið 1999 juku enn á vanda
Argentínu. Meðal annars má
rekja skipbrot Mercosurviðskip
tabandalagsins
til óánægju ráðamanna í
Argentínu með þá ráðstöfun
Brasilí að láta gengi realsins
fljóta á gjaldeyrismarkaði, en
það hjó enn í knérunn argent-
ínsks útflutnings á erlendum
mörkuðum.
Og enn syrti í álinn: árið 2001
tóku erlendir lánardrottnar að
heimta stöðugt hærri vexti af
lánum Argentínumanna af ótta
við að illa færi og að lokum
drógu þeir að sér hendur í útlán-
um til landsins af ótta við algert
hrun efnahagslífssins. Eðli máls
samkvæmt leiddu þessi sinna-
skipti til fjárþurrðar hjá hinu
opinbera auk þess sem fyrirtæki
landsins gátu ekki fleytt sér yfir
erfitt tímabil með erlendri lán-
töku. Ári síðar var Argentína að
þrotum komin - landið rambaði á
barmi gjaldþrots, sem stjórnvöld
lýstu opinberlega yfir í desem-
bermánuði 2002. Síðasta erlenda
lán til Argentínumanna (sem var
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)
var veitt í september 2002 eftir
að fjármálaráðherra landsins
hafði beitt fyrir sig hrakspám
um að lýðræði í álfunni væri á
undanhaldi, til að villa um fyrir
Paul O'Neill í bandaríska fjár-
málaráðuneytinu. Í lok árs 2002
komst argentíska ríkið að lokum
í þrot og kynntur var til sögunn-
ar fjöldi efnahagsaðgerða sem
einkenndust af úrræðaleysi og
lýðskrumi.
19MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005
-mest lesna viðskiptablaðið
ÁRIÐ GERT UPP!
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ
MARKAÐURINN 28. desember verður sérstaklega
spennandi blað.
Helstu forkólfar viðskiptalífsins fara yfir árið 2005 og horfa til þess
næsta. Maður ársins og bestu viðskiptin valin, samkvæmt leynilegri
kosningu meðal sérfróðra manna úr viðskiptalífinu.
Þetta er frábært tækifæri fyrir auglýsendur til að ná til lesenda
Markaðsins, en samkvæmt nýjustu fjömiðlakönnun Gallup er
Markaðurinn mest lesna viðskiptablaðið á Íslandi.
Áhugasamir hafið samband við Jónínu Pálsdóttir í síma 550 5817
netfang jonina.palsdottir@365.is eða Ingibjörgu Gísladóttir í síma 550 5827
netfang ingibjorg.gisladottir@365.is
Markaðurinn kemur út með Fréttablaðinu alla miðvikudaga í 107.000
eintökum um allt land.
Lestur 25-54 ára stjórnenda, atvinnurekenda,
sérfræðinga, skrifstofufólks og fagfólks hjá hinu
opinbera. Skv. fjölmiðlakönnun Gallup, okt. 2005.
M Á L I Ð E R
Ófarir Argentínumanna vegna verndar
Ein dæmisagan úr skýrslu um G 10 fjallar um þær ófarir sem Argentína lenti í kjölfar aukinna
niðurgreiðslna og innflutningshafta
Á síðustu árum hefur umræða
um sanngjörn viðskipti (e. fair
trade) farið vaxandi á kostnað
umræðunnar um frjáls viðskipti
(e. free trade). Fæstir gera
nokkurn greinarmun á hugtök-
unum tveimur og slá þeim jafn-
vel saman! Þannig eru neytendur
hvattir til að kaupa kaffibaunir
frá litlum framleiðendum til að
styðja við bakið á sanngjörn-
um viðskiptum í stað þess að fá
nýmalaðar baunir úr kvörnum
alþjóðafyrirtækja, jafnvel þótt
fyrrnefnda kaffið sé dýrara fyrir
neytendur og jafnvel af lakari
gæðum.
Hugsanavillan í þessari rök-
semd er síður en svo augljós:
stórir framleiðendur eru skil-
virkir og greiða hæfu vinnuafli
hærri laun en óskilvirkir fram-
leiðendur. Ef smáir framleiðend-
ur væru skilvirkir í framleiðslu
sinni fengju þeir greitt sam-
kvæmt framleiðni sinni.
Sökum þessa er skynsam-
legast fyrir þá Vesturlandabúa
sem vilja auka hag þeirra verst
settu að beina viðskiptum sínum
í þá átt þar sem framleiðnivöxtur
er líklegastur enda munu laun
verkamanna hækka samfara
aukinni framleiðni þeirra.
Úr skýrslu hagfræðinganna um G10
sem unnin var fyrir RSE
Sanngjörn
viðskipti - eða
frjáls viðskipti?
SJÁLFSHJÁLP Frjáls viðskipti kynnu að
hafa mun betri áhrif á efnahag fátækra ríkja
en þróunaraðstoð.