Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 60
][ Íslendingar sem eyða jólunum einir í öðrum löndum fá oft tölverða heimþrá á jólunum. Það getur verið mikils virði fyrir þá að fá símtal frá ættingjum og vinum á aðfangadag þó að það sé ekki langt. Ella ætlar að fara til Kanarí- eyja um jólin með börnum sínum tveimur. Hún sleppir öllum gjöfum og ætlar að vera úti í heilan mánuð. Hárgreiðslukonan Ella á Hár Expo er ekkert sértaklega mikið jóla- barn og lítið fyrir skammdegið. Hún ætlar því að halda til heitari landa um jólin eins og fjölmarg- ir aðrir Íslendingar. ,,Þetta er í fyrsta lagi til að sleppa við alla jólageðveikina en líka til að losna við skammdegið og kuldann. Ég er voðalega lítil vetrarmanneskja. Ég fer með gríslingana mína tvo sem eru að verða fimm og tíu ára. Þeim finnst þetta æðislegt og monta sig mikið við vini sína.“ Þetta er í annað skiptið sem fjöl- skyldan fer til Kanaríeyja en þau fóru líka árið 2003. ,,Ætli maður sé ekki bara búinn að gera það að hefð að fara út annað hvert ár. Það er náttúrulega ekkert sérstaklega jólalegt úti á Kanarí en þetta er samt sem áður yndislegur tími. Við höldum ekki upp á aðfangadags- kvöld og borðum engan jólamat. Ég gef börnunum samt jólapakka og við förum út að borða.“ Ella hefur unnið myrkranna á milli síðustu vikur enda vilja allir láta klippa sig fyrir jólin. Hún vinnur til sjö, átta á kvöldin og því var erfitt að ná tali af henni. ,,Við sleppum öllum jólagjöfum. Ég gaf reyndar jólakort síðast en hef engan tíma til þess í þetta skipt- ið. Við förum út 20. desember og verðum í heilan mánuð. Við vorum í þrjár vikur síðast og ég var eigin- lega í fýlu heilan mánuð á eftir því mig langaði ekkert heim,“ segir Ella hlæjandi. Á áramótunum ætlar fjölskyld- an að fara í verslunarmiðstöðina Júmbósenter en þar er svaka fjör. ,,Þangað safnast allir Íslending- arnir saman og síðan er haldin fimm mínútna flugeldasýning. Það er ekki leyfilegt að vera sjálfur með flugelda en á svarta mark- aðinum eru einhverjir gaurar að selja blys sem ég get keypt fyrir krakkana.“ Það leynir sér ekki að Ella er orðin mjög spennt yfir ferðinni. ,,Þetta verður algjör afslöppun- arferð. Við ætlum bara að leika okkur, fara í tívolí og út að borða og njóta lífsins,“ segir Ella hress í bragði. mariathora@frettabladid.is Sleppur við jólageðveikina á Kanaríeyjum Á aðfangadag á Kanaríeyjum árið 2003. Á myndinni er Ella með gríslingunum sínum, Kristó og Jóhönnu, og Gulla bróður Ellu. Ella ætlar vera á Kanaríeyjum um jólin. Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 2006 er komin út og má nálgast hana hjá Úti- vist og víðar. Alls eru 182 ferðir í áætl- uninni. Margar áhugaverðar ferðir eru í boði á næsta ári meðal annars ferð á Tröllaskaga, fjallahjólaferð að Fjallabaki, bakpokaferð upp með Jökulsá á Fljótsdal og Kelduá og einnig er áætlað að fara í sex daga skíðagönguferð á Vatnajökul. Mikið úrval er af dagsferð- um og eitthvað um jeppaferðir sem njóta vaxandi vinsælda. Útivistarunn- endur ættu því að kynna sér dagskrána vel fyrir komandi ferðaár. ferðir } Fyrirtækið AMG Aukaraf í Kópa- vogi hefur hafið sölu á GPS stað- setningatækjum með íslensku notendaviðmóti sem er hannað af starfsmönnum fyritækisins. „Hugmyndin er búin að vera til lengi. Við höfum verið að selja GPS tæki síðan 1997,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson, framkvæmdastjóri AMG Aukaraf. „Við urðum varir við að helmingur þeirra sem eiga svona tæki kunnu ekki á þau og not- uðu þau því ekki. Þar ofan á bætist fjöldi fólks sem hefur lært á tækin en nota þau svo sjaldan að kunnátt- an dettur niður á milli. Því fengum við þá hugmynd að íslenska tækin og gerðum það í sambandi við þriðja aðila.