Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 70
KVIKMYNDIR
[ UMFJÖLLUN ]
Jörðin sem við byggjum er einstakt
fyrirbæri. Lífríkið byggir allt sitt á
svo hárfínni formúlu að lítið má út
af bregða svo allt fari fjandans til en
ekki er víst að formúlan gangi leng-
ur upp ef ekkert verður að gert.
Þetta er að einhverju leyti sú
heimspeki sem birtist í kvikmynd-
inni An Inconvenient Truth þar sem
fyrrum forsetaframbjóðandinn Al
Gore fer yfir sviðið og bregður upp
svartri mynd af ástandi jarðarinnar.
Að mati Gore er stærsta vandamál-
ið hækkandi hitastig jarðarinnar
vegna gróðurhúsaáhrifa en valda-
miklir „efasemdarhópar“ telja þetta
bara „kenningu“ sem enn á eftir að
sanna. Þessir hópar hafi greiðan
aðgang að fjölmiðlum sem dreifa
þessum áróðri út á meðal fólksins
sem gerir Gore og öðrum náttúru-
verndarsinnum mjög erfitt fyrir.
Hann reynir að sýna fram á að þessi
efasemdarhópur hafi rangt fyrir
sér, áhrif gróðurhúsalofttegunda
séu staðreynd og að við sjáum þess
þegar merki, meðal annars í breyttu
veðufari.
An Inconvenient Truth er að
mestu leyti fyrirlestur Gore í áhorf-
endasal en svo er brugðið upp mynd-
brotum og ljósmyndum af ferðalög-
um hans í baráttu sinni fyrir
vitundarvakningu í umhverfis-
vernd. Stundum missir leikstjórinn
David Guggenheim sig í dýrkun á
sögumanni með þeim afleiðingum
að þetta gætu verið bútar úr kosn-
ingamyndbandi fyrir Gore. Guggen-
heim notast enn fremur við atvik úr
persónulega lífi Gore til útskýring-
ar á baráttu hans með misjöfnum
árangri. Sonur Gore lenti til að
mynda í alvarlegu bílslysi og var
vart hugað líf en þannig reynir hann
að útskýra að það sé aðeins til ein
jörð, sem verði að bjarga.
An Inconvenient Truth er nauð-
synleg vekjaraklukka fyrir okkur
þótt hún sé á köflum full „banda-
rísk“ með öllu sem því fylgir. Margt
sem þarna er sagt og sýnt ætti hins
vegar að vekja sérhvern mann til
umhugsunar um hvort jörðin og
nátttúran fái brátt ekki nóg af
átroðningi mannfólksins.
Freyr Gígja Gunnarsson
Fær jörðin brátt ekki nóg?
AN INCONVENIENT TRUTH SÝND Á IFF-
HÁTÍÐINNI
LEIKSTJÓRI: DAVIS GUGGENHEIM
Niðurstaða: An Invconvenient Truth er nauð-
synleg kvikmynd sem ætti að vekja sérhvern
mann til umhugsunar um umhverfi sitt.
Breska hljómsveitin Snow Patrol
er aftur komin á topp breska vin-
sældalistans með plötu sína Eyes
Open.
Þetta er í þriðja skiptið sem
platan fer á toppinn þar frá því hún
kom út 1. maí síðastliðinn. Hefur
hún selst í 800.000 eintökum í Bret-
landi frá útgáfudegi, sem er nálægt
þrefaldri platínusölu.
Þessar auknu vinsældir eru
ekki síst laginu Chasing Cars að
þakka, en lagið er í mikilli spilun
hvarvetna og er í 6. sæti í Bret-
landi.
Snow Patrol er á tónleika-
ferðalagi um Bandaríkin um
þessar mundir og er Chasing
Cars komið í 7. sæti Billboard-
listans.
Aftur á toppinn
SNOW PATROL Hljómsveitin Snow Patrol er komin á toppinn í Bretlandi í þriðja sinn.
Rokksveitin Brain Police
sendir frá sér sína fjórðu
plötu, Beyond the Waste-
land, í dag. Freyr Bjarna-
son ræddi við trommarann
Jón Björn Ríkharðsson, eða
Jónba, um nýja gripinn.
