Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 48
MARKAÐURINN „Rauði þráðurinn í skýrslunni er að meira frelsi er betra en minna,“ segir Valtýr Þór Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Verðlagsstofu skiptaverðs. Sjávarútvegsráðuneytið fékk Verðlagsstofu það hlutverk að hanna líkan sem leiddi í ljós samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í samanburði við aðrar þjóðir. Í samstarfi við vísindamenn við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Tromsö í Noregi var skýrslan unnin. Hélt Ottó Biering Ottósson utan um þá vinnu. Ottó segir að þeir hafi ekki fundið neitt líkan sem bæri saman samkeppnishæfni einstakra atvinnugreina milli landa. Þeir hefðu gengið út frá líkani um samkeppnishæfni þjóða, en þar væru mælikvarðarnir að hluta til öðru vísi en milli atvinnugreina. Þetta hafi þeir betrumbætt og búið til líkan sem lýsir á trúverðugan hátt hver staða íslensk sjávarútvegs er með hliðsjón af norskum sjávarútvegi. Bæði Valtýr og Ottó segja að í heildina litið sé ekki sláandi munur á þessum atvinnugreinum milli landanna. Notast hafi verið við opinberar hagtölur, niðurstöður í skýrslu World Economic Forum og Gallup hefði gert könnun á viðhorfum aðila í greininni í báðum löndum. BETRI AFKOMA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA „Ekkert kom okkur mikið á óvart,“ segir Ottó. Almennt séð sé rekstrarumhverfi sjáv- arútvegsfyrirtækja betra hér á landi, þau sýni betri afkomu og samvinna útgerða og fiskvinnslufyrirtækja er meiri. Það skili sér í betri rekstri síðarnefndu fyrirtækjanna. Einnig séu tengsl tæknifyrirtækja í greininni og birgja betri á Íslandi en í Noregi. Valtýr segir hins vegar sláandi mun á framboði á menntuðu fiskverkafólki og millistjórnendum milli landanna. Þörf sé að bæta þar úr hér á landi. Skýrslu eins og þessa eigi einmitt að nota til að sjá hvernig Íslendingar geti bætt samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Þeir benda á að samkvæmt skýrslunni sé olíukostnaður útgerða hærri hjá olíuþjóðinni Noregi en á Íslandi. Hins vegar sé rafmagns- kostnaður hærri hjá sjávarútvegsfyrirtækj- um hér á landi. „Við létum athuga þetta nokkrum sinnum svo þetta væri rétt,“ segir Ottó, en niðurstaðan hafi alltaf verið sú sama. Þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir. NORÐMENN FRAMAR Á TVEIMUR SVIÐUM Skýrslan byggir á sex meginþáttum og ítarlegum samanburði þeirra á milli þjóðanna tveggja. Liðirnir sex eru fiskveiðar, hagstjórn og almenn starfsskilyrði fyrirtækja, umhverfi og innviðir, fiskveiðar og fiskvinnsla og markaðssetning. Gefin var einkunn á bilinu 1 til 7 þar sem 7 þýddi að samkeppnishæfnin var góð á viðkomandi sviði í samanburðinum. Hægt er að sjá tölulegan samanburð í töflum hér á opnunni. Norðmenn eru feti framar á tveimur sviðum; í hagstjórn og aðbúnaði fyrirtækja. Það skýrist fyrst og fremst af háum flutningskostnaði afurða á Íslandi í samanburði við Noregi og sterkri stöðu íslensku krónunnar. Hvað fiskveiðistjórnunina snertir helgast hærri einkunn Íslendinga einkum af því að framsal aflaheimilda er mun frjálsari hér 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR10 „Í heild er ég ánægður með niðurstöðu skýrslunnar um samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Íslenskur sjávarútvegur kemur vel út í heildina. Gagnið af skýrslunni felst líka í því að sjá hvar við stöndum verr að vígi miðað við Norðmenn og hvar við getum gert betur,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Ráðherrann segir Ísland koma heldur verr út þegar þætt- ir sem lúta að efnahagsstjórninni eru skoðaðir. Það skýrist