Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 4
4 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
GRENSÁSVEGI 14 / 108 REYKJAVÍK / 566 6820
Í fyrsta skipti á Íslandi
tískufatnaður frá FOX og THOR.
Komdu við og sjáðu glæsilega fatalínu frá þessum
vinsælu merkjum. Allt fyrir stelpur og stráka.
Opið í kvöld & á
morgun til kl. 21.
> á Þorláksmessu til kl. 23.
Þú færð jólagjöfina hjá okkur!
TSJAD, AP Tsjadneskir embættis-
menn hafa greint frá því að
yfir 300 manns, sem taldir eru
uppreisnarmenn á mála hjá
súdönskum stjórnvöldum, hafi fallið
í átökum við stjórnarherinn skammt
frá súdönsku landamærunum.
Talið er að uppreisnarmennirn-
ir hafi verið liðhlaupar úr stjórnar-
her Tsjad. Súdanar þvertaka fyrir
að styðja uppreisnarhópa hinum
megin landamæranna.
Yfirmaður flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna í Tsjad óttast
að átökin geti haft slæm áhrif á hag
230.000 flóttamanna frá Darfur
sem hafast við í Austur-Tsjad. ■
Róstur í Afríkuríkinu Tsjad:
Þrjú hundruð
manns felldir
SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Fylgið við Bush var í
sögulegu lágmarki í síðasta mánuði en nú
nýtur hann stuðnings fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN George W. Bush
Bandaríkjaforseti er að sækja
í sig veðrið meðal almennings í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt nýrri könnun dag-
blaðsins Washington Post og sjón-
varpsstöðvarinnar ABC eru 47
prósent Bandaríkjamanna ánægð
með störf forsetans, sem er átta
prósentustigum hærra en í sam-
bærilegri könnun sömu miðla í nóv-
ember. Þá voru færri ánægðir með
forsetann en nokkru sinni fyrr.
Nýafstaðnar kosningar í Írak
og jákvæðar horfur í efnahagsmál-
um heima fyrir virðast skila Bush
auknum vinsældum nú. ■
Forseti Bandaríkjanna:
Vinsældirnar
fara vaxandi
DÓMSMÁL 44 ára gamall maður var
dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið í þrjú ár, í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær.
Maðurinn stóð á samt fleirum
í slagsmálum á skemmtistaðnum
Áttunni í Hafnarfirði aðfaranótt
sunnudagsins 23. janúar og var
á leið út af staðnum þegar hann
skallaði sér 20 árum yngri mann
þannig að sá nefbrotnaði.
Dómurinn segir engu skipta
hver átti upptökin að átökunum
umrætt kvöld heldur áverkinn
sem hlaust af árás mannsins,
sem dómurinn segir hafa verið
illskeyttari en það sem á undan
var gengið. - óká
Tveggja mánaða dómur:
Nefbraut sér
yngri mann
STJÓRNMÁL Þorsteinn Pálsson
kveðst hafa sagt sig frá ritun sögu
þingræðisins á Íslandi á vegum
forsætisnefndar Alþingis. „Þegar
Halldór Blöndal, fyrrverandi
þingforseti, færði þetta í tal við
mig fannst mér þetta áhugavert.
Ég setti það skilyrði fyrir mitt leyti
að um það yrði að vera samstaða.
Samstaða var í forsætisnefndinni
en þegar umræður fóru fram í
þinginu kom síðar í ljós að þessi
ákvörðun nefndarinnar naut ekki
óskoraðs stuðnings í þinginu. Þar
með voru brostnar forsendur fyrir
minni þátttöku í þessu,“ segir
Þorsteinn Pálsson sendiherra.
Málið var einnig harðlega
gagnrýnt af hálfu Sagnfræðinga-
félags Íslands og af ýmsum fræði-
mönnum utan þess.
Halldór Blöndal, þáverandi for-
seti Alþingis, kynnti upphaflega
hugmyndina að sögurituninni í
forsætisnefnd Alþingis árið 2000
og hlaut hún góðan hljómgrunn,
en árið 2004 voru liðin 100 ár frá
upphafi þingræðis hér á landi.
Að tillögu Halldórs var óskað
eftir því að Þorsteinn Pálsson tæki
að sér að vera ritstjóri verksins og
hefði jafnframt á hendi ritun þess
að meginhluta, eins og fram kom
í svörum Sólveigar Pétursdóttur
forseta Alþingis við fyrirspurn
Marðar Árnasonar þingmanns í
október síðastliðnum.
Mörður kallaði Þorstein byrj-
anda í fræðiskrifum í umræðum á
þingi og spurði hvort Alþingi ætl-
aði sér að vera eins konar endur-
menntunarstöð fyrir fyrrverandi
formenn Sjálfstæðisflokksins.
