Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 4
4 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur Alþýðusam- bands Íslands, segir verðbólgutöl- urnar, sem Hagstofa Íslands birti í gær, jákvæð teikn um að verið sé að draga úr verðbólgu. Hann vill þó ekki meina að verðbólguskot sé liðið hjá því ekki sé rétt að tala um verðbólguskot í þessu samhengi. „Við höfum búið við langvar- andi, mikla verðbólgu, sem er langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og staðið hefur yfir í um tvö ár. Mælingin nú er jákvæð teikn þrátt fyrir að verðbólgan sé enn algjörlega óviðunandi,“ segir hann. Hann segir að verðbólgutölurn- ar séu vísbending um að samning- ar aðila vinnumarkaðarins hafi haft þau áhrif á verðbólguna sem vonast var eftir, þótt ekkert sé hægt að fullyrða um það enn. „Auk þess hefur hægst um á fasteignamarkaði eins og búist var við og olíuverð hefur lækkað, en það hefur dregið úr undirliggj- andi verðbólguþrýstingi,“ segir Ólafur Darri. - sda GENGIÐ 12.9.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 124,5541 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 70,99 71,33 133,05 133,69 90,2 90,7 12,091 12,161 10,882 10,946 9,755 9,813 0,6034 0,607 104,93 105,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������������������ ����������������������������������������������������������������� ������ ������� ����� �� ������ � ������ ��� VIÐSKIPTI Matsfyrirtækið Moody´s hefur staðfest A1/P-1 lánshæfis- mat Kaupþings banka en lækkað BSFR einkunn bankans. BSFR er einkunn fyrir fjárhagslegan styrk og fer hún úr C+ í C. Þar með lýkur endurskoð- un á lánshæfismati bankans frá því í apríl. Horfur eru sagðar stöðugar á öllum lánshæfisein- kunnum bankans. Moody´s segir að einkunnirnar endurspegli góða arðsemi bankans, góða afkomu í grunnein- ingum og mikil gæði útlánasafns. Þó er tilgreind töluverð áhætta vegna stöðutöku og hve bankinn er háður heildsölufjármögnun. -óká Endurskoðun lánshæfis lokið: Einkunn KB banka staðfest FJÁRMÁL Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri hefur verið skipaður ríkis- skattstjóri. Hann tekur við störfum 1. janúar næst- komandi. Núver- andi ríkisskatt- stjóri, Indriði H. Þorláksson, lætur af embætti þann 1. október næstkom- andi. Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri gegnir embætti ríkisskattstjóra í millitíðinni. Skúli er fæddur árið 1953 og er lögfræðingur að mennt. Áður hefur hann meðal annars verið forstöðumaður tekjuskattsdeildar ríkisskattstjóraembættisins og vararíkisskattstjóri. - sþs Breytingar í ríkiskattstjórn: Skúli Þórðarson ríkisskattstjóri SKÚLI EGGER ÞÓRÐARSON. DÓMSMÁL „Hann horfði til mín skömmu áður en hann fékk þungt högg í andlitið, og í kjölfarið hneig hann niður og komst ekki aftur til meðvitundar,“ sagði kona Ragnars Björnssonar grátandi er hún bar vitni í héraðsdómi. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn manni á þrítugsaldri, Lofti Jens Magnús- syni, hófst í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Loftur er ákærður fyrir að hafa veitt Ragnari, sem var á sextugs- aldri er hann lést, þungt hnefahögg á veitingahúsinu Ásláki í Mosfells- bæ aðfaranótt 12. desember fyrir tæpum tveimur árum. Við höggið kom brot í hálshryggjarlið og slag- æð við hálshrygg rofnaði. Olli áverkinn mikilli blæðingu inn í höf- uðkúpu sem leiddi til þess að Ragn- ar lést innan skamms tíma, vegna blæðingar á milli heila og innri heilahimnu. Kona Ragnars sagðist hafa boðið manni sínum upp í dans skömmu áður en Loftur lamdi hann neðar- lega í kjálkann vinstra megin með hnefanum. Ragnar bar því við að hann væri „of þreyttur til þess að dansa“ og ákváðu þau þá að tygja sig heim á leið. Kona Ragnars fór að ná í veski sitt og er þá litið til manns síns, sem staddur var í anddyri staðarins, og horfðust þau í augu þegar Loftur veitti Ragnari bana- höggið. Loftur bar við minnisleysi frá atburðinum en hann var samkvæmt framburði vitna „verulega ölvaður“ þetta kvöld. Við aðalmeðferð kom fram að Loftur