Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Algengt er að fólk sem sér um ráðningar í fyrirtækjum biðji aðra starfsmenn um aðstoð við atvinnuviðtölin. Þetta er gert til þess að fá betri yfirsýn yfir umsækjendur og til þess að fleiri geti dæmt um hæfni þeirra. Sá ókostur getur hins vegar fylgt því þegar margir koma að við- tölum að auðvelt er að flækja málin. Sumir velja þann hæfasta samkvæmt kröfum um hæfni og menntun, aðrir velja til dæmis þá sem líkjast þeim sjálfum mest. Í slíkum tilfellum þar sem margir koma að viðtali er gott að búa til góða starfsgreiningu og hafa hana til hliðsjónar í viðtali. Starfsgreiningin tekur fram helstu kunnáttu, menntun og reynslu sem æskileg er fyrir starfið. Spyrlar þurfa líka að vera sammála um starfsgrein- inguna áður en viðtöl hefjast svo hægt sé að vinna með hana sem viðmiðun. Með slíkum und- irbúningi er hægt að koma í veg fyrir árekstra á milli yfirmanna og starfsmanna sem standa að ráðningum og síðast en ekki síst ráða hæfasta starfsmanninn til starfa. Nauðsynlegt er að þjálfa sam- skiptahæfni spyrla og þjálfa hæfni þeirra til þess að ráða hæfasta starfsmanninn. Þjálfun spyrla þarf því m.a. að innihalda eftirfarandi þætti: ■ Að forðast að spyrja spurninga sem ekki tengjast starfinu ■ Að forðast að taka skjótar ákvarðanir um umsækjendur ■ Að forðast að setja upp staðal- ímyndir um umsækjendur ■ Að forðast að leggja of mikla áherslu á fáa þætti ■ Að reyna að hafa andrúmsloft- ið afslappað ■ Að hafa viðtalið skýrt Einnig þurfa spyrlar að læra að spyrja opinna spurninga sem krefjast meiri svara en „já“ eða „nei“ og vera óhræddir við að þaulspyrja, þ.e. að spyrja nánar út í smáatriði til að fá nákvæm- ari svör. Mikilvægt er að spyrlar verði ekki fyrir áhrifum utanað- komandi þátta sem ekki tengj- ast starfinu og geri sér grein fyrir fordómum og öðrum mögu- legum þáttum sem geta haft áhrif á við- talið. Sif Sigfús- dóttir, MA í mannauðs- stjórnun Þjálfun spyrla S T A R F S M A N N A M Á L Eftir að krónan var sett á flot snemma árs 2001 fengu ákvarð- anir Seðlabanka Íslands í pen- ingamálum stóraukna þýðingu. Fagleg umgjörð þessara ákvarð- ana hefur ekki breyst að sama marki. Undanfarin misseri hafa stýri- vextir bankans verið hækkað- ir hvað eftir annað í því skyni að hemja verðbólgu og eru nú 13,5%, hærri á Íslandi en nokk- urs staðar á byggðu bóli nema kannski í löndum á borð við Brasilíu. Sambærilegir vextir á evrusvæði eru um þessar mundir 3% og 5,25% í Bandaríkjunum. Vaxtamunur gagnvart útlöndum nemur þess vegna 8-10%. Þrátt fyrir þessar aðgerðir bankans féll krónan umtalsvert í febrúar og mars á þessu ári og landsmenn hafa ekki bitið úr nálinni með verðbólgu sem er meiri en víðast annars staðar á Vesturlöndum. Stýrivextir hafa eðli máls sam- kvæmt mest áhrif á fyrirtæki sem háð eru innlendu skammtímafé og heimili sem draga á eftir sér skammtímaskuldir á borð við yfirdrátt í bönkum. Þarf naum- ast að efast um þungar búsifjar þessara fyrirtækja og heimila af völdum hávaxtanna. Á hinn bóg- inn er þorri lánsfjár verðtryggð- ur og aðeins í lausu samhengi við stýrivexti sem að eðli eru skamm- tímavextir. Stærri fyrirtæki nota erlent lánsfé í verulegum mæli og snerta stýrivextir ákvarðanir þeirra í þessu efni ekki nema óbeint. Þráfaldlega hefur verið á það bent af hálfu innlendra jafnt sem erlendra aðila sem fjalla um íslensk efnahagsmál að skort hafi á samræmingu á stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum og peningamál- um. Svo er að sjá að Seðlabankinn standi einn í ístaðinu gagnvart verðbólguþrýstingi í efnahagslíf- inu, stundum að því er virðist án þess að staldrað hafi verið við og nytsemi peningastefnunnar íhug- uð í ljósi þess árangurs sem hún hefur skilað. Af hálfu stjórnvalda hafa verið teknar ákvarðanir