„Þorsteinn tekur þarna rétta
ákvörðun og hefði átt að taka hana
fyrr,“ segir Mörður Árnason nú.
Sólveig Pétursdóttir segir
að málið hafi verið rætt á fundi
forsætisnefndar á mánudag og
verkinu verði haldið áfram. „Ég
hef ákveðið að skipa dr. Þorstein
Magnússon, stjórnmálafræðing
og forstöðumann á skrifstofu
Alþingis, í ritnefndina, en áður
höfðu verið valin í hana Ragn-
hildur Helgadóttir, lektor við
Háskólann í Reykjavík, og Helgi
Skúli Kjartansson, prófessor við
Kennaraháskóla Íslands.“
Sólveig segir að áfram sé lagt
upp með að verkið verði heild-
stætt. Ritnefndin komi saman
á næstunni og skipti með sér
verkum. johannh@frettabladid.is
Þorsteinn Pálsson
hættir við söguritun
Sundurþykkja og deilur um þá ákvörðun forseta Alþingis að fá Þorstein
Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi urðu
til þess að hann sagði sig frá verkinu. Rétt ákvörðun, segir Mörður Árnason.
ALÞINGISMENN AÐ STÖRFUM Gagnrýni á Alþingi varð til þess að Þorsteinn Pálsson hætti
við að taka að sér ritstjórastörfin.
MÖRÐUR ÁRNASON ÞORSTEINN PÁLSSON SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 20.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,96 63,26
Sterlingspund 111,24 111,78
Evra 75,38 75,8
Dönsk króna 10,11 10,17
Norsk króna 9,382 9,438
Sænsk króna 8,026 8,074
Japanskt jen 0,5404 0,5436
SDR 90,7 91,24
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,9612
NEW YORK, AP Engar jarðlestir eða
strætisvagnar gengu í New York í
gær vegna verkfalls starfsmanna
a l men n i ngssa mgöng uker f is
borgarinnar. Milljónir íbúa og
gesta borgarinnar á háannatíma
jólaverslunarinnar urðu því að
finna aðrar leiðir til að komast
leiðar sinnar.
Michael Bloomberg borgar-
stjóri gekk sjálfur, ásamt þúsund-
um annarra, yfir Brooklyn-brúna
til vinnu sinnar í ráðhúsinu á
Manhattan. Hann sagði að verk-
fallið kostaði borgina sennilega
um 400 milljónir dollara á dag.
Þetta er fyrsta verkfall almenn-
ingssamgöngustarfsmanna í New
York síðan árið 1980. Líklegt
þykir að bráðabirgðalög verði sett
á verkfallið nú. ■
Verkfall í New York:
Samgöngur
lamaðar
GENGIÐ TIL VINNU Michael Bloomberg,
borgarstjóri New York, gengur í fylkingar-
brjósti fyrir þúsundum manna yfir
Brooklyn-brúna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AUSTURRÍKI, AP Borgarstjóri Graz í
Austurríki, heimabæjar Arnolds
Schwarzenegger, skammaði í
gær borgarstjórnarmenn sem
höfðu reitt Schwarzenegger til
reiði með því að gagnrýna að
hann skyldi ekki hafa beitt rík-
isstjóravaldi sínu til að náða
dauðadæmdan fanga sem tekinn
var af lífi í Kaliforníu í fyrri
viku.
Schwarzenegger brást í fyrra-
dag við þessari gagnrýni með
því að endursenda heiðursviður-
kenningu sem honum var veitt
af borgarstjórninni árið 1999
og banna borgaryfirvöldum að
nota nafn sitt í kynningarskyni.
Nafn hans skyldi líka fjarlægja
af íþróttaleikvangi í borginni
sem kenndur er við hann.
Borgarstjórinn, Siegfried
Nagl, sakaði borgarfulltrúa
jafnaðarmanna, græningja og
aðra, sem beitt hefðu spjótum
sínum að Schwarzenegger, um
að standa fyrir „neyðarlegum
farsa“. Hann fullyrti að borg-
arbúar væru stoltir af hinum
heimsfræga syni bæjarins.
Nagl sagðist í gær myndu
senda Schwarzenegger bréf þar
sem hhann segði honum að vin-
sældir hans í borginni stæðu
óhaggaðar.
- aa
Arnold Schwarzenegger gramur heimaborg sinni í Austurríki:
Skilar heiðursviðurkenningu
SCHWARZENEGGER-LEIKVANGURINN Í
GRAZ Kaliforníuríkisstjórinn vill sjá nafn sitt
fjarlægt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP