Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 33
Seldir verða 75 milljónir nýrra hluta í Marel í útboði. Útboðið er þrískipt; útboð til forgangsréttarhafa, fagfjárfesta og almennings. Útboðsgengið er 74 krónur á hvern hlut. Heildarsöluvirði hluta í útboðinu er 5.550 milljónir króna. Marel hf. hefur gefið út lýsingu og hægt er að nálgast hana á vef Marel, www.marel.is, Landsbankans, www.landsbanki.is og í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf., www.icex.is. Innbundin eintök liggja frammi hjá Marel hf, Austurhrauni 9, Garðabæ og hjá umsjónaraðila, Landsbanka Íslands hf. Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík. Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér efni lýsingarinnar. Áskriftum í útboði til forgangsréttarhafa og almennings er einungis hægt að skila rafrænt á vef Landsbankans www.landsbanki.is. Forgangsréttarhafar hafa fengið lykilorð sent í pósti sem þeir nota við skráningu á áskrift sinni. Áskrifendur í almenna hluta útboðsins skrá inn kennitölu sína og netfang og fá um hæl sent lykilorð sem þeir nota við skráningu á áskrift sinni. Hámarksfjöldi hluta sem hægt er að skrá sig fyrir í almenna hluta útboðsins eru 10.000 hlutir. Skráning í útboðinu er skuldbindandi. Fagfjárfestar skila inn bindandi áskrift á þar til gerðum áskriftar-eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef Landsbankans, www.landsbanki.is. Áskriftir í þessum hluta útboðsins skulu berast, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík, fax 410 3007. Hafi áskriftareyðublað verið sent með faxi skal fjárfestir engu að síður senda frumritið í pósti til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Forgangsréttarhafar og fagfjárfestar hafa fulla heimild til þátttöku í almenna útboðinu án tillits til þátttöku þeirra í öðrum hlutum útboðsins. Ráðgjafar Landsbankans munu veita upplýsingar um útboðið og aðstoða við skráningu í síma 410 4040 til klukkan 20:00 miðvikudaginn 13. september og til klukkan 16:00 fimmtudaginn 14. september. Jafnframt mun Þjónustuver Landsbankans aðstoða fjárfesta við skráningu í útboðinu í síma 410 4000 á meðan útboðinu stendur. Hlutafjárútboð Marel hf. hefst í dag Hlutafjárútboð Marel hf. hefst í dag miðvikudaginn 13. september klukkan 9:00 og stendur til klukkan 16:00, fimmtudaginn 14. september 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.