Síðasta plata Brain Police, Electric
Fungus, kom út fyrir tæpum
tveimur árum og fékk hún mjög
góðar viðtökur. Þótti hún uppfull
af þéttu eyðimerkurrokki og sýndi
og sannaði að Brain Police var
orðin alvöru rokksveit.
Betri í alla staði
Jónbi er hæstánægður með nýju
plötuna og segir hana besta verk
Brain Police til þessa. „Þetta er
rökrétt framhald af síðustu plötu
en er í rauninni betri í alla staði,“
segir hann. „Hún er aðeins öðru-
vísi gítarlega séð vegna þess að
við erum með nýjan gítarleikara
[Búa Bendtsen] en hún er virki-
lega vel unnin og hljómar rosa-
lega vel. Hún er eiginlega bara
næsta skref upp á við. Við eydd-
um tveimur dögum í æfingahús-
næði áður en við fórum í stúdíó,
þannig að við fórum þangað 100%
vissir um hvað við vorum að fara
að gera.“
Tveir bjórar á sautján dögum
Beyond the Wasteland var tekin
upp og hljóðblönduð á aðeins
sautján dögum, sem telst ekki
mikill tími í dag. Svíarnir Stefan
Boman og Chips K., sem hafa m.a.
unnið með Kent, Sahara Hotnights
og The Hellacopters, stjórnuðu
upptökum og ber Jónbi þeim vel
söguna. „Þeir unnu vinnuna sína
gríðarlega vel og það var mjög
gaman að vinna með þeim. Þeir
unnu þetta virkilega fagmannlega
og komu hingað bara til að vinna.
Þeir fengu sér einn bjór áður en
upptökur hófust og síðan einn bjór
þegar þeir voru búnir. Þeir voru
alveg meiriháttar,“ segir Jónbi,
greinilega óvanur slíkum vinnu-
brögðum.
Býst hann fastlega við að Sví-
arnir taki einnig upp næstu plötu
Brain Police og hugsanlega muni
upptökur fara fram í Svíþjóð í
algjörri ró og næði.
Tónleikaferð um Þýskaland
Útgáfutónleikar vegna plötunnar
voru haldnir í Skífunni í gær-
kvöldi. Sveitin ætlar að rúnta um
landið í framhaldinu og spilar
næst í Bíóhöllinni á Akranesi 21.
september. Kvöldið eftir verður
hún á Kaffi Amsterdam, hinn 29. á
Sjallanum og á Kaffi Króki síðasta
kvöld mánaðarins.
Hinn 5. október er síðan ferð-
inni heitið til Þýskalands í tón-
leikaferð en síðast fór sveitin
þangað í nóvember. Meðal annars
munu þeir félagar spila í Berlín,
Köln og á tónlistarhátíð í Alden-
burg. Í byrjun næsta árs er stefn-
an síðan sett á Bandaríkin, enda
ætti „stoner-rokk“ Brain Police að
falla vel í kramið þar í landi.
Fagmennskan í fyrirrúmi
BRAIN POLICE Frá vinstri: Jens Ólafsson, Búi Bendtsen, Hörður Ingi Stefánsson og
Jón Björn Ríkharðsson.
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
FRUMSÝND 15·09·06
SENDU SMS SKEYTIÐ JA NLF Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO.
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA!
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 8 og 10
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8
LITTLE MAN B.I. 12 ÁRA kl. 6
YOU, ME & DUPREE kl. 10
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6
TAKK FYRIR AÐ REYKJA
THANK YOU FOR SMOKING
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45, 8 og 10.15
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15
MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50, 8 og 10.10
LITTLE MAN kl. 4, 6, 8 og 10
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6
MIAMI VICE kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA
ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50 B.I. 7 ÁRA
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
ANGEL A kl. 6
WINTER PASSING kl. 6
THE BOOK OF REVELATION kl. 6
DAVE CHAPELLE´S BLOCK PARTY kl. 8
TSOTSI kl. 8
VOLVER kl. 8
FACTOTUM kl. 10
ENRON: THE SMARTEST
GUY IN THE ROOM kl. 10
THREE BURIALS OF
MELQUIADES ESTRADA kl. 10.10
Heiðarleg, fróðleg
og bráðskemmtileg mynd