að miklu leyti af því að gengi krónunnar hafi verið hátt. Hann trúi því að um tímabundið ástand sé að ræða. Enginn vafi leiki á því að niðurstaðan hefði verið hagstæðari ef spurt hefði verið fyrir tveimur árum eða eftir eitt ár, þegar gengi krónunnar hafi lækkað aftur. „Þá fengjum við allt önnur svör. Þetta vigtar ansi þungt í heildarmyndinni fyrir okkur,“ segir Einar og bendir á að aðrir þættir sem lúta að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyr- irtækja fá góða einkunn eins og til dæmis skattaumhverfið. Ennfremur sé vinnumarkaðurinn mun sveigjanlegri hér í samanburði við Noreg. LÆKKA FLUTNINGSKOSTNAÐ „Síðan finnst mér líka athyglisvert í þessu sambandi, þó menn segi að margt hafi verið gert til að bæta innri mann- virki samfélagsins, eins og til dæmis hvað varðar vega- samgöngur, hvað kvartað er yfir háum flutningskostnaði. Ég hlýt að álykta sem svo að þetta gefi mönnum í sjávar- útvegi tilefni til að knýja á um að þessir kostnaðarþættir verði lækkaðir,“ segir Einar. Í Noregi geta erlendir aðilar fjárfest í fiskvinnslufyr- irtækjum en það er ekki heimilt á Íslandi. Fá Norðmenn því hæstu einkunn, eða 7, en Íslendingar lægstu einkunn, eða 1, hvað það varðar. „Það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar að breyta því,“ segir Einar spurður um hvort það bæti ekki samkeppnisstöðu sjávarútvegsins að leyfa erlendar fjár- festingar. „Hins vegar vil ég vekja athygli á því, sem ekki kemur nægilega vel fram í þessari skýrslu, að það eru heilmiklar heimildir til óbeinna fjárfestinga í sjávarút- vegi en það er ekki mælt á þessum mælikvarða.“ BÆTA ÞARF MENNTUN Einar segir það líka eftirtektarvert við niðurstöðuna að Íslendingar fá heldur lakari útkomu en Norðmenn hvað varðar framboð á menntuðum millistjórnendum. „Það er hlutur sem við í sjávarútvegsráðuneytinu erum byrjuð að vinna í. Þarna er greinilega einhver veikleiki sem við þurfum að bregðast við. Ég held að þetta kunni líka að stafa af því að gamli fiskvinnsluskólinn útvegaði sjávarútveginum mjög marga hæfa millistjórnendur. Þetta nám hefur ekki verið til staðar því það reyndist ekki vera nægjanleg eftirspurn eftir því á sínum tíma,“ segir ráð- herrann. „Við höfum mjög mikinn áhuga á því að samanburður- inn verði víðtækari og milli fleiri landa. Við höfum þegar haft samband við ýmis nágrannaríki okkar í því sambandi. Enn höfum við ekki fengið neitt ákveðið útúr því en ég er viss um að þessi skýrsla hvetji menn til að koma til sam- starfs við okkur. Við erum að reyna að hafa frumkvæði að því,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Vinna að víðtækari samanburði Sjávarútvegsráðherra segir tilefni til að knýja á um lækkun flutningskostnaðar. EINAR K. GUÐFINSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA. „Íslensk fiskvinnslufyrirtæki eru feti framar en þau norsku. Forskot Íslendinga er einkum að þakka háu tæknistigi og góðu samstarfi við framleiðendur fiskvinnslubúnaðar.“ Ú T T E K T Frelsi í sjávarútvegi til farsældar Íslendingar standa betur að vígi en Norðmenn í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þar sem borin var saman samkeppnishæfni sjávarútvegs í Noregi og á Íslandi. Munurinn er ekki mikill á löndunum þegar heildarniðurstaðan er skoðuð, en 139 mælikvarðar voru notaðir. Björgvin Guðmundsson rýndi nánar í tölurnar. ÁBATASAMARI FISKVINNSLA Rekstrarhagnaður fisk- vinnslunnar er meiri á Íslandi. SVEIGJANLEGUR VINNUMARKAÐUR. Íslenskur vinnumarkaður er betri en sá norski.DUGLEGIR SJÓMENN. Hver íslenskur sjómaður framleiðir meiri verðmæti en norskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.