Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 22
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR22 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um mál- efni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðrétt- inga og til að stytta efni. Umræðan Pólitísk umræða í fjölmiðlum Á ríkisstjórnarárum sínum innleiddi Davíð Odds-son fyrrverandi forsætisráðherra þau vinnubrögð að koma ekki í umræðuþætti í ljósvakamiðlum til að ræða tiltekin mál við talsmenn eða flokksformenn annarra flokka. Egill í Silfrinu ræddi þessa afstöðu í einkaviðtali við Davíð og fór for- sætisráðherrann mikinn og var með palla- dóma um sína pólitísku andstæðinga og tal- aði niður til þeirra. Um einkaviðtöl sín sagði hann: „Ég vek athygli á því Egill að engir minna kollega koma fram í skemmti- þáttum af þessu tagi. Ég hef tekið þátt í þeim gegnum tíðina, ég hef verið síðan 1974 í pólitík og hef tekið minn þátt í þeim það gerir enginn minna kollega í Skandin- avíu eða hvar sem er í heiminum“. Athygli vakti að forsætisráðherranum fyrrverandi fannst það ekki upplýsandi að taka þátt í pólitískum umræðum með öðrum forystu- mönnum eins og fyrirrennarar hans höfðu gert held- ur voru þetta skemmtiþættir að hans mati. Ég hafði tækifæri til að kanna orð forsætisráðherrans um að kollegar hans á Norðurlöndum léku þennan sama leik og aflaði upplýsinga sem hröktu þessa stað- hæfingu hans. Þvert á móti tókust norrænir forsætis- ráðherrar á við foringja stjórnarandstöðunnar í fjöl- miðlum þegar svo bar undir og tóku þátt í umræðum með eðlilegum hætti. Um þetta fjallaði ég í grein í febrúar 2001 undir fyrirsögninni: „Davíð mætir bara í drottningarviðtöl“. Þeir sem nú hafa aðgang að nor- rænum sjónvarpsstöðvum hafa væntanlega tekið eftir því að á Norðurlöndum taka forsætisráðherrarn- ir þátt í pólitískum umræðum í sjónvarpi. Yfirgangur ráðherranna Smám saman fóru aðrir ráðherrar að dæmi Davíðs. Því skyldu þeir vera að mæta í viðræður við andstæð- ingana og svara áleitnum spurningum ef þeir gátu komist hjá því? Nú krefjast þeir þess líka að koma einir í viðtöl við fréttamann og undir hælinn lagt hvort viðkomandi hefur þau sjónarmið á reiðum hönd- um sem brýnast er að ganga á ráðherrann með. Geð- þótti virðist jafnvel ráða hvort ráðherra þarf að gera ærlega grein fyrir máli sínu eða hvort áheyrendum er boðið upp á hlýlegt spjall um óréttláta stjórnarand- stöðu. Svo er nú komið að í stórpólitískum málum fær þjóðin að hlýða á einkaviðtöl við ráðamenn og í sama eða næsta fréttatíma eru andstæð sjónarmið sett fram í andarteppustíl í örstuttu innleggi í fréttatíma. Þetta hefur haft mjög neikvæð áhrif á pólitíska umræðu í landinu. Bein skoðanaskipti og umræður í fjölmiðlum milli ráðamanna og stjórnarandstöðu skortir, þannig að stað- hæfing stendur gegn staðhæfingu. Þessi þróun er því óheppilegri þar sem stjórn- endur svokallaðra kjaftaþátta hafa komið sér upp sínu eigin umræðuliði eða álits- gjöfum sem oft eru áheyrilegt og skemmti- legt fólk en ekki endilega einstaklingar með ábyrgð á máli sem tekið er fyrir eða staðgóða þekkingu á því. Þeir þættir koma því ekki í stað fréttaþátta þar sem talsmenn flokka takast á um pólitísk ágreiningsmál og gera grein fyrir afstöðu flokka sinna til þeirra. Fjölmiðlar verða því að bregð- ast við þessum yfirgangi ráðherranna. Vonsvikin með Geir Margir urðu verulega slegnir þegar Valgerður Sverr- isdóttir neitaði að mæta öðrum í umræðu um vinnu- brögðin varðandi skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnúkavirkjun. Öll sú uppákoma hefur undirstrik- að þá óásættanlegu þróun sem hér er gerð að umtals- efni. Forsætisráðherrann brást eins við. Geir hefur valið að halda sig til hlés. Fyrir utan kosningaumræð- urnar hefur hann ekki mætt fyrirliða stjórnarand- stöðunnnar í pólitískri umræðu. Hann fær drottning- arviðtöl og setur fram sínar staðhæfingar. Og það er ekki tilkomumikið þegar rætt er um álitaefni sem upp koma varðandi jafn stóra og dýra framkvæmd og Kárahnúkavirkjun þegar nýi forsætisráðherrann breiðir bara út faðminn og talar um að bráðum fari virkjun og álver að mala fyrir þjóðina gull. Fjölmiðlar þurfa að taka sig saman og sinna hlutverki sínu af reisn. Með svona undirlægjuhætti við ráðherrana geta þeir vart kallast fjórða valdið í íslensku þjóð- félagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi. Óþolandi drottningarviðtöl UMRÆÐAN Fyrri grein lögreglustjóra um aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Hlutverk lögreglu í samfé-laginu er ítarlega skilgreint í upphafsgrein lögreglulaga. Meginhlutverk hennar er að gæta öryggis í samfélaginu, halda uppi lögum og reglu, tryggja réttaröryggi borgar- anna og vernda auk þess eignar- rétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi. Lögreglan gegnir líka því mikil- væga hlutverki að sinna forvörnum, þ.e. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkis- ins. Þá sinnir lögregl- an einnig því hlut- verki að vinna að uppljóstran brota og stöðva ólögmæta hátt- semi. Lögreglan á enn- fremur að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðj- ar að og fleira mætti nefna. Þessu hlutverki sinnir lögreglan á öllum sviðum og stigum þjóð- félagsins. Hlutverkinu hefur lögreglan sinnt svo vel að hún hefur undanfarinn áratug verið meðal efstu stofnana þjóðfé- lagsins þegar kannað er traust til opinberra aðila. Einungis Háskóli Íslands nýtur meira trausts. Á undanförnum vikum og raunar misserum hafa vaknað upp spurningar um tilteknar aðgerðir lögreglu í tengslum við atburði, þar sem verið er að mótmæla ákvörðunum yfirvalda og/eða framkvæmdum á vegum einkaaðila. Hafa þar vegist á spurningar um annars vegar heimildir og skyldu lögreglu til aðgerða gegn meintri ólögmætri háttsemi og hins vegar réttur viðkomandi einstaklinga til að tjá skoðanir sínar. Réttur ein- staklinga til að tjá skoðanir sínar með mótmælum eða and- ófi er ótvíræður og óumdeildur. Það er einnig jafn ótvírætt að ekki er unnt að stunda ólögmæta háttsemi í skjóli þess að menn séu að nýta sér stjórnarskrár- varinn rétt til tjáningar. Tvíþætt hlutverk lögreglu Þegar kemur að mótmælum eða mótmælaaðgerðum má segja að hlutverk lögreglu sé tvíþætt. Annars vegar að aðstoða þá aðila sem eftir því óska og hafa í hyggju að koma skoðunum sínum, sjónarmiðum og viðhorf- um á framfæri með því til dæmis að útvega þeim aðstöðu til sinna athafna, stýra umferð og loka götum til að greiða fyrir mótmælagöngum og þess hátt- ar. Hins vegar er það hlutverk hennar að grípa inn í ef aðgerð- ir eða mótmæli sem um er að ræða ganga inn á rétt annarra eða raska með öðrum hætti alls- herjarreglu eða almannaöryggi. Skylda lögreglu til að aðstoða mótmælendur í þessu skyni er ótvíræð enda hvílir sú skylda á lögreglu almennt að hjálpa, aðstoða og greiða götu borgar- anna eftir því sem við á. Stjórn- arskráin verndar með skýrum hætti tjáningarfrelsi og rétt manna til að safnast saman vopnlausir og þurfi aðilar aðstoð frá lögreglu í þessu skyni ber lögreglu að