Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 46

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 46
MARKAÐURINN 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Er enskukunnátta Íslendinga góð? Enskukunnáttan er góð - en mætti vera betri. Ég hef starf- að fyrir alþjóðastofnanir og kenni námskeið í háskóla á ensku og mín tilfinning er sú að Íslendingar telji sig hafa betri kunnáttu í ensku en þeir raunverulega hafa. Sá sem telur sig kunna eitthvað leggur sig ekki eftir því að læra það. Ég þekki breskan prófessor í London School of Economics og Cambridge sem hefur alltaf enska orðabók á skrifborðinu og segist nota hana oft á dag þar sem hann rekist iðulega á ensk orð sem hann þekki ekki. Enskan hefur gríðarlegan orða- forða og margs konar blæbrigði og mín upplifun er sú að sá sem hefur mjög góð tök á henni fái ákveðna virðingu og forskot. Ættum við að vera jafnvíg á ensku og íslensku? Við búum við þann raunveru- leika að það er varla til það starf á Íslandi þar sem enskukunnátta er ekki annað hvort nauðsynleg eða mjög æskileg. Erlendar kann- anir sýna fylgni á milli tungu- málakunnáttu og tekna. Við búum í breyttum heimi hnattvæð- ingar þar sem reiprennandi enskukunnátta er nauðsynleg til þess að skapa einstaklingnum möguleika á að njóta þeirra tækifæra sem bjóðast. Er þörf á að læra fleiri tungumál en ensku? Eitt af því sem vekur athygli í alþjóðlegum könnunum á tungumála- kunnáttu er að Bretar og Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að starfskraftar hafi alls ekki nægilega góða færni í tungumálum. Þetta segir okkur að enska dugar ekki. Við kom- umst langt á enskukunnáttu en þurfum að kunna fleiri tungu- mál, ekki aðeins til þess að gera okkur skiljanleg heldur einnig til þess að fá skilning á menn- ingu og hugsunarhætti þeirra sem við eigum í samskiptum við. Mun enskan halda velli sem alþjóðatungumálið? Enskan mun halda velli og styrkja sig sem alþjóðatungu- mál í fyrirsjáanlegri framtíð. Um 250 milljónir kínverskra skólabarna læra ensku en aðeins um 25 þúsund banda- rískra skólabarna læra ein- hverja kínversku, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska menntamálaráðuneytinu. Enskan er hið alþjóðlega mál en það er athyglisvert að sjá, til dæmis í ESB, að öfugt við það sem halda mætti þá hefur orðið vakning í að viðhalda og styrkja mállýskur og tungumál sem fáir tala samhliða hnatt- væðingu og aukinni enskukunn- áttu. Hvaða tungumál er „heitast“ að læra í dag? Það er alltaf erfitt að spá fyrir um hvernig viðskipti og menn- ingarsamskipti munu þróast. Það er talið líklegt að Kína verði stærsta viðskiptaveldi heims eftir 20-30 ár og Indland hefur tækifæri til að fylgja fast á eftir. Íslensk fyrirtæki hafa aukið mikið viðskipti við ríki í Mið- og Austur-Evrópu, þar sem vöxtur er einnig veruleg- ur, sérstaklega eftir Evrópu- sambandsaðild þeirra. Það er því spennandi að læra þessi tungu- mál auk annarra, s.s. arabísku, spænsku, frönsku og þýsku. Er betra að tala tungu þess sem maður á í við- skiptum við? Við þekkjum hvernig okkur er innanbrjóst þegar útlendingar tala íslensku. Kunnátta í máli viðskipta- aðila vekur traust og styrkir tengsl. Auk þess er tungumálanám prýðileg leið til þess að auka menningarlæsi og kynnast erlendum mörkuðum. Hins vegar mæli ég ekki með því að menn noti tungu- mál sem þeir hafa ekki full- nægjandi tök á! Oft tala menn saman og semja á einu tungu- máli en ganga frá skriflegum skuldbindingum á ensku eða í afriti á ensku. Eru þess dæmi að samningar fari út um þúfur á grundvelli tungumálamisskilnings? Stundum eru viðskipti þess eðlis að hagsmunir fara eðli- lega saman og því þarf nokkuð til þess að menn ná ekki samn- ingum. Í öðrum tilvikum sem eru algengari eru margir sem berjast um athygli og þá geta menn orðið undir í samkeppni við önnur fyrirtæki vegna skorts á tungumálakunnáttu eða vilja til að kynna sér mark- aðsaðstæður og sérstöðu þess fyrirtækis sem í hlut á. Vekur traust og styrkir tengsl T Ö L V U P Ó S T U R I N N til Aðalsteins Leifssonar aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík Heimurinn hefur tekið stakka- skiptum á síðastliðnum þremur áratugum, gáttir hafa opnast sem lengi voru lokaðar og við stönd- um frammi fyrir því að heim- urinn myndar nú einn stóran markað. Þjóðir heims eru undir miklum áhrifum af alþjóðavæð- ingunni því með henni tengjast lönd, fyrirtæki og einstaklingar sterkum böndum þar sem við- skipti, fjármálamarkaðir, tækni og lífsgæði fléttast