“ Nú þegar eru þrjú Magellan GPS tæki til sölu hjá Ásgeiri og félögum með íslenskum hugbúnaði. Snemma á næsta ári verður svo hægt að fá uppfærslu í önnur Magellan tæki hjá þeim og íslenska þannig eldri tæki. „Við vildum gera notkun þess- ara tækja einfaldari. Við finnum það sjálfir að okkur er eðlislægara að nota tækin á íslensku en ensku og ferðafólk hefur tekið þessu mjög vel. Fólk hefur verið að rugla saman skammstöfunum og heitum á ensku en okkur sýnist að það sé ómögulegt á íslensku,“ segir Ásgeir. Þrátt fyrir mikla vinnu hafa tækin ekki hækkað í verði við að vera íslensk- uð. Það er því engin ástæða til að fá sér ekki GPS tæki á íslensku og skilja loksins öll þessi skrítnu orð sem fylla skjáinn á svona tækjum þegar maður þarf mest á þeim að halda. GPS tæki með íslenskum hugbúnaði. GPS á íslensku Ferðafólk tekur íslensku GPS tæki fagnandi. Landmælingar Íslands tóku sig til og reiknuðu út miðju lands- ins sem hefur verið staðsett norðan Hofsjökuls. Margir hafa velt fyrir sér í gegn- um aldirnar hver miðja Íslands sé. Nú er þeim aldalöngu vanga- veltum hér með lokið þar sem nýj- asta tækni hefur gert mögulegt að reikna út hvar miðjan er. Með því að nota strandlínu IS 50V gagnagrunnsins gátu Land- mælingar látið kortahugbúnað stofnunarinnar finna miðpunkt landsins. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn en reiknað var út að punkturinn hafi staðsetninguna 64°59‘11.4“ N og 18°35‘12.0“ V, eða 519507m A og 498558m N í ISN93 Lamb- ert-vörpun. Á mannamáli þýðir það að miðpunktur landsins sé skammt norðan við Hofsjökul, austan undir Illviðrahnjúkum. Meðfylgjandi er mynd af mið- punktinum á korti sem fengið var hjá Landmælingum Íslands sem sýnir svo ekki er um villst að miðjan er fundin, aldalöngu deilumáli lokið og spekingar geta andað léttar hvoru megin miðj- unnar sem þeir eru staddir. Miðpunktur Íslands fundinn Hér sést miðpunktur Íslands sem er norðan við Hofsjökul en þar er maður svo sannanlega umvafinn Íslandi. LANDMÆLINGAR ÍSLANDS Útivist heldur sitt árlega áramótafjör á fjöllum. Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan átta að morgni þrítugasta desember. Haldið verður í Bása í Þórsmörk þar sem ferðalangar verða umkringdir fönnum og fellum með alls kyns furðum, troðfullum af litlu og stóru fólki. Í ferðinni verður sungið, dansað og leikið á hljóðfæri svo ekki sé talað um þá mögnuðu stemningu sem álfabrenna og flugeldar ná í umgjörð náttúrunnar. Fyrir ferðinni fer Ingibjörg Eiríksdóttir en sérstakur tónlistarstjóri er Sigurður Úlfarsson. Áhugasamir ferðalangar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Áramótaferð ÁRLEGT ÁRAMÓTAFJÖR Í ÞÓRSMÖRK. Ferðaáætlun 2006 BÆKLINGUR ÚTIVISTAR KOMINN ÚT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.