Fréttablaðið - 15.02.2006, Side 71

Fréttablaðið - 15.02.2006, Side 71
 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR34 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarmaðurinn Hörður Torfason er að vinna að útgáfu fjögurra platna. Þar af eru tvær þeirra endurútgáfur. Önnur platan sem hann ætlar að endur- útgefa heitir Tabú og var mjög umdeild þegar hún kom út í byrjun níunda áratugarins. Einnig ætlar Hörður að gefa út plötu frá tónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs síðastliðið haust og þóttu heppn- ast mjög vel. Næturlífið í Reykjavík heldur áfram að blómstra og framundan er opnun tveggja nýrra staða í miðborginni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hafa nýir eigendur tekið við lyklavöldunum á 22 og þar er nú verið að vinna nótt sem nýtan dag við að endurbæta staðinn. Það er Gunnar Már Þráinsson, sem hefur verið innanhandar á Óliver, sem hefur sölsað undir sig þennan fornfræga stað en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins verða gerðar gagngerar breytingar á rekstri staðarins sem á að höfða til sem flestra. Vonast er til að dyrn- ar muni opnast um miðjan mars. Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir því að rekstri Pasta Basta á Klapparstígnum hefur nú verið hætt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur þar nýr stað- ur og aðilar tengdir bæði Óliver og 22 hafi keypt hann en þar mun víst bætast ný vídd inn í íslenskt skemmtanalíf. Heimildir blaðsins herma að þarna verði útiveitingahús þar sem fólk geti keypt „picknick“-körfur og drukkið rauðvín og borðað osta utandyra þegar þannig viðrar á íslenskum sumarnóttum. Helsta nýjungin yrði þó sú að eldhúsið yrði opið langt fram á nótt en oft hefur það reynst svöngum erfitt að fá góðan mat seint á kvöldin þegar næturbröltinu lýkur. -fgg ÓLIVER RISARNIR Þeir Arnar Þór og Gunnar Már hafa gert góða hluti með Óliver og hafa í hyggju að færa út kvíarnar. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Nýir kóngar í Reykjavík? LÁRÉTT 2 þurrka út 6 frá 8 ríki dauðra 9 loftþrýst- ieining 11 gangþófi 12 brellur 14 kven- vargur 16 tveir eins 17 skordýr 18 rá 20 ryk 21 óskipt. LÓÐRÉTT 1 plat 3 íþróttafélag 4 sár 5 fiskur 7 heilla- drjúgur 10 ástæður 13 útdeildi 15 sæmd 16 espa 19 málmur. LAUSN LÁRÉTT: 2 afmá, 6 af, 8 hel, 9 bar, 11 il, 12 brögð, 14 skass, 16 ææ, 17 fló, 18 slá, 20 im, 21 allt. LÓÐRÉTT: 1 gabb, 3 fh, 4 meiðsli, 5 áll, 7 farsæll, 10 rök, 13 gaf, 15 sómi, 16 æsa, 19 ál. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nei, það er bara nokkuð rólegt hjá mér núna,“ segir Baldvin Jónsson, skipuleggjandi sælkerahátíðar- innar Food & Fun sem stendur yfir dagana 22. til 25. febrúar. „Það fer vissulega mikil vinna í þetta, en þetta orðin ágætis rútína. Ég og Siggi Hall förum að taka á móti blaðamönnum og svona núna.“ Aö sögn Baldvins tekur árlegan viðburð sem þennan að minnsta kosti fimm ár að festa sig í sessi, en Food & Fun hefur vaxið fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður. „Í fyrsta lagi hefur almenningur tekið þessu fagnandi. Það fóru um fimmtán til tuttugu þúsund manns út að borða á meðan hátíðin stóð yfir í fyrra, sem er geysilega gott í ljósi þess að þetta er yfirleitt dræmasti tími ársins, svona í kjöl- far þorrans. Þá hefur Food & Fun virkað mjög vel sem hugmynd og er orðið velþekkt meðal kokka víðs vegar um heiminn. Nú er svo komið að matreiðslumeistarar í hæsta gæðaflokki bjóða sig fram til að annað hvort elda eða dæma í matreiðslukeppninni, bara til að fá að vera með. Ísland breytist í sannkallað gósenland sælkerans á meðan á hátíðinni stendur. „Við erum með tólf ólíka matseðla frá jafnmörg- um matreiðslumeisturum sem elda hver með sínum hætti; allt frá japönskum sushi-meistara til norsks „gourmet“-kokks. Reykja- vík breytist líka í alþjóðlega borg á meðan á hátíðinni stendur, það koma kokkar víðs vegar að frá Evrópu og Ameríku, ferðamenn og blaðamenn. Það er gaman að upplifa þessa fjölbreyttu flóru.