sem ganga þvert á verðbólgumark- mið bankans og nægir að nefna skipulagsbreytingar á húsnæð- islánamarkaði með ríkistryggð- um 90% lánum til íbúðakaupa og firnamiklar framkvæmdir af hálfu ríkis og sveitarfélaga og aðila sem njóta ábyrgðar ríkisins á lánsfé. Seðlabankinn hefur í ræðu og riti gert glögga grein fyrir verðbólguáhrifum þessara ákvarðana. Reynslan sýnir að hækkanir stýrivaxta einar og sér hrökkva skammt og enn síður þegar stjórn- völd róa ekki í sömu átt í viðleitni til að skapa jafnvægi í efnhagslíf- inu. Þarf naumast að koma á óvart að aðgerðir seðlabanka einar og sér hrökkvi skammt við aðstæður eins og ríkt hafa hér á landi. Seðlabankanum er falið mikið vald með heimild til að beita stýri- vöxtum í hagstjórnarskyni. Stjórn peningamála er mikilvægur þátt- ur hagstjórnar og er viðtekið að hún skuli einkennast af gagnsæi og trúverðugleika enda ætlað að hafa áhrif á markaði og á vænt- ingar almennings og fyrirtækja. Hið mikla vald sem bankanum er falið dregur síst úr ábyrgð hans og kallar á að stjórn bankans og vinnubrögð hans öll einkennist af faglegri þekkingu á sviði pen- ingamála og hagstjórnar. Víða um lönd ríkir það við- horf að fjölskipuð nefnd sé best til þess fallin að tryggja að sem víðust sjónarmið séu reifuð áður en ákvörðun er tekin. Af hálfu bankans hefur ítarleg grein verið gerð fyrir fyrirkomulagi slíkra ákvarðana, t.d. í grein Þórarins G. Péturssonar staðgengils aðal- hagfræðings, Útfærsla verð- bólgumarkmiðsstefnu víða um heim, í Peningamálum 2004/1. Við íslenskar aðstæður mætti hugsa sér að peningamálanefnd væri skipuð bankastjóra Seðlabankans og aðalhagfræðingi auk tveggja til þriggja valinkunnra hagfræð- inga utan bankans. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur frá upphafi verið skipuð þremur bankastjórum. Fyrir því kunna að hafa verið þau rök að með þeim hætti væri leitast við að tryggja víðtæka samstöðu um stefnu og ákvarðanir bankans. Sést glögglega af vali bankastjóra gegnum tíðina að stjórnmála- flokkarnir hafa viljað eiga full- trúa í stjórn bankans auk fulltrúa í bankaráði. Nú hafa mál skipast svo að hvorki Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingar, né Framsóknarflokkurinn treysta sér til að tilnefna menn beint í bankastjórnina. Tveir af þrem- ur bankastjórum eru starfsmenn bankans og starfa e.t.v. líkt og aðstoðarbankastjórar eða aðstoð- armenn bankastjóra. Bankinn er ágætlega mannaður og hefur aðgang að þekkingu, reynslu og hæfileikum þessara starfsmanna sinna eins og annarra án þess að haldið sé uppi þriggja manna bankastjórn. Af verkefnum bank- ans verður heldur ekki ráðið að þörf sé á þremur forstjórum frek- ar en í fyrirtækjum almennt. Sjálfsögð er sú krafa að fag- lega sé staðið að ráðningu seðla- bankastjóra og tryggt með þeim hætti að hæfasti einstaklingurinn sé ráðinn. Liggja þurfa fyrir þær kröfur sem gerðar eru til banka- stjóraefna og hvaða þættir verði lagðir til grundvallar við ákvörð- un um málið. Þá þarf að tryggja að frambærilegir einstaklingar sæki um stöðuna, að sambæri- legt og ítarlegt mat verði lagt á umsækjendur og að ákvörðun um ráðningu verði tekin á málefna- legum grundvelli í ljósi hæfis umsækjenda. Nauðsyn á breytingum í þessu efni sést af því að þegar síðast var skipað í bankastjórn fyrir nokkrum vikum var starfið ekki auglýst, engar kröfur settar fram, ekkert gert til að kalla eftir hæfileikaríkum umsækjendum. Stöðunni var þannig ráðstafað þvert á viðurkennd nútímavið- horf um aðferðir við skipan í opinber embætti. Forsendur sem kunna að hafa verið fyrir þriggja manna bankastjórn í Seðlabankanum eru brostnar. Valdið sem bankanum er falið kallar á að strangar kröf- ur séu gerðar til þeirra sem með það fara. Einn seðlabankastjóri á að vera ábyrgur fyrir málefn- um sem bankanum er trúað fyrir. Eðlilegt væri að fjölskipuð pen- ingamálanefnd kæmi að ákvörð- unum um vaxtastefnu bankans. Ákvarðanir hennar eiga að vera gagnsæjar og öllum aðgengilegar í fundargerðum eins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og fleiri hafa ítrekað bent á. Þrír forstjórar í fyrirtæki? Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. O R Ð Í B E L G Nauðsyn á breytingum í þessu efni sést af því að þegar síðast var skipað í banka- stjórn fyrir nokkrum vikum var starfið ekki auglýst, engar kröfur settar fram, ekk- ert gert til að kalla eftir hæfileikaríkum umsækjendum. Stöðunni var þannig ráð- stafað þvert á viðurkennd nútímaviðhorf um aðferðir við skipan í opinber embætti. Exista lýkur í vikunni sölu hlutafjár vegna skráningar félagsins í Kauphöll Íslands. Skráningin er tvímælalaust góð fyrir mark- aðinn og Kauphöll Íslands. Marel mun einnig klára útboð nýrra hluta í vikunni. Eftirspurn eftir þessu hlutafé virðist ætla að verða mikil og ber það vott um að markaðurinn komi ágætlega undan köldu vori og rigningarsumri. Uppgjör fyrirtækja hafa verið nokkuð góð og því margt sem styður markaðinn þessa dagana. Enn er þó tals- verð óvissa um almennar efnahagshorfur og stefna krónunnar er óviss. Þegar krónan féll hratt á fyrri hluta ársins hafði það talsverðar afleiðingar fyrir hlutabréfamarkaðinn. Talsvert var um skuldsett kaup á hlutabréfamarkaði með fjár- mögnun í erlendri mynt. Fallið hafði þau áhrif að margir neyddust til að selja bréf sín og hlutabréfamarkaður- inn lækkaði í línulegu samhengi við veikingu krónunnar. Líklegt er að frek- ari veiking krónu hefði minni áhrif á hlutabréfamarkað nú, þar sem færri skuldsettir spákaupmenn eru á leik- vellinum. Hitt er svo annað að markaður er sál- fræðilegt fyrirbæri. Almenn stemning ræður miklu um verðlagningu og harð- ari lending hagkerfisins en búist er við nú getur leitt af sér svartsýni á markaði sem hefur áhrif á alla eignamarkaði. Það er mikilvægt fyrir markaðinn og fyrir almenning í landinu að sem flestir nýti þann kost sem hlutabréf eru til að ná sem bestri ávöxtun á sinn sparnað. Af þeim sökum getur verið skynsam- legt að nýta sér útboð fyrirtækja og kaupa í útboðum eins og þeim sem nú standa yfir. Sennilega verður þó aldrei of brýnt fyrir fólki að hlutabréf eru langtímafjárfesting og sveiflur jafnan miklar. Þolinmæði er mikil dyggð á markaði og fyrir utan þá sem verja lunganum af lífi sínu í að fylgjast með horfum á markaði er skynsamlegast að láta skammtímasveiflur sér í léttu rúmi liggja. Lykilatriði almenns fjárfestis í hlutabréfum er að fjárfesta í fyrirtækj- um þar sem viðkomandi hefur bæði trú á rekstri fyrirtækjanna og lykileigend- um og stjórnendum. Marel er ágætt dæmi um félag sem hefur á undanförnum árum náð góðum árangri og þeir sem átt hafa bréf fyrirtækisins frá því að það kom á markað hafa ávaxtað sitt pund vel. Sú vegferð hefur ekki verið án áfalla og lækkana. Þeir sem hafa haldið ró sinni hafa hins vegar notið góðrar ávöxtunar. Marel og Exista eru lofandi félög og ekkert bendir til annars en að framtíð þeirra sé björt. Sala á hlutum í þessum félögum verður vonandi til þess að áhugi almennings á hlutabréfakaupum glæðist. Til langs tíma litið er það hagur allra. Ný félög og nýtt hlutafé á hlutabréfamarkaði. Hraustlegri eftir rigningarsumar Hafliði Helgason Það er mikilvægt fyrir markaðinn og fyrir almenning í landinu að sem flestir nýti þann kost sem hlutabréf eru til að ná sem bestri ávöxtun á sinn sparnað ... Sennilega verð- ur þó aldrei of brýnt fyrir fólki að hlutabréf eru langtímafjárfesting og sveiflur jafnan miklar. Þolinmæði er mikil dyggð á markaði og ... skynsamlegast að láta skammtíma- sveiflur sér í léttu rúmi liggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.