Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 22

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 22
[ ]Sumarbústaðaferðir með fjölskyldunni, vinunum eða saumaklúbbnum geta verið mjög skemmtilegar. Á veturna er tilvalið að skreppa í sumarbústað helgi og helgi. „Við eigum að selja erlendum ferðamönnum sérstöðu Ís- lands og við eigum að stunda sölumennskuna af metnaði og fagmennsku. Myrkur, kuldi, auðn, jarðhiti, gljúfur og grjót getur verið afbragðs söluvara – ef því er pakkað í réttar um- búðir,“ segir Akureyringurinn Sigurbjörg Árnadóttir. Sigurbjörg þekkir vel til ferða- mála, bæði í Finnlandi og á Íslandi en hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá finnskum ferðaskrifstofum auk þess sem hún hefur skrifað einu ferðahandbókina um Ísland sem til er á finnsku. Sigurbjörg rekur nú ráðgjafafyrirtækið Bjálkann og stýrir verkefninu Knörrinn, hafið og síldin, en það er samvinnuverkefni Norð- manna og Íslendinga í menningar- tengdri ferðaþjónustu, atvinnu- og byggðaþróun. Sigurbjörg segir að Finnum hafi á síðustu tuttugu árum tekist að stemma stigu við fólksflótta úr strjálbýli Lapplands og gera land- ið að vinsælum áningarstað ferða- manna. „Við eigum að læra af Finnum hvernig þeir vinna saman og hafa með samstöðu mótað sér skýra ímynd. Um þrjár millljónir ferðamanna sækja árlega Lapp- land heim til að njóta ósnortinn- ar náttúru og upplifa norðurljós, myrkur, kulda, kyrrð, nætursól og önnur náttúru- og menningar- auðæfi Finna,“ segir Sigurbjörg. „Lappland er í hugum þessara ferðalanga landið þar sem hinn eini sanni jólasveinn hefur aðset- ur, landið þar sem norðurljósin dansa á veturna og sól sest ekki á sumrin. Land friðsældar þar sem þú getur verið einn með sjálfum þér í áþreifanlegri kyrrð, fjarri hávaðamengun og neonljósum stórborganna. Sama lýsing gæti átt við um Ísland en af hverju koma þessir ferðamenn ekki hing- að?“ spyr Sigurbjörg. Stórt er spurt en Sigurbjög telur sig hafa svarið. „Ísland skortir vel skilgreinda ímynd sem hægt er að selja. Hver höndin vinnur gegn annarri í ferðaþjón- ustunni og skilningur og stuðning- ur stjórnvalda er sami og enginn. Sveitarstjórnarmenn trúa margir hverjir ekki á ferðaþjónustu sem alvöru atvinnugrein og þeir sem sinna ferðaþjónustunni þjást af metnaðarleysi og skorti á sjálfs- gagnrýni.“ Sigurbjörg segir að í desem- ber flykkist fólk til Lapplands til að berja augum hinn eina sanna jólasvein. „Íslendingar eiga falin verðmæti í sínum 13 jólasveinum. Þessir yndislegu og prakkaralegu hrekkjalómar hafa mikla sérstöðu á meðal jólasveina heimsins og það eigum við tvímælalaust að nýta okkur,“ segir Sigurbjörg. Samvinna er lykilatriði að mati Sigurbjargar ef fjölga á erlendum ferðamönnum til Íslands. „Ferða- þjónusta er ímynd sem þú selur og það verða allir að standa saman að baki þeirri ímynd þannig að hún sé sönn. Stjórnvöld eiga að leggja línurnar varðandi ímynd- ina en síðan þarf hvert svæði, eða sveitafélag, að skilgreina ímynd sína í samræmi við heildarímynd- ina. Hvert einasta fyrirtæki þarf einnig að skapa sér sína sérstöðu; finna sína eigin ímynd. Öll heildin þarf síðan að hljóma eins og vel stillt hljóðfæri. Takist okkur þetta getur íslensk ferðaþjónusta orðið að þeirri stóriðju sem margir bera væntingar til,“ segir Sigurbjörg. kk@frettabladid.is Í steinum er falin stóriðja Íslensku jólasveinarnir, myrkrið, norðurljósin, fjöllin, heita vatnið og auðnin eru góð söluvara að mati Sigurbjargar; að því gefnu að umbúð- irnar séu réttar. Ísafold Travel býður upp á 8 daga skíðaferð á Snowbird- og Alta-svæðin í Utah. Örfá sæti eru laus í skíðaferð til Utah dagana 20.-27. mars á vegum Ísafold Travel. Dvalið verður á Snowbird og Alta svæðunum í nágrenni Salt Lake City, en þau eru talin vera mjög falleg og skemmtileg skíðasvæði. Þar eru í boði framúrskarandi aðstæður til skíðaiðkunnar enda voru Ólymp- íuleikarnir haldnir þar árið 2002. Fyrir utan skíðaiðkunina er möguleiki á heimsókn í byggðir Vestur-Íslendinga í Spanish Fork. Farið verður til Sundance þar sem leikarinn Robert Redford hefur byggt upp útivistar- og menning- arsvæði eftir sínum hugmyndum og umhverfisstefnu og í leiðinni fræðst um hans hugmyndastefnu. Einnig er hægt að fara í áhuga- verða skoðunarferð um ólympíu- svæðið í Park City og Salt Lake City 26. mars fyrir þá sem hafa hug á að stíga af skíðunum, auk fjölda annarra uppákoma. Innifalið í verði er íslensk far- arstjórn, gisting í tvíbýli með baði, passi sem gildir á Snowbird-, Alta, Solitude- og Brighton-svæðin og flug til og frá Salt Lake City. Átta daga skíðaferð til Utah Gott er að fara á skíði í Utah. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.