Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 2
2 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Fulltrúi Barnahúss og
umboðsmaður barna sendu dóms-
málaráðuneytinu fyrr á þessu ári
ósk um úttekt á lögum um með-
ferð kynferðisafbrotamála gegn
börnum. Úttektin beinist að
skýrslutöku í kynferðisafbrota-
málum og hugmyndir eru viðrað-
ar um að skýrslutaka verði ekki
lengur dómsathöfn. Þessi breyt-
ing yrði til þess að sakborningar
misstu rétt sinn til að vera við-
staddir skýrslutökur yfir börn-
um.
Ingibjörg Rafnar, umboðsmað-
ur barna, segir að með því að gera
skýrslutöku að dómsathöfn, í
lögum frá 1999, hafi sakborningur
möguleika á að búa til skýringar á
atburðum eftir að hafa hlustað á
skýrslutöku.
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra segir dóms- og kirkju-
málaráðuneytið líta svo á að þetta
sé eitt þeirra álitamála sem tekið
verði til umræðu á kynningar-
fundi Lögfræðingafélags Íslands
sem haldinn verður 22. september
næstkomandi.
Helgi I. Jónsson, dómsstjóri
Héraðsdóms Reykjavíkur, segir
það heyra til undantekninga að
sakborningar óski eftir að vera
viðstaddir yfirheyrslur barna.
Nokkur umræða hefur verið
um áhrif þess að dómarar við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur noti ekki
aðstöðu til skýrslutöku í Barna-
húsi. Helgi segir dóminn hafa
komið upp séraðstöðu áður en
Barnahús var sett á laggirnar og á
síðasta ári fóru 66 yfirheyrslur
fram þar. „Við erum með sér-
menntaða rannsóknarlögreglu-
menn í yfirheyrslum yfir börnum
og þeir eru fyllilega sambærilegir
þeim fagmönnum sem Barnahús
hefur yfir að ráða. Við leggjum
einnig áherslu á að yfirheyrsla
fari fram eins fljótt og unnt er.“
Helgi segir aðeins dæmi um að
eitt mál um kynferðisbrot gegn
barni hafi tapast fyrir Hæstarétti.
„Í þessu máli fóru yfirheyrslur
yfir barni fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur og fann Hæstiréttur
að yfirheyrslum tiltekins rann-
sóknarlögreglumanns. Í þessu
máli voru þó fleiri atriði sem urðu
til þess að sýknað var í málinu.“
Helgi segir að einnig hafi verið
gerðar athugasemdir við yfir-
heyrslur í Barnahúsi sem sýni að
hér sé á ferðinni vandasamt verk
og alltaf sé reynt að forðast
hnökra á yfirheyrslum.
„Það er staðreynd að yfir-
heyrslur yfir börnum í kynferðis-
afbrotamálum ganga yfirleitt
mjög vel fyrir sig í héraðsdómi og
engin ástæða til að ala á tor-
tryggni í garð aðstæðna okkar til
að yfirheyra börn í kynferðisaf-
brotamálum.“ hugrun@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
DANMÖRK Kristján Valdimar
Danaprins, sonur Friðriks krón-
prins og Maríu krónprinsessu, varð
í gær formlega annar erfingi
dönsku krúnunnar á eftir föður
sínum.
Utanríkisráðherra landsins
skrifaði nafn prinsins, fæðingar- og
skírnardag ásamt nöfnum skírnar-
vottanna inn í sérstaka gerðabók
sem hefur að geyma erfðaröð
dönsku krúnunnar. Er þetta gert
samkvæmt lögum landsins frá
1779. Kristján Valdimar krónprins
verður eins árs í næsta mánuði. - ks
Kristján fær sinn sess:
Erfðaprinsinn
samþykktur
KRISTJÁN VALDIMAR HENRI JOHN
Myndin er tekin þegar Kristján Valdimar
var skírður. NORDICPHOTOS/GETTY
Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur • Sími 585 0500 • www.skola.is
Opið virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-14
H
ö
n
n
u
n
O
d
d
i
V
O
_
b
8
4
5
0
101 dagur til jóla
Sakborningar gætu
misst viðverurétt sinn
Óskað var eftir úttekt dómsmálaráðuneytisins á lögum um meðferð kynferðisbrota
gegn börnum fyrr á árinu. Kannað verði hvort breyta eigi formi skýrslutöku. Dóms-
málaráðherra segir málið verða til umræðu á fundi Lögfræðingafélags Íslands.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sérmenntaðir rann-
sóknarlögreglumenn sjá um yfirheyrslur yfir börnum í
kynferðisafbrotamálum og eru þeir sambærilegir þeim
fagmönnum sem Barnahús hefur yfir að ráða.
HELGI I. JÓNSSON
INGIBJÖRG RAFNAR
HEILBRIGÐISMÁL Úrskurðarnefnd
almannatrygginga hefur í
nokkrum úrskurðum sínum
staðfest synjun Tryggingastofn-
unar á að taka þátt í kostnaði
sjúklinga vegna þjónustu
hjartalækna.
Í úrskurðunum var fjallað um
það hvort Tryggingastofnun væri
heimilt að taka þátt í kostnaði
vegna þjónustu hjartalækna
þegar sjúklingar höfðu fengið
tilvísun frá heimilislækni eftir að
þeir leituðu til hjartalæknisins.
Úrskurðanefndin staðfesti í
öllum málunum að greiðsluþátt-
taka í slíkum tilfellum væri ekki
heimil. - jss
Þjónusta hjartalækna:
Synjað um
greiðslur
Barnslíkum víxlað
Lík sex mánaða barns var nýverið
brennt í staðinn fyrir lík fjögurra ára
gamals barns, eftir að starfsfólk útfar-
arstofunnar tók óvart rangt lík með
sér frá líkhúsi Karólínska sjúkrahúss-
ins í Svíþjóð. Þetta er í annað sinn á
einu ári sem mistök af þessu tagi eru
gerð á sjúkrahúsinu.
SVÍÞJÓÐ
Agnes, er beinlínis hollt að
detta í það með eina Kalda-
kippu?
„Það er hollt að fá sér einn kaldan,
það er ekki hollt að detta í það.“
Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Ólafsson
eiga Bruggsmiðjuna sem framleiðir nýjan
íslenskan bjór, Kalda. Hann er að sögn
hollari en gengur og gerist enda bruggað-
ur úr íslensku vatni.
DÓMSMÁL Mál tæplega 24 ára
karlmanns, sem kærður er fyrir
líkamsárás, var tekið til aðalmeð-
ferðar í Héraðsdómi Vesturlands í
fyrradag. Maðurinn er ákærður
fyrir að hafa ráðist á sautján ára
pilt í maímánuði á síðasta ári.
Árásin átti sér stað á bifreiða-
planinu framan við Hreðavatns-
skála í Borgarbyggð, eftir
dansleik aðfaranótt laugardagsins
14. maí. Árásarmaðurinn réðst
þar á pilt, sem þá var sautján ára,
sló hann hnefahögg í andlitið, með
þeim afleiðingum að pilturinn féll
til jarðar, og sparkaði í höfuð hans
þar sem hann lá. Fórnarlambið
nefbrotnaði í árásinni.
Ákæruvaldið krefst refsingar
yfir árásarmanninum og þá fer
fórnarlambið fram á skaðabætur
upp á rúmlega sex hundruð
þúsund. - æþe
Líkamsárás eftir dansleik:
Karlmaður nef-
braut 17 ára pilt
STJÓRNMÁL Stjórn Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, leggur til að sameigin-
legt prófkjör verði
viðhaft við val á
frambjóðendum á
lista flokksins í
báðum Reykjavík-
urkjördæmunum
vegna alþingis-
kosninganna í vor.
Lagt er til að
prófkjörið fari
fram dagana 27.
og 28. október.
Fulltrúaráðs-
fundur sem haldinn verður í næstu
viku tekur tillöguna til afgreiðslu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengst af haldið prófkjör í
Reykjavík til að velja frambjóð-
endur, utan hvað stillt var upp á
lista fyrir kosningarnar 1999. - bþs
Sjálfstæðismenn í Reykjavík:
Prófkjör í lok
október
GEIR H. HAARDE
Formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
DANMÖRK Samkvæmt greiningarskýrslu rannsóknar-
stofu í Kaupmannahöfn fann lögreglan í Óðinsvéum
sprengiefnið TATP í víðtækri húsleit sem hún gerði
í kjölfar þess að hópur manna var handtekinn fyrr í
þessum mánuði, grunaður um að hafa lagt á ráðin
um hryðjuverk í Danmörku.
