Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 79
21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR42
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
Nemendaleikhúsið, aðeins í desember
Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Síðustu sýningar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í
JANÚAR
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
GILDA ENDALAUST
������������������������������� ���������������������������������������� ��������������������
��������������������������������������������������������������������������������
������������������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������������������������������������������������
������������ ��������������������������������������������������
��������� ���������������� ������������������������ ����� ����������������
������� ��������������������������������������������� �������
��������������������������
������������ �������������� �� �����������
Fim. 29. des. örfá sæti laus
Fös. 20. jan.
Lau. 21. jan.
Gleðileg jól!
[ BÆKUR ]
UMFJÖLLUN
Skáldsagan Djöflatertan segir frá
hefndaraðgerðum hóps ungra kvenna
sem taka sig saman um að klekkja á
svikulum karlmönnum. Sagan er
samvinnuverkefni tveggja ungra
höfunda, Mörtu Maríu Jónasdóttur
og Þóru Sigurðardóttur, og verður að
flokkast sem hreinræktaður „skutl-
uskáldskapur“ ( á ensku chick lit).
Sú bókmenntagrein hefur ef til vill
ekki náð neinum hæðum hérlendis;
þekktustu dæmin eru máski sögurn-
ar Klisjukenndir (2004) og Dís (2000)
sem var einmitt líka samvinnuverk-
efni ungra kvenna. Einkenni þessara
bóka eru að þær fjalla oft um ástir og
örlög ungra framakvenna þar sem
koma við sögu tískufatnaður, kok-
teilar og sjálfskomplexar í bland við
hugleiðingar um samskipti, einkum
milli kynjanna.
Aðalsögupersónan Sara verður
fyrir þeirri ólukku að kærastinn
hennar segir henni upp og tekur
saman við eina af vinkonum hennar.
Í kjölfar þess fara æsilegir atburðir
að gerast því Sara stofnar Hefni-
bandalagið ásamt þjáningarsystrum
sínum og í sameiningu skera þær
upp herör gegn þeim mönnum sem
hafa sært þær og svikið. Þemað er
nokkuð vel þekkt, fyrsta bókin sem
kemur upp í hugann er Ævi og ástir
kvendjöfuls eftir Fay Weldon sem
kom út á íslensku um miðjan níunda
áratuginn. Staðfæring þessa við-
fangsefnis kvenlegs hefndarþorsta
og stúlknaævintýra til nútíma
Reykjavíkurborgar er nokkuð vel
heppnuð en það verður seint sagt að
atburðarrásin sé sennileg enda er
það kannski ekki ætlunin.
Plottið býður upp á margar
fyndnar senur þar sem þær vinkon-
ur leggja á ráðin og hrekkja síðan
fórnarlömb sín með frumlegum
aðferðum. Saman við hefndarlýs-
ingarnar fléttast litlar fjölskyldu-,
ástar- og upprifjunarsögur sem eiga
að varpa ljósi á persónur bókarinn-
ar. Það er hins vegar erfitt að trúa á
þetta kvenfólk eða hafa samúð með
persónunum vegna þess að þeim
er lýst á mjög kaldhæðinn hátt og
þær virðast ekki stíga í vitið nema
þegar kemur að hugmyndaauðgi og
fatasmekk. Ef ég tek mér tungutak
bókarinnar í munn myndi ég segja
að persónurnar væru hreinlega of
„pathetik“ og „súperfisíal“.
Málfarið fór reyndar merkilega
mikið í mínar fínustu og hnyttn-
in hitti ekki í mark. Orðaleikir
og slangur í ætt við einkahúmor
skreyta textann frá fyrstu síðu og
hætta of fljótt að vera fyndnir. Þetta
er ekkert hreðjatak á íslenskunni og
þegar maður er ekki viss um hvort
stafsetningin sé innsláttarvilla eða
ásetningur tekur steininn úr. Þetta
er ekki frumleg bók, samtölin eru
skondin og aðstæðurnar á köflum
nokkuð skemmtilegar en fyrir mig
er þetta hvorki fugl né fiskur, þótt
grínið fari fram í 101 og Grafar-
holtinu gerist ekkert nýtt í þessari
sögu. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Hveitijafningur eða kaloríubomba?
DJÖFLATERTAN
HÖF. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR OG
ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR
ÚTG. VAKA HELGAFELL
Niðurstaða: Þetta er fljótlesin bók, fáar
hraðahindranir eða stílæfingar, einföld og
aðgengileg afþreying fyrir þá sem „fíla“ slíkt og
þurfa á djöflatertum að halda.
Inga Sólveig Friðjónsdóttir
ljósmyndari hefur gaman af því
að rölta um kirkjugarða. Hvar
sem hún kemur á ferðum sínum
um heiminn leitar hún uppi
kirkjugarða, og hefur að sjálf-
sögðu myndavélina með sér.
„Það er svo friðsælt og huggu-
legt að labba um svona garða. Og
alltaf nóg af myndefni,“ segir
Inga Sólveg, sem hefur opnað
sýningu á nokkrum ljósmyndum
úr kirkjugörðum í ljósmynda-
galleríi sínu, sem er til húsa að
Hverfisgötu 35. Sýninguna nefn-
ir hún Angelus, sem er latneskt
orð og þýðir engill.
„Þetta eru allt saman engla-
myndir. Þetta er jólasýning má
segja, og þess vegna ákvað ég
að hafa eingöngu englamyndir,
allt saman voðalega fallegt og
huggulegt.“ Ljósmyndir hennar
úr kirkjugörðum eru þó engan
veginn allar mjög huggulegar
ásýndum, enda þótt aðrar mynd-
ir hafi ekki fengið inni á þessari
sýningu.
„Sumar stytturnar geta orðið
hálf óhuggulegar þegar þær eru
orðnar mjög gamlar, hauslausar
og handalausar og komin skrít-
in áferð á þær. Þær eru ekkert
óskaplega fallegar.“
Inga Sólveig opnaði ljósmynda-
gallerí sitt við Hverfisgötuna
fyrir hálfu öðru ári, og hefur sýnt
þar að mestu eigin ljósmyndir.
Þetta er eina galleríið á landinu
sem sérstaklega er ætlað undir
ljósmyndasýningar, og Inga Sól-
veig hefur mikinn áhuga á að fá
aðra ljósmyndara til þess að sýna
hjá sér.
„Ég vona að ég geti haldið
þessu bara sem ljósmyndagalleríi
og lýsi hér með eftir ljósmynd-
urum sem eru að gera eitthvað
skemmtilegt og hafa áhuga á að
sýna.“
Ljósmyndir úr kirkjugörðum
ENGILL Á LEIÐI Ein af ljósmyndum Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur á sýningu hennar á
Hverfisgötu 35.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN