Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 56

Fréttablaðið - 15.02.2006, Page 56
 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is TILBOÐ Á LEGSTEINUM, FYLGIHLUTUM OG UPPSETNINGU 10-50% AFSLÁTTUR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Yndislegi sonur okkar og bróðir, Huldar Örn Andrésson sem lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Andrés Ragnarsson Inga B. Árnadóttir Ingibjörg Hinriksdóttir Birta Dögg Andrésdóttir Margrét Andrésdóttir MIKHAIL IVANOVICH GLINKA (1804-1857) LÉST ÞENNAN DAG. „Þjóðin semur tón- listina, tónskáldið sér aðeins um að útsetja hana.“ Mikhail Glinka var rússneskt tónskáld. Á þessum degi árið 1952 var Georg VI konungur Englands borinn til grafar í St. George kapellu við Windsor-kastala. Konungurinn lést 56 ára að aldri þann 6. febrúar eftir sextán ár á valdastóli. Hann komst til valda árið 1936 þegar bróðir hans Ját- varður VIII afsalaði sér konung- stigninni til að giftast bandarískri ástkonu sinni. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í Lundúnum til að votta konunginum látna virðingu sína. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem almenningur gat fylgst með lík- fylgdinni í sjónvarpinu. Klukk- an hálf tíu lagði mikil hersing embættismanna og erlendra leið- toga af stað í gegnum Lundúnir meðan klukkan Big Ben klingdi klukkum sínum 56 sinnum. Kista konungs var vafin í rauð, blá og gyllt klæði eftir hefðbundnum reglum. Krúnudjásn konungsfjöl- skyldunnar voru lögð ofan á kist- una. Komið var að Paddington- lestarstöðinni klukkan rúmlega tólf þaðan sem kistan var flutt til Windsor-kastala. Fimmtíu árum eftir dauða konungsins, í febrúar árið 2002, opnaði dóttir hans, Elísabet II Englandsdrottning, krabba- meinsdeild í minningu föður síns en banamein hans var einmitt krabbamein. Sama ár var haldin mikil hátíð til að minningar um hálfrar aldar setu Elísabetar á valdastóli. ÞETTA GERÐIST > 15. FEBRÚAR 1952 Konungur borinn til grafar GEORG VI MERKISATBURÐIR 1917 Kristín Ólafsdóttir lýkur læknaprófi fyrst íslenskra kvenna. 1923 Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kosin var á löggjafarþing Íslendinga, tekur sæti á Alþingi. 1942 Japanar ná völdum yfir ný- lendu Breta, Singapore sem var talin nánast ósigrandi. 1956 Teikning af Denna dæma- lausa birtist í fyrsta sinn í Tímanum. 1965 Fáni Kanada, eins og hann þekkist í dag, er dreginn að húni í fyrsta sinn. 1965 Söngvarinn Nat King Cole andast 45 ára að aldri. 1992 Ádís, fyrsta Fokker 50 flugvél Flugleiða hf. kemur til lands- ins. ANDLÁT Sigrún Þorsteinsdóttir, síðast til heimilis á öldrunardeild Sjúkra- húss Skagfirðinga, lést miðviku- daginn 8. febrúar. Stefán Karl Þorsteinsson, Ein- holti 8a, Akureyri, lést á Landspít- alanum við Hringbraut miðviku- daginn 8. febrúar. Ingi Berg Guðmundsson loftskeytamaður, Völvufelli 42, Reykjavík, lést á líknardeild Land- spítalans föstudaginn 10. febrúar. Steinunn Árnadóttir, Miklu- braut 62, andaðist á Landspítala Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar. Þorsteinn S. Sigvaldason, Hraunbrún 34, Hafnarfirði, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 12. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Grétar Jónsson verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.00 Katrín S. Jónsdóttir verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju. 15.00 Anna Björk Daníelsdóttir, Fjóluhvammi 13, Hafnar- firði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju. 15.00 Gylfi Gíslason teiknari og myndlistarmaður, Skóla- stræti 3b, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. „Dóttir mín gaf mér það í afmælis- gjöf að bjóða mér norður á Akureyri,“ segir Örnólfur Árnason rithöfundur og þýðandi sem á 65 ára afmæli í dag en fer á morgun á frumsýningu verks- ins Maríubjöllunnar eftir Vassily Sig- arev hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem dóttir hans Álfrún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Örnólfur hefur í marga áratugi starfað sjálfstætt og hefur feng- ist við margt á þeim tíma. Hann er líbrettóhöfundur, kvikmyndahöfund- ur og framleiðandi, þáttagerðarmaður fyrir útvarp og sjónvarp og starfaði um tíma sem