“ Baldvin er að allt árið til að skipuleggja hátíðina og segir starfið skemmtilegt en margslung- ið. „Við ferðumst mikið og heim- sækjum veitingahús erlendis. Við erum líka alltaf að auka kröfurn- ar ár frá ári og nú er svo komið að við fáum matreiðslumeistara sem okkur hefði ekki dreymt um að kæmu fyrir nokkrum árum. Núna kemur til dæmis matargagnrýn- andi New York Times til 24 ára og höfundur einnar mest seldu mat- reiðslu bókar heims, Cooking for Dummies. Baldvin segist ekki vita til þess að Food & Fun eigi sinn líka í heiminum. „Þetta er allt annað konsept en tíðkast og gengur út á að kokkar fái að kynnast kolleg- um frá ólíkum löndum og læra af þeim og ekki síður kynna sér íslenskt hráefni og náttúru. Það er mikils virði fyrir okkur að fá viðurkenningu frá bestu kokkum heims þegar við kynnum vörur okkar fyrir neytendum í versl- unum. Þá kemur sér vel að þetta er gott tækifæri fyrir Flugleiðir til að kynna Ísland, því án þeirra stuðnings væri þetta ekki hægt.“ Nánari upplýsingar um hátíð- ina má finna á heimasíðu hennar, foodandfun.is. bergsteinn@frettabladid.is BALDVIN JÓNSSON: SKIPULEGGUR FOOD & FUN Í FIMMTA SINN Gósenland fyrir sælkera BALDVIN JÓNSSON Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg með hverju ári og nú er svo komið að kokkar víðs vegar að bjóða sig fram til að fá að vera með. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA Dagur er alvöru maður Það verður Dagur B., hann er frábær. Hann er alvöru maður. Hann er klár og hann er framsýnn og vinnur af heilindum. Ragnar Kjartansson tónlistarmaður. Treysti núverandi meiri- hluta Ég held að þetta verði mjög spennandi og tví- sýnt. Ég held að þessi meðbyr sem er með Sjálf- stæðisflokknum muni að einhverju leyti ganga til baka og fari yfir á Samfylk- inguna og einhverja hinna flokkanna. Mér finnst að margt megi betur fara en samt treysti ég núverandi meirihluta betur.“ Hilmar Oddsson, leik- stjóri. Dagur líklegur Ætli það verði ekki bara Dagur. Ég er reyndar Hafn- firðingur þannig að þetta skiptir mig ekki miklu máli. En ef maður horfir á hvernig þetta prófkjör fór þá virðist Dagur ætla að verða sigursæll. Íris Kristinsdóttir söng- kona. ÞRÍR SPURÐIR - LÍNUR ERU TEKNAR AÐ SKÝRAST FYRIR BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Hver verður næsti borgarstjóri í Reykjavík? HRÓSIÐ ...fær Hjördís Reykdal Jónsdóttir á Blómaverkstæði Binna fyrir að sjá rómantískum sálum fyrir rósum á Valentínusardaginn, sem og aðra daga. Bart Cameron, ritstjóri tímaritsins Reykjavik Grapevine, er frekar óhress með leikstjórann Baltasar Kormák þessa dagana en Baltasar tók sig til og fleygði öllum eintökum nýjasta tölublaðs tímaritsins út af Kaffibarnum. Baltasar er sem kunnugt er einn eig- enda Kaffibarsins og kærði sig víst ekk- ert um að Grapevine lægi á glámbekk á barnum þar sem tímaritið hafði áður birt dóm, sem honum var ekki að skapi, um kvikmynd hans A Little Trip to Heaven. Berin eru því greinilega súr þó myndin hafi fengið prýðilega dóma í öðrum íslenskum fjölmiðlum og gengið vel í kvikmyndahúsum. Þá eykur það varla líkurnar á því að um heilt muni gróa á milli Baltasars og Grapevine að utanríkisþjónustan tók sig til og dreifði tölublaði Grapevine með dómnum á öll sendiráð Íslands á erlendri grundu og því vandséð að Grapevine fái þar inni að nýju eftir að utanríkisráðuneytið fór að bera bíódóminn útlæga út um allan heim. Baltasar getur þó huggað sig við það að hann er vanur að synda gegn straumnum og ritstjórn Grapevine á það til að fara fram úr sér í pólitískri rétthugsun. Nærtækasta dæmið um þetta er skopteikning sem birtist í tölu- blaðinu sem Baltasar henti á haugana þar sem DV og fleiri fjölmiðlum, sem birt hafa skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni, er líkt við nasista sem berjast fyrir mál- frelsi. fb/þþ Hefur sé› DV í dag? flú Garðar Thor Cortes Syngur í Höllinni með breskri dívu 2x10 14.2.2006 21:21 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.