Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 10

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 10
10 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ������������������������������������������� ���������������������������������� ���������� �������������������� ������������ ���������� ������������� ��������� ����������� ����������� ����� BDF Beiersdorf SKIPULAGSMÁL Fimmtán hæða turn mun rísa við Smáralind sam- kvæmt nýju skipulagi sem sam- þykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Bygging turnsins var sam- þykkt í bæjarstjórn í gær en með tilkomu hans mun skrifstofu- og verslunarrými í Smáralind aukast um 16 þúsund fermetra en turninn verður 15 hæðir. Verður hann viðbót við turn þann er til stendur að hefja bygg- ingu á innan tíðar á Smáratorgi í nokkur hundruð metra fjarlægð. Sá turn verður svipaður að hæð og verða turnarnir þá töluvert hærri en Hús verslunarinnar í Reykjavík til samanburðar en sú bygging er tólf hæðir. Sigrún Jónsdóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af þeim hugsanlegu áhrifum sem þetta getur haft á Lindahverfið og hverfin í kring. „Ég tel sjálfsagt að kynna slík- ar stórframkvæmdir mun betur fyrir íbúum en gert hefur verið því ég tel víst að bygging þessa turns til viðbótar við þann sem einnig á eftir að byggja á Smára- torgi eigi eftir að hafa gríðar- leg áhrif. Þetta þýðir stóraukna umferð og hún er þung oft á tíðum nú þegar.“ - aöe FIMMTÁN HÆÐA SKRIFSTOFURÝMI Við þennan enda Smáralindar mun rísa fimmt- án hæða turn gangi allt eftir. Verða því tveir slíkir á svæðinu innan fárra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þúsundir fermetra undir skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í Kópavogi: Tveir turnar við Smáralind ÍRAK, AP Yfirvöld í Basra klipptu í gær á alla samvinnu við breska herinn, degi eftir að breskar og arabískar sjónvarpsstöðvar sýndu myndband sem yfirmaður í breska hernum er sagður hafa tekið upp í Írak árið 2004 og sýnir breska hermenn beita unga Íraka ofbeldi. Talið er að atvikið hafi átt sér stað í borginni Amarah, skammt frá Basra. Jafnframt hafa borgaryfirvöld farið fram á að danskir hermenn yfirgefi svæðið en bætt við Dön- unum verði hleypt aftur inn biðj- ist ríkisstjórn þeirra afsökunar á Múhameðsteikningunum. Søren Gade, varnarmálaráðherra Dan- merkur, sagði utanríkisstefnu Dana ekki byggjast á yfirvöld- um í Basra og að hermennirnir myndu sitja sem fastast. Nokkrir Írakar gáfu sig fram í gær og sögðust hafa verið í hópi þeirra sem beittir voru ofbeldi á myndbandinu, en þeir hefðu verið í hópi atvinnulausra ungmenna sem mótmælt hefðu bágum kjörum sínum. Þeir réðust að hermönnum með grjótkasti. Að minnsta kosti tveir þeirra hafa hótað að kæra breska herinn. Breska herlögreglan rannsakar nú málið og að sögn talsmanns hennar hefur einn maður verið handtekinn. - smk Ofbeldi breskra hermanna í Írak vekur mikla reiði í Basra: Samvinnu hætt við Breta VETTVANGSRANNSÓKN Írösk yfirvöld rannsaka svæðið þar sem breskir hermenn eru sagðir hafa beitt Íraka ofbeldi í Amarah. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.