blaðamaður svo fátt eitt sé nefnt. Þó má segja að meginstarfi hans tengist skrifum og þýðingum. „Ég er nú eins og aðrir kóngsins lausamenn, alltaf með mörg járn í eldinum,“ segir Örnólfur glaðlega en hann er í þann mund að ljúka við bók sem hann hefur haft í smíðum í nokkur ár. Nokkur leynd hvílir yfir efni bók- arinnar en Örnólfur gat þó ljóstrað því upp að hún verði ekki í ósvipuðum dúr og metsölubókin Á slóð kolkrabbans, sem Örnólfur skrifaði og gaf út fyrir fimmtán árum. „Hún fjallar um atburði í nálægri sögu sem hafa orðið miklir örlagavald- ar í þróun mála á Íslandi, bæði í pólitík og viðskiptalífi og hafa valdið breyt- ingum á högum þjóðarinnar,“ segir Örnólfur. „Kannski má segja að eins og í Kolkrabbanum og Bankabókinni verði bæði fengist við að halda öllum staðreyndum til haga og eins skyggnst undir yfirborðið og pælt í því sem er ekki alltaf fyrir allra sjónum og sem ekki allir vita,“ bætir hann leyndar- dómsfullur við en vill ekki segja meira um efni bókarinnar að svo stöddu. Örnólfur hefur mikinn áhuga á Spáni og spænskri menningu enda stundaði hann á sínum tíma nám í spænsku og spænskum bókmenntum í Barcelona og starfaði lengi sem far- arstjóri á Spáni. Hann er nú við það að ljúka röð útvarpsþátta sem bera heitið Andi Andalúsíu og fjalla að sögn Örnólfs um þjóðarsál Andalúsíu sem getið hefur af sér svo fjölbreytilegar afurðir sem nautaat, flamencotónlist og jafn ólíka einstaklinga og Seneca, Andrés Segovia og Garcia Lorca. Segja má að flest áhugamál Örn- ólfs tengist störfum hans á einn eða annan hátt en fjölskyldan er honum einnig hugleikin. „Ég er mjög ríkur af börnum og barnabörnum og þar er alltaf mikið að gerast enda frjótt og skemmtilegt fólk,“ segir Örnólfur sem hefur spilað golf í nokkra áratugi og gerir það bæði hér heima og á Spáni. „Það gefur manni erindi til að vera úti í náttúrunni og efla sjálfan sig. Þá hefur það þann gífurlega kost að þar eiga margar kynslóðir samleið og geta skemmt sér saman burtséð frá aldri og uppruna eða stétt,“ segir Örnólfur hressilega. ÖRNÓLFUR ÁRNASON RITHÖFUNDUR OG ÞÝÐANDI: ER 65 ÁRA Semur nýjan Kolkrabba FÆR FRUMSÝNINGU Í AFMÆLISGJÖF Örnólfur fer norður á Akureyri í dag til að vera viðstaddur frumsýningu dóttur sinnar hjá Leikfélagi Akureyrar á morgun. Málþing um Rússland og Kaliningrad verður haldið laugardaginn 18. febrú- ar í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Hópur nemenda úr skólanum fór til Kaliningrad á haustönn 2005 og tók fjölmargar myndir sem verða til sýnis á ljósmyndasýningu sem opnuð verð- ur við sama tækifæri á laugardag. Kaliningrad-hérað hefur lítið verið í umræðunni á Íslandi og því þótti kjör- ið tækifæri að vera með kynningu og fyrirlestra um svæðið. Kaliningradhérað er oft nefnt raf- héraðið enda mikið um raf á svæðinu. Þetta er vestasti hluti Rússlands en héraðið er nokkurs konar rússnesk eyja í hafi Evrópusambandsins eftir að Litháen og Pólland gengu í ESB árið 2004 en löndin umlykja Kaliningrad- hérað. Kaliningradborg er hafnarborg og héraðshöfuðborg. Borgin fór illa í seinna stríði og var endurbyggð í sov- éskum stíl. Á laugardaginn mun sendiherra Rúss- lands opna ljósmyndasýninguna. Að því loknu verða fyrirlestrar um rúss- neskt samfélag í dag og fjallað um utanríkisstefnu Rússlands. Jón Ingvar Kjaran, kennari við Verzlunarskólann, mun fjalla um Kaliningrad og Þorleif- ur Friðriksson, kennari við MK, held- ur fyrirlestur um Kasjúba og Prússa. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir en málþingið hefst klukkan 15.00 á fyrstu hæð Verzlunarskólans. Kaliningrad í máli og myndum FÖGUR KIRKJA Kaliningradhérað er vestasti hluti Rússlands en er umlukið af Póllandi og Litháen. Það myndar því nokkurs konar rússneska eyju í hafi Evrópusambandsins. AFMÆLI Margeir Péturs- son, skákmaður og stjórnarformaður MP Fjárfestingabanka er 46 ára. Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona er 58 ára. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavík- ur er 62 ára. Á HARÐA SPRETTI Traustir fákar á harðastökki draga skíðamenn á eftir sér í kappreiðum sem haldnar eru á frosnu St. Moritz vatninu í Sviss. AP/REUTERS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.