Fréttablaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 39
Miðvikudagur 21. desember 2005 – 38. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Novator með tilboð Félagið
Novator sem er í eigu Björgólfs
Thors hefur gert tilboð í þrettán
prósenta hlut í fjarskiptafyrir-
tækinu Netia. Novator stefnir
á að eignast 25 prósenta hlut í
félaginu
Dagsbrún íhugar kaup
Dagsbrún móðurfélag 365 miðla
íhugar nú kaup á fjölmiðlafélag-
inu Orkla media sem gefur meðal
annars út Berlingske Tidene,
Aftenposten og BT.
Fjórða stærst Actavis er orðið
fjórða stærsta fyrirtækið í sölu
samheitalyfja. Actavis náði
þessu marki þegar lyfjafyritækið
Alpharma var keypt. Yfirlýst
stefna fyrirtækisins er að vera á
meðal fimm stærstu fyrirtækj-
anna sem selja samheitalyf.
Sæplast flytur Sæplast hefur
flutt trollkúluframleiðslu sína til
Danmerkur. Ástæða flutningsins
er óhagstæð gengisþróun.
OR stækkar Orkuveitan tekur
við rekstri fráveitna fjögurra
sveitarfélaga um næstu áramót.
Alfreð Þorsteinsson segir að hol-
ræsagjald muni lækka um tíu
prósent í kjölfarið.
KB kaupir FIH Erhvervsbank
dótturfélag KB banka hefur
keypt 25 prósent hlut í félaginu
Icopal. Fyrirtækið sérhæfir sig í
framleiðslu þakplatna.
Afleiðusamningur í athugun
Yfirtökunefnd hefur óskað eftir
gögnum vegna afleiðusamnings-
ins sem gerður var vegna kaupa
Landsbankans í Oddaflugi dótt-
urfélagi FL Group
Kevin Stanford, einn stofnenda
Karen Millen og einn eigenda
Mosaic Fashion's hefur ásamt
Arev, fyrirtæki í eigu Jóns
Scheving Thorsteinsson, keypt
hlut í bresku tískukeðjunni
Ghost.
Ghost er keðja sem nýtur
mikillar virðingar fyrir hágæða
tískuhönnun. Times fjallaði um
kaupin í gær og segir Stanford og
Arev hafa keypt þrjátíu prósenta
hlut á ríflega fimm hundruð
milljónir króna.
Ghost er óskráð einkahluta-
félag og samkvæmt heimildum
Markaðarins horfa nýir hluthafar
til þess að áhersla stofnendanna
hafi verið á hönnun og tísku og
ýmsir möguleikar liggi í að þróa
viðskiptaþátt starfseminnar.
Kevin Stanford hefur tekið
þátt í fjárfestingum með Baugi,
en einnig náð góðum árangri í
skammtímafjárfestingu á bresk-
um smásölumarkaði. Þannig
hagnaðist hann um á annað
hundrað milljónir með kaup og
sölu á hlutabréfum í Marks og
Spencer. - hh
Stanford
kaupir í Ghost
Magnús Kristinsson, fjárfestir
frá Vestmannaeyjum, hefur
keypt stærsta bílaumboð á
Íslandi, P. Samúelsson sem er
umboðsaðili Toyota og Lexus.
Það er Smáey, fjárfestingarfélag
í eigu Magnúsar og fjölskyldu,
sem stendur að kaupunum.
Magnús tekur við félaginu fullur
eftirvæntingar: "Ég væri ekki að
þessu nema ég væri bjartsýnn
framtíðina og sæi tækifæri til að
hagnast á þessum kaupum." Toyota
hefur verið söluhæsta bílategundin
á Íslandi síðan 1988 og hvergi er
markaðshlutdeild Toyota meiri.
"Ætli maður verði ekki bara að
Toyota-væða alla þjóðina," segir
hann aðspurður um hvort hægt
sé að auka markaðshlutdeildina
frekar.
Á síðasta ári seldi umboðið um
3.500 Toyota-bifreiðar en fjöldi
seldra bifreiða verður vel yfir
fjögur þúsund á þessu ári.
Seljendur eru Páll Samúelsson
og fjölskylda sem hafa starfað
við fyrirtækið í 35 ár. Starfsmenn
félagsins eru um 150 talsins.
Kaupverð fæst ekki uppgefið
en samkvæmt heimildum voru
eignir félagsins metnar á yfir tvo
milljarða króna.- eþa
Magnús festir kaup á Toyota
Selja yfir fjögur þúsund bíla á ári. 35 ára starfi Páls Samúelssonar lokið.
MAGNÚS KRISTINSSON KAUPIR TOYOTA
Útgerðarmaður og stór hluthafi í Straumi
sem kemur nú einnig að bílasölu.