veita þá aðstoð. Skylda lögreglu til að grípa inn í þegar mótmælaað- gerðir fara úr bönd- unum er einnig skýr og ótvíræð. Það er mikilvægt að hafa í huga í þessu sambandi að réttur manna til tjáningar- og fundahalda er ekki óskoraður eins og á ýmsum hefur mátt skilja að undanförnu í tengslum við umræðu síðustu vikna í fjöl- miðlum um aðgerðir mótmæl- enda á Austurlandi. Í þeirri umræðu hefur oftar en ekki verið ómaklega vegið að lög- reglunni í heild og starfsheiðri einstakra lögreglumanna, þar sem ýmsir og í fáeinum tilvik- um málsmetandi einstaklingar hafa látið í veðri vaka eða sagt beint út að aðgerðir lögreglu hafi verið allsendis óheimilar eða tilefnislausar. Stjórnarskráin tryggir vissu- lega tjáningarfrelsi og rétt manna til að safnast saman en þar er einnig skýrt tekið fram að þessi réttindi eru ekki án tak- markana. Tjáningarfrelsi má setja skorður í lögum í þágu allsherjarreglu og öryggis rík- isins, til verndar heilsu og sið- gæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær takmarkanir nauð- synlegar og samræmist lýðræð- ishefðum. Þá er einnig kveðið á um það í stjórnarskránni að banna megi mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir. Hér eru grundvallaratriðin skýr – tjáningar- og fundafrelsi er tryggt samkvæmt stjórnar- skrá en það er ekki án takmark- ana. Þær takmarkanir eru síðan nánar útfærðar, á grunni þess- arar heimildar, í lögreglulögum, nánar tiltekið í þriðja kafla lag- anna. Þar er mælt fyrir um heimildir lögreglu til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherj- arreglu. Lögreglan hefur sam- kvæmt lögunum skýrar heim- ildir til afskipta af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða til að koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis ein- staklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Lögreglan getur í þessu skyni tekið í sínar hendur umferðarstjórn, bannað dvöl á ákveðnum svæðum, vísað á brott eða fjarlægt fólk, fyrir- skipað stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi og fleira mætti nefna. Allar aðgerð- ir lögreglu á þessu sviði þurfa engu að síður að vera innan marka meðalhófs og alltaf ber lögreglunni að beita vægasta úrræði sem völ er á hverju sinni. Höfundur er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Skylda og réttur lögreglu til aðgerða UMRÆÐAN Málflutningur stjórnmála- manna Lengst af hef ég staðið í þeirri trú að þeir félagar, Steingrím- ur Joð og Ögmundur, væru heið- arlegir stjórnmálamenn – að vísu heldur betur íhaldssamir en sjálf- um sér samkvæmir og umfram allt heiðarlegir. Nú virðist hafa orðið breyting á og hún svo hraustleg að við liggur að maður taki undir með manni nokkrum er kallaði framferði þeirra félaga síðustu vikur pólitíska hryðju- verkastarfssemi. Þetta eru stór orð en ég hygg að hvorki Stein- grímur né Ögmundur séu þær druslur og gungur, svo vitnað sé í mæta menn, að þeir kippi sér upp við slíkan áfellisdóm. En hvað er það í hátterni félaganna sem hefur breyst? Í raun má segja að þeir hafi gengið í smiðju til Reagan-liðsins en vinnulag þess hóps einkennd- ist einmitt af því að láta sig sann- leikann litlu varða og ráðast á andstæðinga sína með öllum til- tækum ráðum. Skipti þar litlu hvort bornar voru upp lygar eða hæpnar fullyrðingar – andstæð- ingum var komið í þá stöðu að þurfa að neita ásökunum. And- styggilegur leikur og ódrengileg- ur í meira lagi. Tvö nýleg dæmi sýna vinnubrögð félaganna Ögmundar og Steimgríms. Opinberar lygar? Um það leyti sem hillti undir að Hálsalón yrði fyllt vatni, sam- kvæmt áætlunum, rjúka þeir félagar til með gífuryrðum og leyfa sér að fullyrða að Valgerð- ur Sverrisdóttir „hafi stungið upplýsingum undir stól“. „Fáheyrt og ráðherra ætti jafn- vel að segja af sér,“ drundi í Steingrími, afmynduðum af bræði og hneykslan. Ögmundur lék á lágfiðlu í þessari uppákomu. Miðað við þungann í ásökunum þeirra félaga á hendur Val- gerði mátti skilja að þeir hefðu komist yfir glænýjar upp- lýsingar um feluleik ráðherra. Þeir vissu hins vegar betur og verður ekki annað séð en þeir hafi vís- vitandi logið að þjóð- inni með heimalag- aðar sakir á hendur Valgerði. Staðreyndin er nefni- lega sú að þann 14. mars 2003 ræddu Valgerður og Steingrímur opinberlega í sölum Alþingis bréf frá jarðvísindamanninum Grími. Þar vísaði ráðherra til efnis bréfsins og hinnar faglegu afgreiðslu þess. Skrýtinn felu- leikur það eða hitt þá heldur. Félagarnir heimtuðu fund í iðnaðarnefnd til þess að fletta ofan af meintu samsæri ráðherra. Helgi Bjarnason, fyrrum skrif- stofustjóri iðnaðrráðuneytis, upplýsti að umrætt bréf hefði aldrei komist inn á borð ráðherra en fengið nákvæma og faglega umfjöllun færustu sérfræðinga. Voru þeir allir á einu máli um að í bréfi Gríms væri í raun ekkert nýtt – búið væri að skoða athuga- semdir hans af sérfræðingum. Þegar sannleikurinn var rekinn ofan í kok á þeim félögum og við blasti að þeir höfðu farið með rangt mál tók næsti þáttur far- sans við. Þarna hefðu félagarnir átt að skammast sín og a.m.k. biðja Valgerði afsökun- ar á ásökunum sínum. En sannleikurinn virðist engu máli skipta. Til- gangurinn helgar með- alið. Í stað þess að skammast sín fyrir lyg- arnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn. Ódrengileg karlremba? Þetta sjónarspil félaganna er í raun broslegt en samt alvarlegra en svo. Menn getur greint á í skoðunum og tekist á með mál- efnalegum hætti (sem ég taldi lengi að væri einkenni félaganna tveggja). Hitt er grafalvarlegt þegar stjórnmálamenn grípa til svo óvandaðra meðala að þeir beinlínis ljúgi vísvitandi upp á pólitíska andstæðinga sína án þess að blikna. Þá eru menn orðn- ir ráðþrota. Getur verið að djúp karlremba þeirra leyfi félögun- um að koma svona fram við fyrr- um iðnaðarráðherra vegna þess að hún er kona (og úr sama kjör- dæmi og Steingrímur)? Ég skil nú betur hvað maðurinn átti við þegar hann vildi kalla framferði Steingríms Joð og Ögmundar pól- itísk hryðjuverk. Þetta er ódrengileg aðferð til að slá pólit- ískar keilur og á ekkert skylt við málefnalegar rökræður. Í raun minnir þetta á krakka, sem oft má sjá að baki íþróttamönnum í sjónvarpsviðtali – veifandi öllum skönkum til að fanga athygli. Munurinn er þó sá að börnin eru heiðarleg og einlæg í veifum sínum. Höfundur er formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Pólitísk hryðjuverk? RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR STEFÁN EIRÍKSSON Réttur einstaklinga til að tjá skoðanir sínar með mótmæl- um eða andófi er ótvíræður og óumdeildur. Það er einnig jafn ótvírætt að ekki er unnt að stunda ólögmæta háttsemi í skjóli þess að menn séu að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningar. HJÁLMAR ÁRNASON Ég skil nú betur hvað maður- inn átti við þegar hann vildi kalla framferði Steingríms Joð og Ögmundar pólitísk hryðju- verk. Með svona undirlægjuhætti við ráðherrana geta fjölmiðlar vart kallast fjórða valdið í íslensku þjóðfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.