Fréttablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 36
MARKAÐURINN 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Horft var til framtíðar á nýafstöðnu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, en þó ekki lengra en til ársins 2015. Á þinginu var kynnt metnaðarfullt markmið um að árið 2015 yrði landið það samkeppnishæf- asta í heimi, en síðustu ár höfum við mjak- ast æ ofar á lista þjóða þar sem borin er saman samkeppnishæfni. Kynnt var skýrsla framtíðarhóps Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík þar sem fjallað er um hvað þurfi til svo að þessu mark- miði verði náð, en kallaður var til fjöldi forystumanna úr viðskiptalífinu, háskólum og menningarstofnunum til að ræða framtíðina. Jón Karl Ólafsson, fráfar- andi formaður Viðskiptaráðs, áréttaði reyndar í ræðu sinni á viðskiptaþingi hversu erfitt það væri að ætla að spá fyrir um framtíðina. Hann benti á að fyrir um tíu árum síðan hefði verið talið fásinna að spá því að á áratug mætti tvö- falda fjölda háskólanema, að árlegur hagnaður viðskipta- bankanna næmi um tíu pró- sentum af landsframleiðslu, að Ísland yrði fjórða samkeppnishæfasta land í heimi eða að erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja yrðu meira en fimmt- ungi fleiri en næmi samanlagðri íbúatölu Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar, Grindavíkur, Akraness, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Reykjanesbæjar. Hann sagðist hins vegar telja að í framtíðarskýrslu Viðskiptaráðs væru sett fram raunhæf markmið. Þá sagði hann ráðið myndu beita sér fyrir því að á þessu ári færi fram umræða á ýmsum sviðum þjóðlífsins um langtímastefnumótun fyrir landið. UMBÆTUR Í STJÓRNKERFINU Í framtíðarskýrslunni er lögð áhersla á ein- földun stjórnkerfisins og að áfram verði haldið með skattalækkanir sem skilað hafi miklum og góðum árangri í eflingu atvinnu- lífsins. „Innleiðing EES-samningsins hefur haft mjög mikil og ráðandi áhrif á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Að sama skapi má slá því föstu að skattalækkanir á fyrirtæki hér á landi úr 30 í 18 prósent voru sennilega bestu og árangursríkustu aðgerðir stjórnvalda í seinni tíð. Með aðgerðinni sýndu stjórnvöld þá víðsýni og stefnufestu, sem nauðsynleg er til að betrumbæta rekstrarumhverfi fyr- irtækja í landinu og bæta þannig samkeppn- isstöðu þeirra, sérstaklega á alþjóðavett- angi,“ sagði Jón Karl í ræðu sinni á þinginu. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, bætti um betur í pallborðsumræðum og sagði stjórnvöld eiga að taka þann pól í hæðina að lofa því að hér yrðu alltaf lægstir fyrir- tækjaskattar í Evrópu. Hann gerði umbætur í stjórnkerfinu einnig að umræðuefni og benti á að sumar þeirra væru tiltölulega einfaldar og ætti að vera auðvelt að kippa í liðinn. Hann sagði til dæmis alveg nauðsynlegt að stjórn- sýslan yrði tvítyngd. „En það er skammarlegt hvernig við stöndum í þeim málum í dag,“ sagði hann og benti á að ef laða ætti hingað útlendinga með starfsemi sína þyrftu þeir að geta sinnt erindum og áttað sig á greiðan hátt á því umhverfi sem rekstri þeirra væri hér búinn. Á svipuðum nótum talaði Jón Karl og benti á að á síð- ustu fimm árum hefðu Danir, Svíar, Hollendingar, Belgar, Ástralar og Írar komið á víð- tækum umbótum á skattkerfi og rekstrarumhverfi fyrir- tækja til að laða til sín aukna starfsemi á sviði alþjóðlegra fjármála. „Þjóðirnar hafa gengið mislangt í umbótun- um, en íslensk stjórnvöld eiga að setja sér það metnað- arfulla markmið að fylgjast vel með þessari þróun og ná um það breiðri sátt að ganga helst aldrei skemur en viðmið- unarþjóðir okkar þegar kemur að umbótum í stjórnsýslunni,“ sagði hann og taldi að hér ætti að stefna að því að „draga vagninn í alþjóðlegu samhengi, í stað þess að sigla aðeins í kjölfar annarra þjóða.“ Framtíðarhópur Viðskiptaráðs segir mikið svigrúm til fækkunar bæði ráðuneyta og stofnana, en nú eru starfandi hér fjór- tán ráðuneyti sem fyrir fara tólf ráðherr- ar. „Oft hafa stjórnmálamenn gengið fram fyrir skjöldu með háleitar hugmyndir um að sameina ráðuneyti og fækka þeim. Aldrei hafa slíkar hugmyndir náð fram að ganga,“ segir í skýrslu hópsins sem leggur til tvær leiðir í fækkun ráðuneyta. Önnur gerir ráð fyrir að þeim verði fækkað í ellefu, en hin að ráðuneytin verði sjö: Forsætisráðuneyti; dóms- og kirkjumálaráðu- neyti; velferðarráðuneyti, sem tæki yfir verkefni félags-, heilbrigðis- og Ísland framtíðarinnar verði í fararbroddi Á næsta áratug sér framtíðarhópur Viðskiptaráðs fyrir sér að Ísland verði samkeppnishæfasta land í heimi. Til að af þessu geti orðið þarf að gera ákveðnar breytingar, meðal annars skal þjóðin verða tvítyngd. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér framtíðarsýn Viðskiptaráðs. Þröskuldarnir á leiðinni eru sagðir dýrtíð og lágt hlutfall útflutnings í alþjóðaviðskiptum. FISKVEIÐAR OG FJÁRMÁLASTARF- SEMI Á bak við skipin má sjá glitta í Seðlabankann. Á nýaf- stöðnu viðskiptaþingi var velt upp hugmynd- um um grunnatvinnu- vegi framtíðarinnar og voru hugleiðingar um að koma hér á fót fjármálamiðstöð áber- andi. Þá var og rætt um nauðsyn þess að afnema takmarkanir á fjárfestingum útlend- inga hér, svo sem í sjávarútvegi. MARKAÐURINN/VALLI Ísland 18,0% Hong Kong 17,5% Chile 17,0% Rúmenía 16,0% Ungverjaland 16,0% Litháen 15,0% Lettland 15,0% Búlgaría 15,0% Írland 12,5% Kýpur 10% S K A T T A R Á F Y R I R T Æ K I Samkvæmt upplýsingum Viðskiptaráðs er í höfuðborginni fólk frá 120 löndum. Hér fara á eftir níu fjölmennustu hóparnir. Pólverjar 430 Filippseyingar 400 Danir 360 Fv. Júgóslavía 340 Bandaríkjamenn 300 Taílendingar 270 Litháar 250 Þjóðverjar 200 Víetnamar 200 F Ó L K Í R E Y K J A V Í K Í KENNSLUSTOFUNNI Fjallað er nokkuð ítarlega um menntakerfið í skýrslu framtíðarhóps Viðskiptaráðs sem kynnt var á viðskiptaþingi í síðustu viku. Eins viðruðu frum- mælendur á þinginu skoðanir sínar á því hvernig málum yrði best fyrir komið hér og töldu að efla þyrfti mennta- kerfið. MARKAÐURINN/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.