Samkvæmt frétt danska blaðsins B.T. fann veg-
farandi skýrsluna í rusli fyrir utan rannsóknarstof-
una á laugardag og kom henni til blaðsins.
Að sögn yfirmanns Kemis Beredskab, Frederik
Schydt, er um fyrsta eintak skýrslunnar að ræða, en
hún hefur síðan verið unnin frekar. Schydt segist
ekki hafa hugmynd um hvernig skýrslan endaði í
ruslinu og hefur fyrirskipað að allur pappír rann-
sóknarstofunnar verði framvegis tættur áður en
honum er hent.
Samkvæmt frétt Politiken telur verjandi sjömenn-
inganna, sem sitja í fangelsi grunaðir um að hafa
skipulagt hryðjuverk, að um leka sé að ræða; það sé
líklegra en að starfsfólk virtrar rannsóknarstofu
hendi skýrslu í ruslið sem vegfarandi svo rekst á úti
á götu.
Efnið TATP er vel þekkt meðal þeirra sem skipu-
leggja hryðjuverk og var meðal annars notað í
sprengingunum í London í fyrra.
Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu Danmerk-
ur, hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla um málið.
- smk
Meint hryðjuverk í Óðinsvéum í Danmörku:
Skýrslan fannst í ruslatunnu
MEINT HRYÐJUVERK Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa
skipulagt hryðjuverk voru fluttir í þessum bíl til yfirheyrslna í
Óðinsvéum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Stálu sjónvarpi og óku fullir
Átján og nítján ára piltar voru í gær
ákærðir í Héraðsdómi Norðurlands
eystra fyrir að stela sjónvarpi úr íbúð
á Akureyri síðastliðið vor. Þeir skiptu
liði eftir innbrotið. Báðir voru hand-
teknir sama kvöld, annar var ölvaður
undir stýri og hinn ók um bæinn án
ökuréttinda.
HÉRAÐSDÓMUR
INTERNET Vefstjóri spjallborðs
íþróttafélagsins Vals braut að
öllum líkindum engin lög þegar
IP-tala notanda þess var rakin að
vinnustað Hjálmars Vilhjálms-
sonar, varaformanns handknatt-
leiksdeildar Fram.
Í lögum er aðeins kveðið á um
að fjarskiptafyrirtæki megi ekki
gefa upplýsingar um hver er
skráður fyrir IP-tölu án dómsúr-
skurðar frá lögreglu. Ef viðkom-
andi verður sér úti um upplýsing-
arnar sjálfur, eins og var raunin í
máli Vals, hafa engin lög verið
brotin.
Notandinn sem um ræðir hafði
skapað mikinn usla á spjallborði
Vals og þurfti að fjarlægja nokk-
ur innlegg hans vegna þess að
þau þóttu of gróf. Vefstjóri rak
IP-tölu hans til vinnustaðar
Hjálmars.
„Þegar þú skráir þig inn á
spjallborð ertu meðvitaður um að
þú skilur eftir þig slóð,“ segir Sig-
rún Jóhannesdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar.
„Sá sem fer inn á slíkt spjall-
borð má ætla að það sem hann
skrifar verði rakið til hans. Menn
taka vissa áhættu og verða að
taka afleiðingum af því ef farið er
með þær upplýsingar á annan
hátt en menn gerðu ráð fyrir í
upphafi.“ - sþs
Forstjóri Persónuverndar segir fólk ekki geta ætlast til að vera nafnlaust á netinu:
Löglegt að rekja IP-tölur sjálfur
SPJALLBORÐIÐ Notandinn sem um
ræðir skapaði mikinn usla á spjallborði
Vals. IP-tala hans var rakin til vinnustað-
ar Hjálmars Vilhjálmssonar, varafor-
manns handknattleiksdeildar Fram.