hefði fyrr um kvöldið verið með samkvæmi heima hjá sér þar sem vinir hans og sambýliskona hefðu verið að skemmta sér. Voru margir gestanna uppáklæddir í búninga en flestir þeirra voru komnir á veitingastaðinn þar sem atvikið átti sér stað um miðnætti. Loftur, sem klæddur var í jóla- sveinabúning umrætt kvöld, hljóp út af af staðnum eftir að hafa veitt Ragnari hnefahöggið sem dró hann til dauða en kom svo skömmu síðar inn á staðinn aftur. Karlmaður sem bar vitni fyrir dómi, og beið utan við veitingastaðinn í bíl sínum er árásin átti sér stað, sá þegar „maður í jólasveinabúningi“ kom með látum út af staðnum skömmu eftir bana- höggið. Sá vitnið einnig þegar sambýlis- kona Lofts, sem klædd var í engla- búning, kom með honum út af staðn- um og spurði „af hverju varstu að þessu?“ Svaraði Loftur því til að hann hefði „skallað sig“, eins og vitnið sagðist orðrétt hafa heyrt Loft segja fyrir utan veitingastað- inn. Miðað við framburð þeirra vitna sem komu fyrir dóminn vitnaði Loftur til þess þegar sonur Ragn- ars réðst að honum og skallaði hann eftir að hafa spurt hann í bræði: „Hvað hefurðu gert?“, þar sem Ragnar lá meðvitundarlaus á gólfi veitingahússins. Þetta játaði sonur Ragnars er hann bar vitni fyrir dómi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. magnush@frettabladid.is Leit til konu sinnar er hann hneig niður Kona Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa verið veitt þungt hnefahögg aðfaranótt 12. desember 2004, sagði mann sinn hafa litið til sín er hann hneig niður. Ákærði ber við minnisleysi. Mikil tilfinningastund var í dómssal í gær. VEITINGASTAÐURINN ÁSLÁKUR Líkams- árásin átti sér stað um þrjú að nóttu til. ÁKÆRÐI MEÐ VERJANDA SÍNUM Loftur Jens Magnússon, sem ákærður er í málinu, sést hér hylma andlit sitt með málsgögnum í dómssal í gær. Við hlið hans er verjandi hans, Björn Ólafur Hallgrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferjur rákust á Tvær ferjur skullu saman í mikilli þoku á mánudag í Helsingjaeyri í Danmörku. Fjórir slösuðust en enginn alvarlega þegar Mercandia 4 sigldi á Pernille. Ferjurnar, sem notaðar eru í siglingar milli Helsingjaeyri og Helsingjaborgar í Svíþjóð, skemmdust töluvert í árekstrinum. DANMÖRK LÖGREGLUFRÉTT Annar piltanna sem grunaðir eru um að hafa ráðist á starfsmenn bensínstöðv- ar Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfaranótt sunnudags hefur játað að hafa stungið öryggisvörð í bakið. Hnífurinn sem notaður var í árásinni er einnig fundinn. Piltarnir gáfu sig fram við lögreglu síðdegis á mánudag eftir að lögregla birti af þeim myndir sem teknar höfðu verið úr öryggismyndavél á bensínstöð- inni. Þeir eru 18 og 19 ára og er talið að þeir hafi ráðist á starfs- mennina eftir að þeim var neitað um afgreiðslu í versluninni. Öryggisvörðurinn þykir hafa sloppið vel þar sem hnífurinn stöðvaðist á rifbeini hans. Öðrum piltinum var sleppt í gær en sá sem játaði var dæmdur í gæslu- varðhald til föstudags. -kdk Í gæsluvarðhaldi til föstudags: Hefur játað verkaðinn Í frétt blaðsins í gær um skipstjóra sem slasaðist um borð í frystitogara var ranglega hermt að ekki hefði verið ástæða til að flytja hann á sjúkrahús heldur hefði verið gert að sárum hans í skýli Landhelgisgæslunnar. Hið rétta er að maðurinn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING VERSLUNARFERÐ Ólafur Darri Andrason segir langvarandi mikla verðbólgu hafa staðið yfir í um tvö ár. SELECT Hnífurinn sem notaður var í árásinni hefur verið fundinn. ASÍ segir að ekki sé um verðbólguskot að ræða því verðbólgan sé langvarandi: Verðbólgan enn óviðunandi SVÍÞJÓÐ Tvær íkveikjusprengjur fundust við kosningaskrifstofu sænska Þjóðarflokksins á Gustafs Adolfs-torg í Malmö í gærnótt. Telur lögregla að þeim hafi verið ætlað að springa aðfaranótt þriðjudagsins, að því er kemur fram á fréttavef Dagens Nyheter. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudag. - smk Sprengjur í Malmö: Fundust áður en þær sprungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.