Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 19 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.838 +1,61% Fjöldi viðskipta: 1.096 Velta: 9.565 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 54,50 +1,50% ... Alfesca 4,05 +0,00% ... Atorka 6,15 -0,80% ... Bakkavör 52,40 +1,40% ... Dagsbrún 5,98 +2,60% ... FL Group 27,70 +6,10% ... Flaga 3,82 +0,00% ... Íslandsbanki 22,60 +5,10% ... KB banki 996,00 +0,20% ... Kögun 64,80 +0,60% ... Landsbankinn 29,60 +1,70% ... Marel 63,20 -2,60% ... Mosaic Fashions 18,00 +0,60% ... Straumur-Burðarás 21,10 +1,40% ... Össur 105,50 +2,90% MESTA HÆKKUN FL Group 6,13% Íslandsbanki 5,12% Tryggingam. 3,03% MESTA LÆKKUN Marel 2,62% Atorka 0,81% Icelandic Gr. 0,58% Umsjón: nánar á visir.is Ísland er sjötta ríkasta land í heimi samkvæmt nýrri könnun OECD. Listinn er birtur sem vísitala þar sem meðaltalið er hundrað stig og var Ísland með tuttugu og þrjú prósent hærri tekjur á mann en meðaltalið. Lúxemborg er sem fyrr í efsta sæti, en þar eru meðaltekjur tæp- lega tvöfalt hærri en að meðaltali í ríkjum OECD. Norðmenn eru í öðru sæti og hafa tekið fram úr Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sitja nú í þriðja sæti, Írar í fjórða og Svisslendingar í því fimmta. Danir narta í hæla okkar Íslendinga í sjöunda sæti. Svíar eru í ellefta sæti og Finnar í því fimmtánda. Við útreikning vísitölunnar er stuðst við verga þjóðarfram- leiðslu á mann að teknu tilliti til kaupmáttar. -jsk Ísland sjötta ríkasta landið Hæstu meðaltekjur á mann sam- kvæmt lista OECD 1 Lúxemborg 220 2 Noregur 146 3 Bandaríkin 144 4 Írland 133 5 Sviss 123 6 Ísland 122 7 Danmörk 118 8 Holland 117 9 Austurríki 117 10 Kanada 115 Leyfilegur loðnukvóti til íslenskra skipa er sem stendur hundrað og fimmtíu þúsund tonn sem telst mjög lítið í samanburði við afla á vetr- arvertíð síðustu ára. Þetta hefur komið illa við mörg fyrirtæki í sjávarútvegi, enda ljóst að um veru- legan tekjusamdrátt að ræða. Ekki hjálpar hátt gengi krónunnar held- ur til og eiga margir mikið undir að kvótinn verði aukinn enn frekar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, segir ljóst að ástandið komi til með að hafa gríðarleg áhrif á rekstur margra fyrirtækja og þá sérstaklega loðn- ubræðslurnar. Þar sé mikill fastur kostnaður og höggið þyngst „Pyngj- an kemur til með að léttast hjá sumum, og alls ekki víst að allir geti staðið við greiðslur.“ Vinnslustöðin gaf nýlega út uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2005 og nam tap félagsins þrjátíu og átta milljónum króna, en grein- ingardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir rúmlega tuttugu milljóna króna hagnaði. Greiningardeild KB banka telur horfur dökkar og spáir verulegri tekjurýrnun sjávarút- vegsfyrirtækja. -jsk Kemur verst niður á bræðslunum: Lítill loðnukvóti er áfall LOÐNU LANDAÐ VIÐ GRINDAVÍKURHÖFN Lítill loðnukvóti er sjávarútvegsfyrirtækjum áfall. Greiningardeildir bankanna telja horfur dökkar. Greining Íslandsbanka spáir því að ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa muni ekki hækka meira til loka ársfjórðungsins og jafnvel halda áfram að lækka þegar nær dregur mars. Nokkur viðsnún- ingur varð á skuldabréfamarkaði í síðustu viku þegar krafa verð- tryggðra bréfa tók að lækka eftir nánast samfellda hækkun frá því í janúar. Það vakti athygli að þróunin hélt áfram eftir birtingu vísitölu neysluverðs en vísitalan lækkaði milli mánaða. Það ætti að draga úr áhuga á verðtryggðum bréf- um og þrýsta kröfunni upp á við. Hugsanlega hefur áhrif að KB banki tilkynnti um útgáfu verð- tryggðra skuldabréfa með láns- hæfismat Aaa í vikunni. Útgáfan er ætluð til að fjármagna íbúðalán bankans og er ætlunin að gefa út 62 milljarða króna með mögu- leika á stækkun útgáfunnar í 200 milljarða. Með þessu munu útlán bankanna koma fram í framboði á skuldabréfamarkaði sem ætti að setja þrýsting til hækkunar kröfu verðtryggðra bréfa. Hins vegar gæti þetta einnig dregið úr trú markaðarins á því að íbúða- lán banka verði fjármögnuð í samvinnu við Íbúðalánasjóð og því má draga þá ályktun að það muni draga verulega úr framboði íbúðabréfa. - hhs Lækkun ávöxt- unarkröfu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.