Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 33
Seldir verða 75 milljónir nýrra hluta í Marel í útboði. Útboðið er þrískipt;
útboð til forgangsréttarhafa, fagfjárfesta og almennings. Útboðsgengið er
74 krónur á hvern hlut. Heildarsöluvirði hluta í útboðinu er 5.550 milljónir
króna.
Marel hf. hefur gefið út lýsingu og hægt er að nálgast hana á vef Marel,
www.marel.is, Landsbankans, www.landsbanki.is og í fréttakerfi
Kauphallar Íslands hf., www.icex.is. Innbundin eintök liggja frammi hjá
Marel hf, Austurhrauni 9, Garðabæ og hjá umsjónaraðila, Landsbanka
Íslands hf. Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík. Fjárfestar eru eindregið
hvattir til að kynna sér efni lýsingarinnar.
Áskriftum í útboði til forgangsréttarhafa og almennings er einungis hægt að
skila rafrænt á vef Landsbankans www.landsbanki.is. Forgangsréttarhafar
hafa fengið lykilorð sent í pósti sem þeir nota við skráningu á áskrift
sinni. Áskrifendur í almenna hluta útboðsins skrá inn kennitölu sína og
netfang og fá um hæl sent lykilorð sem þeir nota við skráningu á áskrift
sinni. Hámarksfjöldi hluta sem hægt er að skrá sig fyrir í almenna hluta
útboðsins eru 10.000 hlutir. Skráning í útboðinu er skuldbindandi.
Fagfjárfestar skila inn bindandi áskrift á þar til gerðum áskriftar-eyðublöðum
sem hægt er að nálgast á vef Landsbankans, www.landsbanki.is. Áskriftir
í þessum hluta útboðsins skulu berast, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka
Íslands hf. Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík, fax 410 3007. Hafi
áskriftareyðublað verið sent með faxi skal fjárfestir engu að síður senda
frumritið í pósti til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Forgangsréttarhafar og fagfjárfestar hafa fulla heimild til þátttöku í
almenna útboðinu án tillits til þátttöku þeirra í öðrum hlutum útboðsins.
Ráðgjafar Landsbankans munu veita upplýsingar um útboðið og aðstoða við skráningu í síma 410 4040 til klukkan 20:00 miðvikudaginn
13. september og til klukkan 16:00 fimmtudaginn 14. september. Jafnframt mun Þjónustuver Landsbankans aðstoða fjárfesta við
skráningu í útboðinu í síma 410 4000 á meðan útboðinu stendur.
Hlutafjárútboð Marel hf.
hefst í dag
Hlutafjárútboð Marel hf. hefst í dag miðvikudaginn 13. september klukkan 9:00
og stendur til klukkan 16:00, fimmtudaginn 14. september 2006