saman með áður óþekktum hætti. STAÐA TUNGUMÁLA Síðustu vikurnar hafa hávær- ar raddir verið uppi um stöðu tungumála í samfélaginu. Ber þar fyrst að nefna umræðuna um að ef fram haldi sem horfi verði íslenskan ekki töluð hér á landi eftir hundrað ár. Ýmsir hafa gagnrýnt að stórfyrirtæki gefi ársskýrslur sínar út á ensku en ekki íslensku, heimasíður íslenskra fyrirtækja séu jafn- vel einungis á ensku, kennsla í háskólum fari fram á ensku og þar fram eftir götunum. Á viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku komu aftur á móti aðrar raddir fram, nefni- lega að enskukennslu þyrfti að stórbæta og íslensk börn ættu að byrja að læra ensku mun fyrr en nú er. Helst ættum við að verða tvítyngd þjóð og jafnvíg á íslensku og ensku. Þannig værum við reiðubúin til að takast á við þær Þjóðfélagsumbreytingar sem munu eiga sér stað. Var þetta hluti af þeirri framtíðar- stefnu sem fundarmenn vildu marka í því alþjóðlega umhverfi sem Ísland er hluti af. ÍSLENDINGAR VEL STADDIR Vafalaust má bæta enskukunn- áttu Íslendinga þar sem alltaf má gera betur. Þrátt fyrir það stöndum við Íslendingar mjög vel í samanburði við aðrar þjóð- ir þegar kemur að tungumála- kunnáttu. Samkvæmt alþjóð- legri könnun IMD í Sviss (World Competitiveness Report), sem Viðskiptaráð annast á Íslandi, standa Íslendingar framar öllum öðrum þjóðum þegar spurt er hvort tungumálakunnátta full- nægi kröfum atvinnulífsins (8,55 af 10,00), á undan Sviss (8,47), Danmörku (8,38), Finnlandi (8,13) og Lúxemborg (8,00). Neðst á listanum eru Japan, Skotland, Bretland, Spánn, Kolumbía og Kína. Við megum hins vegar ekki slaka á og við höfum allar forsendur til að gera enn betur. ENSKAN ER ALÞJÓÐAMÁLIÐ Miðað við íslenskt vinnuum- hverfi í dag er óhætt að segja að það sé Íslendingum nauðsynlegt að búa yfir góðri enskukunnáttu. Það starf er vandfundið þar sem góð enskukunnátta er ekki mikill kostur eða jafnvel nauðsynleg. Enskan er það tungumál sem er notað í viðskiptum, í vísindum og í fræðsluefni og erlendar kann- anir sýna jafnvel fylgni á milli enskukunnáttu og tekna. Almenn og góð enskukunnátta er því ekki aðeins kostur heldur grundvall- aratriði - bæði fyrir afkomu ein- staklinga og fyrirtækja. Það er samt sem áður ekki bara enskan sem við þurfum að líta til, þótt allar líkur séu til þess að hún muni áfram ríkja sem alþjóðamálið. Það er líka nauðsynlegt að líta til þess að með alþjóðavæðingunni eru markaðir að opnast sem lengi höfðu verið lokaðir. Viðskipti utan Evrópska efnahagssvæðis- ins, Bandaríkjanna og Japan hafa aukist töluvert og hafa farið úr þremur prósentum af útflutningi og sjö prósentum af innflutningi árið 1990 í 5,1 prósent af útflutn- ingi og 12,4 prósent af innflutn- ingi árið 2004. Þess vegna væri það ekki úr vegi fyrir mennta- stofnanir að setja aukið púður í að kenna kínversku, urdu, spænsku, arabísku, indónesísku og önnur tungumál sem töluð eru á þessum mörkuðum sem eru að opnast okkur. RAUNVERULEGUR ÁVINNINGUR? Það er ekki óalgengt að fólk efist um að raunverulegur ávinning- ur sé fólginn í því að taka tillit til atriða eins og tungumála í alþjóðaviðskiptum. Jafnvel er talið að það hljóti að nægja að við höfum okkar sameiginlega markmið - að eiga í viðskiptum - og að meira þurfi ekki til ef báðir aðilar tala ágæta ensku. Kannanir sýna þó að þekking á tungu og hefðum geti verið upp- spretta samkeppnisyfirburða og að með því að hlúa að þessu geti fyrirtæki og einstaklingar öðlast mikilvægt samkeppnis- forskot. Þekking á tungumálum og menningu annarra ríkja eflir því samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á alþjóðlegum mörk- uðum. holmfridur@markadurinn.is Færni í tungumálum veitir forskot í samkeppninni ENSKA ER ALÞJÓÐAMÁLIÐ OG GÓÐ ENSKUKUNNÁTTA GULLS ÍGILDI Í störfum Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og viðskiptaráðherra Katar, Ahmed Al-Thani, er góð enskukunnátta sennilega meira en bara góður kostur. T U N G U M Á L A F Æ R N I S A M K V Æ M T A L Þ J Ó Ð L E G R I K Ö N N U N I M D Í S V I S S 1 Mætir ekki þörfum atvinnulífsins 10 Mætir þörfum atvinnulífsins 1. Ísland 8,55 2. Sviss 8,47 3. Danmörk 8,38 4. Finnland 8,30 5. Lúxemborg 8,00 6. Holland 7,91 7. Svíþjóð 7,81 8. Ísrael 7,76 9. Belgía 7,64 10. Maharashtra 7,58 11. Indland 7,53 12. Filippseyjar 7,41 13. Kanada 7,28 14. Noregur 7,28 15. Grikkland 7,12 16. Bavaría 7,12 17. Singapúr 7,07 18. Ástralía 6,56 19. Jórdanía 6,44 20. Portúgal 6,17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.