Björgvin Guðmundsson
skrifar
"Á undanförnum mánuðum hefur fleiri málum verið
vísað til Fjármálaeftirlitsins en við höfum viljað
sjá," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar
Íslands. Tengjast flest málanna viðskiptum inn-
herja með bréf í skráðum félögum. Undanfarna
þrjá mánuði hefur starfsfólk Kauphallarinnar bent
Fjármálaeftirlitinu á sex tilvik sem eru nú til frek-
ari skoðunar hjá eftirlitinu. Aðilar málsins eru ekki
alltaf látnir vita til að spilla ekki fyrir rannsókn-
arhagsmunum. Niðurstöðu er að vænta snemma
á næsta ári, segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins.
"Málin tengjast flest innhverjaviðskiptum. Þá er
það venjulega í kjölfar einhverra óvenjulegra verð-
hreyfinga sem hafa orðið með hluti í félögum, til
dæmis fyrir birtingu uppgjöra eða tilkynninga um
mikilvæga samninga. Þess vegna hafa vaknað spurn-
ingar hvort gætt hafi verið að meðferð upplýsinga í
aðdraganda þessara tilkynninga. Það er gríðarlega
mikilvægt að tryggja með réttum hætti að upplýsing-
ar séu í þröngum hópi," segir Þórður. Tilvikum sem
þessum hafi fjölgað núna í ár.
"Þetta tengist því að hluta að það hefur verið
mikið að gerast á markaðnum ¿ miklar verðbreyt-
ingar. Engu að síður leggjum við mjög mikla áherslu
á að menn vandi til verka svo ekki sé hætta á að við-
skiptahættir séu með þeim hætti að þeir grafi undan
markaðnum," segir forstjóri Kauphallarinnar.
Rannsókn á innherjaviðskiptum er á verksviði
Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin sendir til eftirlitsins
mál sem vekja upp spurningar og byggjast á gögnum
úr viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Fjármálaeftirlitið
rannsakar málin frekar og beitir stjórnvaldssektum
ef ástæða þykir til.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að samkvæmt
nýrri gagnsæisstefnu eftirlitsins séu upplýsingar um
ástæður stjórnvaldssekta birtar á heimasíðu. Fari
svo verði niðurstöður í málum, sem komu til með-
ferðar eftir aðalfund í nóvember, birtar eftir áramót.
Kærufrestur þurfi að líða, sem er þrír mánuðir.
"Ef menn hafa ekki verið að vanda sig nógu mikið í
tengslum við viðskipti er mikilvægt að það komi upp
á yfirborðið núna. Það þarf að gefa aðilum á mark-
aðnum skýr skilaboð um að innhverjaviðskipti eru
ekki í nægilega föstum skorðum," segir Þórður.
"Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að beita stjórn-
valdssektum vegna brota á ákvæðum um rannsóknar-
og tilkynningarskyldu innherja og skil á innherjalist-
um," sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins á aðalfundi í
síðasta mánuði. Tólf mál hafi endað með stjórnvalds-
sektum í fyrra. Þau voru hins vegar ekki gerð opinber
þar sem Fjármálaeftirlitið hafði ekki tekið upp gagn-
sæisstefnuna, sem nú er unnið eftir. Á hún að veita
markaðsaðilum aukið aðhald.
Fleiri innherjamál send
til Fjármálaeftirlitsins
Mikil viðskipti og örar verðbreytingar félaga í Kauphöll
Íslands hafa sett viðvörunarbjöllur oft af stað.
Júlíus Jón Jónsson, forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja (HS), ætlar
að lækka raforku til viðskiptavina
um áramótin. Hann segir að búið
hafi verið að ákveða það þegar
Orkuveita Reykjavíkur dreifði
miða í hús í Hafnarfirði þar
sem auglýst var lægri gjaldskrá
hjá þeim en HS, en samkeppni
í raforkusölu á að hefjast um
áramót.
Júlíus segir reyndar að ekki sé
allt tilbúið og fresta eigi samkeppni
milli raforkuframleiðenda um allt
að þrjá mánuði. Prufukeyra eigi
nýja kerfið fyrst.
Aðspurður hvort hann ætli að
svara í sömu mynt og auglýsa
ódýra raforku í Reykjavík segir
hann enga ákvörðun hafa verið
tekna um það. Það sé ekki mikið
upp úr slíku að hafa og ekki verði
farið í mikla auglýsingaherferð.
Allir sem vilja séu samt velkomnir
í viðskipti við HS. - bg
Keppa um
kaupendur
Ítalía
Seðlabankastjóri
Ítalíu hættir
4
Samkeppnishæfur sjávarútvegur
Meira frelsi betra en
minna
10-11
Einkaneyslan
Neyslufyllerí í
rénun
4
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Gott til síðasta dropa