Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 4

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 4
4 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR eftir 3 daga ! GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 14.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,68 63,98 Sterlingspund 110,62 111,16 Evra 75,78 76,2 Dönsk króna 10,15 10,21 Norsk króna 9,319 9,373 Sænsk króna 8,11 8,158 Japanskt jen 0,5419 0,5451 SDR 91,43 91,97 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,4691 ÍSRAEL, AP Meðlimir herskáu Hamas- hreyfingarinnar gerðu gys að frétt- um um að ríkisstjórnir Ísraels og Bandaríkjanna væru að leita leiða til að knésetja komandi ríkisstjórn Palestínu, sem Hamas mun leiða, nema hreyfingin afneiti ofbeldi. Ónafngreindir talsmenn rík- isstjórnar Ísraels, þar með talinn talsmaður utanríkisráðuneytis landsins, sðgðu fréttamönnum að helst væru það fjárhagslegar þving- anir sem ráðamenn Bandaríkjanna og Ísraels væru að kanna. Vonast er til að finni Palestínubúar fyrir versnandi fjárhag landsins, muni þeir óska aftur eftir fráfarandi for- sætisráðherra landsins, Mahmoud Abbas sem tilheyrir Fatah-hreyf- ingunni. Abbas hefur misst mikið fylgi í landinu því stjórn hans virt- ist um megn að koma í veg fyrir víð- tæka spillingu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar neituðu orðróminum. Mushir al Masri, einn leiðtoga Hamas, sagði tilraun Bandaríkj- anna og Ísraels vera hræsni. „Þetta stríðir gegn lýðræðinu sem Banda- ríkjamenn kalla stöðugt eftir,“ sagði al Masri. Aðrir talsmenn hreyfing- arinnar telja að líkur séu á að Pal- estínubúar muni einfaldlega kenna Ísrael og Bandaríkjunum um fjár- skort landsins, en Palestína reiðir sig mikið á alþjóðleg fjárframlög. Í gær bað Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, Abbas um að leita leiða til að afvopna fylgis- menn Hamas. Jafnframt tilkynnti Olmert að ekki kæmi til greina að Ísrael myndi leita samninga við Hamas, svo lengi sem hreyfingin neitaði að viðurkenna tilvist Ísraels. Olmert lét þessi orð falla í ræðu sem hann hélt fyrir bandaríska gyðinga sem voru í heimsókn í Ísrael. Jafnframt hélt varnarmálaráð- herra Ísraels því fram að forseti Egyptalands Hosni Mubarak hefði sagt sér að hann teldi að leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar myndu sjá að sér og fara eftir þeim ákvæðum sem Ísrael og Vesturlönd hafa farið fram á, en þau ákvæði eru að afneita ofbeldi, að viðurkenna tilverurétt Ísraels og að fylgja þeim ákvörð- unum sem fráfarandi heimastjórn Palestínu hefur tekið. Leiðtogar Hamas-hreyfingar- innar hafa hins vegar lofað Ísrael- um friði gegn því að þeir dragi allt herlið sitt frá þeim svæðum sem Palestínumenn gera tilkall til, eða að landamærum Palestínu sem voru í gildi þar til á sjöunda áratugnum. smk@frettabladid.is Leita leiða til að knésetja Hamas Ráðamenn Ísraels- og Bandaríkjastjórna eru nú sagðir eiga í viðræðum um hvernig best sé að neyða komandi heimastjórn Palestínu til samvinnu og friðar. Talsmenn Hamas-hreyfingarinnar segja fréttirnar léttvægar. STUÐNINGUR VIÐ HAMAS Palestínskt barn með byssu og borða merktan Hamas-hreyf- ingunni stendur á fána Ísraels á 16 ára afmælisdegi Hamas-hreyfingarinnar fyrir tveimur árum. Þó talsmenn Hamas neiti að viðurkenna tilverurétt Ísraels, þá segjst sumir þeirra vera tilbúnir að semja um frið við Ísrael hopi ríkisstjórnin með herlið sitt aftur að þeim landamærum sem voru í gildi fram til ársins 1967. NORDICPHOTOS/AFP MANNRÉTTINDI, AP Bandarískir her- menn frömdu mannréttindabrot á og pyntuðu fanga sem hafði voru í haldi í fangelsinu í Guantanamo, að því er fram kemur í drögum að nýrri skýrslu mannréttindanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna. Pyntingarnar fólust meðal ann- ars í því að neyða fanga í hungur- verkfalli til að neyta fæðu og nota yfirheyrsluaðferðir eins og ein- angrun, ljós, hitastig og hávaða. Best væri ef stjórnin léti loka fangelsinu og endurskoðaði heim- ilaðar yfirheyrsluaðferðir, segir í skýrslunni. Bandarísk yfirvöld segja skýrsluna byggða á röngum heim- ildum og gróusögum. Um 500 fangar dúsa nú í fangabúðunum, grunaðir um aðild að al-Kaída samtökunum eða fyrrverandi talíbana-ríkisstjórn Afganistan. Aðeins um 10 þeirra hafa verið formlega ákærðir. - smk SÞ sakar BNA um pyntingar: Ættu að láta loka fangelsinu FANGI Í GUANTANAMO Fangi í Guantana- mo-fangelsinu. Myndin er tekin árið 2002. NORDICPHOTOS/AFP MÚHAMEÐSTEIKNINGAR, AP Yfir 1000 æstir mótmælendur, mestmegnis