Fréttablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 5 Gönguferð um Cinque Terre FERÐASKRIFSTOFAN ÍSLANDSVINIR LEGGUR ÍTALÍU UNDIR FÓT ÞAR SEM GENGIÐ VERÐUR UM ÞORPIN Í CINQUE TERRE. Þann 24. til 31. maí ætlar ferða- skrifstofan Íslandsvinir með Sigrún Elefsen sem fararstjóra að ganga um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu. Göngusvæðið er vel geymd ferðaperla og gefur öðrum þekktari göngusvæðum ekkert eftir. Cinque Terre heitir eftir þorpunum fimm, Monterosso, Veranazza, Corn- iglia, Manarola og Riomaggiore en þorpin hanga utan í bröttum hlíðum við ströndina sunnan við Genúa. Á milli þorpanna liggur fjöldi göngu- stíga, ýmist um þverhnípta kletta eða grænar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Náttúrufegurðin er óviðjafnanleg og göngugarpar munu þræða sannkallað sögu og menning- arsvæði og er þetta draumaferð fyrir þá sem vilja blanda saman hæfilegri útiveru og þægindum í fögru umhverfi og fá ítalska stemmningu beint í æð. Skíðaganga um Landmannalaugar NÆSTU HELGI MUN FERÐAFÉLAG ÍSLANDS GANGA INN JÖKUGIL. FÆRÐ MUN RÁÐA LEIÐUM. Ferðafélag Íslands ætlar um næstu helgi í vetrar- og gönguskíðaferð í Landmannalaugar. Lagt verður af stað á föstudagsmorgni klukkan hálf átta. Stoppað verður í morgunkaffi í Hálendismiðstöðinni á Hrauneyjum þar sem lagt verður endanlega á ráðin um hvaða leið verður gengin á gönguskíðunum. Á laugardeginum verður svo gengið annað hvort á gönguskíðum eða skósólum inn í Jökulgil og víðar. Ferðin er ætluð fólki sem er í góðri þjálfun og hefur reynslu af skíðagöngu. Áætlaður göngutími hvern dag er um sex til átta tímar. Fararstjóri verður Páll Guðmundsson. Aukaferð til Costa del Sol í apríl TIL AÐ MÆTA MIKILLI EFTIRSPURN BJÓÐA HEIMSFERÐIR AUKAFERÐ TIL COSTA DEL SOL UM PÁSKANA. Heimsferðir mæta eftirspurn og bæta við ferð til Costa del Sol dagana 11. til 23. apríl. Costa del Sol hefur löngum verið vinsæll áfangastaður Íslendinga og seldust ferðir þangað um páskana upp á skotstundu. Ströndin á Costa del Sol er ein sú hreinasta í Evrópu og þar má einnig finna glæsilega gististaði og gott úrval veitingastaða. Costa del Sol er staðsett í suðurhluta Andalúsíu sem er einn sögufrægasti hluti landsins. ferðir } Reykjavík Excursions Kynn- isferðir býður upp á ferð um söguslóðir í nágrenni Reykja- víkur. Víða er farið í þessari ferð Kynn- isferða um staði úr sögu Íslend- inga en ferðin hefst á bænum þar sem Egill Skallagrímsson ólst upp. Fjallað er um sigra hans og sögu á meðan ferðast er um Borg- arfjörðinn. Við tekur svo saga Gunnlaugs Ormstungu sem var uppi þegar sonur Egils Skalla- grímssonar, Þorsteinn, hafði tekið við búinu. Þaðan er farið í Reykholt og fræðst um Snorra Sturluson og verk hans, en Snorri bjó í Reyk- holti nær allt sitt líf. Snorra- stofa er skoðuð, Hraunfossar og Deildartunguhver. Boðið er upp á veitingar á veitingastaðnum Tímanum og Vatnnu við Grímsá. Ferðin endar svo á skoðunarferð um Hvalfjörð. Lagt er af stað klukkan 9.00 á mánudags-, þriðjudags-, mið- vikudags- og sunnudagsmorgnum frá hótelum og gistiheimilum á Reykjavíkursvæðinu. Ferðin miðast aðallega við erlenda ferða- menn og er leiðsögnin á ensku. Frekari upplýsingar má finna á www.re.is. Hringferð um söguslóðir Snorralaug í Reykholti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.