Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 69
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR32 Reglubundnar útsendingar Ríkisútvarpsins hófust 21. desember 1930 og mörk- uðu þáttaskil í menningar- lífi þjóðarinnar. Áður hafði verið starfrækt lítil einka- rekin útvarpsstöð á Íslandi en rekstur hennar fór í þrot. Eins og gefur að skilja fóru fram miklar umræður í þjóð- lífinu áður en stofnað var til Ríkisútvarpsins og má segja að allar götur síðan hafi gustað um stofnunina, þó af mismiklum krafti. Starf útvarpsstjóra var auglýst laust til umsóknar og sóttu tíu um. Var Jónas Þorbergsson ritstjóri Tím- ans ráðinn í starfið. Helgi Hjörvar var hins vegar fyrsti formaður útvarps- ráðs. Ávarp sitt í fyrstu útsendingu Ríkisútvarpsins hóf Helgi á orðunum: „Það hefur varla verið beðið eftir öðru í meiri eftirvæntingu og með meiri vonarhug hér á landi heldur en þess- ari útvarpsstöð. Í þessum björtu vonum felst tvennt í senn: miklir möguleikar fyrir velgengni fyrirtækis- ins, en líka nokkur hætta. Því að björtustu vonirnar geta sjaldan rætzt. Hér hefur ekki verið byggð nein skýjaborg né draumahöll, heldur hversdagslegt stein- steypuhús, með rammaukn- um nýtízkuvélum, þar sem lífshætta er að ganga, ef ein- hver styður sínum minnsta fingri á skakkan stað.“ Útvarp á Íslandi þótti merkilegt í flesta staði og ekki voru viðtæki til á öllum heimilum. Bar því við að fólk safnaðist saman heima hjá þeim sem áttu tæki til að hlýða á dagskránna. Sama var uppi á teningunum 36 árum síðar þegar Sjónvarp- ið hóf starfsemi. Í fyrstu var aðeins útvarpað í um tvær klukku- stundir á kvöldin en síðar hófust útsendingar á hádegi. Menningarefni af ýmsum toga var uppistaðan í dag- skránni auk frétta. Útvarpið var fyrst til húsa í Edinborgarhúsinu, Hafnarstræti 12, en fluttist fljótlega í Landssímahúsið við Austurvöll. Þar voru höf- uðstöðvar Ríkisútvarpsins til 1959 er starfsemin flutt- ist að Skúlagötu 4. Útvarp- ið fluttist svo í núverandi húsakynni við Efstaleiti 1 á níunda áratug síðustu aldar. Lengst af var aðeins útvarpað á einni rás en 1983 hófst útsending Rásar tvö. Við það hlaut „gamla Ríkis- útvarpið“ viðurnefnið Rás eitt. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á háttum og lagi Ríkisút- varpsins og eru veigamestu breytingarnar fólgnar í því að stofnuninni verður breytt í hlutafélag. Meðal heimilda: Útvarp Reykjavík, saga Ríkisút- varpsins 1930-1960 eftir Gunnar Stefánsson. Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Sóleyjar Þórarinsdóttur frá Suðureyri á Tálknafirði. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur öll og gefi ykk- ur gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Alúðarþakkir fyrir allt. Ólafur Magnússon og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn Jónas Tryggvi Gunnarsson frá Vík, Kristnibraut 25 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 19. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Árnadóttir Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, um- hyggju og einstakt vinarþel við and- lát og útför okkar ástkæra Karls Markúsar Bender verkfræðings, Freyjugötu 34 Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Ástþórsdóttir Elín Sigríður Markúsdóttir Á þessum degi árið 1958 var Charles de Gaulle kosinn forseti Frakklands með miklum meirihluta atkvæða. Í júní þetta ár hafði þessi stríðshetja úr seinni heimstyrjöldinni verið kölluð til að leiða landið meðan stóð á uppreisn og borgarstyrjöld í Alsír, en margir óttuðust að hún gæti leitt til þess að pólitískt jafnvægi í Frakklandi raskaðist. De Gaulle var hershöfðingi í síðari heimsstyrjöldinni. Hann flúði til London árið 1940 þar sem hann skipulagði frjálsan her Frakka sem barðist víða. Í júní 1944 var hann gerður að leiðtoga frönsku útlagastjórnarinnar. Í ágúst það ár, eftir innrás bandamanna í Frakkland, kom de Gaulle sigri hrósandi til Parísar. Í nóvember var hann kosinn forseti