námsmenn, réðust inn í diplóm- atahverfi Islamabad, höfuðborgar Pakistans í gær á meðan þúsundir trúbræðra þeirra gengu berserks- gang í útibúum vestrænna fyrir- tækja í Islamabad og næststærstu borg landsins Lahore. Tveir menn létu lífið í óeirðunum. Þetta voru ofbeldisfyllstu mótmælin til þessa í Pakistan vegna Múhameðsteikn- inganna. Lögregla skaut upp í loftið til að dreifa æstum múg í Lahore í austurhluta landsins. Steinum var kastað og gluggar brotnir á Holiday Inn-hóteli og keðjuveit- ingastöðunum Pizza Hut, KFC og McDonald‘s. Í skrílslátunum skemmdust líka yfir 200 bílar, tveir bankar og tugir verslana. Stór mynd af Pervez Musharraf, forseta landsins, var brennd. Að sögn pakistanskra leyni- þjónustumanna leikur grunur á að öfgasamtök múslíma ali á múgæsingu í garð Vesturlanda og forsetans sem er fylgjandi nánu samstarfi við Bandaríkin og Vest- urlönd. Táragasský lá yfir vett- vangi óeirðanna er hamagangin- um linnti. - aa ÓEIRÐASEGGUR TEKINN Pakistanskir lögreglumenn draga handtekinn óeirðasegg af vett- vangi í Islamabad í gær. Lögreglan þótti annars fara sér hægt í að halda aftur af mótmæl- endum. NORDICPHOTOS/AFP Fjöldamótmæli vegna Múhameðsteikninga fara úr böndunum í Pakistan: Gengu berserksgang í Lahore LITHÁEN Verkfræðistofurnar Hnit og Hnit-Baltic stofnuðu í fyrra arkitektastofuna Arso ásamt íslensku arkitektastofunni Arkís og er Arso þegar ein af þeim stærstu í Litháen. Arkitektastof- an hefur nú þegar tvö stór verkefni, hönnun á tveimur samtals 30 þúsund fermetra versl- a na miðstöðv um fyrir Rúmfatalag- erinn á Íslandi en Rúmfatalager- inn rekur fjöldamargar verslanir undir nafninu Jysk í Litháen og Lettlandi. Nýju verslanamið- stöðvarnar verða í Kaunas og Klaipeda. Starfsmenn Arso eru um 20 en verða sennilega helmingi fleiri í lok ársins. Stærsta stofan í Lithá- en hefur 40 starfsmenn. Sigitas segir stefnt að því að Arso verði stærsta stofan. - ghs Íslensk arkitektastofa í Litháen: Hannar tvo stórmarkaði LITHÁEN Íslenska verkfræðistofan heitir Hnit-Baltic Geoinfoservis- as og er til húsa í Vilnius. Hnit- Baltic hefur skrifstofur í öllum Eystrasaltslöndunum þremur og hefur mjög sterka stöðu á mark- aðnum þar, sérstaklega í Litháen og Lettlandi. Stofan í Eistlandi vinnur á en hún var ekki opnuð fyrr en 2004. Guðmundur Björnsson, verk- fræðingur hjá Hnit, stofnaði Hnit-Baltic í samvinnu við lithá- íska verkfræðinga árið 1993 en stofan er í meirihlutaeigu Hnits. Starfsemin gengur út á að selja bandarískan hugbúnað, ESRI, og selja og kenna á GIS-kerfi, kort og staðsetningarhugbúnað. Velta Hnit-Baltic var um 2,7 milljónir evra árið 2004 og nettó- hagnaður var tæplega 500 þús- und evrur. Viðskiptin eiga sér stað í yfirgnæfandi meirihluta í Eystrasaltslöndunum, eða í um 95 prósentum tilfella. Starfs- mennirnir eru um 60 alls, þar af er meirihlutinn í Vilníus. Við- skiptavinirnir eru um 400 talsins og eru þeir staðsettir út um allan heim. „Við erum markaðsleiðandi í Eystrasaltslöndunum,“ segir Vaidatas Sankalas, framkvæmda- stjóri Hnit-Baltic Geoinfo- servisas. ■ VAIDATAS SANKALAS Framkvæmdastjóri hjá verkfræðistofunni Hnit-Baltic Geoinfoservisas í Vilníus. Stofan er í eigu Hnits. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Íslensk verkfræðistofa er umsvifamikil í byggingageiranum í Litháen: Hefur ráðandi markaðshlutdeild BRETLAND Breska þingið sam- þykkti í gær að banna reykingar á öllum börum og einkaklúbbum í Englandi, samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Búist er við að bannið taki fullt gildi árið 2007. Undanfarnar vikur hafa þing- menn rifist heiftarlega um hversu víðtækt bannið skuli vera, en þegar hafa reykingar verið bann- aðar á börum og næturklúbbum í Skotlandi og á Norður-Írlandi, og gert er ráð fyrir að Wales fylgi í kjölfarið innan tíðar. Talið er að um 600.000 manns muni hætta að reykja í kjölfar bannsins. Um 30 manns látast á degi hverjum í Englandi vegna óbeinna reyk- inga. - smk Bretar banna reykingar: Reykingabann á öllum börum SIGITAS RIM- KEVICIUS Arkitekt hjá Arso í Vilníus. Taka hluta ábyrgðarinnar Danskir öfgasinnaðir múslimar tóku í gær á sig hluta af ábyrgðinni á ofstækisfullum mótmælendum gegn Múhameðsteikn- ingunum sem birtust í Jótlandspóstin- um. Þeir sögðust þó ekki sjá eftir ferð sinni til Mið-Austurlanda, þar sem þeir hvöttu múslíma til mótmælanna. Þeir höfðu farið til að sækja þann stuðning sem aðrir danskir múslímar gáfu þeim ekki. DANMÖRK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.