Fréttablaðið - 15.02.2006, Síða 43

Fréttablaðið - 15.02.2006, Síða 43
MARKAÐURINN 19MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Og Vodafone kynnir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 09 79 01 /2 00 6 Vodafone World MobileOffice FRÁ OG VODAFONE Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Vodafone World er einfaldari og skýrari verðskrá í útlöndum fyrir GSM áskrifendur í krafti öflugs samstarfs Vodafone fyrirtækja um allan heim. Vodafone World gildir fyrir GSM notendur erlendis. Vodafone World eru hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund . Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » Öllum heiminum er skipt upp í 5 verðsvæði. » Skýr yfirsýn yfir verð í útlanda- símtölum og einfaldur verð- samanburður. » Vodafone fyrirtækin eru alltaf hagstæðari. » Enginn kostnaður felst í skráningu í Vodafone World. » Veldu Vodafone í 36 löndum. » Skráðu fyrirtækið þitt í síma 599 9500 eða á www.ogvodafone.is Óli Kristján Ármannsson skrifar Í hádeginu á mánudag var boðið til starfs- mannafundar í matsal Skýrr við Ármúla 2 í Reykjavík. Á fundinum kynnti Hreinn Jakobsson forstjóri að Skýrr hefði keypt meirihluta í tölvufyrirtækinu EJS. Um morguninn hafði Kögun, sem á Skýrr, sent tilkynningu um kaupin til Kauphallar Íslands. Saman geta fyrirtækin boðið alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni og eru þau stærst þeirra tölvufyrirtækja sem hér starfa. Fyrirtækin eiga sér bæði langa sögu, því EJS (áður Einar J. Skúlason) var stofnað árið 1939 sem skrifvélaverkstæði og varð síðar að verslun og innflutnings- og þjónustufyrirtæki fyrir skrifstofuvélar. Skýrr var stofnað árið 1952, en 1. janúar 1996 tók hlutafélagið Skýrr yfir starfsemi sameignarfélagsins Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. „Við erum nú búin að kaupa þessi 58,7 prósent og í gang fer áreiðanleikakönnun. Ef allt gengur samkvæmt áætlun klárum við kaupin í byrjun mars. Þá verðum við orðin meirihlutaaðili í EJS og höfum sagt að við vildum gjarnan fá tíma til að kynna okkur betur innviði fyrirtækisins, bæði starfsemi og það ágæta starfsfólk sem þarna er, áður en við tökum ákvarðanir um frekari kaup eða einhverjar breyt- ingar,“ segir Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, um næstu skref eftir undirritun kaupsamningsins. „Við teljum okkur vera að kaupa mjög gott fyrirtæki, heilbrigt fyrirtæki sem er í mjög góðum rekstri,“ segir hann og kveður EJS í höndunum á mjög öflugu fólki og stjórnendum. „Við viljum gjarnan vinna með þeim í fram- haldinu og höfum óskað eftir því.“ Hreinn segir fyrirséð mörg spennandi tækifæri þar sem fyrirtækin tvö geti unnið nánar saman. „Þau liggja á ýmsum sviðum upplýsingatækninnar, svo sem á hugbúnaðarsviði, í rekstri á tölvukerfum og hýsingu og í alls konar þjónustu því samfara,“ segir hann og bendir á að hjá Skýrr starfi um 200 manns og hjá EJS 150 manns, saman séu því fyrirtækin með um 350 manns og áætlaða veltu á þessu ári yfir sex milljarða króna. Í fyrra nam velta EJS-samstæðunnar 3,6 milljörðum króna og velta Skýrr var rúmlega 2,2 milljarðar króna. „Saman eru fyrirtækin að veita heildarþjónustu. Það sem Skýrr hafði ekki var sala á alls konar tölvum og vélbúnaði, en á því sviði er EJS mjög sterkt.“ Með í kaupunum á EJS fylgja dóttur- félögin Eskill, sem sinnir vefforritun í Microsoft-umhverfi og tengdri ráðgjöf, iSoft sem sinnir kennslu og þjálfun á búnað Microsoft, Símaland sem býður samskiptalausnir, og Hýsing, sem býður hýsingu, kerfisleigu og útvistun tölvu- rekstrar. Megnið af vélbúnaði Skýrr er nú frá Hewlett-Packard. Opin kerfi eru með umboð fyrir HP-tölvubúnað, Skýrr var áður hluti af Opnum kerfum Group, en nú á eignarhaldsfélagið Kögun þetta allt saman. Hreinn hlær við þegar hann er spurður hvort líklegt sé að Skýrr færi sig yfir í tölvubúnað Dell eftir kaupin í EJS. „Við sjáum fram á að eiga gott samstarf við EJS og það hlýtur að eiga við á þessu sviði líka,“ segir hann en er ófáanlegur til að gera upp á milli HP og Dell. „Ég held að bæði fyrirtæki bjóði afskaplega góðar tölvur og annan vélbúnað og séu ábyggi- legir birgjar.“ Umsamið kaupverð hefur ekki verið gefið upp og segir Hreinn það vera trún- aðarmál. „Ég held að verðið sé sanngjarnt bæði fyrir kaupanda og seljanda, þannig komast viðskiptin á,“ segir hann og árétt- ar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari kaup. Vitað er að smærri fjárfest- ar fylgjast sumir hverjir nokkuð spenntir með þróun mála, þar á meðal fyrrum starfsmenn sem fengu að kaupa bréf í fyrirtækinu á árum áður en býðst nú ekki nema eins og fimmtungur af því verði sem þeir gáfu upphaflega. „En við höfum auðvitað áhuga á að heyra í öðrum hluthöf- um, bæði um hvort þeir vilji selja okkur bréfin eða vinna með okkur í framtíðinni,“ segir Hreinn en telur um leið að verðmæti þeirra hluta eigi eftir að aukast með því að EJS eflist enn frekar. „Okkur þykja þetta mjög spennandi tímar í upplýsingatækn- inni og árið fer vel af stað. Bæði fyrir- tæki og stofnanir fjárfesta í auknum mæli í upplýsingatækni og ákveðin bjartsýni ríkir. Við sjáum því bullandi tækifæri. Það höfum við reyndar gert áður en sjaldan eins og núna.“ Skýrr úr HP í Dell Samið hefur verið um kaup Skýrr á meirihluta hlutafjár í EJS. Forstjóri Skýrr sér sóknarfæri í stöðunni en kaupverðið er ekki gefið upp. Framhaldið ræðst eftir mánaðamót. HREINN JAKOBSSON Hreinn, sem er forstjóri Skýrr, segir mikil og góð tækifæri fólgin í kaupum Skýrr á EJS, enda geti fyrirtækin saman nú boðið alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.