landsins til bráðabirgða en sagði af sér tveimur árum síðar og yfirgaf stjórnmálin 1953. Árið 1958, þegar franskir land- nemar hófu uppreisn í Alsír, var de Gaulle fenginn til að taka stöðu forseta enda þótti hann eini mað- urinn hæfur til starfsins. Hann var gerður nokkurs konar einvaldur í hálft ár. Ný stjórnarskrá, runnin undan hans rifjum, var samþykkt í september og þann 21. desem- ber var hann kosinn forseti fimmta lýðveldisins. ÞETTA GERÐIST > 21. DESEMBER 1958 De Gaulle kosinn forseti PÁLL MAGNÚSSON Núverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. JÓNAS ÞORBERGSSON Fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. RÍKISÚTVARPIÐ: ÚTSENDINGAR HÓFUST FYRIR 75 ÁRUM Eftirvæntingin var mikil RÍKISÚTVARPIÐ Reglulegar útsendingar þess hófust 21. desember 1930. MERKISATBURÐIR 1952 Kveikt er á 15 metra háu jólatré á Austurvelli í Reykjavík. Þetta var fyrsta tréð sem Óslóarbúar gáfu Reykvíkingum. 1968 Mannaða geimfarinu Apollo 8 er skotið á loft. 1975 Sjakalinn fer fyrir áhlaupi hryðjuverkamanna á leið- togafundi OPEC ríkjanna í Vín. Þrír látast og 63 eru teknir í gíslingu. 1983 Fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, Gerald Ford, leikur sjálfan sig í sápuóperunni Dynasty. 1988 Hátt í 300 látast þegar flugvél Pan Am springur yfir Lockerbie í Skotlandi. 1999 Þingsályktun um fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkj- un er samþykkt á Alþingi með 39 atkvæðum gegn 22. F. SCOTT FITZGERALD (1896-1940) LÉST ÞENNAN DAG. „Ekkert er jafn andstyggi- legt og heppni annarra.“ F. Scott Fitzgerald er talinn einn besti bandaríski rithöfundurinn á 20. öld. AFMÆLI Örlygur Hálfdánarson bókaútgef- andi er 76 ára. Þorleifur Hauksson íslenskufræð- ingur og þýðandi er 64 ára. Pétur Grétarsson tónlistarmaður er 47 ára. Ásdís Olsen dagskrárgerðarmaður er 43 ára. Ragnheiður Hanson tónleika- haldari er 43 ára. Gísli Snær Erlingsson kvikmynda- gerðarmaður er 41 árs. Regína Ósk Óskarsdóttir söng- kona er 28 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1879 Jósef Stalín, leiðtogi Sovét- ríkjanna. 1937 Jane Fonda, bandarísk leikkona. 1940 Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður. 1948 Samuel L. Jackson, banda- rískur leikari. 1959 Florence Griffith Joyner, bandarísk frjálsíþróttakona. 1967 Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu. 1969 Julie Delpy, frönsk leikkona. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. ANDLÁT Ása Guðlaug Gísladóttir, Fanna- fold 125a, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, sunnudaginn 18. desember. Hulda Þorbjörnsdóttir, lést á Hrafnistu Hafnarfirði, sunnudaginn 18. desember. Ingibjörg Stefánsdóttir, Starengi 28, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnu- daginn 18. desember. Jónas Tryggvi Gunnarsson frá Vík, Kristnibraut 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 19. desember. Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson áður til heimilis á Kópavogsbraut 1a, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 17. desember. Steingrímur Kristjánsson, Árnatúni 3, Stykkishólmi, áður Öckerö, Svíþjóð, lést föstudaginn 16. desember. JARÐARFARIR 11.00 Ólöf Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Fossvog- skirkju. 13.00 Guðríður Svala Káradóttir frá Presthúsum í Vest- mannaeyjum, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. 13.00 Ómar Hlíðkvist Jóhanns- son, Ásbúð 31, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju. 13.00 Þorlákur Sigurðsson, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Margrét Rósa Magnús- dóttir (Pinný) Árholti, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 15.00 Kristín (Kádí) Daníelsdótt- ir, Lindargötu 66, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, Hulda Þorbjörnsdóttir lést á Hrafnistu Hafnafirði sunnudaginn 18. desember. Jarðaförin auglýst síðar. Börn, fósturbörn tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.