Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 24

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 24
[ ] “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.“ Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ...næsta námskeið 28. febrúar –––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––- “...á námskeiðinu fékk ég svörin og ábendingarnar sem mig vantaði.“ Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur ... næsta námstækninámskeið hefst 18. febrúar Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Stúdentadansflokkurinn er nýstofnaður listdansflokkur stúdenta Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. For- maður Stúdentadansflokksins er Margrét Anna Einarsdóttir. Margrét Anna er laganemi á öðru ári í Háskólanum í Reykjavík og klassískt menntuð ballerína úr Listdansskóla Íslands. Hún byrj- aði að læra dans þegar hún var tíu ára og hefur tekið þátt í fjölda sýninga og meðal annars nokkrum nemendamótssýningum Verslun- arskóla Íslands þaðan sem hún er stúdent. „Eftir að ég byrjaði í háskólanum fann ég að það var ekkert dansnám hér á Íslandi sem mætti mínum þörfum og ég vissi að það væru fleiri dansar- ar að kljást við það sama,“ segir Margrét Anna. Hún fór því á fund rektora háskólanna tveggja og sótti um styrk til þess að stofna listdansflokk, sem hún fékk. „Ég hugsaði með mér að þar sem við hefðum alla aðstöðu hérna á Íslandi, kennara og sal, þá þyrfti bara að gera þetta. Ég var ekki til- búin að leggja dansskóna á hilluna og ákvað bara að slá til.“ Helena Jónsdóttir var fengin til að vera listrænn dansstjórn- andi flokksins og næsta skref var síðan að halda inntökupróf og velja dansara í hann. „Það voru um fimmtíu dansarar sem sóttu um og ellefu sem komust inn. Við vorum með ákveðnar hugmyndir um það hvernig við vildum hafa dansflokkinn, hvernig uppbygg- ingin ætti að vera og hvernig kar- akterum við værum að leita að. Það var ákveðinn standard sem við vorum með og þessi ellefu sem komust inn voru þau sem stóðu upp úr.“ Dansararnir sem skipa flokk- inn koma úr bæði úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykja- vík. „Það eru aðeins fleiri úr Háskóla Íslands en Háskólanum í Reykjavík í dansflokknum. Flest- ir eru í kringum tvítugt og þetta eru krakkar sem eru að læra lög- fræði, læknisfræði, verkfræði, lyfjafræði og ýmislegt annað svo þetta er mjög akademískt fólk. Það eru tveir strákar í flokknum og níu stelpur en það er bara eðli- legt þar sem það eru venjulega frekar fáir strákar í dansi,“ segir Margrét Anna. Listdansflokkurinn hóf æfing- ar 1. febrúar í Listdansskóla Íslands þar sem hann er með æfingaraðstöðu. „Næstu vikur verðum við bara að æfa stíft og samrýma okkur og finna styrk hópsins,“ segir Margrét Anna, sem er bjartsýn á framtíð Stúd- entadansflokksins. „Stúdenta- dansflokkurinn á að halda áfram um ókomin ár,“ segir hún. emilia@frettabladid.is Nýstofnaður stúdenta- dansflokkur HÍ og HR Margrét Anna Einarsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson, meðstjórnandi Stúdentadansflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Námstækninámskeið geta verið góð fyrir þá sem eiga erfitt með að skipuleggja sig í námi. Námið gengur yfirleitt betur ef námstæknin er rétt. Gítar námskeið 10 vikur – hefst 20. feb -Einkatímar- Uppl. í síma 581 1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is • 5 vikna talnámskeið hefjast 22. febrúar • 5 vikna ævintýranámskeið fyrir börn hefjast 25. febrúar. • 5 vikna námskeið fyrir 10. bekk • Málaskólar erlendis Þeir sem hafa hug á að þreyta inntökupróf í listaháskóla geta sótt námskeið á vegum Mið- stöðvar símenntunar í Hafnar- firði og búið sig undir prófið. Miðstöð símenntunar í Hafnar- firði hefur ákveðið að halda nám- skeið sem undirbýr fólk fyrir inntökupróf í leiklistarháskóla. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa hug á að þreyta inngöng- upróf í listaháskóla hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Á námskeiðinu verður meðal annars lögð áhersla á að nemend- ur læri dans- og söngrútínu til að sýna í inntökuprófi. Einnig verður farið í spuna, leikræna tjáningu og texta ásamt því að nemendur fá leiðsögn í vali á texta og einræð- um til flutnings í inntökuprófum. „Fyrsta námskeiðið gekk mjög vel og greinilegt að þetta skilaði miklum árangri. Þeim sem höfðu sótt námskeiðið farnaðist mun betur þegar kom að því að taka inntökupróf,“ segir Margrét Áka- dóttir leikari og leiklistarmeð- ferðarfræðingur og einn kennari námskeiðisins. „Það sem við vinn- um mest með á námskeiðinu eru æfingar í færni svo hæfileikar nemendanna og skapandi hugsun þeirra fái notið sín undir miklu álagi. Enda eru umsækjendur undir gríðarlegu álagi í inntöku- prófum.“ Námskeiðið er 50 stundir og hefst það 20. febrúar og lýkur 8. mars. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga auk helgarnámskeið- is 4. og 5. mars. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á því sem nemendurnir lærðu og verða próf- dómarar á svæðinu, sem er liður í að nemendur æfi hæfileika sína og færni undir því mikla álagi sem inntökupróf er. Kennarar námskeiðisins eru, frá hægri talið, Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur, Agnar Egill Jónsson, leikari og leikstjóri, Margrét Ákadóttir leikari og leiklistarmeðferðarfræðingur. Ainu Freyja Järväla kenndi á námskeiðinu í fyrra en kemur ekki til með að kenna að þessu sinni. Við hlið hennar er Matthildur Matthíasdóttir, söngkona og söngkennari og Ingibjörg Björnsdóttir danshöfundur. Leikarar framtíðarinnar undirbúnir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.