Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN S Ö G U H O R N I Ð 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR6 Þann tuttugasta desember 1989 réðst Bandaríkjaher inn í Panama. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok seinni heimstyrj- aldarinnar að Bandaríkjamenn beittu hervaldi sem var kalda stríðinu óviðkomandi. Þetta var óvenjulegt stríð að mörgu leyti sem endaði með að æðsti maður Panama, hershöfðing- inn Manuel Noriega, var tek- inn höndum. Farið var með Noriega til Bandaríkjanna þar sem réttað var yfir honum fyrir eiturlyfjasölu og hann dæmdur í fangelsi. Bandaríkin höfðu fram að inn- rásinni viljað halda Noriega við völd vegna baráttu hans gegn Sandínistum í Nicaracua. Vegna þessa höfðu þeir litið framhjá þeirri staðreynd að Noriega var stór hlekkur í smygli á kókaíni til Bandaríkjanna. Upphafið að endalokunum hjá Noriega var þegar Bush lýsti yfir stríði á hendur eitur- lyfjum í baráttu sinni til for- seta. Í kjölfar þess var Noriega kærður fyrir eiturlyfjasmygl í Flóridaríki. Í fyrstu reyndu Bandaríkin að losa sig við hann með því að toga í strengi á bak við tjöldin, reyna að koma honum frá með kosningum eða ýta undir upp- reisn borgaranna til að steypa honum af stóli. Allt þetta var án árangurs og reyndu þá Bandaríkjamenn nýjar leiðir eins og samninga, viðskiptabönn og hótun um að beita hervaldi. Hæfileiki Noriega til að komast af var stórlega vanmetinn, hann var háll sem áll. Allt þangað til á loka- stundu trúði Noriega ekki að Bandaríkjamenn myndu gera alvöru úr hótunum sínum um innrás. En George Bush var stillt upp við vegg. Noriega hafði virt allar aðvaranir og hót- anir að vettugi og þetta gerði Bush ótrúverðugan í augum alþjóðasamfélagsins. Á þess- um tíma voru Sovétríkin að lið- ast í sundur og Bandaríkin því eina stórveldið eftir í heimin- um. Miðað við framgöngu Bush í Panama höfðu menn efasemdir um að hann stæði undir þeirri ábyrð að stjórna eina stórveldi heimsins. Auk þess hafði eitt af kosningaslagorðum Bush verið stríðið gegn fíkniefnunum. Þann 20. desember 1989 var loks gripið til aðgerða með fyrr- greindum afleiðingum. Noriega var handtekinn og honum varp- Ráðist inn í Panama PANAMASKURÐURINN árið 1989 var Noriega tekinn höndum. NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Silfur, eitt fyrsta efnið sem var notað gegn bakteríum, hefur öðlast sess á ný sem gott sótt- hreinsiefni en því má þakka getu vísindamanna til að endurraða frumeindunum. Eiginleiki silfurs til að vinna á sýkingum hefur verið þekktur allt frá Grikklandi til forna þar sem til eru ritaðar heimildir um notkun þess. Nýjustu rannsóknir hafa gefið mönnum von um að silfur geti í mörgum tilvikum komið í stað fúkkalyfja í baráttu við erfiðar sýkingar. Silfur til sótthreinsunar EÐALMÁLMUR Til margra nota. Nú spretta upp fyrirtæki sem hyggjast bjóða einstaklingum að hala niður myndum á sama tíma og þær eru sýndar í kvikmynda- húsum. Óskarverðlaunahafinn Morgan Freeman ásamt örgjörfa- framleiðandanum Intel hefur stofnað eitt slíkt fyrirækið Click star sem mun bjóða upp á þessa þjónustu. „Ný tækni hefur gert dreifingarröðina að sýna fyrst í kvikmyndahúsum og svo að setja myndirnar á DVD er úrelta“ Sagði Freeman aðspurður um fyrirtækið. Talið er að stofnun þessara fyrirtækja eigi eftir að verða til mikilla bóta fyrir óháða kvik- myndagerðarmenn sem hafa ekki úr miklu að moða til að koma sér á framfæri. Nýjustu myndirnar sóttar MORGAN FREEMAN í Million Dollar Baby Ágúst Agnarsson skrifar Ef sjávarútvegur heimsins væri land myndi hann vera í átjánda sæti ásamt Hollendingum á lista þeirra landa sem nota mest af olíu. Sjávarútvegurinn er eina iðngreinin þar sem orkunýting versnar með ári hverju. Ástæðan er að þegar fiskstofnar minnka þarf sífellt meiri orku til að ná inn sama magni af fiski og áður. Allt að þrjátíu prósent fiskiskipaflota Evrópu liggur við landfestar vegna hækkandi olíuverðs og minni afla. Í rannsókn sem gerð var af vísindamönnum við sjávarútvegsdeild háskóla Bresku-Kólumbíu kemur fram að 1,2 prósent af heildarneyslu eldsneytis í heiminum fer til sjávarútvegsins. Margt annað forvitnilegt kemur fram eins og að við eyðum tólf sinnum meiri orku í að veiða fiskinn en neytendur fá við að borða hann. Mönnum gekk svo sem ágætlega við veiðar á seglskipum en notkun olíu jók möguleika útvegsins til mikilla muna sem hefur leitt til ofveiði flestra fiskistofna heimsins. Dr. Tydeman sem er í forsvari fyrir rannsókninni segir að mæling á olíunotkun sé góður mælikvarði á hagkvæmni veiða í framtíðinni. Orkunýting versnar Orkunýting í sjávarútvegi hefur ekki fylgt þróun annarra greina sem minnkað hafa orkunotkun sína. DREKKUR OLÍU Olíunotkun eykst við fiskveiðar og ef sjávarútvegur væri land þá væri það í átjánda sæti yfir olíunotkun í heiminum. J Ó L A G J A F I R F R A M T Í Ð A R Tæknifyrirtæki keppast við að dæla út nýjum vörum sem gætu orðið ágætis jólagjafir í fram- tíðinni. GÖNGUFERÐAR GPS Ég ætla í göngutúr segir lang- afi en endar í bílskúr nágrann- ans. Nýja GPS tækið mun leysa þetta vandamál það gæti meira að segja hjálpað langafa að finna baðherbergið. SÓFABORÐ HP og Microsoft eru farnir að vinna að sófaborðum með snerti- skjám. Með sófaborðinu verð- ur hægt að komast á Internetið, skiptast á myndum og spila tölvuleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.